Morgunblaðið - 03.02.2007, Page 14
14 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
!
!
"#$
%&'
!
!
(&( )*' +,
!
!
)*' -+./0
1
1
!
!
2($' %3 40
!
!
!"
"
!##$
*+#, #
+
+/,
&5 61 789 +/,
&/
5 +/,
& 015
8: ;"
& 789 +/,
< 6. 789 +/,
"= 789 +/,
7101 01 +/,
>/, $1:19 /? @ 0
- 89A10 01 +/,
= 0 01 @ 0 +/,
*
+/,
* 15 " +10 +/,
8:8B<8 C "DC/,, +/,
E8 +/,
-.*"/%
$F1 +/,
" 789 +/,
25
0 1 789 >10 +/,
25
015 789 +/,
G+
D1 +/,
)*' &<
#
H:1 +/,
#H 10 :1.10 +/,
1008.10 +/,
0.!% %
C8/? 88 0 6/,
1!
/2 3
>< 7 01 +/,
> :91D 0 +/,
% & %
3
>
1 B
61191
10
#1 I
- 89
,
,, B
B
,,
,, ,
,
,,, ,
, ,, ,
, ,
, ,,
,,
,,
, ,,
,
,
B
,,
B
B
B
B
,, B
B
B
B
B
B
B
B
B
B
1191 08:
&#>, J &+8 80 11 "D.1
6119
B
B
B
B
B
B
B
B
B
B
B
61,6
Uppgjör – FL Group
Eftir Kristján Torfa Einarsson
FL Group bætist við þau fjármála-
fyrirtæki sem skiluðu methagnaði á
árinu 2006 en ársuppgjör félagsins
var birt í gær og nam hagnaðar-
aukningin 158% milli ár; var 44,6
milljarðar króna á síðasta ári sam-
anborið við 17,25 milljarða árið
2005.
Síðasta ár markaði tímamót í
sögu FL Group því á fjórða árs-
fjórðungi seldi félagið öll hlutabréf
sín í Icelandair Group og Sterling
en eftir söluna hefur fyrirtækinu
verið breytt í hreint fjárfestingar-
félag. FL Group innleysti verulegan
hagnað í þessum breytingu enda var
hagnaður félagsins 33,6 milljarðar á
fjórða ársfjórðungi sem er 215%
aukning frá sama tímabili 2005.
Góðar fjárfestingar
Hagnaðurinn af sölu Icelandair
var 26,5 milljarðar króna. Sterling
var selt fyrir 20 milljarða króna til
Northern Travel Holding í desem-
ber, en FL Group, ásamt Fons og
Sund, stofnuðu Northern Travel
Holding við söluna. Í desember seldi
FL Group einnig 24,2% hlut sinn í
Straumi-Burðarási, sem félagið
eignaðist síðastliðið sumar, fyrir
42,1 milljarð króna.
Álíka kraftur var á FL Group í
upphafi árs og undir lok þess; í apríl
seldi félagið 16,9% hlut sinn í einu
stærsta lággjaldaflugfélagið Evr-
ópu, EsayJet. Hagnaður af fjárfest-
ingunni var ríflega 13 milljarðar
króna og ávöxtun hennar um 70% á
ársgrundvelli, en FL Group keypti
bróðurpart hlutarins í október 2004.
Þá gaf FL Group út nýtt hlutafé
að andvirði 35 milljarðar króna í
desember og styrkti útboðið eigin-
fjárstöðu félagsins verulega. Fjár-
hagsstaða fyrirtækisins er sterk;
eiginfjárhlutfallið nú 54,3%, arðsemi
eigin fjár var 42,9% og félagið á nú
47 milljarða í handbæru fé til fjár-
festinga.
Eignir margfaldast
Þótt stórar sölur hafi einkennt
rekstrarárið hjá FL Group lagði fé-
lagið sömuleiðis í miklar fjárfest-
ingar enda nær tvöfölduðust heild-
areignir félagsins á tímabilinu og
voru 263 milljarðar króna um ára-
mótin. Skuldir félagsins ríflega tvö-
földuðust og voru 120,2 milljarðar,
þannig að samtals er eigið fé félags-
ins 143 milljarðar.
FL Group jók verulega hlut sinn í
Glitni og fer nú með ríflega 30%
hlut í bankanum að andvirði um 110
milljarðar, sem er því stærsta eign-
in í safni fyrirtækisins. Félagið
sagði ekki alfarið skilið við fluggeir-
ann á árinu heldur keypti 6% í AMR
Corporation, móðurfélagið Americ-
an Airlines, stærsta flugfélag heims,
og jók hlut sinn í Finnair upp í
22,4%. Þá eignaðist FL Group 49% í
drykkjarvöruframleiðandanum
Frefresco í Hollandi auk þess sem
það fjárfesti í fjölmörgum atvinnu-
greinum í Evrópu og hér heima.
kte@mbl.is
FL Group með enn
eitt hagnaðarmetið
F
=
;
@!*
!
" !
&!
60-8(
'77/
! "
'80-
3 !
#
5
;G;H
-'/-.2
-6'878
''-.2
-8'2
# $!
+0'.'
=;G
2(-72
76660
!" ;G
#$%$" =
;IG
;J
=
;IJ
● HAGNAÐUR
breska flugfélags-
ins British Air-
ways dróst sam-
an um 14% á
þriðja ársfjórð-
ungi rekstrarárs-
ins. Nam hagn-
aður BA 107
milljónum punda
á þriðja ársfjórðungi, sem lauk í árs-
lok 2006, eða rúmum 14 milljörðum
króna. Á sama tímabili árið á undan
nam hagnaðurinn 124 milljónum
punda, um 16,5 milljörðum króna.
Hagnaður á fyrstu níu mánuðum
rekstrarársins jókst um 35%, eða í
509 milljónir punda, um 68 milljarða
króna.
Flugfélagið, sem hóf áætlunarflug
til Íslands í fyrra, hefur lækkað af-
komuspá sína fyrir rekstrarárið í
heild sem lýkur 31. mars nk. Skýrist
minni hagnaður m.a. af auknum
eldsneytiskostnaði.
Hagnaður British Air-
ways dregst saman
● JESS SØDERBERG, forstjóri
stærsta fyrirtækis Danmerkur, A.P.
Møller – Mærsk, er svo óánægður
með skattbreytingaáform dönsku rík-
isstjórnarinnar að hann hefur varað
við því að fyrirtækið gæti neyðst til
þess að flytja fjárfestingar sínar út úr
Danmörku. Til stendur að lækka
tekjuskatt á fyrirtæki úr 28% í 22%
en um leið á að þrengja möguleika
fyrirtækja til að nýta sér vaxtafrádrátt
af starfsemi erlendis, sem kæmi af-
ar illa við A.P. Møller – Mærsk og
fleiri dönsk fyrirtæki með mikla al-
þjóðlega starfsemi. Ekki er búið að
ganga endanlega frá skattabreyting-
unum og ætla má að danska rík-
isstjórnin muni gefa orðum Søder-
bergs nokkurn gaum því Møller –
Mærsk greiddi nær 160 milljarða ís-
lenskra króna í skatt til danska rík-
isins í fyrra.
Møller – Mærsk
hótar flutningi
● TÆKNIVAL hf. hefur verið tekið til
gjaldþrotaskipta vegna langvarandi
rekstrarerfiðleika og erfiðrar skulda-
stöðu, eins og það er orðað í tilkynn-
ingu til kauphallar OMX á Íslandi.
Þar segir að Tæknival hafi aug-
ljóslega ekki getað staðið í fullum
skilum við lánardrottna þegar kröfur
hafi fallið í gjalddaga, ljóst sé að
greiðsluörðugleikar munu ekki líða
hjá innan skamms. Skiptastjóri hef-
ur verið skipaður Sigurmar K. Al-
bertsson hrl. Skuldir Tæknivals
námu ríflega 600 milljónum króna
um mitt síðasta ár og tap fyrri hluta
ársins nam 27 milljónum króna. Fyrir
tæpu ári keypti eignarhaldsfélagið
Byr allt hlutafé í Tæknivali af Fons.
Tæknival tekið til
gjaldþrotaskipta
VÆNLEGUM sprotafyrirtækjum
hér á landi fer fækkandi og harðnað
hefur verulega á dalnum hjá þeim
sprotafyrirtækjum sem hingað til
hefur tekist að standa af sér harð-
indin. Þetta sagði Jón Ágúst Þor-
steinsson, formaður Samtaka
sprotafyrirtækja, m.a. í ræðu sinni á
Sprotaþingi í gær.
Jón Ágúst sagði að þrátt fyrir
góða viðleitni stjórnvalda og fleiri
aðila hefðu starfsskilyrði sprotafyr-
irtækja lítið breyst til batnaðar síðan
síðasta Sprotaþing var haldið. Þvert
á móti hefði fjárhagslegt umhverfi
sprota- og hátæknifyrirtækja enn
verið að harðna. Það birtist í hækk-
andi vöxtum, minnkandi yfirdráttar-
heimildum í bönkum, harðari kröfum
fagfjárfesta um skammtímaarðsemi
fjárfestinga í sprotafyrirtækjum og
síðast en ekki síst óstöðugum gjald-
miðli. Jón Ágúst sagði ennfremur að
þegar haft væri í huga að það tæki
oft 10–15 ár að þróa upp öflug há-
tæknifyrirtæki á alþjóðlegum mark-
aði úr vænlegum sprotum væri ljóst
að lagfæring á starfsskilyrðum þess-
ara fyrirtækja þyldi enga bið. Lang-
ur þróunartími og miklir fjármunir,
sem þegar hefðu verið lagðir í mörg
fyrirtækjanna, væru í uppnámi og
gætu farið til spillis. Nú væri tími að-
gerða runninn upp.
Harðnar á dalnum
hjá sprotunum
Eftir Arnór Gísla Ólafsson
arnorg@mbl.is
HEIÐURINN er kannski umfram
allt vafasamur, en íslenska krónan
er ofmetnasta myntin samkvæmt
Big Mac-vísitölunni sem tímaritið
Economist tekur saman. Í henni er
borið saman verð á Big Mac-
hamborgaranum víða um heim.
Samkvæmt henni er gengi íslensku
krónunnar gagnvart bandaríkjadal
131% hærra en það ætti að vera, þ.e.
ef Big Mac kostaði jafnmikið og í
Bandaríkjunum.
„Ofmetnasti gjaldmiðillinn er ís-
lenska krónan: Það gengi milli
krónu og dollars sem myndi þýða að
verðið væri það sama í Bandaríkj-
unum og á Íslandi er 158 krónur. En
gengið er 68,4 krónur sem táknar að
krónan er 131% of dýr,“ segir í Eco-
nomist.
Afgerandi sigur
En það eru alltaf tveir fletir á sam-
anburðartölum; ef við gefum okkur
að gengi krónunnar sé rétt segir Big
Mac-vísitalan einfaldlega ekki ann-
að en að hamborgarinn góði sé 131%
dýrari á Íslandi en í Bandaríkjunum.
Borgarinn á Íslandi kostar jafngildi
7,44 dala en 3,22 dali í Bandaríkj-
unum samkvæmt tölum Economist.
Og fyrir þá sem finnst skipta máli að
skara fram úr á öllum sviðum má
upplýsa að sigur Íslands í Big Mac-
verðlagi er í raun mjög afgerandi.
Norðmenn komast næst því að slá
okkur við en eiga þó umtalsvert
langt í land, þar er Big Mac 106%
dýrari en í Bandaríkjunum. Á evru-
svæðinu er hann 19% dýrari en í
Bandaríkjunum, í Svíþjóð 57% og í
Danmörku 50% dýrari. Bestu kaup-
in á Big Mac eru í Kína en þar má fá
fimm hamborgara og einn þriðja af
þeim sjötta fyrir verð eins á Íslandi.
Ísland dýrast í heimi
Reuters
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● ÚRVALSVÍSITALA kauphallar OMX
á Íslandi stóð nær í stað í viðskipt-
unum í gær. Hún var skráð 7.093
stig við lokun viðskipta og hafði þá
hækkað um 0,02% yfir daginn. Velta
á hlutabréfamarkaði var 9.937 millj-
ónir króna.
Hlutabréf Kaupþings hækkuðu
mest í gær eða um 0,42%. Bréf Ex-
ista hækkuðu um 0,4% og bréf FL
Group um 0,34%. Mest lækkuðu
hlutbréf Tryggingamiðstöðvarinnar
eða um 1,43%.
Hlutabréfaverð
stendur í stað GLITNIR tilkynnti í gær um breytt
skipulag bankans, sem og opnun
skrifstofu í New York til að styðja
við starfsemina í
Norður-Ameríku.
Bjarni Ármanns-
son er áfram for-
stjóri Glitnis en
sérstakur for-
stjóri yfir starf-
semi bankans á
Íslandi verður
Jón Diðrik Jóns-
son. Samkvæmt
tilkynningu til
kauphallar OMX á Íslandi er breyt-
ingunum ætlað að efla starfsemi
bankans á Íslandi og laga skipulagið
að hröðum vexti á erlendum mörk-
uðum.
Nýtt skipulag Glitnis greinist í
þjónustusvið, landsvæði og stoðsvið.
Þjónustusviðin eru markaðsvið-
skipti, fjárfestingabankasvið, fyrir-
tækjasvið og eignastýringasvið.
Landfræðilega greinist starfsemin í
fernt; Ísland, Norðurlönd, Evrópu
og Alþjóðasvið. Stoðsviðin verða eft-
ir sem áður fjármálasvið, rekstrar-
svið og þróunarsvið.
Þrír nýir framkvæmdastjórar
koma inn í framkvæmdastjórn Glitn-
is. Birna Einarsdóttir verður fram-
kvæmdastjóri þróunarsviðs, Helgi
Anton Eiríksson framkvæmdastjóri
fjárfestingabankasviðs og Magnús
Bjarnason verður framkvæmda-
stjóri alþjóðasviðs.
Breytt
skipulag
hjá Glitni
Jón Diðrik for-
stjóri á Íslandi
Jón Diðrik Jónsson
♦♦♦
SAMSKIP hafa fest kaup á breska
fragtflutningafélaginu NVOCC Salt-
ire Integrated Shipping, að því er
kemur fram á fréttavefnum Mari-
time Global Net. Kaupverðið er ekki
gefið upp.
Höfuðstöðvar Saltire eru í Glas-
gow og mun stofnandi og fram-
kvæmdastjóri félagsins, Peter
Work, halda áfram gegna stöðu
framkvæmdastjóra. Framkvæmda-
stjóri Samskipa í Englandi, Simon
Dwyer, segir Saltire hafa vaxið hratt
á undanförnum tveimur árum og að
rekstur þess muni styðja enn frekar
við starfsemi Samskipa, ekki aðeins í
Skotlandi heldur einnig á alþjóðleg-
um vettvangi.
Samskip
kaupa Saltire