Morgunblaðið - 20.10.2006, Page 41

Morgunblaðið - 20.10.2006, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 41 MINNINGAR ✝ Eyjólfur Val-geirsson fæddist í Norðurfirði í Strandasýslu hinn 12. apríl 1914. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 13. októ- ber síðastliðinn. Eyjólfur var sonur hjónanna Valgeirs Jónssonar, bónda í Norðurfirði, f. 18. apríl 1868, d. 6. jan.1949, og konu hans, Sesselju Gísla- dóttur, f. 24. sept. 1875, d. 30. okt.1941. Valgeir og Sesselja eignuðust 18 börn, fjögur þeirra dóu í frumbernsku. Systkini Eyjólfs sem komust til fullorðins- ára eru: Jón, f. 2. mars 1897, Gísl- ína Vilborg, f. 28. apríl 1898, Val- gerður Guðrún, f. 17. apríl 1899, Sigurlína Guðbjörg, f. 16. júlí 1900, Ólafur Andrés, f. 24. sept. 1901, Albert, f. 26. nóv.1902, Guð- jón, f. 19. des.1903, Guðmundur Pétur, f. 11. maí 1905, Sveinbjörn, f. 24. ágúst 1906, Soffía Jakobína, f. 27. nóv. 1907, Benedikt, f. 13. ágúst 1910, Valgeir, f. 1. jan.1916, og Laufey, f. 19. ágúst 1917. Lauf- börn eru Sigurbjörg, f. 23. apríl 1976, maki Jóhann Pétur Guð- mundsson, þau eiga eitt barn, og Eyjólfur, f. 23. apríl 1976, unnusta Auður Agla Óladóttir. 4) Fríða, f. 23. nóv. 1961, maki Árni Eyþór Bjarkason, f. 4. nóv. 1960. Dætur þeirra eru: a) Margrét, f. 28. júní 1993, og b) Rakel, f. 7. jan. 1995. 5) Valgeir Alexander, f. 17. apríl 1965, maki Kolbrún Hauksdóttir, f. 30. sept. 1963. Þeirra dætur eru Sandra Lind, f. 11. jan. 1993, og Ólöf Birna, f. 19. júní 1995. Dóttir Kolbrúnar er Eva Dögg Ólafs- dóttir, f. 2. sept. 1985, unnusti Grímur Aspar Birgisson, hún á eina dóttur. Eyjólfur stundaði nám á Reykja- skóla í Hrútafirði tvo vetur og vann síðan ýmsa verkamanna- vinnu fram á þrítugsaldur. Hann var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Strandamanna í Norðurfirði 1943–1956 en keypti þá jörðina Krossnes í Árneshreppi þar sem hann bjó til ársins 1997 þegar hann flutti á Hrafnistu í Reykja- vík. Eyjólfur gegndi ýmsum trún- aðarstörfum í sinni heimabyggð. Má þar nefna formennsku í stjórn Kaupfélags Strandamanna og setu í hreppsnefnd. Útför Eyjólfs verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. ey er eina systkinið sem eftir lifir. Eyjólfur kvæntist hinn 22. okt.1944 Sig- urbjörgu Alexand- ersdóttur frá Kjós í Reykjarfirði, f. 13. maí 1922, d. 29. júní 1994. Hún var dóttir hjónanna Alexanders Árnasonar,f. 6. ágúst 1894, d. 11. feb. 1970, og Sveinsínu Ágústs- dóttur, f. 7. júní 1901, d. 3. nóv. 1987, en þau bjuggu lengst af í Kjós. Börn Eyjólfs og Sig- urbjargar eru: 1) Hildur, f. 22. mars 1944, maki Ingólfur Krist- jánsson, f. 13. mars 1940, d. 28. nóv. 2001. Þeirra börn eru a) Sig- urbjörg, f. 13. sept. 1968, maki Arnoddur Erlendsson, þau eiga tvö börn, og b) Kristján, f. 26. júní 1981. 2) Úlfar, f. 27. mars 1946, maki Oddný Snjólaug Þórð- ardóttir, f. 27. sept. 1957. Þeirra sonur er Árni Geir, f. 14. des. 1986. Unnusta Sigurveig Þórhallsdóttir. Sonur Oddnýjar er Hilmar Vilberg Gylfason, f. 14. maí 1980. 3) Petr- ína Sigrún, f. 19. júlí 1950. Hennar Þau voru ánægð, foreldrar mínir, þegar dóttir þeirra skýrði þeim frá því hvern hún hefði valið sér sem lífs- förunaut. Ánægjan með tengdason- inn entist þeim ævina. Sá sem Sig- urbjörg systir mín hafði tekið ástfóstri við var Eyjólfur Valgeirsson í Norðurfirði. Eyjólfur lést á Hrafn- istu í Reykjavík 13. þ.m. Eftir að ég hafði einnig náð mér í lífsförunaut var það árviss atburður að heimsækja systur mína og Eyjólf og fjölskyldu þeirra á Krossnes. Þær heimsóknir eru mér og fjölskyldu minni ljúfar í minni. Alltaf var tekið á móti okkur með sömu góðu framkomunni og mik- ill var rausnarskapurinn í veitingum og dekri við okkur. Það var gott að sitja við eldhúsborðið á Krossnesi, njóta veitinganna og spjalla við Eyjólf og Sillu og börnin þeirra. Oftast voru fleiri gestir þar við borðið en við. Eyj- ólfur var góður sögumaður, hagmælt- ur vel og kom jafnan vel fyrir sig orði og oft á skemmtilegan hátt. Ég minn- ist rölts með Eyjólfi utan dyra, um tún og útihús, norður við sögunarhús og í rekafjöru. Það fannst vel á þessu rölti hvað umhverfið átti mikil ítök í bóndanum á Krossnesi. Eitt sinn komum við á Krossnes um jónsmessuna. Þá var um miðnætt- ið farið með Eyjólfi og fleirum norður fyrir Fell til að njóta þess að sjá mið- nætursól. Sólin snerti ekki hafflötinn. Húnaflóinn var spegilsléttur. Stundin var stórkostleg. Allt var umvafið feg- urð. Það er gott á kveðjustund að hugsa til Eyjólfs Valgeirssonar og tengja þá kveðju þessari jónsmessu- nótt. Heimilið á Krossnesi hjá Eyjólfi og Sillu er mér og fjölskyldu minni ríkt í huga. Við þökkum fyrir liðin ár og vottum aðstandendum samúð. Skúli Alexandersson. Elsku Eyjólfur (afi) minn. Það er söknuður í hjarta mínu þegar ég kveð þig hinsta sinni. Ég veit að síðustu ár hafa verið þér erfið vegna þrálátra veikinda en þrátt fyrir það var samt alltaf stutt í kankvísina. Ég tel það vera forréttindi að hafa þekkt þig enda hef ég bæði haft gagn og gaman af því að umgangast þig og ræða mál- in við þig. Það er því mín von að þú hafir skilið við sáttur þar sem þú átt að baki langt og farsælt ævistarf. Ég á erfitt með að lýsa tilfinningum mín- um á þessum tímamótum, í fáum orð- um, en ég get þó sagt að ég mun minnast þín fyrir léttleikann, þraut- seigjuna, traustið og umhyggjuna sem þú hefur sýnt í öllum þínum gerð- um. Glaðlega fasið hefur létt lund margra sem hafa umgengist þig í gegnum tíðina. Andlát þitt ýtti við mörgum göml- um og góðum minningum frá Kross- nesi. Þess vegna verð ég að minnast þín og Sillu, sem loksins eruð saman á ný, í örfáum orðum. Ég er bara smá- patti þegar ég kem inn í ykkar fjöl- skyldu á Krossnesi og þó ég væri ekki af ykkar meiði komuð þið alltaf fram við mig sem einn af ykkar fjölskyldu. Ég hafði alltaf gaman af því að snúast í kringum ykkur, hvort sem það var að moka slóð í skaflinn á veturna eða bara þvælast fyrir ykkur. Ég gleymi aldrei því andartaki þegar þið sögðuð mér að ég mætti kalla ykkur afa og ömmu, það var mér mikils virði, og þó ég hafi ekki nefnt ykkur sem slík hef ég alltaf litið á ykkur sem afa minn og ömmu. Ég mun alltaf standa í þakkarskuld við ykkur fyrir alla þá hlýju sem þið sýnduð mér á sama hátt og ég mun búa að því alla ævi að hafa þekkt ykk- ur og notið leiðsagnar ykkar á upp- vaxtarárum mínum. Megi minning ykkar lifa um ókom- in ár. Hilmar á Krossnesi. Þeim fækkar óðum, sem ólust upp í Norðurfirði á fyrri hluta tuttugustu aldar. Það er að vonum, langt er nú umliðið og það fólk orðið háaldrað, sem eftir er. Einn af þeim var Eyjólf- ur móðurbróðir minn, sem nú er ný- látinn í hárri elli. Eyjólfur var einn átján barna foreldra sinna, þar af komust fjórtán til fullorðins ára. Af þeim urðu tíu húsráðendur í Árnes- hreppi um lengri eða skemmri tíma og líklega níu á sama tíma. Eyjólfur var fæddur inn í það sveitarsamfélag, sem var hér, við það ólst hann upp og batt við tryggð og allt sitt ævistarf. Það eru bundnar góðar minningar frá uppvexti okkar, sem ólumst upp við hlið heimilis ömmu okkar og afa í Norðurfirði. Þar vorum við tíðir gest- ir. Á þeim tíma voru þrír yngstu bræðurnir í Norðurfirði að verða full- tíða menn, einn af þeim var Eyjólfur. Þeir sóttu þá vinnu utan heimilis, og voru að koma og fara, en voru þó bundnir heimili sínu. Þeim fylgdi ferskur blær, sem við litum til sem fyrirmyndar. Ég minnist einnig jóla- boðanna hjá afa og ömmu, í viðbót við það að fá mikið af góðum kökum, sáu bræðurnir um að halda uppi hvers konar skemmtunum, sem tíðkuðust um jól. Allt er þetta lifandi í minning- unni. Eyjólfur fór í Héraðsskólann á Reykjum í Hrútafirði, og var þar meðal fyrstu nemenda skólans. Árið 1943 varð breyting á högum hans, þá ræðst hann sem kaupfélagsstjóri við Kaupfélag Strandamanna og stofnar þar heimili með verðandi eiginkonu sinni, Sigurbjörgu Alexandersdóttur frá Kjós. Þau tókust á hendur mikið og vandasamt starf, sem allt var leyst með prýði. Heimilið stóð opið gestum og gangandi og var svo í allri búskap- artíð þeirra hjóna. Hér var teningun- um kastað, upp frá þessu var Eyjólfur virkur þátttakandi við úrlausnir af málefnum Árneshrepps og var svo meðan hann gaf kost á sér til þeirra starfa. Árin sem hann stýrði kaup- félaginu var húsakostur bættur til hagræðis fyrir starfsfólk og starfsemi félagsins. Árið 1956 keyptu þau jörð- ina Krossnes hér í sveit og flutti fjöl- skyldan þá þangað. Þegar þau létu af búskap tók Úlfar sonur þeirra við ásamt konu sinni Oddnýju Þórðar- dóttur. Þegar ég lít til baka er mér ofarlega í huga samvinnan við Eyjólf, hún var orðin býsna löng, bæði á vegum kaup- félagsins og annarra hreppsmála. Það var gott að hafa hann með í ráðum við úrlausn margvíslegra mála, sem upp koma á þeim vettvangi. Hann var til- lögugóður, einarður í öllum sínum málflutningi, góður að reifa sínar skoðanir, en vildi finna lausn í hverju máli. Ógleymanlegur er 17. mars 1971.Veðri var svo farið, að það er norðaustan stormur, gekk á með dimmum éljum. Laust eftir hádegi er hringt í sveitasímann, það var Sigur- björg á Krossnesi, hún tilkynnir, að eldur sé laus í íbúðarhúsinu. Húsið brann á örskammri stundu til grunna, og varð sáralitlu bjargað úr húsinu. Fjölskyldan stóð húsnæðislaus á miðjum vetri. Það hefði mátt ætla, að hér væru búskaparlok á Krossnesi. Það var öðru nær, fjölskyldan var ein- huga um endurbyggingu og var kom- in í nýbyggt íbúðarhús á haustdögum. Í góðra vina hópi var Eyjólfur hrókur alls fagnaðar, honum var lagið að halda uppi glaðværð með söng og gamanmálum, sem voru gjarnan í bundnu máli, hagyrðingur var hann góður. Eyjólfur lést á Hrafnistu í Reykja- vík, þangað fór hann þegar kraftar fóru að þverra. Hugurinn var samt bundinn við heimahagana. Sigurbjörg kona hans lést árið 1994, eftir lang- varandi heilsuleysi, hún er jarðsett í Árneskirkjugarði. Þangað liggur nú leiðin. Það eru ferðalok. Við minn- umst nú hjónanna með þakklæti í huga, þau voru góðir grannar. Börnum hans og öðrum nánum ættmennum eru sendar innilegar samúðarkveðjur frá okkur hjónunum. Gunnsteinn Gíslason. Við vistmenn á Sjómannaheimilinu Hrafnistu misstum nýlega einn af okkar ágætu félögum, Eyjólf Val- geirsson, þar varð stórt skarð fyrir skildi. Við hér á 4. hæðinni vorum bú- in að vera honum samtíða, sumir all- lengi, aðrir skemur. Nú er hann fluttur yfir móðuna miklu, það skeði föstudaginn 13. októ- ber. Allir sem kynntust Eyjólfi sakna hans. Hann var ljúfur í framkomu, greindur, söngvinn og lagði alltaf gott til mála. Við kveðjum hann með söknuði, þakklæti og virðingu. Minningin um hann lifir hrein og björt í hugum okk- ar. Farðu vel, Eyjólfur, og hafðu hjart- ans þakkir fyrir hvern þann dag, sem þú áttir með okkur hér á G-gangi á 4. hæð. Vistmenn á 4. hæð á Hrafnistu. Eyjólfur Valgeirsson ✝ Birgir Krist-insson fæddist í Reykjavík hinn 7. september 1958. Hann lést á heimili sínu hinn 11. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hans eru Kristinn Sigurðs- son, f. 31. ágúst 1914, d. 18. jan. 1997, og Jóhanna S. Júlíusdóttir, f. 19. des. 1923. Systkini Birgis eru Karólína V. Krist- insdóttir, f. 7. nóv. 1944, Sigríð- ur Kristinsdóttir, f. 26. ágúst 1946, og Kolbrún Kristinsdóttir, Íslands. Sambýlismaður hennar er Jón Valdimar Sigurðsson, f. 1. desember 1981. 2) Kristín Björk Birgisdóttir, f. 23. júní 1990, nemi við Menntaskólann í Reykjavík. Birgir ólst upp í foreldra- húsum í Bólstaðarhlíð og gekk í Ísaksskóla og Hlíðarskóla. Hann hóf nám í rafvirkjun í Iðnskól- anum í Reykjavík 1976 og lauk því 1980. Hann starfaði alla tíð við rafvirkjun. Hann vann lengi hjá Heimilistækjum, síðar ýms- um rafverktökum og síðast hjá Göflurum í Hafnarfirði. Birgir bjó lengst af í Reykjavík en flutt- ist svo með fjölskyldu sinni í Kópavog þar sem hann bjó síð- ustu 15 árin. Útför Birgis verður gerð frá Víðistaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. f. 8. nóv. 1951, d. 16. júlí 2005. Kona Birgis var Katrín Rósa Gunn- arsdóttir, f. 9. mars 1961. Hann kynntist henni 1982 og hófu þau sambúð 1985. Foreldrar hennar eru hjónin Gunnar Vernharðsson, f. 23. nóvember 1912, d. 24. október 1995, og Þorbjörg G. Guð- jónsdóttir, f. 11. apríl 1923. Börn Birgis og Katrínar eru: 1) Þor- björg Birgisdóttir, f. 6. maí 1984, nemi í félagsráðgjöf við Háskóla „Er það mesta fiskifæla norðan Alpafjalla?“ „Nei, en mig grunar ég sé að tala við hana.“ Svona byrjuðu símtöl okkar frændanna gjarnan í góðlátlegu gríni. Svolítill „lokal“ húmor en ber persónuleika Bibba glöggt vitni en það var alltaf stutt í glens og oft í dekkra lagi. Þetta ber einnig vott um hvernig samræður urðu í framhaldinu, veiði, veiði og meiri veiði. Fiskifæla er þó gróflegt rangnefni á þessari miklu aflakló sem var meðal annars sérfróður um veiði í Þingvallavatni og sorglegt er að sjá á eftir þeirri miklu vitneskju. Ég eftir að naga mig í handarbökin hér eftir yfir því að hafa ekki lagt á minnið veiðistaðina í stað þess að elta Bibba í blindni grunlaus um að leiðsagnar hans nyti ekki lengur við. Óendan- lega á ég eftir að sakna árlegra ferða okkar í Veiðivötn, spennan, sögurnar af ykkur feðgum, eftirvæntingin jafn- vel svo mikil að Bibbi var alltaf mætt- ur að ná í mig hálftíma fyrir áætlaðan mætingartíma. Ég hef átt því láni að fagna að allt mitt líf hefur Bibbi verið nálægur, boðinn og búinn til að hjálpa ef á þurfti að halda og dóttur minni góður frændi og leikfélagi. Frá því ég man eftir mér í Bólstaðarhlíðinni hefur stóri frændi verið til staðar og það er hreint ótrúlegt hversu þolinmóður hann var með lítinn systurson í eft- irdragi öllum stundum. Þessar fyrstu minningar fela meðal annars í sér rauðan BMW og ótal ferðir í Hamra- hlíðina til þess að kaupa franskar kartöflur sem að mínu mati voru hans uppáhaldsfæða og er eitt af mörgu sem ég ef tekið upp. Þegar hugsað er til baka eru ótal hlutir sem koma upp í hugann. Of- arlega er dálæti Bibba á spila- mennsku sem reyndar er arfleifð Ból- staðarhlíðarættarinnar. Þeir verða seint taldir kanarnir sem við höfum spilað. Yfirleitt var keppnin mikil og engin ungmennafélagsstemmning, alltaf spilað til sigurs. Ég held reynd- ar að í Paradís Bibba sé spilað og veitt til skiptis, með hléum til frönskuáts að sjálfsögðu. Ég hrósa happi yfir því að hafa skellt mér með Bibba í Elliðaárnar í ágúst þar sem María og Perla Kol- brún komu með nesti og sáu garpinn í essinu sínu. Það voru gæðastundir sem því miður voru einnig okkar síð- ustu stundir saman. Að dauði leiði af lífi er ein af stað- reyndum þessa heims, önnur er sú að lengi mun leitað að lastalausum manni. Undir niðri lúrði lævís hug- sýki sem tók sinn toll og skildi eftir óseðjandi söknuð, nam á brott góðan félaga og læriföður, vin hvers mann- kosti sérhver skyldi geyma, hann Bibba minn. Jóhann Engilbertsson. Góður vinur er nú fallinn frá langt um aldur fram. Minningarnar hrann- ast upp. Ég kynntist Birgi þegar hann var 16 ára og búinn að taka stefnuna á rafvirkjanám sem hann kláraði með miklum sóma. Birgir var alls staðar eftirsóttur í vinnu og alltaf tilbúinn að rétta vinum og ættingjum hjálpar- hönd, þyrftu þeir hjálpar með. Skipti þá ekki máli hvort það voru raflagnir eða smíðavinna, verkin hans Birgis voru vel unnin enda lærði hann vinnusemi af föður sínum en þeir voru miklir félagar í leik og starfi. Börn hændust að Birgi, enda var hann góðhjartaður maður og var hann í sérstöku uppáhaldi hjá frænku sinni og sonardóttur minni, henni Perlu Kolbrúnu. Birgir reyndist einnig systrum sínum Kolbrúnu og Sigríði einstaklega góður bróður í öll- um þeirra veikindum. Birgir var réttilega mjög stoltur af dætrum sín- um, þeim Kristínu og Þorbjörgu, fyr- ir dugnað þeirra í leik og starfi. Að síðustu laut Birgir í lægra haldi andspænis þeim lífshættulega sjúk- dómi sem hafði herjað á hann lengi. Að ferðalokum vil ég þakka ljúfum og góðum dreng fyrir allt það sem hann hefur gert gott fyrir mig og mína. Dætur hans og sambýliskona hafa misst mikið. Ég votta þeim mína dýpstu samúð og vona að minningar um góðan dreng megi sefa sárustu sorgina. Engilbert Snorrason. Samstarfsmaður okkar og vinur Birgir Kristinsson er dáinn. Birgir var dugmikill fagmaður sem skilaði sínum verkum ávallt af alúð og fag- mennsku. Skarðið sem fráfall hans skilur eftir í litlum og samhentum hópi er ómögulegt að fylla. Megi algóður Guð geyma Birgi. Er hjartað nístir hryggðin sár og hvarma lauga tár, þá signir Drottinn sorgar und og sefar dapra lund. Hann gefur von og viljans gnótt er veitir nýjan þrótt því lífi sem er þrautum þjáð og þráir styrk og náð. (Bragi J. Ingibergsson) Eftirlifandi eiginkonu Birgis, Katrínu Gunnarsdóttur, og dætrum þeirra vottum við okkar dýpstu sam- úð. Megi þær hljóta huggun í harmi og styrk til að standast þunga raun. Samstarfsmenn hjá Göflurum ehf. Birgir Kristinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.