Morgunblaðið - 20.10.2006, Síða 38
38 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
STÓR hópur öryrkja getur ekki
bætt sér upp tekjumissi sinn með at-
vinnutekjum. Þetta er fólkið sem lifir
af þeim bótum einum sem það fær frá
Tryggingastofnun rík-
isins og tekjum úr líf-
eyrissjóði, hafi það átt
þar rétt sem dugað hef-
ur til framreiknings.
Vandi öryrkja er
mjög sértækur þar sem
viðmiðun þeirra til
framreiknings til launa
úr lífeyrissjóði er oft
mjög lítil og gefur þar
afleiðandi aðeins rétt til
mjög lágra greiðslna úr
viðkomandi lífeyr-
issjóði. Sennilega er
best að skýra þetta með
því að setja upp dæmi sem eru til
staðar innan lífeyrissjóðanna 14 sem
ákváðu að endurmeta réttindi þeirra
sem fengu lífeyrisgreiðslur úr sjóð-
unum vegna örorku sinnar.
Dæmisögur
Skipstjóri sem slasast hafði í starfi
sínu var oftast á góðum launum. Ef
hann verður 75% öryrki og er metinn
útfrá því að hann var fullstarfandi í
góðum tekjum, fær hann góðan fram-
reikning. Framreikningur hans er
byggður á tekjum í fullu starfi og
réttur úr lífeyrissjóði verður t.d. um
300 þús. kr. á mánuði. Svona dæmi er
til. Þó engin hamingja felist í því að
slasast er viðkomandi með tekjur til
framfærslu sinnar í framtíð.
Tökum síðan annað dæmi af konu
úr sveit sem starfaði við heimilishald
og við búreksturinn ásamt bónda sín-
um. Hún var á lágum launum enda
staða bænda lengi þannig að varla var
afgangur til lágmarkslauna fyrir
einn, hvað þá tvo. Auk þess var að-
dragandi að örorku hennar langur,
bæði veikindi og slys. Þannig kom
örorka hennar til á nokkrum árum.
Fyrst tímabundin, og síðan 25% þar
til að því dró að hún varð 75% öryrki
nokkrum árum síðar. Viðmiðunarárin
hennar þrjú gáfu lága tekjuviðmiðun
og ekki varð framreikningurinn til
launa úr lífeyrissjóði hár, hvað þá að
sú upphæð tryggði afkomu hennar í
framtíðinni. Á þessu ári
fær hún greiðslu upp á
um 24.000 krónur á
mánuði úr lífeyrissjóði
og á rétt á örorkubótum
til viðbótar.
Með ákvörðun um
endurreikning sem tek-
in var í stjórnum 14 líf-
eyrissjóða verður henn-
ar greiðsla nánast
engin. Svo virðist að
uppbót vegna lyfja-
kostnaðar og lágur
bensínstyrkur sem hún
átti rétt á, hafi verið
reiknaðir sem tekjur í endurreikningi
en ekki sem endurgreiðsla á móti út-
lögðum kostnaði hennar. Þessi end-
urgreiðsla vegna lyfja og bens-
ínkostnaðar virðist jafnvel hafa
orsakað það að hjónin fengu ekki
lækkun fasteignagjalda þar sem
þessar greiðslur voru reiknaðar inn
sem laun.
Eftir að hringferðinni milli lífeyr-
issjóðalækkunar úr 24.000 krónum
niður í innan við 1.000 krónur á mán-
uði til hennar og endurreiknings hjá
Tryggingastofnun ríkisins á næsta
ári lýkur, fær hún auknar greiðslur
frá Tryggingastofnun upp á 40–42%
af 24 þúsund krónunum sem hún
missti. Þannig að örorkulífeyrir frá
Tryggingastofnun hækkar um 10–12
þúsund krónur. Getur nokkur sætt
sig við þetta óréttlæti?
Rangar forsendur útreikninga
Útreikningar lífeyrissjóðanna
byggjast á neysluvísitölu, það er á
verðlagsþróun en ekki launavísitölu.
Verði kaupmáttaraukning, þ.e. laun
hækki umfram almennt verðlag, eins
og gerst hefur á undanförnum árum,
dregst öryrkinn kjaralega aftur úr í
launum.
Lífeyrissjóðir hafa nú lagst í þá
vinnu að skoða réttindi hvers og eins
lífeyrisþega, sem fær örorkubætur úr
sjóðunum. Reglur sjóðanna gera ráð
fyrir að þeir horfi eingöngu til neyslu-
vísitölunnar. Niðurstaðan verður sú
að stór hópur verður fyrir skerðingu.
Sú niðurstaða er röng miðað við
fyrirheit um tekjutryggingu öryrkja.
Lífeyrissjóðunum ber tvímælalaust
að haga reglum sínum á þann veg að
framreikningurinn byggist á launa-
vísitölu en ekki neysluvísitölu. Aðeins
þannig er hægt að ná fram sam-
svörun við launakjörin, sem fyrirheit
voru um að tryggja.
ASÍ hefur gert að kröfu sinni að
ríkið komi að því með fjárframlagi af
fjárlögum að létta byrði lífeyrissjóða
vegna mikils örorkukostnaðar í sum-
um sjóðanna. Það er hægt að grípa til
sértækra aðgerða gagnvart þeim líf-
eyrissjóðum sem bera mestu ör-
orkubyrðarnar en þess eru dæmi að
örorkubætur eru yfir 40% heildar-
greiðslna úr sjóðum. Það sjá allir að
slíkar útborganir án iðgjalda geta
orðið sjóðunum erfiðar til lengri tíma
litið.
Þessi vegferð öll hjá lífeyrissjóð-
unum nú þarf endurskoðunar við og
stenst varla lög. Framkvæmdinni á
að fresta þegar í stað og skoða málin
að nýju.
Öryrkjar – óréttlát aðgerð
Guðjón A. Kristjánsson
fjallar um málefni öryrkja » ASÍ hefur gert aðkröfu sinni að ríkið
komi að því með fjár-
framlagi af fjárlögum að
létta byrði lífeyrissjóða
vegna mikils örorku-
kostnaðar í sumum sjóð-
anna.
Guðjón A. Kristjánsson
Höfundur er formaður Frjálslynda
flokksins.
HÉR á landi hefur þekking og
framboð á fjölbreyttum meðferð-
arúrræðum fyrir börn
og ungmenni aukist
mikið. Þessi úrræði
hafa hins vegar ekki
fengið nægilega kynn-
ingu og kannski þess
vegna hafa geðlyf í
auknum mæli verið
notuð til að stjórna
hegðun barna ein og
sér. Þannig hefur sú
gífurlega þekking sem
til staðar er á öðrum
úrræðum ekki verið
nýtt. Úrræði sem hafa
gefist vel að nota ein
eða samhliða lyfjagjöf.
Ástæða er til að nefna
þetta þar sem lyfjagjöf
vegna líðanar og hegð-
unar íslenskra barna
hefur aukist meira en í
nágrannalöndunum.
Samkvæmt sam-
norrænni skýrslu um
notkun lyfja er notkun
þunglyndislyfja hjá 0–
14 ára börnum marg-
falt meiri á Íslandi en á
hinum Norðurlönd-
unum sbr. meðfylgj-
andi töflu.
Hér á landi tíðkast jafnvel að gefa
þriggja til fjögurra ára börnum lyf
vegna hegðunarvanda. Til Miðgarðs
hafa leitað foreldrar með börn sem
hafa verið á kvíðastillandi lyfjum í
mörg ár án árangurs. Áherslan virð-
ist vera að sjúkdómsgera mótlæti í
lífinu í stað þess að kenna börnum og
ungmennum að takast á við erfiðleika
og vera þannig sterkari og sig-
urstranglegri í lífsins ólgusjó. Sem
dæmi um þetta má nefna sextán ára
stúlku sem grét mikið og leið illa
vegna þess að kærastinn sagði henni
upp. Móðir hennar fann til með henni
og fór með hana til heimilislæknisins
sem gaf stúlkunni kvíðastillandi lyf. Í
hraða og stressi nútímasamfélags
virðist fyrsta hugsun um lausn vera
lyfjagjöf í stað þess að sinna börn-
unum og sjálfum sér með aukinni
umönnun eða nauðsynlegu tilliti.
Áherslan er á það sjúka í stað heil-
brigðis. Geðlyf eru vissulega gagnleg
og hafa sannað gildi sitt en öfgafull
notkun þeirra er ekki til góðs. Því
miður er alltof algengt að foreldrum
sé ekki vísað í úrræði, sem gætu
hentað börnum þeirra. Hér verður að
nokkru minnst á það sem sveit-
arfélögin eru að gera og alltof lítið
hefur farið fyrir í umræðu um heil-
brigðiskerfið.
Sveitarfélögin hafa lagt mikla
áherslu á ýmiss konar forvarnir í
formi öflugs íþróttalífs og fjöl-
breyttra tómstunda fyrir börn. For-
varnaráætlun Reykjavíkurborgar er
afar framsækin og unnið er að marg-
víslegri samhæfingu þjónustutilboða
til að bæta þjónustu við börn og auð-
velda uppeldishlutverk foreldra. Nýr
meirihluti hefur lýst metnaðarfullum
áherslum og víðtækum stuðningi við
börn og fjölskyldur. Með þessum
sterku áherslum í átt að fjöl-
skylduvænu samfélagi þarf að koma
virkur stuðningur frá heilbrigðiskerf-
inu. Börn, foreldrar og aðrir sem
koma að kennslu og umönnun barna
þurfa að heyra hvernig stuðla má að
betra lífi með góðu mataræði, hreyf-
ingu, útiveru, tómstundum og virkni í
jákvæðum athöfnum svo eitthvað sé
talið.
Í Miðgarði eru starfandi 15 sér-
fræðingar sem vinna að
ýmiss konar þjónustu
við börn og fjölskyldur.
Áhersla er á velferð allr-
ar fjölskyldunnar og því
ekki horft aðeins á
vanda eins meðlims
hennar. Svo dæmi sé
tekið ef faðir á við alvar-
legan áfengisvanda að
etja eða móðir stríðir við
alvarlegt þunglyndi er
stuðningur ekki ein-
ungis miðaður við þeirra
þarfir heldur metið
hvort börnin þurfi líka
stuðning. Sérfræðingar
vinna því oft þverfag-
lega að velferð fjöl-
skyldu. Oft er samvinna
við sérfræðinga annarra
stofnana eða lækna á
einkastofum. Þessi
vinna er ætíð á for-
sendum fjölskyldunnar
og með hennar sam-
þykki. Þessi hug-
myndafræði er grund-
völluð á forvörn; áhersla
er lögð á að styðja við
börn og fjölskyldur áður
en vandinn er orðinn mikill.
Sálfræðingar Miðgarðs eru sex
fyrir utan undirritaðan. Þeir eru með
sérhæfingu í þörfum barna, bæði
varðandi greiningu á erfiðleikum
þeirra og ráðgjöf og meðferð. Ráð-
gjöf og meðferð eru aðallega byggð á
hugrænni atferlismeðferð, sem talin
er gagnast best gagnvart erfiðleikum
tengdum kvíða, depurð, vægu þung-
lyndi og sjálfsmati einstaklinga. Sál-
fræðingarnir hafa allir þjálfun í at-
ferlisgreiningu og hegðunarmótun og
vinna við það í samvinnu við kennara.
Tveir sálfræðingar Miðgarðs taka
þátt í þróunarverkefni sem kallast
Stuðningur við jákvæða hegðun
(Positive Behavior Support) sem ver-
ið er að innleiða í tveimur skólum í
Grafarvogi og fimm öðrum skólum í
Reykjavík. Önnur úrræði sem sér-
fræðingar Miðgarðs standa að eru
m.a:
Tvenns konar uppeldis-
námskeið fyrir foreldra.
Ég þori, vil og get, sjálfstyrk-
ingarnámskeið fyrir unglingsstúlkur.
Reiðistjórnunarnámskeið fyrir
börn.
Lært á lífið, þjálfunarnámskeið
í félagsfærni, reiðistjórnun og sið-
ferðilegri rökhugsun.
PMT. Foreldrafærni vegna
barna sem sýna erfiða hegðun.
Sérfræðiþjónusta Miðgarðs er öfl-
ug þjónusta fyrir börn og foreldra og
getur sinnt flestum vandamálum
tengdum hegðan og líðan barna. Mik-
il samvinna er við skólana, þar sem
börnin eru lungann úr deginum, og
við lækna og heilsugæslu eftir þörf-
um. Erfiðustu málunum er vísað á
BUGL og Greiningarstöð ríkisins og
eftir að mál koma þaðan er skilvirk
eftirfylgd af hálfu Miðgarðs þegar
þess er óskað.
Úrræði fyrir
börn og foreldra
Helgi Viborg skrifar um
úrræði við hegðunarvanda
barna og ungmenna
Helgi Viborg
» Áherslanvirðist vera
að sjúkdóms-
gera mótlæti í
lífinu í stað þess
að kenna börn-
um og ung-
mennum að tak-
ast á við
erfiðleika …
Höfundur er sálfræðingur og deild-
arstjóri í Miðgarði, þjónustumiðstöð
Grafarvogs og Kjalarness.
Notkun þunglyndislyfja eftir kyni og aldri 2003.
Dagneysla á 1000 einstaklinga.
Danmörk Færeyjar Finnland Ísland Svíþjóð
karlar konur karlar konur karlar konur karlar konur karlar konur
0-14 ára 0.7 0.7 0.5 0.0 0.5 0.4 12.6 7.2 1.2 1.0
15-24 ára 10.7 23.7 4.0 5.0 12.1 21.7 36.0 55.0 15.5 31.8
25-44 ára 30.9 54.2 14.5 51.7 34.7 50.4 65.2 117.0 41.7 78.9
45-64 ára 50.7 93.1 23.7 50.6 46.4 74.6 94.7 177.0 57.4 115.4
65-74 ára 64.0 111.6 35.6 57.5 37.1 56.0 112.2 176.6 59.6 103.8
75 + ára 105.9 175.0 65.2 93.0 51.7 80.5 110.9 134.1 101.0 164.7
Medicine consumption in the Nordic Countries 1999-2003
Í PISTLINUM Með á nótunum
sem birtist í Fréttablaðinu sl. mánu-
dag, minnist Árni Heimir Ingólfsson
á sjónvarpsþáttaröðina
Tíu fingur sem er í um-
sjón undirritaðs. Þætt-
irnir fjalla um fram-
úrskarandi
hljóðfæraleikara á Ís-
landi og samanstendur
hver þáttur, sem er um
klukkustund að lengd, af
viðtali og tónlistarflutn-
ingi í sjónvarpssal.
Árni Heimir segir:
„Þættirnir eru frábært
framtak og eiga eflaust
eftir að vekja forvitni
margra. Það er bara
þessi einstaklega bragðdaufi tónlist-
arflutningur í sjónvarpssal sem ég á
bágt með að þola, þótt ég viti vel að
hann sé ódýrari kostur en að fara á
stúfana og mynda flytjendur á tón-
leikum. Það er bara ekki um sama
hlut að ræða. Lifandi tónlistarflutn-
ingur á sviði fyrir framan fullan sal af
áheyrendum er einstakt fyrirbæri,
andrúmsloftið er rafmagnað og flytj-
andinn leggur allt í sölurnar.“
Árni Heimir gefur svo í skyn að
fiðluleikur Sigrúnar Eðvaldsdóttur
sunnudagskvöldið 8. október og selló-
leikur Gunnars Kvaran viku síðar
hafi „í besta falli verið „penn“, í
versta falli hrútleiðinlegur“. Og samt
kvartar hann undan því, nokkru síðar
í grein sinni, þegar hann fjallar al-
mennt um hlut tónlistar í sjónvarp-
inu, að tónlistarmenn „megi prísa sig
sæla ef þeir fá eina mínútu í lok
fréttatímans til að sýna hvað í þeim
býr á meðan nöfn tökumanna og
fréttastjóra renna yfir skjáinn á ógn-
arhraða.“
Í orðum Árna Heimis má greina
hugmyndir bókmenntafræðingsins
Walters Benjamin um áruna, ein-
stætt gildi listaverks, þann kjarna
þess sem ekki er hægt að fjölfalda. Í
ritgerð sinni Listaverkið á tímum
fjölföldunar sinnar bendir Benjamin
á að upphaflegt nota-
gildi listaverksins hafi
verið í helgiathöfnum,
fyrst í göldrum en síð-
ar í tilbeiðslu. Lista-
verkið táknaði yf-
irskilvitlega krafta og
var tól til að með-
höndla og/eða stjórna
þessum kröftum. Sam-
kvæmt Benjamin hef-
ur ára listaverksins
aldrei losnað til fulls
við þessi fornu tengsl.
Þegar Árni Heimir tal-
ar um tónleikana sem
einstakt fyrirbæri virðist hann ein-
mitt eiga við þessa „magísku“ áru, hið
einstæða gildi listaverksins sem að-
eins er hægt að upplifa í lifandi flutn-
ingi.
Vera má að upplifunin á tónleikum
sé ekki sú sama og að horfa á tónlist-
arflutning í sjónvarpssal. En er það
svo skelfilega leiðinlegt? Þýski heim-
spekingurinn Theodor Adorno, kan-
adíski píanóleikarinn Glenn Gould og
fleiri hafa haldið því fram að upp-
takan auðveldi fólki að njóta sjálfrar
tónlistarinnar. Upptökurnar í þátt-
unum eru ekki íþróttaviðburður og
ekki trúarathöfn; tónlistin, hrein og
ómenguð, er í aðalhlutverki, og hún
er færð beint heim í stofu til áhorf-
andans.
Kvikmyndatökurnar af tónlist-
arflutningnum í þáttunum mínum eru
til að undirstrika það sem á sér stað í
tónlistinni; þær beina huga áhorfand-
ans í tiltekna átt. Klassísk tónlist
byggist yfirleitt á ákveðinni atburð-
arrás eða framvindu, sem kemur fram
í kvikmyndatökunum. Þegar þáttaskil
eiga sér stað í tónlistinni er klippt á
milli sjónarhorna; þegar mikil átök
eiga sér stað er yfirleitt nærmynd af
höndum hljóðfæraleikarans; óróleiki í
tónsmíð er undirstrikaður með tíðum
klippingum; róleg, innhverf tónlist ein-
kennist af lengri senum, þ.e. færri
klippingum, o.s.frv. Markmiðið er að
hið myndræna og hljóðfæraleikurinn
skapi saman sterka, listræna heild
sem auki aðdráttarafl tónlistarinnar
og geri framvindu hvers verks skilj-
anlegri en ella.
Með Tíu fingrum er að mínu mati
stigið stórt skref í að opna veröld
klassískrar tónlistar fyrir öllum þorra
almennings. Eitt af hlutverkum Sjón-
varpsins er að fá fólk til að horfa,
hlusta og hugsa um eitthvað annað en
það sem markaðsöflin og gróðahyggj-
an vill beina athygli okkar að. Með
framleiðslu á klassísku efni, jafnvel
þótt það sé „bara“ í sjónvarpssal, fá
nokkrir af helstu tónlistarmönnum
þjóðarinnar einmitt tækifæri til að
sýna hvað í þeim býr og gera klass-
íska tónlist aðgengilegri fyrir vikið.
Er ekki full ástæða til að fagna því,
Árni Heimir?
Tónlistin færð heim í stofu
Jónas Sen svarar pistli Árna
Heimis Ingólfssonar um tónlist-
arflutning í sjónvarpssal »Með framleiðslu áklassísku efni, jafn-
vel þótt það sé „bara“ í
sjónvarpssal, fá nokkrir
af helstu tónlistarmönn-
um þjóðarinnar einmitt
tækifæri til að sýna
hvað í þeim býr og gera
klassíska tónlist að-
gengilegri fyrir vikið.
Jónas Sen
Höfundur er tónlistarmaður.