Morgunblaðið - 03.12.2006, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 03.12.2006, Qupperneq 14
gilda sérstakir tímafrestir um málshöfðun. Eðli málsins sam- kvæmt er oft örðugt um sönnun í slíkum málum og því erfiðar sem lengri tími líður frá getnaði. Hefur dómari enda rúmar heimildir til af- skipta af sönnunarfærslu og getur, ef nauðsynlegt þykir, aflað sjálfur sönnunargagna, sbr. 16. gr. barna- laga. Þá getur hann að kröfu aðila mælt fyrir um að mannerfðafræði- legar rannsóknir skuli fara fram samkvæmt 15. gr. laganna. Ræðst það meðal annars af því að úrslit máls geta haft bein réttaráhrif fyr- ir fleiri en aðila þess. Þetta mál snýst aðeins um rétt varnaraðila til að afla sönnunargagna, sem auð- velt er að afla, og gætu eins leitt til annarrar niðurstöðu en varn- araðili ætlar. Eins og að framan er rakið var varnaraðila með dómi réttarins 13. október 2005 heimilað að leiða tilgreind vitni. Var sú heimild veitt jafnvel þótt fyrir hafi legið að þessi vitni myndu ekki geta borið um málsatvik þannig að með framburði þeirra fengjust sönnur fyrir réttmæti dómkröfu varnaraðila. Nokkur vitnanna bera að almælt hafi verið innan fjöl- skyldu F (Hermanns Jónassonar – innskot blm.) og fjölskyldu varn- araðila að F (Hermann – innskot blm.) væri faðir varnaraðila. Er þessi framburður þannig til stuðn- ings fullyrðingum varnaraðila í þessa veru, en staðfest hefur verið með dómi að varnaraðili var rang- feðraður. Samkvæmt framanrituðu hefur varnaraðili uppfyllt þau skil- yrði sem sett eru til að umkrafin sönnunarfærsla fari fram og tel ég að staðfesta beri hinn kærða úr- skurð og dæma sóknaraðila til greiðslu kærumálskostnaðar.“ Steingrímur Hermannsson og syst- ir hans, Pálína Hermannsdóttir, áfrýjuðu til Hæstaréttar úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því 6. apríl í vor um að heimilt væri að nota lífsýni úr móður Lúðvíks Giz- urarsonar og meintum föður hans, Hermanni Jónassyni, í þágu mann- erfðafræðilegrar rannsóknar til staðfestingar á faðerni Lúðvíks. Hæstiréttur var skipaður fimm dómurum í máli þessu. Málið dæmdu hæstaréttardóm- ararnir Garðar Gíslason, Árni Kol- beinsson, Ingibjörg Benedikts- dóttir, Markús Sigurbjörnsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Meiri- hluti Hæstaréttar hafnaði kröfu Lúðvíks um að nýta mætti lífsýni úr látinni móður hans og látnum föður Steingríms og Pálínu Her- mannsbarna við mannerfðafræði- lega rannsókn til sönnunarfærslu í faðernismáli Lúðvíks. Þau Ingi- björg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson skiluðu hvort um sig sératkvæði þar sem þau féllust á kröfu Lúðvíks og vildu heimila DNA-rannsókn. Dómkröfur Steingríms og Pálínu voru þær að þau væru sýknuð af öllum kröfum Lúðvíks. Meirihluti synjaði Meirihluti Hæstaréttar vísaði í dómi sínum til dóms Hæstaréttar frá 17. maí 2005 þar sem meðal annars var vísað til þess að varn- araðili neytti í málinu þeirrar heimildar sem veitt væri barni með 1. málslið 10. gr. barnalaga til að höfða dómsmál um faðerni sitt. Orðrétt er vitnað í dóminn frá 2005 og þar rakið að varnaraðili hafi átt þess kost að höfða dómsmál um faðerni sitt í áratugi, áður en móðir hans lést árið 1997. Orðrétt er vitnað í rökstuðning Hæstaréttar fyrir því að kröfu varnaraðila um mannerfðafræðilega rannsókn var hafnað 2005. Síðan segir: „eftir að dómur þessi gekk hefur varnaraðili sem áður segir fengið skýrslur teknar fyrir héraðsdómi af fjórum vitnum, auk þess að gefa þar sjálfur að- ilaskýrslu. Tvö af þessum vitnum voru systkinabörn móður varnarað- ila, fædd 1944 og 1946, og það þriðja skólasystkin hans og jafn- aldri. Fjórða vitnið, sem var fætt 1932, var í fjölskyldutengslum við E (Gizur Bergsteinsson – innskot blm.) Öll þessi vitni kváðust oft hafa heyrt rætt um að F (Her- mann Jónasson – innskot blm.) hefði verið faðir varnaraðila en ekkert þeirra hafði á hinn bóginn orðið vitni að því að D (Dagmar Lúðvíksdóttir – innskot blm.) léti orð falla um það eða greindi nokk- urt þeirra frá öðrum sem segðist hafa orðið vitni að slíku. Vegna aldurs þessara vitna gátu þau af augljósum sökum ekkert borið af eigin raun um hvort eitthvert sam- band hefði verið milli F (Hermanns Jónassonar – innskot blm.) og móður varnaraðila á líklegum getn- aðartíma hans. Frásögn í að- ilaskýrslu varnaraðila um orða- skipti hans við móður sína um þessi efni getur ekki komið hér að haldi. Sönnunarfærslan, sem nú hefur farið fram, getur því engu breytt um það sem réð niðurstöðu í dómi Hæstaréttar 17. maí 2005, að ekkert liggur fyrir í málinu um að D (Dagmar – innskot blm.) hafi talið F (Hermann – innskot blm.) vera föður varnaraðila, hvað þá lýst því yfir fyrir yfirvöldum eða dómi, eða að uppfyllt séu á annan hátt áðurnefnd meginskilyrði 2. mgr. 10. gr. barnalaga fyrir mál- sókn varnaraðila. Að þessu virtu verður því enn hafnað kröfu varn- araðila um þá mannerfðafræðilegu rannsókn, sem um ræðir í málinu.“ Tvö minnihlutaálit Ingibjörg Benediktsdóttir hæsta- réttardómari skilaði sératkvæði þar sem hún komst að þeirri nið- urstöðu að staðfesta bæri hinn kærða úrskurð. Vísar Ingibjörg til athugasemda með frumvarpi er varð að barna- lögum nr. 76/2003 en þar segir m.a. í umfjöllun um 10. gr. þeirra: „Barnið er sett í öndvegi og talið upp fyrst í því skyni að leggja áherslu á að það eru hagsmunir þess fyrst og fremst sem marka form og efni aðildarreglnanna, eins og annarra reglna barnalaga.“ Ingibjörg heldur áfram og segir í sératkvæði sínu: „Þá er þar einnig vísað til þess að barn eigi ríka hagsmuni af því að vera feðrað. Í 10. gr. barnalaga eru barni, ekki frekar en móður, hvorki settar skorður við því hvenær það megi höfða mál til sönnunar faðerni sínu né sett skilyrði þess efnis að það verði að leiða að því einhverjar lík- ur við málshöfðun að ætlaður faðir hafi átt samfarir við móðurina á getnaðartíma barns. Nægir í því efni að barnið telji að svo sé.“ Ingibjörg vísar einnig í sér- atkvæði sínu í 12., 15. gr. og 16. grein barnalaga og segir: „Faðern- ismál sæta samkvæmt 12. gr. barnalaga almennri meðferð einka- mála að svo miklu leyti sem ekki er á annan veg mælt í lögunum. Í slíkum málum getur barn lagt fram sönnunargögn máli sínu til stuðnings og krafist þess að dóm- ari ákveði með úrskurði að blóð- rannsókn verði gerð á aðilum máls og ennfremur aðrar sérfræðilegar kannanir, þar á meðal mann- erfðafræðilegar rannsóknir, sbr. 15. gr. barnalaga. Samkvæmt 16. gr. laganna getur dómari auk þess sjálfur, ef nauðsyn þykir, aflað sönnunargagna enda hafi hann ár- angurslaust beint því til aðila að afla þeirra. Þegar litið er til þeirra ríku hagsmuna sem barn og af- komendur þess hafa af því að fá úr faðerni skorið er ljóst að sýna verður fram á að aðrir ríkari hags- munir ráði því að slíkri sönn- unarfærslu verði hafnað. Í máli þessu hefur ekki verið sýnt fram á slíka hagsmuni. Samkvæmt því tel ég að staðfesta beri hinn kærða úr- skurð og dæma sóknaraðila (Stein- grím og Pálínu – innskot blm.) til greiðslu kærumálskostnaðar.“ Ólafur Börkur Þorvaldsson hæstaréttardómari skilaði einnig sératkvæði og taldi að staðfesta bæri hinn kærða úrskurð Héraðs- dóms Reykjavíkur um að heimila bæri mannerfðafræðilega rann- sókn. Í sératkvæði sínu segir Ólafur Börkur m.a.: „Ég er ósammála meirihluta dómenda um að nú séu ekki uppfyllt meginskilyrði 2. mgr. 10. gr. barnalaga til málshöfðunar og skilyrði til þeirrar sönn- unarfærslu sem varnaraðili krefst í málinu. Samkvæmt 10. gr. barna- laga getur stefnandi faðernismáls verið barnið sjálft, enda hafi það ekki verið feðrað. Getur barn stefnt erfingjum þess manns sem talinn er hafa haft samfarir við móður á getnaðartíma þess. Ekki 14 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ L úðvík Gizurarson hæstaréttarlögmað- ur hefur um langa hríð háð baráttu fyrir því að fá úr því skorið hvort Hermann heitinn Jónasson, fyrr- um forsætisráðherra, faðir Stein- gríms Hermannssonar, fyrrum forsætisráðherra, hafi verið faðir hans. Upphafleg krafa hans var sú að lífsýni úr honum sjálfum, Dagmar, móður hans og Her- manni væru borin saman til þess að skera úr um hvort Hermann væri faðir hans og síðar að blóð- sýni úr honum og börnum Her- manns væru borin saman. Tvívegis hefur Héraðsdómur Reykjavíkur heimilað slíka rann- sókn en Hæstiréttur hefur jafnoft snúið við dómi Héraðsdóms og synjað um rannsóknina. Enn er málaferlum ekki lokið því Héraðsdómur Reykjavíkur hefur nú heimilað slíka blóðrann- sókn í þriðja sinn, á grundvelli frekari vitnaleiðslna á vegum Lúðvíks en sá úrskurður hefur verið kærður til Hæstaréttar af börnum Hermanns. Dóra er lungna- og ofnæmis- læknir á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi. Hún er eitt þriggja barna Lúðvíks Gizurarsonar og konu hans. Lúðvík, faðir Dóru, er fæddur 1932. Dóra segir að ósk föður hennar um að fá úr því skorið hver hafi verið faðir hans sæki æ meira á hann og hún telji það ein- faldlega vera sjálfsögð mannrétt- indi að hann fái úr því skorið. Alltaf mjög viðkvæmt mál Í upphafi segir Dóra: „Pabbi er orðinn roskinn maður og mjög Sannleikurinn komi í ljós Dóttir Lúðvíks Gizurarsonar, Dóra, hefur ákveðið að ganga fram fyrir skjöldu og leggja sitt lóð á vogarskálarnar svo að faðir hennar fái úr því skorið hver var faðir hans. Agnes Bragadóttir ræddi við Dóru um baráttu föður hennar og hvað fékk hana til þess að stíga fram og segja sögu fjölskyldunnar. Morgunblaðið/Kristinn Dóttirin Dóra Lúðvíksdóttir segir að ósk föður hennar, Lúðvíks Gizurarsonar um að fá úr því skorið, hver hafi verið faðir hans, sæki æ meira á hann og hún telji það einfaldlega vera sjálfsögð mannréttindi að hann fái úr því skorið. Faðernismál
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.