Morgunblaðið - 03.12.2006, Page 54

Morgunblaðið - 03.12.2006, Page 54
54 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Benedikt XVI. páfi fór í 4 daga heim-sókn til Tyrk-lands í vikunni. En mikið upp-nám varð fyrir 2 mánuðum þegar páfinn notaði til-vitnun í ræðu sem var skilin þannig að íslam væri það sama og of-beldi. Benedikt hafði einnig lýst því yfir fyrir 2 árum að hann væri and-vígur að-ild Tyrk-lands að Evrópu-sambandinu. Íslamskur stjórnmála-flokkur skipu-lagði mót-mæli gegn heim-sókn hans, en þátt-takendur voru færri en búist var við. Nú ræddi páfi við Recep Tayyip Erdogan, forsætis-ráðherra Tyrk-lands, í um 20 mínútur á flug-vellinum í Ankara, og þá lýsti páfi yfir stuðningi við að-ild Tyrkja. Voru þeir einnig sam-mála um að íslam væri trú friðar og þekkingar. Benedikt XVI. páfi heim-sótti Bláu moskuna í Istanbúl sem aðeins einn annar páfi hefur áður gert. Gríðar-leg öryggis-gæsla hefur verið í borginni vegna heim-sóknar páfa. Páfi heim-sækir Tyrk-land Reuters Benedikt XVI páfi kveður tyrk-nesku þjóðina á föstu-daginn. George W. Bush Bandaríkja-forseti ræddi við Nouri al-Maliki, forsætisráð-herra Íraks, í Amman í Jórdaníu á föstu-daginn. Efa-semdir hafa komið fram um að al-Maliki geti stöðvað átökin í Írak. Sádi-arabískur sér-fræðingur í öryggis-málum, segir að ef Banda-ríkin kalli her sinn á brott frá Írak geti verið að Abdullah, konungur Jórdaníu, láti undan áköfum þrýstingi heima fyrir og veiti íröskum súnní-aröbum stuðning með peningum og vopnum. Þannig væri brugðist við auknum áhrifum Írana í Írak en þeir styðja leynt og ljóst trú-bræður sína, sjíta, í átökunum. Bush og al-Maliki ræðast við George W. Bush Þriðja táknið verður mynd Bóka-forlagið Veröld hefur selt kvikmynda-réttinn á Þriðja tákninu eftir Yrsu Sigurðardóttur til þýska kvikmynda-framleiðandans Ziegler Film. Amiina vekur lukku Hljóm-sveitin amiina er að ljúka tónleika-ferðalagi um Evrópu og Bandaríkin. Fyrir stuttu kom sveitin fram á virtri tónlistar-kaupstefnu í New York. Mikið og vel hefur verið skrifað um sveitina sem var sögð einn af há-punktum há-tíðarinnar. Hallgrímur og Jón til-nefndir Hallgrímur Helgason og Jón Kalman Stefánsson eru til-nefndir sem full-trúar Íslands til bókmennta-verðlauna Norðurlanda-ráðs. Jón Kalman er fyrir bók sína Sumar-ljós, og svo kemur nóttin, en Hallgrímur fyrir bók sína Rok-land. Rokkað feitt Mjög góð stemning var á stór-tónleikum í Laugardals-höll á fimmtudags- og föstudags-kvöld. Þar kom Magni Ásgeirsson fram ásamt Toby, Josh, Dilönu og Storm úr Rock Star Supernova-þáttunum. Tónlistar-gagnrýnanda Morgun-blaðsins þótti Magni standa sig best. Lista-molar Toll-gæslan á Keflavíkur-flugvelli fann um 3 kíló af kókaíni í far-angri íslensks karl-manns sem kom til landsins frá Kaupmanna-höfn í síðustu viku. Það er mesta í magn sem toll-gæslan hefur fundið hjá einum manni. Fyrr á árinu hafði kona reynt að smygla 2 kílóum. Lík-legt er að sölu-verðmæti gæti verið á bilinu 45–145 milljónir króna. Maðurinn var úr-skurðaður í 3 vikna gæslu-varðhald frá og með 22. nóvember. Lög-reglan á Keflavíkur-flugvelli rann-sakar málið en enginn annar hefur verið hand-tekinn eða yfir-heyrður vegna málsins. Fundu 3 kg af kókaíni MARGRÉTI Sverrisdóttur var á fimmtudags-kvöld sagt upp störfum sem framkvæmda-stjóri þing-flokks Frjáls-lynda flokksins og á að hætta störfum 1. mars nk. „Ég full-yrði að ég hafi verið rekin fyrir að mót-mæla rasískum hug-myndum Jóns Magnússonar og að vilja halda fast í stefnu flokksins,“ sagði Margrét sem hefur verið framkvæmda-stjóri og ritari Frjáls-lynda flokksins, og framkvæmda-stjóri þing-flokksins. Guðjón A. Kristjánsson, for-maður Frjáls-lynda flokksins, segir eðli-legt að Margréti hafi verið sagt upp störfum sem framkvæmda-stjóri þing-flokksins því hún þurfi tíma til að vinna að framboðs-málum. Margrét mun bjóða sig fram til 1. sætis á lista flokksins í öðru Reykjavíkur-kjördæminu. Guðjón segir að upp-sögnin tengist ekki gagn-rýni Margrétar á hug-myndir Jóns Magnússonar um inn-flytjendur. Sagt upp hjá Frjáls-lyndum Margrét Sverrisdóttir Sjónvarps-þættirnir um Lata-bæ fengu á sunnu-daginn verð-laun Bresku kvikmynda-akademíunnar, BAFTA, í flokki alþjóð-legs barna-efnis. Magnús Scheving tók við verð-laununum og gekk á höndum á sviðinu til að veita þeim mót-töku. BAFTA-verðlaunin eru ein eftir-sóttustu verð-launin í sjónvarps-heiminum og því mjög gott fyrir Latabæ að hafa fengið þau. Í september fengu þættirnir þýsku EMIL-verð-launin sem eitt besta barna-efnið. Lati-bær fær BAFTA verð-launin Magnús og Julianna Rose Mauriello fagna á BAFTA. Jón Sigurðsson, for-maður Framsóknar-flokksins, hélt sína fyrstu ræðu sem for-maður á miðstjórnar-fundi flokksins um seinustu helgi og sagði að for-sendur fyrir stuðningi Íslands við inn-rásina í Írak hefðu verið rangar og að ákvarðanir ís-lenskra stjórn-valda í mál-efnum Íraks hefðu verið „rangar eða mistök.“ Þær byggðust á röngum upp-lýsingum. Töluvert var klappað í fundar-salnum eftir þessi orð for-mannsins. Hann hefur verið harka-lega gagn-rýndur af stjórnar-andstöðunni á þingi þar sem mikið hefur verið tekist á um yfir-lýsinguna. Valgerður Sverrisdóttir utanríkis-ráðherra segir að ákvörðunin hafi verið lög-mæt. Rangar for-sendur við stuðninginn Morgunblaðið/ÞÖK Jón Sigurðsson iðnaðar-ráðherra. Netfang: auefni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.