Morgunblaðið - 03.02.2007, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 03.02.2007, Qupperneq 28
28 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞEGAR ákvæði stjórnarsáttmál- ans ná ekki fram að ganga er það skýlaust merki þess að stjórn- arsamstarfið er að liðast í sundur. Í sáttmála núverandi ríkisstjórnar Sjálf- stæðisflokks og Fram- sóknarflokks er eft- irfarandi ákvæði í kaflanum um sjáv- arútvegsmál: „Ákvæði um að auð- lindir sjávar séu sam- eign íslensku þjóð- arinnar verði bundið í stjórnarskrá“. Skipuð var nefnd til þess að undirbúa breytingu á stjórn- arskránni. Í henni eiga sæti fulltrúar allra flokka sem sæti eiga á Alþingi. Nefnd- in hefur kynnt tillögur sínar, enda ekki seinna vænna. Leggja þarf fram frumvarp á Alþingi og afgreiða það sem lög fyrir þinglok, sem verða um miðjan mars. Reyndar er nefndin aðeins með eina til- lögu, sem lýtur að því að framvegis verði breytingar á stjórn- arskránni samþykktar í þjóðaratkvæða- greiðslu. Allt í lagi með hana, enda hef ég t.d. flutt sambærilega tillögu á Alþingi sem er til meðferðar hjá þingnefnd. En hvergi er að finna tillögu um að auðlindir sjávar séu sameign ís- lensku þjóðarinnar eins og stjórn- arflokkarnir sammæltust um í upp- hafi kjörtímabilsins. Hvorugur flokkurinn hefur dregið til baka stuðning sinn. Ég veit ekki annað en að allir stjórnarandstöðuflokk- arnir hafi lýst yfir stuðningi við málið. Hver er þá vandinn? Svör sem ég hef fengið eru á þá lund að ágreiningur sé uppi, en ekki hver geri ágreininginn. Að því gefnu að stjórnarandstaðan standi við stuðn- ing sinn er augljóst að ágreining- urinn er innan stjórnarliðsins. Þá vaknar spurningin: Er sá ágreiningur af hálfu annars stjórn- arflokksins og beinist gegn hinum? Ef svo er þá stendur stjórnarsam- starfið völtum fótum. Það má rifja það upp að það hefur verið flokks- stefna Framsóknarflokksins síðan 2001 að setja umrætt ákvæði inn í stjórnarskrá. Krafan um þetta ákvæði í stjórnarsáttmálanum kom frá Framsókn- arflokknum. Það tengist ákvörðun um sjávarútvegsstefnu Framsóknarflokksins sem afgreidd var haustið 2001 á mið- stjórnarfundi eftir mik- il fundahöld og harðan ágreining. Þá varð það niðurstaðan að styðja óbreytt kvótakerfi gegn því að einmitt þetta ákvæði kæmi inn í stjórnarskrána um þjóðareignina á auð- lindum sjávar. Það var lykilatriði í niðurstöð- unni og varð til þess að meirihluti náðist innan flokksins fyrir óbreyttu kvótakerfi. Ég stóð ekki að þess- ari niðurstöðu og sagði við það tækifæri að þarna hefði verið valin leið útgerðarmanna. En ákvað að una nið- urstöðunni og vinna að því að hrinda henni í framkvæmd, enda ávinningur í stjórn- arskrárákvæðinu þrátt fyrir allt. En viti menn, nú þegar dregur að því að efna þetta ákvæði stjórnarsáttmálans gufar málið upp í óljósum ágrein- ingi. Hvað veldur? Er Sjálfstæð- isflokkurinn að ganga á bak skuld- bindinga sinna? Getur það verið að LÍÚ hafi það sterk tök innan Sjálf- stæðisflokksins að flokkurinn stöðvi málið? Eða er draugagangur innan Framsóknarflokksins? Nú duga engin loðmollusvör, leið- togar stjórnarflokkanna verða að gefa skýr svör eða er það kannski stjórnarandstaðan sem leggst gegn málinu? Og ef svo er, hvenær var það ákveðið að stjórnarandstaðan réði því hvort ákvæði stjórnarsátt- málans næðu fram að ganga? Er ríkisstjórnin að falla? Kristinn H. Gunnarsson fjallar um stjórnarsamstarfið og til- lögur um breytingu á stjórn- arskránni Kristinn H. Gunnarsson »En hvergi erað finna til- lögu um að auð- lindir sjávar séu sameign ís- lensku þjóð- arinnar eins og stjórnarflokk- arnir sammælt- ust um í upphafi kjörtímabilsins. Höfundur er varaformaður sjávarútvegsnefndar Alþingis. ÞAÐ var í apríl 2003 að Guðjón Arnar Kristjánsson upplýsti Mar- gréti Sverrisdóttur um að Jón Magnússon, lögmaður, hefði kom- ið að máli við sig og boðizt til að ganga til liðs við Frjálslynda flokkinn. Hann setti aðeins eitt skilyrði: Að Sverrir Hermannsson og hans fólk yrði með öllu sett til hliðar í flokknum. Undirritaður og Margrét Sverrisdóttir heimsóttu Guðjón í skrifstofu hans í Vonarstræti 12 og spurðu hvort hann ætlaði að verða í slagtogi við Jón þennan. Þá skeði það í fyrsta og eina skipt- ið í samvinnu okkar Guðjóns að hann missti stjórn á skapi sínu. Hann barði í borðið og æpti með froðukúfa í munnvikum að hann léti ekki segja sér fyrir verkum og sér stæði á sama hvaðan flokk- urinn fengi atkvæði „ef þau bara skiluðu sér.“ Nú hafa vonir Guðjóns Arnars rætzt. Hann og Frjálslyndi flokk- urinn hafa hlotið fullt fylgi hjá botnfallinu í íslenzkri pólitík á dæmalausustu samkomu sem nokkur flokkur hefir nokkru sinni haldið og hét landsþing Frjáls- lynda flokksins. Þar voru öll lög og allar reglur um þinghald þver- brotin og leidd óbærileg skömm yfir flokkinn. Það er eftir öðru að miðstjórn flokksins upplýsir í Fréttablaðinu 1. febrúar að lands- þingið hafi farið ágætlega fram, og fullyrðir með því að 800 manns á þinginu hafi verið bæði blindir og heyrnarlausir. Fyrir atbeina formanna Frjáls- lynda flokksins var mánuðum saman haldið uppi linnulausum ly- gaáróðri um Margréti Sverr- isdóttur í útvarpi Sögu. Fremstur í þeim áróðurshópi var marg- dæmdur tugthúslimur ættaður frá Fáskrúðsfirði með álnarlangt sakavottorð. Og útvarpi Lyga- sögu guldu formennirnir sjálfir torfalögin með því að kaupa af því auglýsingar fyrir hálfa milljón, sem þeir lásu sjálfir upp í rógs- smiðjunni. Fyrst óþokkum tókst að leika Frjálslynda flokkinn svo grátt sem raun ber vitni má með sanni segja að farið hefur fé betra. Eng- um ærukærum manni dettur í hug að óbreyttu að hafa nein sam- skipti við þann rumpulýð sem nú ræður ríkjum í flokknum. Það sársaukafulla fyrir und- irritaðan er að góður maður og gamall vinur og samstarfsmaður, Guðjón Arnar Kristjánsson, skuli hafa orðið leiksoppur þessa lýðs. Að hann skuli vera sá, sem verst er leikinn og gæfuleysið fellur að breiðu baki og síðum. Það er sorg- legra en tárum taki, að þegar upp er staðið skuli hann hafa látið sér miklu verri menn reisa sér póli- tíska níðstöng, sem gína mun yfir honum um langa framtíð – með höfuð Jóns Magnússonar trón- andi á toppi. Sverrir Hermannsson Leiksoppurinn Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. HVAÐ er öryrki? Veit það nokkur? Við sjáum öryrkja í hjólastólum og við sjáum öryrkja í Reykjavíkurmaraþon- inu. Kona sagði í ljósvaka að kynsyst- ur sínar væru orðnar svo meðvitaðar að þær skynjuðu fötlun sína fyrr en karlarnir, þing- kona sagði á sama vett- vangi að greiningar væru orðnar skilvirkari og fólk opnara en áður að koma fram og við- urkenna mein sín. Af- leiðingin sú að ör- yrkjum fjölgar vegna meiri umræðu og með- vitundar. Auðvitað er þetta rétt en er þetta gott? Hver sem er getur komið til læknis og sagst vera óvinnufær vegna and- legra áþjána eða líkamlegra. Tekin er röntgenmynd af bakinu sem sýnir ekkert en sjúklingurinn kvartar samt. Þá er fengin sneiðmynd sem sýnir heldur ekkert en sjúklingurinn kvart- ar samt. Sjúkraþjálfun en sjúkling- urinn lagast ekkert. Megrun en sjúk- lingurinn léttist ekkert. Þunglyndislyf skipta heldur ekki sköpum og afeitrun gagnslaus. Sálfræðingurinn er fífl, fé- lagsráðgjafinn api, læknirinn bæði og í ofanálag ráðalaus. Sjúklingurinn er búinn að vera á sjúkradagpeningum í nokkra mánuði og á vonarvöl. Einhver framfærsla verður að koma til og far- vegirnir aðeins tveir. Að sjúklingurinn taki sjálfur af skarið eða velferðarkerfið. Illu heilli er seinni kosturinn æ oftar valinn. Þetta er veruleikinn og skýrir hinna miklu fjölgun ör- yrkja. Aðrar skýringar eru kannski vinsælli, þessi hinsvegar blasir við þeim sem gerst þekkja. En hvers vegna fara konur þessa leið fremur en karlar? Víst má færa rök fyrir því að sjúk- dómar skipi hærri sess í hugarheimi kvenna en karla en lág laun og minna svigrúm á vinnumark- aði tel ég þó ráðandi. Það að fólk í áln- um fari síður þessa leið segir okkur líka að bágur efnahagur spilar stóra rullu og er jafnvel undirrót dæmi- gerðra meina sem leiða nú til örorku en hefðu aldrei komið til álita fyrr á árum. Hvað getum við gert? Heilmargt, góð byrjun væri að þrengja mjög skil- greiningu öryrkja. Annað, að trún- aðarlæknir sjúklings yrði aðeins ráð- gefandi varðandi örorku, matið sjálft væri í höndum lækna sem væru ókunnir sjúklingnum. Þriðja, aðhald varðandi meðferðarúrræði, að sjúk- lingur ræki þau samviskusamlega og auki þannig ábyrgð á eigin bata. Þessi þrenna gæti fækkað öryrkjum um- talsvert og gefið svigrúm til hærri ör- orkubóta. Eitt helsta vandamálið í þessu ferli er lítill batavilji fólks. Tillögu læknis um breytingar er sjaldan eða aldrei vel tekið. Ekki vil ég segja að fólk sæki örorku að gamni sínu en kannski er hún þægileg leið til að þurfa ekki að kljást við sjálfan sig, ágætis útskot sem kerfið býður upp á. Augljóslega þurfum við að hugsa okkar gang í þessum efnum og loka þeim dyrum sem augljóslega eru ofnýttar. Örorka verður auðvitað alltaf hluti af sam- félaginu en eins og kerfið vinnur í dag njóta hennar í vaxandi mæli aðilar sem gætu verið annars staðar. Örfoka örorka? Lýður Árnason fjallar um hugs- anlega ástæðu aukinnar örorku »Ekki vil ég segja aðfólk sæki örorku að gamni sínu en kannski er hún þægileg leið til að þurfa ekki að kljást við sjálfan sig … Lýður Árnason Höfundur er heilbrigðisstarfsmaður. RÍKISSTJÓRNIN hefur lagt fram frumvarp til laga um að af- henda Landsvirkjun til eignar land og vatnsréttindi á svæði Búrfellsvirkj- unar. Landið sem um ræðir er 25 ferkíló- metrar að stærð og hefur verið úrskurðað þjóðlenda. Með því að gera land innan þjóð- lendna að séreign- arlandi er verið að kasta sprengju inn í heita þjóðlendu- umræðu. Þau áform ganga í berhögg við röksemdir og hug- myndafræði sem standa að baki þjóðlendulögunum. Hugtakið þjóðlenda afmarkar land og auðlindir sem verða ævarandi sameign þjóðarinnar og ekki má selja eða afhenda öðrum til eignar. Landsvirkjun getur haldið nauð- synlegum réttindum til mann- virkjagerðar og vatnstöku fyrir Búrfellsvirkjun án þess að eignast landið. Grímulaus einkavæðing á þjóðlendum Einkavæðing Landsvirkjunar er hafin. Orkuver og virkjanaréttur geta gengið kaupum og sölum. Markaðsvæðing raforkukerfisins er í fullum gangi. Það reyna nú lands- menn í verðhækkunum víða um land. Almennir raforkunotendur og fyrirtækin í landinu greiða niður raforkuna til stóriðjunnar. Það virð- ist ekki duga til því nú á að afhenda eignarrétt á landi og auðlindum inn- an þjóðlendna til að bæta eiginfjár- stöðu Landsvirkjunar. Vissulega er fjárhagur Landsvirkjunar bágbor- inn vegna stóriðjunnar. En þar sem ríkið á enn Landsvirkjun er það bara millifærsluatriði. Auðvitað sjá allir hvað vakir fyrir ríkisstjórn- arflokkunum: Það er að gera Lands- virkjun seljanlegri með ævarandi eignarréttindum á auðlindum lands- ins. Forystumenn í Framsókn- arflokki og Sjálfstæðisflokki hafa lýst því yfir að ekki sé spurningin um hvort heldur hvenær Lands- virkjun verður seld. Er það þetta sem þjóðin vill? Ég held ekki. Að mínu mati hefur hvorki ríkisstjórn né Alþingi heimild til að afhenda til eignar land og réttindi innan þjóð- lendna án þess þá að þjóðlendulög- unum sé fyrst breytt. Vinstri græn vilja að bundin sé í stjórnarskrá ævarandi sameign þjóðarinnar á þjóðlendum og auðlindum þeirra. Glæfraspil að gefa Landsvirkjun land úr þjóðlendum Ein rök ríkisstjórn- arinnar fyrir afhend- ingu á landinu eru að styrkja lánshæfi Landsvirkjunar og þess vegna verði að tryggja fyrirtækinu eignarréttinn. Hvað mega aðrir landeig- endur segja sem nú berjast fyrir rétti sín- um? Gilda ekki sömu rök fyrir þá? Hvar er nú jafnræð- isreglan? Hvert verður fordæm- isgildið ef ríkið selur úr þjóð- lendum? Landið sem nú á að afhenda Landsvirkjun hefur verið dæmd þjóðlenda. Skiptir gagnvart lög- unum nokkru máli hver á í hlut eða hvort sama land hefur einhvern tíma verið gefið eða selt? Ég er hlynntur því að dregin séu skýr mörk eignarlanda og þjóð- lendna. Ég tel einnig að auðlindir eins og vatn og jarðhiti eigi að vera í sameign þjóðarinnar. Landeiganda sé heimilt að nýta þessar auðlindir með skilgreindum hætti en ekki verði um séreignarhald að ræða. Þau áform ríkisstjórnarinnar að brjóta gegn grundvallarrökum og hugmyndafræði sem liggja að baki þjóðlendulögunum er hreint glæfra- spil. Áform um einkavæðingu á landi innan þjóðlendna er annaðhvort meðvituð aðgerð til að hleypa þjóð- lendumálinu endanlega í uppnám eða þá er ríkisstjórnin blind og rek- in áfram af erlendum álfyrirtækjum sem halda stjórnvöldum í helj- argreipum og krefjast varanlegs eignarhalds á auðlindum landsins. Það þarf engan að undra þótt bændur og aðrir landeigendur, sem margir eru einlægir náttúruvernd- arsinnar, treysti ekki ríkisstjórn í helgreipum erlendra álbræðslna fyrir dýrustu náttúruperlum lands- ins. Það kemur ekki á óvart þótt ein- staka ráðherrar Framsóknarflokks- ins leiki tveim skjöldum og gagnrýni digurbarkalega utan þingsala þeirra eigin framkvæmd á þjóðlendulög- unum en styðji á þingi einkavæð- ingu þjóðlendna í þágu erlendra ál- bræðslna. Hins vegar er mikið í húfi fyrir framtíðarhagsmuni þjóðarinnar að stöðva áform ríkisstjórnarinnar um framsal eignarhalds á auðlindum og landi úr þjóðlendum til Landsvirkj- unar. Ríkisstjórnin varpar sprengju inn í þjóðlendumálin Jón Bjarnason fjallar um þjóðlendumálin »Ég er hlynntur þvíað dregin séu skýr mörk eignarlanda og þjóðlendna. Ég tel einn- ig að auðlindir eins og vatn og jarðhiti eigi að vera í sameign þjóð- arinnar. Jón Bjarnason Höfundur er þingmaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs í Norð- vesturkjördæmi. Rétt er að skrifa: Að því leyti er gæfan á næsta leiti. Gætum tungunnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.