Morgunblaðið - 03.02.2007, Page 16
16 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Í FEBRÚARHEFTI hins fram-
sækna tísku- og lífstílsblaðs jað-
armenningarinnar Dazed & Confus-
ed er að finna stutta umfjöllun
blaðamannsins Phil Hoad um ís-
lenska kvikmyndamenningu. Þar
gerir hann að umtalsefni annars
vegar bágt úrval kvikmynda í hér-
lendum bíóhúsum og hins vegar
þann vanda sem blasir við íslenskum
kvikmyndagerðarmönnum – og slær
reyndar þessum tveimur aðskildu
þáttum saman á heldur ruglings-
legan hátt.
Í lok greinarinnar mælir Hoad
hins vegar með fjórum íslenskum
myndum. Þar er Mýrin efst á blaði
og athygli dregin að þeirri gríð-
arlegu aðsókn sem myndin hefur
fengið. Því næst er Börn nefnd, sem
sögð er „hrífandi lýsing á undirmáls-
fólki í Reykjavík“. Heimildamynd
Denna Karlssonar um tónleika-
ferðalag Sigur Rósar um Ísland í júlí
sl., )(, er að sögn Hoad „erfitt að
verða sér út um“ en að fyrirhöfnin sé
„vel þess virði“. Að endingu er
Astrópía nefnd til sögunnar.
Fjallað um
íslenskar
kvikmyndir
Dazed & Confused
mælir með fjórum
Hrífandi Úr bíómyndinni Börnum.
ÓPERUSÖNGKONAN Kiri Te
Kanawa segir ástæðu þess að hún
aflýsti þrennum fyrirhuguðum tón-
leikum með áströlsku poppstjörn-
unni John Farnham hafa verið nær-
föt. Kanawa fullyrti fyrir áströlskum
rétti í síðustu að sér hefði snúist
hugur eftir að hafa séð myndbrot frá
tónleikum með Farnham, þar hann
sést m.a. grípa kvenmannsnærbuxur
sem kastað var til hans úr áhorf-
endastæðunum og halda á þeim
sigrihrósandi. „Hvernig gæti ég
komið fram undir slíkum kring-
umstæðum?“ spurði hin 62 ára söng-
kona en ítrekaði þó að hún bæri enn
virðingu fyrir Farnham.
Skipuleggjandi tónleikanna hefur
kært Kanawa fyrir að draga sig til
baka og farið fram á u.þ.b. 150 millj-
ónir íslenskra króna í bætur.
Aflýsti vegna
nærfatnaðar
SJÓNÞING um myndlistar-
manninn Rúrí verður haldið í
Menningarmiðstöðinni Gerðu-
bergi kl. 13.30 í dag. Stjórnandi
sjónþingsins er Laufey Helga-
dóttir listfræðingur en spyrlar
eru Gunnar J. Árnason list-
heimspekingur og Halldór
Björn Runólfsson listfræð-
ingur. Að Sjónþingi loknu kl.
16 opnar sýning á sýnishornum
verka frá 33 ára listferli Rúrí-
ar. Yfirskrift sýningarinnar, „Tími – afstæði –
gildi“, vísar til viðfangsefna Rúríar á liðnum 33 ár-
um, viðfangsefna sem eru sígild en einnig áríðandi
á hverjum tíma eins og segir í tilkynningu.
Sjónþing
Tími, afstæði og
gildi í list Rúríar
Rúrí
MÁLÞING um Skriðuklaustur
verður haldið í fyrirlestrasal
Þjóðminjasafns Íslands kl. 11
og stendur það til kl. 14. Um er
að ræða framhald málþingsins
sem haldið var um Skriðu-
klaustur hinn 11. nóvember
síðastliðinn. Fyrirlestrarnir
byggjast á rannsóknum hóps
fræðimanna á klaustrum og
klausturhaldi hérlendis. Upp-
gröftur á rústum þess hefur nú
staðið yfir í fimm ár og hefur um helmingur
klausturbygginganna verið grafinn fram. Stjórn-
andi málþingsins er Steinunn Kristjánsdóttir,
verkefnisstjóri Skriðuklaustursrannsókna.
Málþing
Hlutverk klausturs
í miðaldasamfélagi
Skriðuklaustur
EYGLÓ Harðardóttir opnar
sýninguna Leiðsla í Listasafni
ASÍ kl. 15 í dag. Á sýningunni
eru skjáverk, málverk á papp-
ír, teikningar og þrívíð verk.
Verkin eru unnin með gryfjuna
og salinn í Listasafni ASÍ í
huga, rými sem hægt er að
hugsa sér eins og skúlptúr eða
líkama sem hefur tvo ólíka póla
eins og segir í fréttatilkynn-
ingu. Pólarnir stefna upp og
niður, í líkama sem hefur í sér ótrúlega margar
skyn-víddir og minni. Verkin eru unnin á vinnu-
stofum í Tékklandi, Tyrklandi og á Íslandi. Sýn-
ingin stendur til 25. febrúar.
Myndlist
Eygló Harðardóttir
opnar í ASÍ
Eygló
Harðardóttir
Eftir Birtu Björnsdóttur
birta@mbl.is
ÍSLENSKU bókmenntaverðlaunin
voru afhent við hátíðlega athöfn á
Bessastöðum í gær. Verðlaunin hlutu
að þessu sinni þeir Ólafur Jóhann
Ólafsson fyrir bókina Aldingarðurinn
í flokki fagurbókmennta og í flokki
fræðirita og bóka almenns efnis varð
Andri Snær Magnason hlutskarp-
astur fyrir bók sína Draumalandið.
Þetta er í annað sinn sem Andri
Snær hlýtur bókmenntaverðlaunin,
en hann var verðlaunaður í flokki
fagurbókmennta fyrir barnabók
sína, Sagan af bláa hnettinum árið
1999.
Eins og fram kom í máli forseta Ís-
lands við athöfnina í gær mun þetta
vera í fyrsta sinn sem rithöfundur
hlýtur verðlaun í báðum flokkum.
Fólk er ekki fífl
Andri Snær sagðist ekki viss um
að verðlaunin kæmu sér á óvart að
þessu sinni.
„Bókin var búin að valda svo miklu
umtali að ég var alveg farinn að von-
ast til að þetta gæti orðið,“ sagði
hann í samtali við Morgunblaðið í
gær.
Andri Snær sagði viðbrögðin við
bókinni þó hafa verið mun meiri en
hann hefði búist við þó það hefði
sannarlega verið tilgangur bók-
arinnar að ná til sem flestra. En
skyldi Andri Snær vera með nýja
bók í smíðum?
„Maður er alltaf eitthvað að pæla.
Það eru fyrirbæri eins og kvótinn
sem er stórt mál sem mikilvægt er að
taka fyrir ítarlega,“ segir hann en
slær þann varnagla að hann sé alls
ekki farinn að skrifa bók um kvóta-
mál.
Draumalandið hefur selst í þús-
undum eintaka frá því hún kom út í
mars á síðasta ári og Andri Snær
segir það merkilegt að „bók um tera-
vött skuli seljast með þessum hætti.
Máltækið Fólk er fífl er með þessu
afsannað.“
Í þakkarræðu sinni sagði Andri
Snær bókina hafa bundið enda á
stóriðjustefnu stjórnvalda.
„Þessi yfirlýsing var sögð í kald-
hæðni enda hefur stóriðjustefnunni
nú verið varpað yfir á sveitarfélögin
sem er ekkert betra.“
Verðlaunin skipta máli
Ólafur Jóhann sagðist ekki hafa
búist við verðlaununum.
„En það er ánægjulegt að fá þau
því með þeim er gott fólk að klappa
manni á öxlina og segja mann hafa
staðið sig vel,“ sagði hann að verð-
launaafhendingu lokinni í gær.
Í þakkarræðu Ólafs Jóhanns kom
fram að honum þættu bókmennta-
verðlaunin skipta máli fyrir íslenskar
bókmenntir.
„Þau eru auðvitað umdeild eins og
mörg mannanna verk en þau vekja
athygli á bókum og það er gott.“
Ólafur Jóhann segist fyrst og
fremst skrifa bækur því honum búi í
brjósti sögur sem hann langi að
koma frá sér.
„Það er auðvitað hægt að gera
margt auðveldara við tímann sinn en
að skrifa bækur, spila golf til dæmis.
Það verður hinsvegar ekki til nein al-
mennileg bók nema höfundinum búi
eitthvað í brjósti sem hann hefur orð-
ið að koma frá sér og hefur fórnað
einhverju öðru til að gera það,“ sagði
hann.
„Bækur lifna þó ekki fyrr en þær
eru lesnar og þótt maður sé ekki með
einhvern sérstakan lesendahóp í
huga við skrifin vill maður auðvitað
að verk manns séu lesin. Annars
væri maður eins og kokkur sem eld-
aði mat sem enginn ætlaði að borða.“
Íslensku bókmenntaverðlaunin afhent á Bessastöðum í gær
Draumalandið og Aldin-
garðurinn verðlaunaðar
Rithöfundar Þeir Andri Snær Magnason og Ólafur Jóhann Ólafsson hlutu
Íslensku bókmenntaverðlaunin 2006 sem veitt voru á Bessastöðum í gær.
Morgunblaðið/ÞÖK
Í HNOTSKURN
»Þriggja manna lokadóm-nefnd, skipuð þeim Sigríði
Þorgeirsdóttur, Kristjáni Krist-
jánssyni og Stefáni Baldurssyni,
valdi úr tíu bókum sem til-
nefndar voru til verðlaunanna í
desember síðastliðnum, fimm í
hvorum flokki.
»Bókmenntaverðlaunin nema750 þúsund krónum í hvor-
um flokki, auk þess sem sig-
urvegarar fá skrautrituð verð-
launaskjöl og verðlaunagrip
hannaðan af Jóni Snorra Sig-
urðssyni.
» Í flokki fagurbókmenntavoru auk Ólafs Jóhanns til-
nefnd þau Hannes Pétursson
(Fyrir kvölddyrum), Ingunn
Snædal (Guðlausir menn), Bragi
Ólafsson (Sendiherrann) og Auð-
ur Jónsdóttir (Tryggðarpantur).
» Í flokki fræðirita og bóka al-menns eðlis voru tilnefnd
auk Andra Snæs þau Björn Hró-
arsson (Íslenskir hellar), Guðni
Th. Jóhannesson (Óvinir rík-
isins), Halldór Guðmundsson
(Skáldalíf) og Þórunn Erlu
Valdimarsdóttir (Upp á sig-
urhæðir).
»Þetta er í fyrsta sinn semÓlafur Jóhann hlýtur Ís-
lensku bókmenntaverðlaunin en
hann var tilnefndur árið 1991
fyrir Fyrirgefningu syndanna.
»Andri Snær fékk verðlauninárið 1999 fyrir Söguna af
bláa hnettinum og var einnig til-
nefndur árið 2002 fyrir skáld-
sögu sína Lovestar.
HLJÓMSVEITIRNAR Deep Purple og Uriah
Heep hafa boðað komu sínu til landsins í maí, auk
þess sem dauðarokksveitin Cannibal Corpse held-
ur tvenna tónleika um mánaðamótin júní/júlí.
Deep Purple er ein af allra stærstu rokk-
sveitum sögunnar og ein þeirra sveita sem skópu
það mót sem rokktónlist hefur sprottið úr síðast-
liðna þrjá áratugi. Tónlist Deep Purple er fyrir
löngu orðin klassísk en tónlistararfleið sveit-
arinnar inniheldur nokkur af vinsælustu lögum
allra tíma og má þar nefna slagara á borð við
„Smoke on the Water“, „Hush“, „Highway Star“
og „Child in Time“. Sveitin spilaði hér í fyrsta
skipti 18. júní árið 1971 og troðfyllti þá Höllina.
Hún endurtók svo leikinn 33 árum seinna, 23. og
24. júní árið 2004 og fyllti Höllina þá tvisvar.
Uriah Heep var stofnuð árið 1969 og heitir í
höfuðið á persónu í bókinni David Copperfield eft-
ir Charles Dickens. Sveitin hefur verið kölluð
Beach Boys þungarokksins vegna þess hversu
melódísk lögin hennar eru og vegna vörumerk-
isins hennar; margradda bakradda.
Meðal stærstu smella þeirra má nefna lög á
borð við „Easy Livin’“, „Sweet Lorraine“ og
„Stealin’“.
Dauðarokksveitin Cannibal Corpse var stofnuð
árið 1988 í Tampa í Flórída og vakti strax athygli
þegar hún gaf út sína fyrstu plötu, Eaten Back To
Life árið 1990. Platan, sem innihélt harðari og
átakafyllri tónlist en þungarokksheimurinn hafði
séð áður, vakti mikið umtal og varð strax mjög
umdeild meðal foreldra og ráðamanna í Banda-
ríkjunum og víðar. Sveitin hefur þó áunnið sér
virðingu í gegnum árin fyrir mikla spilafærni,
framúrskarandi tæknilega getu og djöfulslegar
raddanir. Hugmyndaheimur hennar leitar fanga
hjá raðmorðingjum, uppvakningum og hryllingi af
öllum toga. Hún spilar á NASA 30. júní og 1. júlí.
Hippar og dauðarokk til landsins
Djúpir Hljómsveitin Deep Purple þegar hún var
upp á sitt besta í upphafi áttunda áratugarins.
♦♦♦
BRESKA tónskáldinu Brian Fern-
eyhough verða veitt hin alþjóðlegu
tónlistarverðlaun kennd við Ernst
von Siemens við athöfn í München
þann 3. maí nk. Nemur verðlaunaféð
200 þúsund evrum. Í yfirlýsingu frá
Ernst von Siemens-stofnuninni segir
að Ferneyhough hafi „endurhugsað
og varpað ljósi á hina endalausu
möguleika þegar unnið er með efni-
við tónlistarinnar og farið að mörk-
um þeirra möguleika.“
Tónlist hins 64 ára Ferneyhoughs
krefst gríðarlegrar færni af hljóð-
færaleikurum og er jafnvel sögð
óspilandi, ekki síst í tilviki tónverks-
ins Unity Capsule fyrir þverflautu.
Þess má þó geta að flautuleikarinn
Kolbeinn Bjarnason hefur leikið
verkið inn á geislaplötu.
Ferneyhough
verðlaunaður
♦♦♦