Morgunblaðið - 03.02.2007, Síða 17

Morgunblaðið - 03.02.2007, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2007 17 Lækjargata 2a sími 511-5001 opið alla daga frá 9.00 - 22.00 Helgar tilboð 1.344,- “Bókin á erindi við nútímann, hún er um efni sem skiptir máli og sem geta komið upp í náinni framtíð. Þýðing Ingunnar Ásdísardóttur er til fyrirmyndar. Hörkugóð bók sem ég mæli hiklaust með.” Gunnar Hersveinn, Lesbók Mbl. 2. des. 2006 70% afsl. SAGÐI ég ekki! eru orð sem enginn lætur út sér nema við maka sinn yf- ir dagblöðunum við morgunverð- arborðið. En ég get ekki stillt mig um að nota þau hér eftir að hafa horft á hve Þorleifur Örn Arn- arsson leikstjóri og annar höfunda þessa leikverks hefur bætt við sig af kunnáttu og leikni frá því Am- erican Diplomacy var sýnt á þessu sama sviði fyrir ári síðan. Núna hef- ur hann fengið til liðs við sig rithöf- undinn Andra Snæ Magnason til að setja punktinn yfir i-ið á vel smíð- aða fléttu verksins svo það ilmar allt af þeim hæfileika Andra að halla undir flatt og skondinn á svip furða sig yfir einhverju sem ekki beinlínis blasir við okkur hinum. Undirtitill verksins er: Fyrsta ís- lenska millistjórnendadramað. Og um fjóra millistjórnendur í mark- aðsdeild íslensks stórfyrirtækis fjallar það. Þau þurfa að smíða fyr- irtækinu nýja ímynd því sú gamla virkar ekki lengur á markaðnum; glaðbeitt, vopnuð öllum þeim klisj- um sem viðskiptaheimurinn býður uppá leggja þau til atlögu við verk- efnið og sjá: í þeim satíríska og stundum gróteska leik hrynur sú ímynd sem þau hvert og eitt hafa viljað gefa af sjálfu sér. Guðjón Þorsteinn Pálmarsson leikur hæglætis Everestfarann Ingvar sem hefur tök á tilverunni gegnum austræna lífsspeki og hef ég aldrei séð hann gera betur. Jó- hannes Haukur Jóhannesson blæs út Geir, karlmanninn með stóru kái sem vill gjarnan eiga mikið undir sér. Hann breytist svo tvisvar í al- vitran enskumælandi sérfræðing sem á spaugilegan hátt fram- andgerir „dramað“ með innskotum þar sem hann skilgreinir leikhús og gerir það frábærlega. Orri Huginn Ágústsson dregur upp mynd af einu þessara snotru ekkihöndáfestandi lipurmenna úr viðskiptaheiminum, herra Ólafi Thors, og einnig listi- lega gerða smámynd af und- irdánuga þjóninum George í öðru innskotatriðanna. Sara Dögg Ás- geirsdóttir sem leikur Agnesi, teymisstjórann sem berjast þarf um á hæl og hnakka til að halda sínu í heimi karlmanna, teiknar svo unun er á horfa kostulegt látbragð og hreyfingar íslensku ímyndarklisj- unnar: konu á framabraut við- skiptanna. Þorleifur Örn, sem leikstjóri, er hugmyndaríkur í húmornum og hugsar skýrt, skilur samt eftir rými fyrir áhorfendur sjálfa til að hugsa; með stæl nær hann stíl í þessa blöndu af satíru og grótesku og allt er þar vel unnið: leikmynd Drífu Freyjudóttur sem nýtir hringsviðið og býr til lúxusskrifstofu í risastóru húsi með aðferðum naumhyggj- unnar; lýsing Ólafs P. Georgssonar og tónlist Jóhannesar Hauks Jó- hannesarsonar. Íslenskt leikhús og íslenskir áhorfendur þurfa ekki að örvænta meðan ungt fólk af þessum kaliber hefur áhuga á því að skoða íslensk- an veruleika með aðferðum leiklist- arinnar. Íslenskt teymi í leit að ímynd Ljósmynd/ Börkur Sigþórsson Skýr „Þorleifur Örn, sem leikstjóri, er hugmyndaríkur í húmornum og hugsar skýrt, skilur samt eftir rými fyrir áhorfendur sjálfa til að hugsa.“ LEIKLIST Hið lifandi leikhús/ í samvinnu við Borgarleikhúsið Eftir Þorleif Örn Arnarsson og Andra Snæ Magnason. Leikstjóri: Þorleifur Örn Arn- arsson. Dramatúrg: Arndís Þórarins- dóttir. Leikmynd og búningar: Drífa Freyjudóttir. Tónskáld og dansar: Jóhannes Haukur Jóhannesson. Lýsing: Ólafur P. Georgsson. Leikarar: Guðjón Þorsteinn Pálmarsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Orri Huginn Ágústsson og Sara Dögg Ásgeirsdóttir. Borgarleikhúsið, litla sviðið, fimmtudag- inn 1.febrúar, 2007 Eilíf hamingja María Kristjánsdóttir EINN AF kennurum píanóleik- arans Davids Helfgott, sem kvik- myndin Shine fjallaði um, var Peter nokkur Feuchtwanger, sem er einn þekktasti píanókennari okkar tíma. Færri þekkja tónsmíðar hans og verð ég að viðurkenna að ég hef aldrei heyrt neitt eftir hann, fyrr en á tónleikum á Myrkum músíkdögum á laugardagskvöldið. Þar lék píanó- leikarinn Susanne Kessel „Æfingu nr. 4 í austurlenskum tjáning- armáta“ eftir Feuchtwanger og var það upphafsatriði dagskrárinnar. Verkið var einfalt í formi, sami grunnhljómurinn út í gegn sem var skreyttur allskonar krúsídúllum, auðheyrilega illspilanlegum. Kessel virtist þó ekki hafa mikið fyrir þeim, hún er líka frábær píanóleikari eins og vel kom fram á tónleikum hennar í Norræna húsinu fyrir nokkru. Á efnisskránni voru mörg verk eftir íslensk og erlend tónskáld, og er óþarfi að telja þau öll upp hér, enda hafa þau heyrst áður. Ég verð samt að nefna Skulptur V eftir Michael Denhoff, en þar lék Kessel ekki aðeins á píanóið, heldur einnig á lítinn ásláttardisk sem hékk við hliðina á henni. Tónlistin byggðist mikið á endurtekningum sem smátt og smátt sköpuðu gríðarlega stemn- ingu, og var útkoman verulega fög- ur. Tvær tónsmíðar voru frumfluttar á tónleikunum. Önnur hét Mozaik II og var eftir Kjartan Ólafson. Þar var efniviðurinn brot úr verkum eft- ir Mozart sem Kjartan hafði raðað saman eftir öllum kúnstarinnar reglum og var píanóleikurinn ríku- lega smurður með rafhljóðum. Í heildina samsvaraði verkið sér ágætlega, engu virtist beinlínis ofaukið og stígandin í tónlistinni var sannfærandi. Píanóröddin var þó ekki sérlega vel skrifuð, hún var áberandi stirð og einhæf; síróps- kennd rafhljóðin breyttu litlu þar um. Sennilega hefur Kjartan ekki mikla tilfinningu fyrir möguleikum píanósins. Hin frumflutta tónsmíðin var eftir Atla Heimi Sveinsson og hét Album- blatt. Eins og fram kom í tónleika- skránni var verkið stæling á tónlist eftir Zimmermann, en hann var einn af kennurum Atla. Nú er auðvitað ekkert að því að herma eftir öðrum, og verk Atla var hið skemmtileg- asta, kraftmikill leikur að mis- reglulegri hrynjandi sem Kessel út- færði listavel. Á tónleikunum var maður nokkur sem tók ljósmyndir í gríð og erg. Ekki veit ég á hvers vegum hann var en endalausar myndatökurnar voru verulega truflandi. Það var nánast eins og tónleikarnir væru heimssögulegur viðburður, sem var varla raunin. Ef ég man rétt var sami maður sífellt að taka myndir á tónleikum Kessel í Norræna húsinu og vil ég vinsamlegast biðja hann um að stilla myndatökum sínum í hóf næst. Síróps- kenndur Raf-Mozart TÓNLIST Salurinn í Kópavogi Tónlist eftir Feuchtwanger, Milo, Den- hoff, Þorkel Sigurbjörnsson, Atla Heimi Sveinsson, Kjartan Ólafsson og fleiri. Susanne Kessel lék á píanó. Laug- ardagur 27. janúar. Píanótónleikar Jónas Sen mbl.is smáauglýsingar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.