Morgunblaðið - 03.12.2006, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 03.12.2006, Qupperneq 20
20 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is STJÓRNARANDSTAÐAN gengur nú loks sameinuð til leiks sem telst sögulegur áfangi. Ókyrrðar hefur enda orðið vart í röðum stuðnings- manna Hugo Chavez, forseta Vene- súela, sem sækist eftir endurkjöri í kosningunum er fram fara í dag, sunnudag. Skoðanakannanir gefa til kynna að forsetinn fari með sigur af hólmi en málflutningur andstæð- ingsins hefur vakið athygli og ljóst er að efasemdir um stefnumál Cha- vez og hugsjónir fara vaxandi. Verð- ur lýðræðislegu aðhaldi loks komið á í Venesúela eða stefnir í að þar þróist fram einræðisstjórn sambærileg við þá sem Fídel Castro, vinur Chavez og andlegur leiðtogi, hefur farið fyrir á Kúbu? Ef marka má skoðanakannanir hefur Chavez allt að 30 prósentu- stiga forskot á keppinaut sinn, Manuel Rosales ríkisstjóra í Zulia í norðvesturhluta landsins. Dyggur stuðningur þeirra milljóna manna sem notið hafa góðs af margvíslegum félagslegum áætlunum, sem hrint hefur verið í framkvæmd í krafti gríðarlegra olíutekna, mun trúlega nægja til að tryggja Chavez sigur. Olían tryggir áhrif Í kosningunum í dag er ekki síst tekist á um hvernig nýta beri þær miklu tekjur sem ríkissjóður Vene- súela hefur af olíuauðlindum þjóðar- innar. Þessa fjármuni hefur Chavez einkum nýtt með tvennum hætti. Í fyrsta lagi hefur forsetinn nýtt olíutekjur til að fjármagna umbætur á sviði heilsugæslu, menntunar og húsnæðismála. Þetta á að bæta lífs- kjör hinna efnaminni. Þannig reka stjórnvöld nú sérstakar verslanir í hverfum hinna fátækari þar sem al- menningi gefst kostur á að kaupa niðurgreiddar nauðsynjar. Hinir efnameiri halda almennt og yfirleitt ekki ótilneyddir inn í fátækrahverfin og nýta sér því ekki þessa þjónustu. Um þessa stefnu ríkir nokkuð al- menn sátt. Manuel Rosales hefur t.a.m. lýst yfir því að hann muni fylgja henni áfram verði hann kjör- inn forseti Venesúela. Hið sama verður ekki sagt um þá ákvörðun Chavez forseta að nýta ol- íutekjur til að auka skriðþunga sinn í álfunni. Stjórn Castros Kúbuleið- toga fær nú olíu í skiptum fyrir þjón- ustu lækna sem starfa víða í Vene- súela. Aðrir vinir forsetans fá ódýra olíu og hefur Chavez verið vændur um óeðlileg afskipti af innanríkis- málum nágrannaríkja í krafti olíu- auðsins. Hann hefur t.a.m. heitið til- teknum frambjóðendum efnahagsstuðningi nái þeir kjöri í þeirri miklu kosningalotu sem fram hefur farið í Rómönsku-Ameríku á undanliðnum mánuðum. Forsetinn hefur og náð að lítillækka helstu fjendur sína í Bandaríkjunum með því að gefa fátæku fólki í New York færi á að kaupa ódýra olíu frá Vene- súela til að kynda híbýli sín. Þessi stefna sætir nú vaxandi gagnrýni í Venesúela. Skoðanakann- anir hafa ítrekað leitt í ljós að mikill meirihluti almennings er andvígur því að olíuauðurinn sé nýttur á þenn- an veg. Víst er að ekki skortir verk- efnin í Venesúela; atvinnuleysi er mikið og talið er að um 60% fjöl- skyldna búi við sára fátækt. Manuel Rosales hefur leitast við að virkja óánægjuna í kosningabar- áttu sinni. Hann kveður fráleitt að auðlindir þjóðarinnar séu nýttar með þessum hætti og hefur heitið því að fimmtungi olíutekna verði varið til beinnar aðstoðar við hina fátæku í landinu. Hugmynd hans er sú að þeim verði fengin sérstök greiðslu- kort sem ríkið leggi tiltekna upphæð inn á í mánuði hverjum. Rosales hef- ur og heitið því að stórauka framlög ríkisins til húsnæðismála og atvinnu- sköpunar og hefur jafnframt boðað hertar aðgerðir til að bregðast við mikilli fjölgun glæpa í landinu. Öflugur andstæðingur Rosales er öflugur stjórnmála- maður og fullyrða má að Chavez hafi aldrei staðið frammi fyrir slíkum andstæðingi frá því hann var fyrst kjörinn forseti Venesúela árið 1998. Manuel Rosales verður 54 ára 12. þessa mánaðar. Hann nam lögfræði og hóf stjórnmálaferil sinn í heimabæ sínum Santa Barbara del Zulia. Árið 1996 var hann kjörinn borgarstjóri Maracaibo, sem er næststærsta borg Venesúela á eftir höfuðborginni, Caracas. Árið 2000 var hann kjörinn ríkisstjóri Zulia. Venesúela er sambandsríki sem samanstendur af 23 ríkjum og er Zulia fjölmennast og jafnframt auð- ugast þeirra. Rosales var endurkjör- inn fjórum áður síðar. Rosales hefur því aldrei á ferli sín- um tapað kosningum. Hann er róm- aður fyrir mikla stjórnunarhæfi- leika, þykir nokkuð alvörugefinn en er engan veginn laus við þann „po- púlisma“ sem löngum hefur einkennt stjórnmál í Rómönsku-Ameríku. Hann hefur heitið því að endurreisa lýðræðið í landinu, boðar jafnframt bætt samskipti við Bandaríkin og kveðst ætla að vinna skipulega að því að fá erlend fyrirtæki til að fjárfesta í Venesúela en áhuginn á því sviði hefur minnkað ört á síðustu árum sökum framgöngu Chavez forseta. Í ágústmánuði náði stjórnarand- staðan loks samkomulagi um að sam- einast að baki Rosales. Algjör sundr- ung og ringulreið hefur lengstum ríkt í röðum andstæðinga Chavez forseta og hefur sú skipan mála auð- veldað forsetanum að seilast til sí- fellt meiri valda. Rosales hefur nú náð að tryggja sér stuðning um 40 flokka og pólitískra samtaka. Kosn- ingafundir hans hafa verið vel sóttir og enginn vafi er á því að málflutn- ingur hans hefur víða fallið í frjóan svörð. Rosales sem er tíu barna faðir og trúmaður mikill kveðst fylgja „nútímalegri jafnaðarstefnu“ og hef- ur lýst yfir því að „stríðsástandinu“ í Venesúela verði að linna. Með þessu orðum vísar Rosales ekki síst til stefnu Hugo Chavez gagnvart Bandaríkjunum. Forsetinn telur sig ekki aðeins leiðtoga hinna forsmáðu og fátæku í álfunni heldur vinnur hann og að því að mynda bandalag gegn Bandaríkjamönnum og áhrifum þeirra í Rómönsku-Am- eríku. Og vart verður annað sagt en hann hafi náð nokkrum árangri. Á undanliðnum mánuðum hafa vinir og bandamenn Chavez verið hafnir til valda í nokkrum ríkja álfunnar. Evo Morales ræður ríkjum í Bólivíu og á dögunum var gamla byltingarhetjan og leiðtogi sandinista, Daniel Or- tega, kjörinn forseti Nikaragva. Um liðna helgi fór Rafael Correa heldur óvænt með sigur af hólmi í forseta- kosningunum í Ekvador. Chavez líkti George W. Bush, for- seta Bandaríkjanna, við sjálfan myrkrahöfðingjann í frægri ræðu er hann flutti fyrr í ár á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Forsetinn nýt- ir hvert tækifæri til að koma höggi á Bush, sem hann kveður „heims- valdasinna“ og leiðtoga „kapítalisma villimennskunnar“ í heimi hér. Á miðvikudag, er kosningabaráttunni lauk formlega í Venesúela, beindi Chavez eftirfarandi orðum til Bush forseta: „Herra djöfull. Ég vara þig við. Við munum mala sérhvern fram- bjóðanda heimsvaldasinnanna mél- inu smærra, við munum veita þeim hrikalegasta rothögg sem sést hefur í mannkynssögunni.“ Kristur og Castro Chavez, sem er 52 ára, kveðst sækja innblástur til frelsishetjunnar Simons Bolivars (1783–1830) og Jesú Krists sem hann er fullviss um að styðja myndi byltinguna væri hann á meðal vor. Fídel Castro Kúbuleið- toga segir hann á hinn bóginn „póli- tískan föður“ sinn. Á miðvikudag bárust þær fréttir að Castro myndi ekki verða viðstaddur fimm daga há- tíðarhöld sem efnt var til í liðinni viku og um helgina á Kúbu til að fagna 80 ára afmæli leiðtogans. Castro varð raunar áttræður 13. ágúst en hátíðarhöldum var þá frest- að vegna veikinda hans. Tæpast leik- ur lengur vafi á því að Castro er mjög alvarlega veikur. Chavez lítur á sig sem arftaka hans og næsta leiðtoga sósíalismans í Rómönsku-Ameríku. Í Venesúela og víðar telja margir að Chavez hyggist ekki aðeins fylgja forskrift- um Fídels Castros hvað varðar and- stöðu við Bandaríkin og baráttuna gegn „heimsvaldastefnu“ og kapítal- isma í Rómönsku-Ameríku. Forset- inn stefni og að því að koma á ein- ræðisstjórn í Venesúela sem líkjast muni þeirri sem Castro hefur farið fyrir á undanliðnum áratugum á Kúbu. Manuel Rosales hélt því ítrek- að fram í baráttunni að kjósendur stæðu í dag frammi fyrir því að velja á milli frelsis og lýðræðis annars vegar og hins vegar kommúnisma eins og hann hefur verið iðkaður á Kúbu sem hafa muni í för með sér að þjóðin verði svipt frelsi og mannrétt- indum. Að sögn dagblaðsins El Na- cional lýsti Rosales yfir því á mið- vikudag að unga fólkið í Venesúela gæti valið „byssuna eða tölvuna, stríð eða vinnu“. Þessi orð frambjóðandans bregða ágætu ljósi á stöðu mála í Venesúela nú um stundir; framganga Chavez og bylting hans hefur klofið þjóðina. Líklegt er að andstæður eigi enn eft- ir að skerpast í landinu og telja ýms- ir að lækkandi olíuverð á heims- markaði sé nú helsta ógnunin við stjórn Chavez. Án olíuauðsins megi hann sín lítils. Stjórnarandstaðan stendur nú sameinuð að baki Manuel Rosales. Leysist það bandalag ekki upp í frumeiningar eftir kosningarnar í dag kann svo að fara að Rosales muni gegna mikilvægu hlutverki í stjórnmálum Venesúela á næstunni þótt ekki setjist hann að í Miraflor- es-forsetahöllinni í Caracas. Í fótspor Fídels Hugo Chavez, forseti Venesúela, leitar eftir endurkjöri í dag og þar með umboði til að breiða út bylt- ingarhugsjón sína og fara fyrir sósíalismanum í Rómönsku-Ameríku REUTERS Umdeildur Hugo Chavez á kosningafundi í La Vega-fátækrahverfinu í höfuðborginni Caracas. Kjörtímabil forseta Venesúela er sex ár og er Chavez vændur um að beita öllu afli ríkisins til að tryggja sér áframhaldandi völd. ERLENT» » Skoðanakannanirhafa ítrekað leitt í ljós að mikill meirihluti almennings er andvígur því að olíuauðurinn sé nýttur á þennan veg. Jafnaðarmaður Manuel Rosales segir tímabært að lýðræðislegu aðhaldi verði komið á í Venesúela til að hefta vilja forsetans til síaukinna valda. ’Allir finna til sömu ábyrgðar-kenndar á þessum erfiðu tím- um í sögunni, við skulum vinna saman.‘ Benedikt páfi XVI. er hann hóf fjögurra daga heimsókn sína til Tyrklands. ’Í jafnréttisbaráttunni skiptirallt máli og ég lít á þetta sem gott skref í þeirri baráttu.‘ Sigrún Björk Jakobsdóttir sem veður bæjarstjóri á Akureyri í byrjun næsta árs fyrst kvenna. ’Auðvitað getum við ekkilengur ætlast til þess, eins og við höfum gert áratugum sam- an, að aðrir standi straum af öllum okkar vörnum.‘ Geir H. Haarde forsætisráðherra sem sótti í liðinni viku leiðtogafund NATO. ’Ég vildi ræða málefni út-lendinga og þennan vanda sem vinnumarkaðsmál, en ég fullyrði að ég hafi verið rekin fyrir að mótmæla rasískum hugmyndum Jóns Magnús- sonar og að vilja halda fast í stefnu flokksins.“ ‘Margrét Sverrisdóttir eftir að hafa verið sagt upp starfi framkvæmdastjóra þing- flokks Frjálslynda flokksins. ’Ég ætla ekki að kalla her-menn okkar frá vígvellinum fyrr en verkefninu er lokið.‘George W. Bush Bandaríkjaforseti. ’Ég hef engan svefn misst.‘Jón H.B. Snorrason , fráfarandi yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, aðspurður hvort erfitt hafi verið að vera miðpunktur í umræðu fjölmiðla varðandi stór dómsmál. ’Alveg skelfileg hugmynd. ‘Hallur Baldursson , framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar ENNEM, um áform um að takmarka þátttöku Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Ummæli vikunnar Morgunblaðið/Sverrir Hættir Margrét Sverrisdóttir segir uppsögn hafa komið sér á óvart.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.