Morgunblaðið - 03.12.2006, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 03.12.2006, Qupperneq 54
54 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Benedikt XVI. páfi fór í 4 daga heim-sókn til Tyrk-lands í vikunni. En mikið upp-nám varð fyrir 2 mánuðum þegar páfinn notaði til-vitnun í ræðu sem var skilin þannig að íslam væri það sama og of-beldi. Benedikt hafði einnig lýst því yfir fyrir 2 árum að hann væri and-vígur að-ild Tyrk-lands að Evrópu-sambandinu. Íslamskur stjórnmála-flokkur skipu-lagði mót-mæli gegn heim-sókn hans, en þátt-takendur voru færri en búist var við. Nú ræddi páfi við Recep Tayyip Erdogan, forsætis-ráðherra Tyrk-lands, í um 20 mínútur á flug-vellinum í Ankara, og þá lýsti páfi yfir stuðningi við að-ild Tyrkja. Voru þeir einnig sam-mála um að íslam væri trú friðar og þekkingar. Benedikt XVI. páfi heim-sótti Bláu moskuna í Istanbúl sem aðeins einn annar páfi hefur áður gert. Gríðar-leg öryggis-gæsla hefur verið í borginni vegna heim-sóknar páfa. Páfi heim-sækir Tyrk-land Reuters Benedikt XVI páfi kveður tyrk-nesku þjóðina á föstu-daginn. George W. Bush Bandaríkja-forseti ræddi við Nouri al-Maliki, forsætisráð-herra Íraks, í Amman í Jórdaníu á föstu-daginn. Efa-semdir hafa komið fram um að al-Maliki geti stöðvað átökin í Írak. Sádi-arabískur sér-fræðingur í öryggis-málum, segir að ef Banda-ríkin kalli her sinn á brott frá Írak geti verið að Abdullah, konungur Jórdaníu, láti undan áköfum þrýstingi heima fyrir og veiti íröskum súnní-aröbum stuðning með peningum og vopnum. Þannig væri brugðist við auknum áhrifum Írana í Írak en þeir styðja leynt og ljóst trú-bræður sína, sjíta, í átökunum. Bush og al-Maliki ræðast við George W. Bush Þriðja táknið verður mynd Bóka-forlagið Veröld hefur selt kvikmynda-réttinn á Þriðja tákninu eftir Yrsu Sigurðardóttur til þýska kvikmynda-framleiðandans Ziegler Film. Amiina vekur lukku Hljóm-sveitin amiina er að ljúka tónleika-ferðalagi um Evrópu og Bandaríkin. Fyrir stuttu kom sveitin fram á virtri tónlistar-kaupstefnu í New York. Mikið og vel hefur verið skrifað um sveitina sem var sögð einn af há-punktum há-tíðarinnar. Hallgrímur og Jón til-nefndir Hallgrímur Helgason og Jón Kalman Stefánsson eru til-nefndir sem full-trúar Íslands til bókmennta-verðlauna Norðurlanda-ráðs. Jón Kalman er fyrir bók sína Sumar-ljós, og svo kemur nóttin, en Hallgrímur fyrir bók sína Rok-land. Rokkað feitt Mjög góð stemning var á stór-tónleikum í Laugardals-höll á fimmtudags- og föstudags-kvöld. Þar kom Magni Ásgeirsson fram ásamt Toby, Josh, Dilönu og Storm úr Rock Star Supernova-þáttunum. Tónlistar-gagnrýnanda Morgun-blaðsins þótti Magni standa sig best. Lista-molar Toll-gæslan á Keflavíkur-flugvelli fann um 3 kíló af kókaíni í far-angri íslensks karl-manns sem kom til landsins frá Kaupmanna-höfn í síðustu viku. Það er mesta í magn sem toll-gæslan hefur fundið hjá einum manni. Fyrr á árinu hafði kona reynt að smygla 2 kílóum. Lík-legt er að sölu-verðmæti gæti verið á bilinu 45–145 milljónir króna. Maðurinn var úr-skurðaður í 3 vikna gæslu-varðhald frá og með 22. nóvember. Lög-reglan á Keflavíkur-flugvelli rann-sakar málið en enginn annar hefur verið hand-tekinn eða yfir-heyrður vegna málsins. Fundu 3 kg af kókaíni MARGRÉTI Sverrisdóttur var á fimmtudags-kvöld sagt upp störfum sem framkvæmda-stjóri þing-flokks Frjáls-lynda flokksins og á að hætta störfum 1. mars nk. „Ég full-yrði að ég hafi verið rekin fyrir að mót-mæla rasískum hug-myndum Jóns Magnússonar og að vilja halda fast í stefnu flokksins,“ sagði Margrét sem hefur verið framkvæmda-stjóri og ritari Frjáls-lynda flokksins, og framkvæmda-stjóri þing-flokksins. Guðjón A. Kristjánsson, for-maður Frjáls-lynda flokksins, segir eðli-legt að Margréti hafi verið sagt upp störfum sem framkvæmda-stjóri þing-flokksins því hún þurfi tíma til að vinna að framboðs-málum. Margrét mun bjóða sig fram til 1. sætis á lista flokksins í öðru Reykjavíkur-kjördæminu. Guðjón segir að upp-sögnin tengist ekki gagn-rýni Margrétar á hug-myndir Jóns Magnússonar um inn-flytjendur. Sagt upp hjá Frjáls-lyndum Margrét Sverrisdóttir Sjónvarps-þættirnir um Lata-bæ fengu á sunnu-daginn verð-laun Bresku kvikmynda-akademíunnar, BAFTA, í flokki alþjóð-legs barna-efnis. Magnús Scheving tók við verð-laununum og gekk á höndum á sviðinu til að veita þeim mót-töku. BAFTA-verðlaunin eru ein eftir-sóttustu verð-launin í sjónvarps-heiminum og því mjög gott fyrir Latabæ að hafa fengið þau. Í september fengu þættirnir þýsku EMIL-verð-launin sem eitt besta barna-efnið. Lati-bær fær BAFTA verð-launin Magnús og Julianna Rose Mauriello fagna á BAFTA. Jón Sigurðsson, for-maður Framsóknar-flokksins, hélt sína fyrstu ræðu sem for-maður á miðstjórnar-fundi flokksins um seinustu helgi og sagði að for-sendur fyrir stuðningi Íslands við inn-rásina í Írak hefðu verið rangar og að ákvarðanir ís-lenskra stjórn-valda í mál-efnum Íraks hefðu verið „rangar eða mistök.“ Þær byggðust á röngum upp-lýsingum. Töluvert var klappað í fundar-salnum eftir þessi orð for-mannsins. Hann hefur verið harka-lega gagn-rýndur af stjórnar-andstöðunni á þingi þar sem mikið hefur verið tekist á um yfir-lýsinguna. Valgerður Sverrisdóttir utanríkis-ráðherra segir að ákvörðunin hafi verið lög-mæt. Rangar for-sendur við stuðninginn Morgunblaðið/ÞÖK Jón Sigurðsson iðnaðar-ráðherra. Netfang: auefni@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.