Morgunblaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2007 27 ndra ástæðna hefði bara Menn hefðu farið að velta fyrir sér. Miklu betra að hreint út“, segir Bonde- r að sýna veikleika r ákveðnar hugmyndir um uli góðan leiðtoga. Honum leiðtogar verði að vera segir fólk sjá fljótlega í ga sem ekki eru sjálfum r. Ekki megi leiðtogar na með höfðinu heldur anu. ogi á að þora að opinbera það ber vott um þann n þarf að búa yfir. Þá get- lk lært að þekkja veiku dans og veit þá hverrar rf.“ Bondevik leggur á virka hlustun og að gefa í sé fólgin virðing sem kils í samskiptum. Hann við höfum búið til sam- æ fleirum liggi mikið á r á móti sé æ minni tími til pta. menn sem vilja láta gott af að vera tilbúnir til að ma í að hlusta á fólk og umræðuefninu. Mik- ta manna á milli verður g hefur mikil áhrif á heilsu og vellíðan. Mikil verðmæti liggja í því smáa í daglegu amstri; smá hrósi, stuðn- ingi og ráðleggingum. „Það eru litlu hlutirnir sem skipta máli og hafa oft mestu áhrifin. Allir þurfa að finna að þeir skipti máli og hafi þýðingu, líka þeir sem eru í toppstöðum,“ segir Bondevik. Geð og líkami – órjúfanleg heild Bondevik segir að þunglyndið hafi kennt sér að setja skýrari og ákveðnari mörk. Hver manneskja hefur sín mörk, bæði varðandi það sem hún getur tekið að sér og líka hvers hún getur krafist af sér sjálfri. Hann hafði farið yfir hvor tveggja þessi mörk. Hann átti erfitt með að segja nei, sérstaklega þegar hann stóð frammi fyrir verkefnum sem honum þótti skemmtileg og mikilvæg og þau voru mörg og margbreytileg. Bondevik viðurkennir að hann vilji ekki valda fólki vonbrigðum, en fái fólk aldrei frið eða tækifæri til að draga sig í hlé geti það bitnað á heilsunni. Hann upplifði líka hve sterkt geð og líkami tvinnast saman. Geðröskunin olli algjöru niðurbroti á líkamlegu atgervi hans. Nokkurra metra ganga var honum næstum ofviða. „Fyrsta daginn gat ég bara tekið örfá skref en varð þá að setj- ast, varð að hvíla mig, gat ekki meira. Samt hafði ég verið í góðu líkamlegu formi“, segir Bondevik. Stuðningsnet fjölskyldu og vina í bataferlinu Bondevik upplifði einangrun og einsemd þegar hann veiktist og gerir sér nú grein fyrir mikilvægi samskipta og umhyggju. Hann segir tengslanetið skipta sköpum í bataferlinu. „Meira að segja forsætisráð- herra getur komist í þannig ástand að hann upplifi að hann sé einskis virði. Byrjunin á bataferli mínu var að finna að konan mín og börnin kunnu að meta mig þrátt fyrir ástandið og í því fólst mikill styrkur. Smám saman kom svo aftur sjálfsvirðingin og sjálfstraustið“. Hann var í þannig ástandi að honum fannst hann algjörlega mislukkaður, einskis virði, núll og nix. „Umhverfi mitt minnti mig á að ég væri einhvers virði. Minnti mig á hvað ég hafði gert og að ég skipti enn máli“. Fjölskyldan var mik- ilvægasti stuðningurinn við að halda voninni gangandi. Vinir hans og sam- starfsfólk stóðu einnig þétt við bakið á honum, buðu fram aðstoð og yfirgáfu hann ekki. Umburðarlyndi norsku þjóðarinnar Þar sem miklir fordómar hafa tengst geðheilbrigðismálum, var dæmafátt að forsætisráðherra þyrði að koma fram. Þá voru ekki síður merkileg viðbrögð flokksfélaga, stjórnarandstæðinga, norsku þjóðarinnar og fjölmiðla. Í fyrstu las Bondevik hvorki blöð né hlustaði á fréttir, svo hann vissi ekki af umfjöll- uninni fyrr en síðar. Fyrst bar á ein- staka neikvæðum röddum og vangavelt- um um hvort forsætisráðherra með geðræn vandkvæði væri treystandi, en slíkt umtal varð ekki langlíft. Flestir sýndu vandanum skilning: „Auðvitað getur forsætisráðherra orðið andlega eða líkamlega veikur eins og aðrir, hann þarf bara sinn tíma til að ná sér. Þeir sem ekki töluðu á þessum nót- um í upphafi hafa nú skipt um skoðun“, segir Bondevik. Hreinskilni Bondevik hefur svo sannarlega dregið úr for- dómum gagnvart geðsjúkdómum, bæði í Noregi og fleiri löndum. Þótt hreinskilni hans um eigin veikindi og áhrif hennar á viðhorf gagnvart geðsjúkum yrði það sem upp úr stæði þegar starfsferli hans lýkur, væri hann meira en sáttur. Mikilvægi atvinnuþátttöku Við ræddum þann vanda sem vestræn samfélög standa nú frammi fyrir vegna ört vaxandi fjölda öryrkja, sérstaklega ungs fólks með geðræn vandamál. Aðal- forvörnin að mati Bondevik er að koma í veg fyrir einelti á vinnustöðum. Meðan Bondevik var við stjórnvölinn kom hann af stað herferð gegn einelti á vinnustöð- um. „Þátttaka í atvinnulífinu er mikilvæg fyrir sjálfsmynd hvers og eins, þess vegna er atvinnuleysi svo niðurbrjótandi og eyðileggjandi, sérstaklega fyrir þá sem óska einskis frekar en vera í vinnu. Þess vegna er það eitt að útvega fólki vinnu mikilvægt framtak. Annað sem má nefna er að mörgum sem gjarna vilja vera á vinnumarkaðnum er ýtt þaðan út. Orsakirnar geta verið af ýmsum toga, bæði geðrænum og líkamlegum. Einelti á vinnustöðum er staðreynd og allir verða að leggja hönd á plóg til að vinna gegn því, fagfélög sem og stjórnendur í fyrirtækjum, og enginn vinnustaður á að vera undanskilinn. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á einelti verður að skoða ítarlega, taka niðurstöður alvar- lega og ákveða aðgerðir í framhaldinu. Við verðum að finna flöt til sameig- inlegra aðgerða gegn slíku ofbeldi. Eng- inn á að vera í þeirri stöðu að kvíða því að mæta í vinnuna,“ segir Bondevik. „Margir verða að fara út af vinnu- markaðnum í lengri eða skemmri tíma, vegna geðrænna kvilla eða áfengis- eða vímuefnavanda. Fyrir þessa einstaklinga er öflug starfsendurhæfing lykilatriði og að fólk fái tækifæri til að ‘mjakast’ smám saman inn í hringiðu atvinnulífs- ins. Vinnustaðinn og aðstöðuna verður að laga að hverjum og einum.“ Að mati Bondevik er vinnustaðurinn mikilvægt samfélag; að tilheyra hópi, vera í hlutverki og skipta máli. Velferð- arþjóðfélagið byggist á vinnuafli sem er aðalkrafturinn í verðmætasköpun. Það er ekki bara mikilvægt fyrir einstakling- inn að hafa vinnu, heldur samfélagið allt. Þeir sem skapa atvinnutækifæri leggja mun meira til samfélagsins en hefðu þeir borgað í styrktarsjóði í beinhörðum pen- ingum. Þegar einstaklingur fær atvinnu við hæfi, hefur það slík margföldunar- áhrif að Tryggingastofnun og lífeyr- issjóðir ættu að gera það að sínu kapps- máli að finna leiðir til að styrkja fyrirtæki til atvinnusköpunar fyrir fólk með skerta færni. Einstaklingslausnir í stað heildarlausna „Mörg okkar þurfa einstaklingsmiðaðar lausnir á vinnustað. Í fyrstu getur þetta virst ógerlegt. Atvinnurekendur eru hræddir við of mikinn kostnað, en ár- angursríkar, einstaklingsmiðaðar lausnir auka hagnað fyrirtækjanna,“ segir Bondevik. Hann segir stjórnendur fyrirtækja vera lykilfólkið. „Góðir stjórnendur eru næmir fyrir samstarfsfólki sínu, gefa sér tíma til að tala við það, hlusta með at- hygli og taka mark á þeim merkjum sem starfsmaðurinn sendir út frá sér á degi hverjum. Oft eru þetta merki um alvar- leg vandamál sem viðkomandi þorir ekki að tala um“. Bondevik hefur þá skoðun að við þurf- um að endurvekja trúna á hvern ein- stakling og forðast að steypa alla í sama mót. „Enginn er t.d. alveg eins og ég. Ganga verður út frá því að hver mann- eskja sé einstök, hver hefur sína hæfi- leika og réttindi. Stjórnmálamenn tala oft um hópa, t.d. aldraða, fatlaða eða börn. En hópar hafa hvorki tilfinningar né hugsanir, þær hafa bara ein- staklingar. Stjórnmálamenn, leiðtogar í atvinnulífi, svo og verkalýðsleiðtogar hafa skyldum að gegna í því að end- urvekja trúna á að hver einstaklingur hafi eitthvað fram að færa sem skiptir máli fyrir atvinnulífið,“ segir Bondevik. Ungir stjórnmálamenn á vettvang Við ræddum aðeins um komandi kosn- ingar á Íslandi og að margir nýir, ungir stjórnmálamenn sem vilja láta gott af sér leiða kæmu fram á völlinn. Mér lék forvitni á að heyra hvað Bondevik ráð- legði ungum stjórnmálamönnum sem vildu ná árangri í að auka atvinnuþátt- töku fólks. Bondevik leggur áherslu á að ungir stjórnmálamenn megi ekki treysta eingöngu á fræðin. Þeir verði líka að afla sér notendaþekkingar og þekkingar frá fólki sem starfar við að koma fólki aftur út í atvinnulífið. „Stjórnmálamenn verða að gefa sér tíma til að vera á vettvangi til þess að geta gert sér ljóst hvað skiptir fólk máli. Ég hef hitt áfengis- og vímuefna- sjúklinga sem hafa brennt allar brýr að baki sér en með réttri aðstoð t.d. frjálsra félagasamtaka hafa þeir komist aftur út á vinnumarkaðinn og í framhaldinu náð að byggja upp fjölskyldulíf sitt. Þeir hafa endurheimt mannlega reisn með því að fá einstaklingsaðlögun á vinnu- stað og þann tíma sem hver og einn þarf, sem er afar einstaklingsbundið. Þótt þú hafir fengið grænt ljós á að þú sért tilbú- inn að fara í vinnu, gæti þurft að taka til- lit til þín á vinnustað og veita þér aðlög- unartíma. Þegar fólk veikist á geði getur það oft ekki stundað vinnu sína jafnvel og áður, hvort sem starfið reynir á lík- amlega- eða vitræna getu,“ segir Bonde- vik. Hann ber hag þeirra sem kljást við geðsýki fyrir brjósti og mikilvægi þess að tekið sé tillit til hvers og eins. Aukin áhersla á geðheilbrigðismál Í stjórnartíð Bondevik urðu allir flokkar sammála um að geðheilbrigðismál hefðu setið á hakanum. Aukið fjármagn var sett í málaflokkinn en jafnframt var höfðað til ábyrgðar samfélagsins alls. Aukið geðheilbrigði útheimti að allir legðu sitt af mörkum við að styðja við fólk sem ætti við erfiðleika að stríða, einföld atriði eins og að láta náungann okkur varða með tillitssemi og um- hyggju. Aðalmarkmiðið var aukin þátt- taka í samfélagi manna og að koma í veg fyrir að fólk einangraðist í veikindum sínum. Atvinnutækifæri voru því lyk- ilatriði og að manneskjan sjálf væri í for- grunni. Ganga ætti út frá grunnmannrétt- indum þegar þjónusta væri hönnuð. Tengsl manna á milli væri undirstaðan og það að tilheyra stærra samhengi. Vinna ætti út frá því að auka sjálf- stæði og sjálfsbjargargetu fólks og ýta undir hæfni manna til að ná tökum á eig- in lífi. Nærþjónustan væri hornsteinn þjónustunnar, bæði í fyrirbyggjandi að- gerðum og eftirfylgd. Endurskoða þyrfti alla uppbyggingu á geðheilbrigðisþjón- ustunni, auka fagmenntun, þverfaglega samvinnu og framhaldsmenntun heil- brigðisstétta. Bondevik er afar stoltur af þessari stefnumörkun, en eftir á að hyggja telur hann að menn hafi farið of geyst. Eldri þjónustuúrræði voru lögð niður áður en búið var að tryggja aukið fjármagn í að veita góða þjónustu, m.a. utan stofnana, svo víða varð misbrestur í þjónustunni. Það sem Bondevik telur að við getum fyrst og fremst lært af Norðmönnum er leikni í að virkja notendur í öllu ferlinu. Samt sem áður hafa Norðmenn langa hefð fyrir notendafulltrúum á öllum stig- um geðheilbrigðisþjónustunnar, allt frá skipulagningu að þjónustunni sjálfri, en það er ekki nóg, segir Bondevik, ef við tökum ekki mið af þeirri þekkingu. „Lýðræði er ekki bara réttur til að kjósa í kosningum, lýðræði þarf líka að stunda á vinnustöðum, í skólum og í heil- brigðiskerfinu“, segir hann. Bondevik álítur að við verðum því m.a. að nýta okkur þekkingu fólks sem hefur verið geðveikt og náð bata. „Það býr yfir praktískri þekkingu á því hvað málið raunverulega snýst um. Við verðum að hleypa þekkingu notendanna betur að og nýta þá þekkingu til að móta þjón- ustuna,“ segir Bondevik. Ég benti honum á þá staðalmynd að geðsjúkir væru haldnir dómgreind- arleysi eða vöntun á sjúkdómsinnsæi. „Já, það er einmitt þetta sem er svo röng hugsun og henni þarf að breyta.“ Hugsjónafólk Bondevik virkjar nú krafta sína í mann- réttindamál og baráttu gegn fátækt og neikvæðum umhverfisáhrifum. Hans skoðun er sú að við höfum alla þá þekk- ingu sem til þarf til að takast á við þenn- an vanda, það sem þurfi sé pólitískur vilji. Hann hræðist þá auknu efn- ishyggju sem einkennir nútímann og ótt- ast að afleiðingarnar verði kuldalegra samfélag. Hann leggur áherslu á gildi ólíkra menninga og leggur mikið uppúr andlegum verðmætum og mannrækt. Hann telur þörf fyrir leiðtoga sem vilja vinna að þessum málaflokkum ef við eig- um að standast þær ögranir sem við okkur blasa. Skoðun Bondevik er sú að verðmætin liggi ekki í þeim kerfum sem við höfum búið til heldur í ákvörðunum sem hafi áhrif á sérhvern einstakling. Verðmætin liggja líka í hugsjónafólkinu. Fólki sem gefur af tíma sínum og krafti í hugð- arefni sín. Stjórnmálamenn geta gert hverja þingsályktunartillöguna eftir aðra, sett ný lög og reglugerðir og veitt aukið fjármagn, en þeir geta ekki gert samþykktir um áhuga, brennandi löng- un, hugsjón eða þann neista sem þarf til breytinga. Bondevik heldur því fram að þunga- viktarmanneskja í stjórnmálum verði að vera í fararbroddi til þess að málaflokk- ur sem geðheilbrigðismál nái braut- argengi og litið verði á góða geðheilsu sem jafn mikilvæga og hina líkamlegu. Annars fái málaflokkurinn ekkert vægi. Hann var í slíkri pólitískri aðstöðu og ekki sakaði að hann bjó yfir reynslu af því að hafa misst heilsuna og náð henni aftur. Hann lítur nú öðrum augum á lífið en áður en hann veiktist. Allt sem honum þótti gott er nú enn betra, því upplifunin og samjöfnuðurinn gerir já- kvæðu atriðin svo miklu sterkari. Núna nýtur hann þess að snæða máltíð með fjölskyldunni, verja tíma með vinum, fara í gönguferðir og hlusta á góða tón- list. „Þegar maður hefur mætt erfiðleikum kann maður betur að meta það góða í líf- inu. Fólk verður sterkara við að komast í gegnum svona reynslu,“ segir Bonde- vik að lokum. gegn geðsjúkum stríð á hendur um Kjell Magne Bondevik, fyrrverandi forsætisráðherra í Noregi, og Elín Ebba Ásmundsdóttir. Höfundur er forstöðuiðjuþjálfi geð- sviðs LSH og lektor við Háskólann á Akureyri. ebba@landspitali.is vik stóð ber- ður frammi sinni og gaf eðsýkinni m fólk átti ekki . vik stóð uppi gurvegari og i ríkari. t hann mis- ur, einskis og nix. fum alla þá gu sem til þarf st á við þenn- það sem þarf ur vilji.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.