Morgunblaðið - 03.02.2007, Page 26
26 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
RÉTTARVITUND MISBOÐIÐ
Dómur Hæstaréttar í máli barnaníð-ings, sem rétturinn kvað upp ífyrradag, misbauð án nokkurs
vafa réttarvitund almennings. Kynferðis-
afbrot, ekki sízt gegn börnum, eru al-
mennt talað sá brotaflokkur, þar sem
lengst bil er á milli þess sem almenningur
telur réttláta refsingu og þeirra dóma,
sem kveðnir eru upp, jafnt í héraði sem í
Hæstarétti. Reiði fólks vegna dóms
Hæstaréttar er hins vegar ekki sízt til
komin vegna þess að dómararnir milduðu
dóm héraðsdóms, sem flestum þótti vafa-
laust vægur miðað við þau brot, sem um er
að ræða og hversu órækar sannanir um
viðurstyggilegt athæfi mannsins liggja
fyrir, þar á meðal ljósmyndir, sem hann
tók sjálfur af fórnarlömbum sínum. Refs-
ing hans var lækkuð úr tveggja ára fang-
elsi í eins og hálfs árs fangavist.
Rök Hæstaréttar fyrir því að milda
dóminn eru ekki ýtarleg. Vísað er til
dómaframkvæmdar í málum, sem varða
við þær lagagreinar, sem maðurinn var
dæmdur eftir. Önnur þeirra snýst um kyn-
ferðisbrot gagnvart börnum, þ.e. samræði,
önnur kynferðismök eða kynferðislega
áreitni. Hin fjallar m.a. um barnaklám.
Í 202. grein hegningarlaganna er allt að
12 ára fangelsisvist lögð við því að hafa
„samræði eða önnur kynferðismök við
barn“. Við „annarri kynferðislegri áreitni“
liggur hins vegar allt að fjögurra ára fang-
elsi. Í 210. grein sömu laga er allt að
tveggja ára fangelsi lagt við því að hafa
barnaklám í vörzlu sinni, „ef brot er stór-
fellt“.
Augljóst er að Hæstiréttur hefur ekki
nýtt refsirammann í málum af þessu tagi
með sama hætti og hann hefur til dæmis
verið nýttur í fíkniefnamálum. Fyrir
nokkrum árum tóku dómstólar að þyngja
mjög refsingar vegna stórfellds innflutn-
ings og sölu fíkniefna. Sú breyting var án
vafa í takt við réttarvitund almennings.
Fólk veit hvílíkum skaða fíkniefnin geta
valdið á lífi fólks og jafnvel dregið það til
dauða. Breytingin varð án þess að Alþingi
víkkaði þann refsiramma, sem um er að
ræða í fíkniefnamálum, að nokkru ráði;
fremur var um að ræða sjálfstæða ákvörð-
un dómsvaldsins. Í einstökum dómum hef-
ur refsiramminn verið svo gott sem full-
nýttur og Hæstiréttur hefur mest dæmt
mann í 10 ára fangelsi vegna fíkniefna-
smygls.
Eins og fram kemur í fréttaskýringu á
forsíðu Morgunblaðsins í dag hafa dómar
vegna kynferðisbrota gegn börnum líka
þyngzt á undanförnum árum. Þeir hafa
hins vegar ekki þyngzt jafnmikið og dómar
í fíkniefnamálum. Hvers vegna ekki?
Rétt eins og fólk þekkir nú afleiðingar
fíkniefnaneyzlu, þekkir það vel afleiðingar
kynferðisafbrota, sem ekki liggja lengur í
þagnargildi. Þau geta valdið óbætanlegum
skaða á sálarlífi fólks og eyðilagt líf þess. Í
máli kynferðisafbrotamannsins, sem fékk
18 mánaða dóm í Hæstarétti á fimmtudag-
inn, eru fimm ung fórnarlömb. Sérfræð-
ingar vitnuðu fyrir héraðsdómi um sálræn
áhrif afbrotanna á þessi ungu börn, sem í
sumum tilfellum eru mjög alvarleg.
Bæði Alþingi og dómstólar verða að
gæta þess að refsingar fyrir afbrot séu í
samræmi við það, sem almenningur telur
eðlilegt. Þegar Alþingi ákveður 12 ára
refsiramma fyrir samræði við börn, hlýtur
að vera eðlilegt að dómstólar nýti þann
ramma að mestu eða öllu leyti, þegar um
alvarleg brot er að ræða. Og þegar kveðið
er á um fjögurra ára fangelsi fyrir kyn-
ferðislega áreitni, á einnig að nýta þann
ramma þegar brotin eru gróf. Það hefur
ekki verið gert.
Svo má auðvitað spyrja hvar mörkin á
milli kynferðismaka og áreitni liggi. Í mál-
inu, sem hér um ræðir, lét glæpamaðurinn
fimm ára stúlku taka um getnaðarlim sinn
og fróa sér og tók af því myndir í leiðinni.
Er ástæða til að gera upp á milli slíks at-
hæfis og kynmaka, þegar refsing er ákveð-
in? Er slíkt athæfi ekki jafnalvarlegt og
jafnlíklegt til að hafa gífurleg áhrif á sálar-
líf barns og fullframin nauðgun? Þetta er
atriði, sem löggjafinn þarf að taka til skoð-
unar, í ljósi þeirrar þekkingar, sem menn
hafa nú á eðli og afleiðingum kynferðis-
brota.
Hæstiréttur getur ekki skýlt sér á bak
við jafnræðisreglu; að menn eigi að fá jafn-
þunga dóma fyrir sams konar brot. Í
fyrsta lagi liggur fyrir að dómstólar geta
tekið ákvarðanir um að þyngja dóma og
það hefur gerzt í kynferðisafbrotamálum,
þótt ekki hafi verið gengið nógu langt.
Dómurinn á fimmtudag er á skjön við þá
þróun.
Í öðru lagi hlýtur að verða að beita jafn-
ræðisreglunni á milli brotaflokka, rétt eins
og innan þeirra. Hvernig útskýra dómarar
við Hæstarétt að refsiramminn sé nýttur
að verulegu leyti í fíkniefnamálum, en að-
eins að litlu leyti í kynferðisbrotamálum?
Eru kynferðisbrot gagnvart varnarlaus-
um börnum ekki jafnvel ennþá alvarlegri
glæpur gegn mannhelgi og einstaklings-
frelsi en fíkniefnasmygl, þótt með öðrum
hætti sé?
Kjarni málsins er þessi: Ef dómstólarn-
ir kveða upp dóma, sem ganga þvert á rétt-
arvitund fólks, glata þeir trausti almenn-
ings. Þótt dómsvaldið sé ekki valið í
kosningum, bera þeir, sem með það fara,
engu að síður ríka ábyrgð gagnvart fólk-
inu í landinu.
VERÐLAG OG ALMENNINGUR
Það hefur verið ljóst í langan tímaað almenningur mundi taka það
mjög óstinnt upp ef sú lækkun, sem
lofað hefur verið á matvælaverði frá
og með 1. marz skilar sér ekki í vasa
neytenda.
Þegar upplýsingar fóru að berast
um hækkun á verði frá birgjum til
smásöluverzlana voru margir þeirrar
skoðunar að nú væri verzlunin í land-
inu að búa sig undir að hagnast sjálf á
þessum umskiptum. Í því sambandi
fór ekki á milli mála að smásalar
bentu á birgja og sögðu að þar væri
vandinn.
Í fyrradag skýrði Jón Sigurðsson
viðskiptaráðherra frá samkomulagi
sem hann hefur gert við Alþýðusam-
band Íslands, Neytendasamtökin og
Neytendastofu um að þessir aðilar
fylgist með verðþróun á matvöru-
markaðnum. Jafnframt hvatti ráð-
herrann almenning til þess að fylgj-
ast vel með verðþróuninni.
Í grasrótinni á Netinu má sjá að
gerð er tilraun til að skapa samstöðu
á meðal almennings um að láta ekki
bjóða sér hvað sem er.
Nú er það svo að ekki eru allir smá-
salar á eftir skjótfengnum gróða af
þessu tilefni en það er gott fyrir
verzlunina að almenningur fylgist vel
með verðþróun. Það skilar sér í aukn-
um viðskiptum við þær verzlanir, sem
augljóslega standa sig bezt í að halda
verði niðri og tryggja að væntanleg
verðlækkun skili sér til fólksins í
landinu eins og stefnt er að.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
K
jell Magne Bondevik var
þingmaður í Noregi í 35 ár.
Hann var forsætisráðherra
á árunum 1997-2000 og
2001-2005. Stjórn Bonde-
viks féll haustið 2005 og á þeim tímamót-
um ákvað hann að hætta sem þingmað-
ur. Bondevik vakti heimsathygli haustið
1998 fyrir að gera uppskátt að hann
hefði veikst á geði. Vegna ríkjandi for-
dóma um geðræn vandamála tók hann
þá áhættu að missa vinnuna, samstarfs-
menn og traust þjóðarinnar. Í október
2006 gaf Bondevik út bók um starfsferil
sinn, barnæsku og hugðarefni.
Geðheilbrigðismál eru Bondevik hug-
leikin m.a. vegna eigin reynslu. Í jan-
úarmánuði gafst mér tækifæri til að
spjalla við Bondevik á nýstofnuðu setri
hans, sem er umgjörð fyrir baráttu fyrir
friði og auknum mannréttindum í heim-
inum. Geðheilbrigðismál voru aðal-
umræðuefnið. Mér þótti áhugavert að fá
að skyggnast inn í reynslu Bondevik af
bataferlinu, geðrækt og skoðanir hans á
leiðum til að auka atvinnuþátttöku fólks
með skerta starfsgetu af geðrænum or-
sökum.
Bondevik verður sextugur á árinu.
Hann ólst upp í kristinni trú í litlu sam-
félagi, giftist æskuástinni sinni, lærði til
prests og eignaðist þrjú börn. Hann fór
snemma að skipta sér af stjórnmálum og
var yngstur allra þingmanna þegar hann
kom inn sem varaþingmaður 1970. Auk
þess að vera forsætisráðherra hefur
hann einnig verið utanríkisráðherra og
dóms- og kirkjumálaráðherra. Hann var
varaformaður Kristilega þjóðarflokksins
í tæpan áratug og formaður hans í rúm-
an áratug. Fjórum sinnum var hann í
stjórn og í tveimur þeirra starfaði hann
sem forsætisráðherra. Flokkur hans er
hægri flokkur, en í tíð Bondeviks þok-
aðist flokkurinn nær miðju.
Haustið 1998 stóð Bondevik ber-
skjaldaður frammi fyrir þjóð sinni og gaf
með því geðsýkinni ásjónu sem fólk átti
ekki að venjast. Almenningur getur lært
mikið af sögu Bondevík; hvernig hann
brást við, hverja aðstoð hann fékk og
hvernig samstarfsmenn og þjóð hans
brugðust við. Að sjálfsögðu gætum við
afgreitt þetta stuttaralega og látið vera
að samsama okkur við hann. Við gætum
hugsað sem svo að hann hefði hvorki
verið „almennilega“ veikur né þjáðst
nóg. Svo þætti okkur líklegt að hann
hefði ekki fengið samskonar þjónustu og
meðaljóninn. En ef við getum sett þetta
til hliðar og rýnt í þennan kafla lífs hans
og tengt við niðurstöður bata- eða svo-
kallaðra notendarannsókna, er þar að
finna marga sameiginlega þætti sem
styrkja einstakling til að ná tökum á líf-
inu á nýjan leik.
Fyrirmynd hins
þögla meirihluta
Ef Bondevik hefði misst vinnu sína, fjöl-
skyldu, samstarfsmenn og traust þjóð-
arinnar, hefði framtíð hans orðið önnur.
Geðsjúkir sem náð hafa bata leggja
áherslu á að huga verði að ytri skil-
yrðum, eins og fjárhag, fjölskyldu,
tengslum, húsnæði og tækifæri til að
snúa aftur til vinnu eða skóla, en þetta
gleymist oft þegar geðsjúkir eiga í hlut.
Bondevik stóð uppi sem sigurvegari,
lærði betur á sjálfan sig og varð reynsl-
unni ríkari. Með útgáfu bókar sinnar
haustið 2006 deilir hann reynslu sinni,
ekki bara sem stjórnmálamaður heldur
einnig sem manneskja.
Bondevik er góð fyrirmynd hins þögla
meirihluta sem stríðir við geðræn vand-
kvæði en þorir ekki að viðurkenna það
sökum eigin fordóma eða annarra.
Í einum kafla bókar sinnar segir
Bondevik frá aðdraganda, ferli og ein-
kennum veikinda sinna og lýsir því
hvernig hann smám saman missti tökin
á lífinu. Margir geta samsamað sig við
Bondevik, bæði þeir sem hafa hangið á
bláþræði í gegnum erfið tímabil og líka
þeir sem hafa misst tökin. Hann flettir
hulunni af geðrænum einkennum og
segir lesendum hvað til hafi þurft til að
ná tökunum aftur.
Árið 1998 var lægð í norskum efna-
hagsmálum og miklir niðurskurð-
artímar. Í einkalífi glímdi Bondevik við
missi og sorg vegna vina sem látist
höfðu langt fyrir aldur fram. Hálfu ári
fyrir skipbrot Bondevik byrjuðu lík-
amleg óþægindi að gera vart við sig.
Orka hans fór dvínandi og hann hætti að
hlakka til að takast á við verkefni dags-
ins. Væntingar hans um samstöðu og
einhug í stjórnarflokkunum stóðust ekki.
Það átti að heita að hann færi í frí en
vinnan hélt áfram í gegnum farsímann.
Átök innan stjórnarflokkanna og hans
eigin flokks jukust og fjölmiðlar voru
óvægnir.
Orka Bondevik fór þverrandi og við
tók óróleiki og spenna. Svefninn rask-
aðist. Hann lenti í vítahring, varð upp-
gefinn og þreyttur og náði ekki að ein-
beita sér. Hann mætti á ýmsa viðburði
en var heltekinn kvíða. Honum fannst
hann ekki lengur vera í sjálfum sér held-
ur standa einhvern veginn utan við.
Hann var eirðarlaus og hélt ekkert út.
Kastljósið, sem stöðugt var á honum,
gerði aðstæður enn óþægilegri. Hann
brást við fyrirspurnum fjölmiðlanna með
pirringi og þvermóðsku.
Svo kom að því að hann fann að hann
gat ekki meira. Hann aflýsti öllu og ætl-
aði að hvíla sig í sumarbústað, en upp-
götvaði morguninn eftir að hann komst
ekki framúr. Vanlíðanin hafði heltekið
hann.
Forsætisráðherra
getur líka veikst á geði
Fyrstu viðbrögð Bondevik var löngun til
að hætta öllum pólitískum afskiptum.
Þegar það versta var afstaðið taldi hann
sig geta orðið aftur frískur á stuttum
tíma, en veruleikinn varð annar. Bonde-
vik komst í samband við geðlækni sem
var tilbúinn til að hitta hann í hans eigin
umhverfi og viðtölin fóru að mestu fram
í gönguferðum. Fordómar hafa loðað við
geðheilsubrest og menn hafa því með
öllum ráðum reynt að halda veikind-
unum leyndum vegna hræðslu við afleið-
ingarnar.
Hvers vegna tók Bondevik þá ákvörð-
un að tala opinskátt um veikindi sín?
Hann sagðist hafa verið fljótur að taka
þá ákvörðun en þrátt fyrir það hefði
margt flogið í gegnum huga hans þann
dag sem hann tilkynnti veikindin. Hann
sá þó ekki fyrir að þessi ákvörðun myndi
vekja slíka eftirtekt innanlands sem ut-
an.
„Það voru fyrst og fremst tvær ástæð-
ur fyrir þessari ákvörðun,“ segir Bonde-
vik. „Í fyrsta lagi, af hverju á að skamm-
ast sín fyrir vandamál af geðrænum
toga? Ef ég hefði fengið hjartaáfall eða
fótbrotnað þá hefði þetta ekki verið neitt
mál og ekkert til að velta sér upp úr“.
Með hreinskilninni vildi hann losna frá
þeirri dulúð sem alltaf hefur tengst geð-
sjúkdómum. Auk þessa voru praktískar
ástæður:
„Forsætisráðherra getur ekki verið
lengi fjarverandi vegna veikinda, án
þess að gefa upp ástæður. Hugsanlega í
eina viku en ekki mikið lengur. Slík fjar-
vera án tilgrein
gert illt verra. M
öllu mögulegu f
segja það bara
vik.
Leiðtogi þori
Bondevik hefur
hvað prýða sku
finnst að góðir l
heiðarlegir og s
gegnum leiðtog
sér samkvæmir
eingöngu stjórn
líka með hjarta
„Góður leiðto
veikleika sinn, þ
kjark sem hann
ur samstarfsfól
hliðar stjórnand
aðstoðar er þör
mikla áherslu á
fólki tíma. Í því
hann metur mik
bendir þó á að v
félag þar sem æ
hjarta, en aftur
beinna samskip
Stjórnmálam
sér leiða verða
verja góðum tím
leggja sig eftir
ilvægi samskipt
ekki ofmetið og
Segir fordómum
Kjell Magne Bondevik, fyrrverandi forsætisráðherra í
Noregi, vakti heimsathygli haustið 1998 fyrir að gera
uppskátt að hann hefði veikst á geði. Vegna ríkjandi
fordóma um geðræn vandamál tók hann þá áhættu að
missa vinnuna, samstarfsmenn og traust þjóðarinnar.
Elín Ebba Ásmundsdóttir ræddi við Bondevik í nýliðn-
um janúarmánuði á nýstofnuðu setri hans, sem er um-
gjörð fyrir baráttu fyrir friði og auknum mannrétt-
indum í heiminum. Geðheilbrigðismál voru
aðalumræðuefnið.
Gegn fordómu
» Bondev
skjalda
fyrir þjóð s
með því ge
ásjónu sem
að venjast
» Bondevsem sig
reynslunn
» Fannstlukkaðu
virði, núll o
» Við höfþekking
til að takas
an vanda, þ
er pólitísku