Morgunblaðið - 03.12.2006, Side 1
STOFNAÐ 1913 329. TBL. 94. ÁRG. SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
veidihornid.is
Jólablað Veiðihornsins
fylgir blaðinu í dag
ALVEG KLIKKAÐ
EF ÞAÐ FÆST EKKI Í 101 ÞARF ÉG EKKI Á ÞVÍ
AÐ HALDA, SEGIR HILMAR EINARSSON >> 38
21
dagur
til jóla
ERLENDUM ríkisborgurum var
gert að greiða samtals 6.253 millj-
ónir króna í skatta og útsvar hér á
landi við álagningu skattyfirvalda í
sumar vegna tekna sem þeir öfluðu
hér á síðasta ári. Alls greiddu 16.340
erlendir ríkisborgarar skatta á Ís-
landi vegna tekna sem þeir öfluðu
hér í fyrra.
Þessar upplýsingar um skatta-
álagningu á útlendinga hér á landi
fengust hjá Ríkisskattstjóra, en þær
voru unnar sérstaklega fyrir Morg-
unblaðið. Heildarskattgreiðslur
þessa hóps eru reiknaðar að frá-
dregnum endurgreiðslum vegna
barnabóta og vaxtabóta.
3,4 milljarðar í útsvar
Almennur tekjuskattur sem lagð-
ur var á útlendinga hér á landi var
2.946 milljónir kr. og útsvar til sveit-
arfélaganna nam 3.446 milljónum.
Þá greiddu erlendir ríkisborgarar 26
milljónir í sérstakan tekjuskatt (há-
tekjuskatt) og álagður fjármagns-
tekjuskattur var 144 milljónir kr.
Gjald í framkvæmdasjóð aldraðra
nam 61 milljón.
Barnabætur sem greiddar voru
útlendingum voru 231 milljón kr. og
vaxtabætur námu 138 milljónum kr.
Stærsti hópur erlendu ríkisborg-
aranna sem greiða skatta hér er í
Reykjavík eða 6.203 einstaklingar.
Næststærsti hópurinn er á Austur-
landi eða 3.297. Á Reykjanesi voru
lögð gjöld á 2.982 erlenda skattgreið-
endur og á Suðurlandi 1.250. | 6
Útlendingar greiddu tæpa
6,4 milljarða í skatta hér
„VANDI Samfylkingarinnar liggur
í því að kjósendur þora ekki að
treysta þingflokknum – ekki ennþá,
ekki hingað til,“ sagði Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, formaður Sam-
fylkingarinnar, á flokksstjórnar-
fundi í gær. Yfirskrift ræðu hennar
var: Sáttmáli um nýtt jafnvægi.
Hún sagði einnig að meginþorri Ís-
lendinga sem hefði sömu lífssýn,
áhyggjur og verkefni og Samfylk-
ingin hefði ekki treyst flokknum til
þess að gæta hagsmuna þeirra,
tryggja stöðugleika, fara með
skattpeninga af ábyrgð, gæta þess
að atvinnulíf okkar væri samkeppn-
ishæft og vernda hagsmuni Íslands
utan landsteinanna.
Ingibjörg Sólrún sagði að nú yrði
á þessu breyting. „Samfylkingin er
tilbúin, frambjóðendur eru tilbúnir
og ég er tilbúin. Ég ætla að sjá til
þess að Samfylkingin vinni ötullega
í nýrri ríkisstjórn, víki sér ekki und-
an erfiðum verkum, sýni samstöðu,
stefnufestu og ábyrgð.“
Ingibjörg Sólrún kvaðst ætla að
sjá til þess í nýrri ríkisstjórn að víð-
tækur sáttmáli yrði gerður um nýtt
jafnvægi í íslenskum stjórnmálum
og efnahagsmálum. Hún boðaði að
á næstu mánuðum yrði kynnt
hvernig nýir stjórnarhættir yrðu
útfærðir.
Skapa þarf nýtt jafnvægi í efna-
hagsmálunum, draga úr stóriðju-
framkvæmdum og skapa atvinnu-
lífinu eðlileg rekstrarskilyrði, að
sögn Ingibjargar Sólrúnar. Hún
telur að hægt sé að draga hingað
þekkingarfyrirtæki, m.a. í fjár-
málastarfsemi, en jafnvægi sé alger
forsenda þess að þau leiti hingað til
lands. Byggja þarf upp þá grunn-
gerð sem þarf undir þekkingarhag-
kerfið á öllu Íslandi – menntastofn-
anir, öflugar samgöngur og
háhraðanettengingu um land allt.
„Og við verðum að skoða af fullri al-
vöru aðild að Evrópusambandinu,
því flestar rannsóknir benda til
þess að upptaka evru myndi – þeg-
ar fram líða stundir – stuðla að
auknu jafnvægi í okkar efnahags-
málum, styrkja rekstrarskilyrði
fyrirtækja og bæta verulega kjör
heimilanna í landinu.“
Þá vék Ingibjörg Sólrún að um-
ræðunni um málefni innflytjenda.
„Við eigum að viðurkenna að
áhyggjur fólksins í landinu af aukn-
um straumi innflytjenda til landsins
eru skiljanlegar. Það vill enginn
missa vinnuna, það vill enginn
lækka í launum, það vill enginn láta
hóta sér með því að innflytjendur
bíði í röðum eftir því að leysa mann
af hólmi ef maður heldur sig ekki á
mottunni. En hér er mikilvægt að
hafa í huga að það er ekki við inn-
flytjendur að sakast í þessu máli,
þvert á móti.“
Hún sagði að fólk af erlendu
bergi brotið hefði borið uppi hag-
vöxtinn í samfélaginu undanfarin
ár. Við ættum að hafa það hugfast
að við værum að mörgu leyti að
njóta ávaxtanna af þeirri fjárfest-
ingu sem aðrar þjóðir hefðu lagt í
uppvöxt og menntun þessa fólks.
Ríkisstjórnin hefði hins vegar van-
rækt þennan hóp. Hún spurði
hvernig skapa mætti frið á vinnu-
markaði og koma í veg fyrir að inn-
flytjendur yrðu úthrópaðir sem
vandamál í okkar samfélagi.
„Lykillinn að því að skapa jafn-
vægi í samfélaginu milli innfæddra
og innflytjenda er að innflytjendur
njóti sömu réttinda á vinnumarkaði
hvað varðar laun, orlofsrétt, veik-
indadaga, lífeyrisgreiðslur o.fl. Að-
eins með slíku jafnræði verður frið-
ur á vinnumarkaði, aðeins þannig
girðum við fyrir undirboð sem ógna
stöðu íslensks launafólks.“
„Kjósendur þora ekki að
treysta þingflokknum“
Skoða af fullri
alvöru ESB-aðild
Áhyggjur af
auknum straumi
innflytjenda eru
skiljanlegar
Morgunblaðið/ÞÖK
Flokksstjórnarfundur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hélt aðalræðu fundarins í Reykjanesbæ.
Í HNOTSKURN
»FlokksstjórnarfundurSamfylkingarinnar var
haldinn í Kirkjulundi í
Reykjanesbæ í gær.
»Þar voru efstu menn áframboðslistum Sam-
fylkingarinnar kynntir og
fjallað um kosningabarátt-
una framundan.
» Ingibjörg Sólrún Gísla-dóttir flutti aðalræðuna
og Ágúst Ólafur Ágústsson
varaformaður flutti lokaorð.
Chicago. AP. | Nýrri tegund skoðunar, el-
astography, var nýlega beitt við brjósta-
skoðun á 80 konum og tókst að ná svo til
100% árangri við að greina milli
krabbameinsæxla og meinlausra æxla. Nið-
urstaða fæst á nokkrum mínútum og ekki
þarf að taka tilraunalífsýni með holnál eða
uppskurði.
Jonathan Ophir, við Læknaháskóla Tex-
as í Houston, segir að við venjulega óm-
skoðun séu notaðar hátíðnihljóðbylgjur til
að skoða ástand líffæra. En með nýju
tækninni sé einnig fylgst með hreyfingum
hnúta í brjóstum, hvernig þeir bregðast við
þrýstingi frá tækinu þegar það er lagt að líf-
færinu. Krabbameinshnútar eru stífari en
ella og þanþolið meira. Harðir og stinnir
vefir sjást sem dökkt efni en linari vefir sem
ljóst. Einnig virðast illkynja hnútar stærri
en ella þegar nýja tækið er notað.
Þreifað Margar konur fylgjast vel með því
hvort harðir hnútar myndast í brjóstum.
Ný aðferð við
brjóstaskoðun
♦♦♦
TVÆR stúlkur slösuðust í fjallgöngu með
skátaflokki sínum við Hafravatn í gær og
voru fluttar á slysadeild. Meiðsli þeirra
munu þó ekki hafa verið alvarleg, að sögn
lögreglu. Þær voru í göngunni með sjö
manna hópi og 17 ára foringja og munu
hafa runnið á hjarni og fallið fram af
hengju.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var
sent á vettvang með sjúkrabíla og fjalla-
björgunarbíl ásamt sexhjóli.
Ungmennin í flokknum voru öll flutt til
Reykjavíkur. Stúlkurnar sem meiddust
eru 10 og 12 ára gamlar, að sögn lögreglu-
varðstjóra.
Slösuðust í skáta-
fjallgöngu