Morgunblaðið - 20.10.2006, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 51
menning
Komdu í Hygeu í dag eða á morgun
Sérfræðingar Kanebo verða hjá okkur og bjóða upp á förðun ásamt því að veita faglega
ráðgjöf um allt sem viðkemur umhirðu húðarinnar.
Hægt er að panta tíma í förðun í síma 533 4533.
Vertu velkomin að koma til að kynnast því nýjasta frá Kanebo.
www.kanebo.is Kringlunni, sími 533 4533
Eftir Birtu Björnsdóttur
birta@mbl.is
KVIKMYNDIN Mýrin verður
frumsýnd í dag víða um land. Eins
og flestum er kunnugt er myndin
gerð eftir samnefndri bók Arnaldar
Indriðasonar, einhverri mest lesnu
íslensku skáldsögunni.
Það hefur mikið vatn runnið til
sjávar síðan Arnaldur sendi frá sér
Mýrina fyrir jólin árið 2000.
Samkvæmt upplýsingum frá
Eddu, útgefanda bóka Arnaldar,
hefur Mýrin selst í vel á þriðju millj-
ón eintaka víða um heim. Ekkert lát
virðist vera á vinsældum bóka hans
og hafa þær setið ofarlega á met-
sölulistum í Danmörku, Noregi, Sví-
þjóð, Hollandi, Belgíu, Þýskalandi
og Frakklandi auk Íslands.
Sífellt bætast svo fleiri þjóðir við.
Fyrir skömmu lauk sjö daga upp-
boði á réttinum á Mýrinni milli
tveggja stærstu bókaforlaga Ísr-
aels, þar sem upphæðin áttfaldaðist
milli fyrsta og síðasta tilboðs. For-
lagið sem að lokum tryggði sér rétt-
inn hefur að auki heimild til sölu
bókarinnar á hebresku víða um
heim, svo þar opnast Mýrinni nýjar
dyr.
Fjölmörg útgáfufélög kappkosta
einnig að tryggja sér útgáfurétt óút-
kominna bóka Arnaldar.
Margverðlaunuð
Auk þess að vera margföld met-
sölubók er Mýrin einnig margverð-
launuð.
Meðal þeirra verðlauna sem bók-
in hefur fengið frá því hún kom út
eru Glerlykillinn árið 2002, Nor-
rænu glæpasagnaverðlaunin, sem
besta norræna glæpasagan, hin
sænsku Caliber-verðlaun fyrir bestu
glæpasögu ársins 2003, Svarta
hjartað 2005 (Le Prix
du Coeur Noir de Sa-
int-Quentin-en-
Yvelines) sem besta
þýdda glæpasaga árs-
ins í Frakklandi auk
verðlaunanna Le Prix
Mystère de la Criti-
que 2006 sem besta
þýdda glæpasaga árs-
ins í Frakklandi. Í
fyrrnefnda flokknum
skákaði Arnaldur rit-
höfundum á borð við
Ian Rankin.
Auk þess var Mýrin
tilnefnd til hinna
sænsku Martin Beck-
verðlauna 2003 fyrir bestu þýddu
glæpasögu ársins, sem besta glæpa-
sagan í Hollandi 2003 af crimezon-
ne.nl og sem ein besta
glæpasaga ársins 2004
á Nýja Sjálandi, af The
New Zealand Herald.
Mýrin þótti svo ein af
10 athyglisverðustu
glæpasögunum í
Bandaríkjunum árið
2005, samkvæmt Kan-
sas City Star.
Bækur Arnaldar,
Grafarþögn, Röddin og
Kleifarvatn geta einnig
státað af verðlaunum
og viðurkenningum.
Hvort velgengni bók-
arinnar víða um heim
muni auka útbreiðslu
kvikmyndarinnar verður tíminn að
leiða í ljós en ljóst er að hún mun
trúlega ekki skemma fyrir.
Mýrin hin víðlesna
Lögreglumaðurinn Ingvar E. Sigurðsson fer með hlutverk Erlendar
Sveinssonar rannsóknarlögreglumanns, aðalsöguhetju Mýrarinnar.
Arnaldur Indriðason
Mýrin eftir Arnald Indriðason hefur selst í vel á þriðju
milljón eintaka um heim allan og er nú komin á hvíta tjaldið
KVIKMYNDIN Mýrin er frumsýnd
víða um land í dag. Þó hafa nokkrir
landsmenn fengið forskot á sæluna,
meðal annarra nokkrir Skagfirð-
ingar.
Leikstjórinn Baltasar Kormákur
bauð Skagfirðingum til heims-
frumsýningar á Mýrinni í Bifröst á
Sauðárkróki síðastliðið mið-
vikudagskvöld. Að sögn viðstaddra
hyllti fullur salur Baltasar í lok sýn-
ingar með langvarandi lófataki.
Mýrin er sem kunnugt er gerð
eftir metsölubók Arnaldar Indr-
iðasonar.
Með helstu hlutverk fara þau
Ingvar E. Sigurðsson, Björn Hlynur
Haraldsson, Ólafía Hrönn Jóns-
dóttir og Ágústa Eva Erlendsdóttir
sem fara með hlutverk Erlendar,
Sigurðar Óla, Elínborgar og Evu
Lindar.
Með önnur hlutverk fara þau
Þorsteinn Gunnarsson, Atli Rafn
Sigurðsson, Elma Lísa Gunn-
arsdóttir, Theódór Júlíusson, Valdi-
mar Örn Flygenring, Þórunn
Magnea Magnúsdóttir og Raf-
nhildur Rósa Atladóttir.
Mýrin er frumsýnd í dag í Smára-
bíói, Regnboganum, Laugarásbíói,
Háskólabíói, Borgarbíói Akureyri,
Selfossbíói og Sambíóunum Kefla-
vík.
Morgunblaðið/Björn Björnsson.
Frumsýning Baltasar voru færð blóm og hamingjuóskir í sýningarlok.
Mýrin heimsfrum-
sýnd á Sauðárkróki
AUGLÝSINGASÍMI 569 1100