Morgunblaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 62
|föstudagur|10. 11. 2006| mbl.is Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is Þ etta vatt upp á sig út frá tiltölulega óskipulagðri byrjun. Samvinnan kem- ur einfaldlega til af því að við erum félagar og hittumst reglulega.“ Þannig svarar myndlistarmaðurinn Helgi Þorgils Friðjónsson þegar hann er spurður út í forsögu samstarfssýningar sem hann og ljósmyndarinn Einar Falur Ingólfsson opna í dag í galleríinu Animu. „Við höfum þekkst lengi og gerum margt saman, eins og að veiða og meira að segja hnýta flug- ur,“ heldur Helgi áfram. Einar kink- ar kolli og skilgreinir samverustund- ir þeirra Helga með einni setningu: „Við nördumst mikið saman.“ Á sýningunni gefur að líta ljós- myndir Einars Fals ásamt mál- verkum og texta Helga Þorgils. Verkin eru afsprengi þriggja daga ferðalags þeirra í ágúst fyrir tveimur árum um hið fornfræga höfuðból Skarð á Skarðsströnd í Dalasýslu. „Ég fór reyndar aftur að Skarði þar sem mér fannst vanta nokkrar myndir í safnið,“ áréttar Helgi. „Síð- an þá hefur þetta svo verið að krauma hjá okkur,“ bætir Einar við. Hversdagsraunsæi Listamennirnir segja hugmyndina að baki verkefninu innblásna af verkum W.G. Collingwoods, bresks heimspekings og málara sem málaði hátt í tvö hundruð vatnslitamyndir frá ferð sinni um Ísland sumarið 1897. „Okkur langaði að heimsækja ein- hvern stað og nálgast hann út frá svipuðum forsendum og Coll- ingwood gerði í sínum verkum,“ út- skýrir Einar og Helgi botnar: „Bregða upp hversdagslegri og raunsannri mynd.“ Einar samsinnir vini sínum og heldur áfram: „Grunn- hugsunin er að sýna staðinn ná- kvæmlega eins og við upplifum hann, án nokkurrar rómantískrar upp- hafningar. Það má segja að um eins konar vísindalega rannsókn lista- mannanna hafi verið að ræða. Hversdagsraunsæi er sennilega merkimiði við hæfi.“ Skráðu niður upplifun sína Á ferðalagi sínu skrásettu Einar og Helgi upplifun sína. Upprunalega stóð til að brot úr texta þeirra beggja héngju uppi í sýningarrým- inu, innan um málverkin og ljós- myndirnar. Þegar til kastanna kom segir Einar að sér hafi hins vegar þótt texti Helga svo skemmtilegur að það hafi orðið ofan á að einungis Helgi yrði til frásagnar um ferðalag- ið. Í sýningarrými Animu hefur text- anum og málverkunum verið stillt upp eftir tímalínu ferðalagsins; í sömu röð og Helgi og Einar fóru um á Skarði. Ljósmyndirnar „flæða“ svo í kringum tímalínuna eftir ólínulegu skipulagi. Prófa eitthvað nýtt næst En hvernig völdu þeir þá staði sem þeir svo fönguðu hvor í sinn miðil? Einar segir að það hafi verið að undirlagi Helga að þeir einbeittu sér að Skarði. Þegar að Skarði var kom- ið segir Helgi þá hins vegar hafa í sameiningu valið hvar yrði staldrað við og unnið hverju sinni. Kylfa hafi þá oftast ráðið kasti. „Staðurinn sem við heimsóttum næst á eftir þeim fyrri var yfirleitt valinn þannig að þegar við vorum að keyra á fyrri staðinn fórum við framhjá einhverju sem okkur lang- aði að skoða betur.“ Í sumum tilvika getur að líta sama staðinn á myndum þeirra félaga en frá ólíkum sjónarhornum sem gerir það að verkum að hinir ólíku miðlar kallast skemmtilega á. Helga bregð- ur meira að segja fyrir á einni mynd Einars, þar sem hann situr á hækj- um sér í kirkjugarðinum á Skarði og málar mynd af kirkjunni. Aðspurðir hvort þeir geti hugsað sér að endurtaka leikinn segjast þeir hiklaust geta hugsað sér að vinna aftur saman, en kannski ekki end- urtaka nákvæmlega þennan leik, heldur prófa eitthvað nýtt. „Það er gaman að vera í svona samstarfi,“ álykta þeir í sameiningu. Hversdagssvipmyndir frá Skarði Morgubnblaðið/RAX Samvinnuverk Einar Falur Ingólfsson og Helgi Þorgils Friðjónsson fóru saman um að Skarði á Skarðsströnd fyr- ir tveimur árum með það að markmiði að fanga hversdagsstemningu staðarins, hvor í sinn miðilinn. Vinirnir Einar Falur og Helgi Þorgils sýna saman í Animu í Ingólfsstræti Staðurstund Arnar Eggert Thoroddsen svar- ar ummælum Þorsteins Þor- steinssonar, rekstrarstjóra Grand Rokks, í Af listum. » 64 tónlist Einar Hákonarson er hvergi af baki dottinn þótt kominn sé á sjötugsaldurinn en hann sýnir nú í Gallerí Fold. » 65 myndlist Aðalsmaður vikunnar, Börkur Jónsson, segist sjaldnar og sjaldnar vera stoltur af því að vera Íslendingur. » 67 aðall Amma Halle Berry, sem hét Nellie Dicken, var 9 mánaða gömul þegar hún sigldi frá Liv- erpool árið 1912. » 73 fólk Helga Þórey Jónsdóttir gefur plötu söngkonunnar Regínu Óskar fjórar stjörnur af fimm mögulegum. » 69 tónlist Aðaldriffjöðurin í útgáfunni er SigurðurSkúlason leikari,“ segir KjartanÁrnason skáld og útgefandi í Örlag-inu í hógværð sinni, spurður um geisladiskinn Allt sem var gleymt er munað á ný, sem kom nýverið út. Þar er valið efni úr tuttugu ára sögu Örlagsins, bókaforlags sem Kjartan stofnaði og rak sjálfur. Þar komu út verk Kjartans – sögur, smásögur, örleikrit, ljóð og þýðingar, auk ljóðabóka eftir Berglindi Gunnarsdóttur og Jóhann Hjálmarsson. Á diskinum eru að finna sýnishorn úr flestum bókum Örlagsins. „Ljóðin mín á geisladisknum eru flest prósa- ljóð, en líka nokkur önnur. Eitt ljóðanna er húmoristískt – ekki spyrja mig hvers vegna, ort daginn sem Kiljan dó.“ Kjartan er þjakaður af ms-sjúkdómnum, en reynir samt enn að yrkja. „Tölvan mín er ónýt, þannig að ég get ekkert ort nema í huganum. Það eru helst ferskeytlur, og þær liggja vel fyrir mér.“ Eitt þekktasta verk Kjartans er skáldsagan Draumur þinn rætist tvisvar. „Hugmyndin að geisladisknum varð til í samtali okkar Kjartans,“ segir Sigurður Skúla- son, sem hefur umsjón með útgáfunni. „Ég heillaðist svo af bókinni Draumur þinn rætist tvisvar, sem ég las í Útvarpið á sínum tíma og Örlagið gaf síðan út sem hljóðbók á þremur geisladiskum. Það er afskaplega falleg og björt saga – uppvaxtarsaga drengs í Kópavogi, saga Kjartans sjálfs. Ég fann mikinn samhljóm í fal- legu sambandi drengsins við ömmu sína. Upp frá því áttum við Kjartan eitthvað sameig- inlegt.“ Lesarar á diskinum eru auk skáldanna þriggja og Sigurðar: Arnar Jónsson, Gísli Helgason, Helga Jónsdóttir, Sindri Sigurð- arson og Sólveig Arnarsdóttir. „Allt þetta ágæta fólk þekkir Kjartan og sameinaðist um að gera þennan disk að veruleika.“ Aðeins 100 eintök voru gefin út af geisladisk- inum og eru örfá eintök eftir hjá útgáfunni. Allt sem var gleymt er munað á ný Kjartan Árnason SUFJAN Stevens, sem leikur á tvennum tónleikum í Fríkirkjunni 17. og 18. nóvember, hefur ákveðið að flýta fyrri tónleikunum um einn og hálfan tíma vegna tónleika Syk- urmolanna, sem verða í Laugar- dalshöll síðar um kvöldið. Í tilkynningu frá skipuleggjend- um tónleikanna í Fríkirkjunni segir að Stevens og fylgdarlið hans hafi ekki viljað missa af tónleikum Syk- urmolanna og einnig hafi margir, sem höfðu keypt miða á tónleikana, lýst yfir óánægju með að missa af Sykurmolunum. Því hefur verið ákveðið að tónleikarnir þann 17. nóvember hefjist klukkan 18:30 en ekki klukkan 20:00. Sufjan Stev- ens flýtir tónleikum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.