Morgunblaðið - 10.11.2006, Síða 62

Morgunblaðið - 10.11.2006, Síða 62
|föstudagur|10. 11. 2006| mbl.is Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is Þ etta vatt upp á sig út frá tiltölulega óskipulagðri byrjun. Samvinnan kem- ur einfaldlega til af því að við erum félagar og hittumst reglulega.“ Þannig svarar myndlistarmaðurinn Helgi Þorgils Friðjónsson þegar hann er spurður út í forsögu samstarfssýningar sem hann og ljósmyndarinn Einar Falur Ingólfsson opna í dag í galleríinu Animu. „Við höfum þekkst lengi og gerum margt saman, eins og að veiða og meira að segja hnýta flug- ur,“ heldur Helgi áfram. Einar kink- ar kolli og skilgreinir samverustund- ir þeirra Helga með einni setningu: „Við nördumst mikið saman.“ Á sýningunni gefur að líta ljós- myndir Einars Fals ásamt mál- verkum og texta Helga Þorgils. Verkin eru afsprengi þriggja daga ferðalags þeirra í ágúst fyrir tveimur árum um hið fornfræga höfuðból Skarð á Skarðsströnd í Dalasýslu. „Ég fór reyndar aftur að Skarði þar sem mér fannst vanta nokkrar myndir í safnið,“ áréttar Helgi. „Síð- an þá hefur þetta svo verið að krauma hjá okkur,“ bætir Einar við. Hversdagsraunsæi Listamennirnir segja hugmyndina að baki verkefninu innblásna af verkum W.G. Collingwoods, bresks heimspekings og málara sem málaði hátt í tvö hundruð vatnslitamyndir frá ferð sinni um Ísland sumarið 1897. „Okkur langaði að heimsækja ein- hvern stað og nálgast hann út frá svipuðum forsendum og Coll- ingwood gerði í sínum verkum,“ út- skýrir Einar og Helgi botnar: „Bregða upp hversdagslegri og raunsannri mynd.“ Einar samsinnir vini sínum og heldur áfram: „Grunn- hugsunin er að sýna staðinn ná- kvæmlega eins og við upplifum hann, án nokkurrar rómantískrar upp- hafningar. Það má segja að um eins konar vísindalega rannsókn lista- mannanna hafi verið að ræða. Hversdagsraunsæi er sennilega merkimiði við hæfi.“ Skráðu niður upplifun sína Á ferðalagi sínu skrásettu Einar og Helgi upplifun sína. Upprunalega stóð til að brot úr texta þeirra beggja héngju uppi í sýningarrým- inu, innan um málverkin og ljós- myndirnar. Þegar til kastanna kom segir Einar að sér hafi hins vegar þótt texti Helga svo skemmtilegur að það hafi orðið ofan á að einungis Helgi yrði til frásagnar um ferðalag- ið. Í sýningarrými Animu hefur text- anum og málverkunum verið stillt upp eftir tímalínu ferðalagsins; í sömu röð og Helgi og Einar fóru um á Skarði. Ljósmyndirnar „flæða“ svo í kringum tímalínuna eftir ólínulegu skipulagi. Prófa eitthvað nýtt næst En hvernig völdu þeir þá staði sem þeir svo fönguðu hvor í sinn miðil? Einar segir að það hafi verið að undirlagi Helga að þeir einbeittu sér að Skarði. Þegar að Skarði var kom- ið segir Helgi þá hins vegar hafa í sameiningu valið hvar yrði staldrað við og unnið hverju sinni. Kylfa hafi þá oftast ráðið kasti. „Staðurinn sem við heimsóttum næst á eftir þeim fyrri var yfirleitt valinn þannig að þegar við vorum að keyra á fyrri staðinn fórum við framhjá einhverju sem okkur lang- aði að skoða betur.“ Í sumum tilvika getur að líta sama staðinn á myndum þeirra félaga en frá ólíkum sjónarhornum sem gerir það að verkum að hinir ólíku miðlar kallast skemmtilega á. Helga bregð- ur meira að segja fyrir á einni mynd Einars, þar sem hann situr á hækj- um sér í kirkjugarðinum á Skarði og málar mynd af kirkjunni. Aðspurðir hvort þeir geti hugsað sér að endurtaka leikinn segjast þeir hiklaust geta hugsað sér að vinna aftur saman, en kannski ekki end- urtaka nákvæmlega þennan leik, heldur prófa eitthvað nýtt. „Það er gaman að vera í svona samstarfi,“ álykta þeir í sameiningu. Hversdagssvipmyndir frá Skarði Morgubnblaðið/RAX Samvinnuverk Einar Falur Ingólfsson og Helgi Þorgils Friðjónsson fóru saman um að Skarði á Skarðsströnd fyr- ir tveimur árum með það að markmiði að fanga hversdagsstemningu staðarins, hvor í sinn miðilinn. Vinirnir Einar Falur og Helgi Þorgils sýna saman í Animu í Ingólfsstræti Staðurstund Arnar Eggert Thoroddsen svar- ar ummælum Þorsteins Þor- steinssonar, rekstrarstjóra Grand Rokks, í Af listum. » 64 tónlist Einar Hákonarson er hvergi af baki dottinn þótt kominn sé á sjötugsaldurinn en hann sýnir nú í Gallerí Fold. » 65 myndlist Aðalsmaður vikunnar, Börkur Jónsson, segist sjaldnar og sjaldnar vera stoltur af því að vera Íslendingur. » 67 aðall Amma Halle Berry, sem hét Nellie Dicken, var 9 mánaða gömul þegar hún sigldi frá Liv- erpool árið 1912. » 73 fólk Helga Þórey Jónsdóttir gefur plötu söngkonunnar Regínu Óskar fjórar stjörnur af fimm mögulegum. » 69 tónlist Aðaldriffjöðurin í útgáfunni er SigurðurSkúlason leikari,“ segir KjartanÁrnason skáld og útgefandi í Örlag-inu í hógværð sinni, spurður um geisladiskinn Allt sem var gleymt er munað á ný, sem kom nýverið út. Þar er valið efni úr tuttugu ára sögu Örlagsins, bókaforlags sem Kjartan stofnaði og rak sjálfur. Þar komu út verk Kjartans – sögur, smásögur, örleikrit, ljóð og þýðingar, auk ljóðabóka eftir Berglindi Gunnarsdóttur og Jóhann Hjálmarsson. Á diskinum eru að finna sýnishorn úr flestum bókum Örlagsins. „Ljóðin mín á geisladisknum eru flest prósa- ljóð, en líka nokkur önnur. Eitt ljóðanna er húmoristískt – ekki spyrja mig hvers vegna, ort daginn sem Kiljan dó.“ Kjartan er þjakaður af ms-sjúkdómnum, en reynir samt enn að yrkja. „Tölvan mín er ónýt, þannig að ég get ekkert ort nema í huganum. Það eru helst ferskeytlur, og þær liggja vel fyrir mér.“ Eitt þekktasta verk Kjartans er skáldsagan Draumur þinn rætist tvisvar. „Hugmyndin að geisladisknum varð til í samtali okkar Kjartans,“ segir Sigurður Skúla- son, sem hefur umsjón með útgáfunni. „Ég heillaðist svo af bókinni Draumur þinn rætist tvisvar, sem ég las í Útvarpið á sínum tíma og Örlagið gaf síðan út sem hljóðbók á þremur geisladiskum. Það er afskaplega falleg og björt saga – uppvaxtarsaga drengs í Kópavogi, saga Kjartans sjálfs. Ég fann mikinn samhljóm í fal- legu sambandi drengsins við ömmu sína. Upp frá því áttum við Kjartan eitthvað sameig- inlegt.“ Lesarar á diskinum eru auk skáldanna þriggja og Sigurðar: Arnar Jónsson, Gísli Helgason, Helga Jónsdóttir, Sindri Sigurð- arson og Sólveig Arnarsdóttir. „Allt þetta ágæta fólk þekkir Kjartan og sameinaðist um að gera þennan disk að veruleika.“ Aðeins 100 eintök voru gefin út af geisladisk- inum og eru örfá eintök eftir hjá útgáfunni. Allt sem var gleymt er munað á ný Kjartan Árnason SUFJAN Stevens, sem leikur á tvennum tónleikum í Fríkirkjunni 17. og 18. nóvember, hefur ákveðið að flýta fyrri tónleikunum um einn og hálfan tíma vegna tónleika Syk- urmolanna, sem verða í Laugar- dalshöll síðar um kvöldið. Í tilkynningu frá skipuleggjend- um tónleikanna í Fríkirkjunni segir að Stevens og fylgdarlið hans hafi ekki viljað missa af tónleikum Syk- urmolanna og einnig hafi margir, sem höfðu keypt miða á tónleikana, lýst yfir óánægju með að missa af Sykurmolunum. Því hefur verið ákveðið að tónleikarnir þann 17. nóvember hefjist klukkan 18:30 en ekki klukkan 20:00. Sufjan Stev- ens flýtir tónleikum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.