Morgunblaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI Þótt rólegt hafi verið yfir Al-þingi undanfarna viku erekki laust við að það læðistað manni sú tilfinning að nú sé lognið á undan storminum. Áætlað er að slíta fundum um miðjan mars en fjöldi mála bíður afgreiðslu, t.d. sam- gönguáætlunin, sem er þegar farin að valda usla án þess að hún sé komin fram. Hún velkist nú um hjá þing- flokkum Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknar, sem hafa óskað eftir meiri tíma til að kynna sér efni þessa doðr- ants. Varla er til viðkvæmara efni til umræðu svo skömmu fyrir kosningar en samgöngumál, enda þurfa þing- menn þá að hugsa um kjördæmið sitt frekar en flokkinn. Þannig eru Suður- landsþingmennirnir uggandi yfir lagningu Suðurlandsvegar, verður hann 2+1 eða 2+2? Björgvin G. Sig- urðsson segir að skollaleiknum þurfi að linna, samgönguráðherra verði að upplýsa hvort standi til að hlunnfara Sunnlendinga með þykjustu- tvöföldun. Samgönguráðherra biður menn að bíða þar til áætlunin kemur og skilur ekki hvers vegna Björgvin reynir sífellt að gera hann tor- tryggilegan. Hringir samt sjálfur í Ríkissjónvarpið og segir frétt um að til standi að leggja 2+1 ranga, en er það þá 2+2? Ekkert svar. Í bakherberginu situr blaðamað- urinn og veltir fyrir sér hvort leitin að sannleikanum sé tilgangslaus, hann er líklega ekki til. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir gagn- rýnir gífurlegan hagnað bankanna. Geir H. Haarde segir að hún sé sein- heppin því bankarnir séu svo ægilega góðir. Hver er seinheppinn? Ingibjörg segir að það sé óstjórn í efnahags- málum, Geir segir efnahagsmál aldrei hafa verið betri. Blússandi þensla – blómstrandi efnahagslíf. Valgerður Sverrisdóttir segir upp- töku evru vera ágæta hugmynd. Flokksbróðir hennar og formaður, Jón Sigurðsson, stendur í ræðustóli á Alþingi og dásamar hina íslensku krónu í sömu andrá og hið íslenska hagkerfi og hina frjálsu íslensku þjóð. Hann talar um mikilvægi þjóðhyggju. Venjulegt fólk skilur ekki orðið en Jón segir það vera þjóðlega félagshyggju – áhersla á sameiginlega hagsmuni í þjóðfélaginu og á þjóðleg sjónarmið. En þegar Frjálslyndir segja þjóð þá kippast allir við. Formaðurinn er óhress með kvótakerfið, má ekki heyra minnst á kvennakvóta en vill endilega taka upp kvóta á innflytj- endur. Þeir keppa við Íslendinga um störf, segir hann. En samt vantar fólk í störf. Betra að láta aldraða og ör- yrkja vinna, segir hann. Ég ætla að spyrja ömmu hvort hún sé til í að byggja Kárahnjúkavirkjun. Og Frjálslyndir koma stjórnarand- stöðunni í bobba. Samstarfið sem gekk svo vel er allt í einu komið út á brún. Eru Samfylkingin og Vinstri græn tilbúin að vinna með flokki sem daðrar við rasisma? spyrja stjórn- arliðar. Það er fátt um svör. Sjálfstæð- isflokkur og Framsókn hljóta að minnsta kosti að vera með það á hreinu að þau vilji ekki starfa með Frjálslyndum eftir kosningar. Núna má fara sænsku leiðina frekar en þá dönsku. Í Svíþjóð hafna stjórn- málaflokkar samstarfi við öfl sem ala á þjóðernishyggju. Í Danmörku er þeim tekið fagnandi. Og svo er endalaust spekúlerað, hvað verður um þingmennina sem ekki hefur verið plantað á lista, eins og fátt sé auðveldara en að skipta um flokk. Valdimar L. Friðriksson talar um Sundabraut í ræðustóli, ætli hann sé á leið í Suðurkjördæmi? Margrét Sverrisdóttir er orðuð við næstum alla flokka, nema kannski VG. Kristinn H. Gunnarsson gengur enn með grænt bindi, ætli það sé vinstri grænt eða framsóknargrænt? Kannski breytir hann í blátt. Og svo er hagvöxturinn víst nei- kvæður á Vestfjörðum. Hvað næst, já- kvæðir vaxtarverkir? Logn og já- kvæðir verkir ÞINGBRÉF Halla Gunnarsdóttir halla@mbl.is VEGNA fréttaflutnings af mótmæl- um íbúa í Álafosskvos vegna fram- kvæmda í landi Helgafells hafa landeigendur beðið Morgunblaðið að birta eftirfarandi: „Öll tilskilin leyfi fyrir þeim framkvæmdum sem hafnar eru í Helgafellshverfi eru til staðar. Full- yrðingar um annað eru rangar. Íbúðabyggð undir Helgafelli hef- ur verið á aðalskipulagi Mosfells- bæjar í 24 ár, frá árinu 1983, ásamt tengivegi við Vesturlandsveg. Framkvæmdir ættu því ekki að koma neinum á óvart. Á undirbúningstímanum hefur gríðarleg vinna verið lögð í að skipuleggja svæðið þannig að fram- kvæmdir verði í sem mestri sátt við umhverfið og íbúa í grennd. Meg- inskipulagshugmyndin byggir á verðlaunatillögu Gylfa Guðjóns- sonar arkítekts – snjallri lausn sem dregur úr umferðarþunga og há- vaða í hverfinu frá því sem gert var ráð fyrir í aðalskipulagi. Þetta hef- ur verið rækilega kynnt í fjöl- miðlum. Á öllum stigum málsins hefur verið hlustað á athugasemdir vegna framkvæmdanna og fjöldamargar breytingar gerðar á skipulagi til að koma til móts við þær athugasemd- ir sem bárust. Fyrirhugaður tengivegur milli Helgafellshverfis og Vesturlands- vegar liggur ekki gegnum Álafoss- kvos. Miklar breytingar hafa verið gerðar á hönnun vegarins framhjá kvosinni, þannig að hann valdi sem minnstri röskun á umhverfi, hljóð- vist og útsýni. Mosfellsbær hefur leitt alla hönn- un á hverfinu og í hvívetna gætt hagsmuna bæjarbúa og umhverf- isins. Það er eðlilegt að ekki séu allir sáttir við nýframkvæmdir í sínu nærumhverfi. Rétturinn til mál- efnalegra athugasemda er vel tryggður í lýðræðislegum leik- reglum í skipulagsmálum. Þess vegna er óþolandi nú, þegar þeir sem leggjast gegn framkvæmdum í Helgafellslandi hafa nýtt sér öll tækifæri til að tefja fyrir, og form- legt framkvæmdaleyfi verið gefið út, að menn sætti sig ekki við nið- urstöðuna og grípi þess í stað til áróðursbragða og aðferða atvinnu- mótmælenda. Það er á allra vitorði að miklar náttúruperlur eru í skjóli Helga- fells. Það er augljóst að hagsmunir landeigenda felast í því að vinna sín verk í góðri sátt við umhverfið og náttúruna, því aðeins þannig munu lóðir í Helgafellshverfi verða eftir- sóttar. Því vakna grunsemdir um það að þeir sem nú reyna að hindra vel undirbúnar og samþykktar framkvæmdir hafi mestar áhyggjur af breytingum á eigin útsýni og geti ómögulega hugsað sér að deila nátt- úrugæðum svæðisins með fleirum.“ Vegastæðið Þessi tölvumynd sýnir legu vegarins frá Vesturlandsvegi upp að landi Helgafells. Landeigendur segja öll tilskilin leyfi til staðar FRÉTTIR HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt karl- mann á þrítugsaldri til fimmtán mánaða fangelsisvistar fyrir kyn- ferðisbrot í júlí árið 2004. Honum var að auki gert að greiða fórnarlambi sínu 700 þúsund krónur í miskabæt- ur. Í héraði var maðurinn dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar sem níu mánuðir voru skilorðsbundnir. Ákærða var gefið að sök að hafa haft samræði við stúlku á svipuðum aldri í bifreið á tjaldsvæði og við það notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga. Maðurinn hélt statt og stöðugt fram sakleysi sínu og sagði samfarirnar hafa farið fram með hennar samþykki. Hæstiréttur taldi hins vegar ljóst af framburði kær- anda og vitna að stúlkan hefði verið rænulaus vegna mikillar áfengis- drykkju á þeim tíma sem ákærði hafði við hana samfarir. Í dómnum segir einnig að í nið- urstöðu héraðsdóms sé því réttilega lýst að dráttur hafi orðið á rannsókn málsins og sé hann aðfinnsluverður en ekki svo verulegur, þegar horft sé til brotsins og dómafordæma, að hann réttlæti að refsingin sé bundin skilorði. Málið dæmdu Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Hrafn Bragason og Ingi- björg Benediktsdóttir. Kolbrún Sævarsdóttir flutti málið en Sveinn Andri Sveinsson hrl. varði manninn. Refsing hækkuð í Hæstarétti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.