Morgunblaðið - 03.02.2007, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2007 29
ÞEGAR ég starfaði sem fram-
kvæmdastjóri Landssambands lög-
reglumanna (LL) hef-
ur undirritaður fylgst
náið með umfjöllun um
hið svonefnda Baugs-
mál, enda sinnir LL
hagsmunagæslu fyrir
lögreglumenn. Því
miður hefur í umfjöll-
un um málið talsvert
borið á ærumeiðandi
yfirlýsingum í garð yf-
irvalda, fjölda lög-
reglumanna, starfs-
manna skattayfirvalda
og ákæruvalds, án
þess að nokkur rök-
stuðningur hafi fylgt
máli. Hefur Lands-
samband lögreglu-
manna í ákveðnum til-
vikum séð ástæðu til
að gera við það at-
hugasemdir með það
að markmiði að gæta
sannmælis um störf
lögreglu og reyna að
halda umræðunni inn-
an málefnalegra
marka.
Það er athyglisvert
að greina röksemda-
færslu Ingibjargar
Sólrúnar Gísladóttur
sem haldið hefur því
fram og síðast nú á
dögunum að ákæru-
valdið sé „handbendi“
Sjálfstæðisflokksins. Upphaf máls-
ins var einfaldlega á þá leið að kæra
barst til lögregluyfirvalda sem rann-
sökuðu málið og vísuðu hluta þess til
embættis skattrannsóknarstjóra.
Því er ljóst að með þessari raka-
lausu fullyrðingu er Ingibjörg Sól-
rún að halda því fram að allir starfs-
menn ríkislögreglustjóra og
embættis skattrannsóknarstjóra
sem rannsakað hafa málið hafi ekki
aðeins verið viljalaus verkfæri Sjálf-
stæðisflokksins heldur jafnframt
gerst sekir um alvarleg hegning-
arlagabrot í opinberu starfi. Fyrir
slík brot er unnt að dæma viðkom-
andi til margra ára óskilorðsbund-
innar fangelsisrefsingar.
Til frekari skýringar skal bent á
að undir þessa ásökun Ingibjargar
Sólrúnar falla tugir lögreglumanna,
ríkissaksóknari sem fer með eftirlit
með störfum lögreglu, fjöldi lög-
fræðinga, starfsmenn skattrann-
sóknarstjóra, starfsmenn stórs end-
urskoðunarfyrirtækis og fleiri sem
rannsakað hafa málið í náinni sam-
vinnu við ákæruvaldið. Það verður
að teljast eðlileg krafa þessara aðila
að Ingibjörg Sólrún leggi fram hald-
góðar sannanir fyrir svo ítrekuðum
og grófum ásökunum.
Ljóst er að til þess að geta með
góðri samvisku haldið þessum ásök-
unum á lofti hlýtur hún að hafa lagst
í ítarlega rannsóknarvinnu, lesið þá
tugi þúsunda málsskjala sem liggja
fyrir, rætt við rannsóknarlög-
reglumenn, lögfræðinga og saksókn-
ara og þannig komist að sinni nið-
urstöðu. Hafi Ingibjörg Sólrún ekki
lagst í þessa rannsóknarvinnu eru
slíkar órökstuddar dylgjur til marks
um slæleg vinnubrögð og óvandaða
pólitík. Kannski er hún einfaldlega
of pólitísk og gleymir
sér í hita leiksins, kast-
ar fram fullyrðingum
með það eitt að mark-
miði að blekkja fjöldann
án þess að skeyta um
vönduð vinnubrögð né
þá sem að rannsókn
málsins komu.
Athyglisvert hefur
verið að fylgjast með
því hvaða þátt málsins
fjölmiðlar hafa kosið að
leggja mesta áherslu á.
Svo virðist sem at-
burðarás við upphaf
málsins teljist þar
þungamiðjan og að ekki
séu sérstakir kærleikar
á milli sakborninga og
þeirra sem lögðu kær-
una fram. Varla getur
það talist fréttnæmt.
Hvaða hug kærandi ber
til brotaþola hefur eng-
in áhrif á faglega rann-
sókn hlutlausra aðila á
sakamáli.
Óhætt er að fullyrða
að í flestum ef ekki í öll-
um tilvikum sem brota-
þolar leggja fram kær-
ur á hendur
einstaklingum sem hafa
gert á hlut þeirra séu
litlir kærleikar á milli
þeirra og jafnvel gætu
kærendur borið þungan hug til
kærðra. Rannsókn sakamála er síð-
an unnin á faglegan hátt af hlut-
lausum aðilum.
Meginatriðið og kjarni Baugs-
málsins er auðvitað hvort sakborn-
ingar hafi brotið landslög. Ekki
hvatir eða tilfinningar þeirra ein-
staklinga sem upphaflega lögðu
fram kærur. Það virðist gleymast að
við upphaf málsins var Baugur
hlutafélag í dreifðri eign. Málið
varðar m.a. grundvallarréttindi al-
mennra hluthafa sem vernduð eru í
hlutafélagalögum, bókhalds- og árs-
reikningalögum og almennum hegn-
ingarlögum. Þá skal bent á að í með-
ferð dómstóla hafa ekki verið gerðar
athugasemdir við rannsókn þessa
máls en við rannsóknina hafa komið
upp grunsemdir um stórfelldan
skattaundandrátt nokkurra ein-
staklinga sem nú er til rannsóknar
hjá yfirvöldum.
Það hlýtur að vera sanngjörn
krafa lögreglumanna og annarra
sem að rannsókn og saksókn mála
koma að umfjöllun um þeirra störf
sé byggð á málefnalegum forsendum
og staðreyndum en sé ekki hluti af
pólitískum hráskinnaleik stjórn-
málamanna á atkvæðaveiðum.
Hvenær brýtur
maður lög?
Páll E. Winkel fjallar um störf
lögreglumanna og ákæruvalds í
tilefni af ummælum Ingibjarg-
ar Sólrúnar Gísladóttur
Páll E. Winkel
» Það hlýturað vera
sanngjörn krafa
lögreglumanna
og annarra sem
að rannsókn og
saksókn mála
koma að um-
fjöllun um
þeirra störf sé
byggð á mál-
efnalegum for-
sendum og stað-
reyndum …
Höfundur er fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Landssambands lög-
reglumanna og yfirmaður stjórn-
sýslusviðs ríkislögreglustjóra.
FRÉTTIR um matarverðið hafa
verið slæmar að undanförnu. Fyrst
komu fréttir um að verðmunur
væri enn meiri milli
okkar og nágranna-
landanna en áður hef-
ur komið fram eða um
62% að meðaltali. Því
næst fóru að berast
fréttir af óskiljanlegri
hækkun matarverðs.
Þessar fréttir gefa
ekki tilefni til mikillar
bjartsýni á aðgerðir
ríkisstjórnarinnar í
þessu mikilvæga hags-
munamáli heimilanna.
Eins og margoft hefur
komið fram í fréttum
flutti Samfylkingin
vandaðar tillögur í upphafi þings í
haust um aðgerðir til að lækka
matarverðið. Þær tillögur voru í
samræmi við tillögur formanns
matarverðsnefndarinnar svoköll-
uðu. Samkvæmt tillögum okkar
mátti gera ráð fyrir að matarreikn-
ingur fjögurra manna fjölskyldu
gæti lækkað um liðlega 200 þúsund
krónur á ári þegar þær tillögur
væru komnar alveg til fram-
kvæmda. Ég tek sérstaklega fram
vegna rangtúlkana á okkar til-
lögum að í þeim fólst að hafa fullt
samráð við bændur um breytingar
á tollum og að gerður yrði aðlög-
unarsamningur vegna breytinga á
fyrirkomulagi stuðnings við þá.
Ríkisstjórnin flutti svo í kjölfarið
sínar tillögur sem voru samþykktar
á Alþingi. Þær ganga mun skemur
en tillögur Samfylkingarinnar en
þrátt fyrir það var boðað að mat-
arreikningur heimilanna myndi
lækka um 16 prósent
sem er veruleg búbót
fyrir fjölskyldur.
Sömuleiðis er lækk-
unin mikið hagsmuna-
mál fyrir ferðaþjón-
ustuna. Hagar halda
því nú fram að lækk-
unin verði nær helm-
ingi minni en áformað
var. Það má ekki
verða.
Er maturinn að
hækka?
Nú berast líka þær
fréttir að matvara sé
að hækka í aðdraganda lagabreyt-
inga. Ekki er ljóst í hverju sú
hækkun á rætur sínar. Við í Sam-
fylkingunni vildum tryggja að
fylgst yrði með verðlagi fram að
gildistöku laganna þann 1. mars og
fluttum breytingartillögu um
ákvæði til bráðabirgða við lögin
sem hljóðaði svo: „Fram að gild-
istöku laga þessara skal tryggja
fjármagn til að framkvæma öflugt
eftirlit með verði á matvöru. Eftir
gildistöku laga þessara skal svo
kannað hvort þær lækkanir op-
inberra gjalda sem í lögum þessum
felast hafi skilað sér til neytenda í
formi lægra matvöruverðs“. Því
miður var þessi tillaga ekki sam-
þykkt fremur en aðrar góðar til-
lögur sem frá Samfylkingunni
koma. Það er mjög mikilvægt að
hafa góða þekkingu á þróun mat-
arverðsins og tryggja að lækkunin
skili sér til neytenda, því aðeins
þannig koma lögin heimilunum til
góða. Nú hótar fjármálaráðherra
hertum samkeppnisreglum ef að-
gerðir stjórnvalda til að lækka mat-
arverð skila ekki árangri. Hvernig
veit hann hvort óeðlilegar hækk-
anir áttu sér stað, maðurinn sem
ekki vildi fallast á tillögur okkar
um eftirlit? Stundum er pólitíkin
grátbrosleg. Fréttir berast líka um
jákvæð viðbrögð verslunar. Það er
aðhald þegar vöru frá birgjum sem
ekki hækka verð er stillt vel fram í
verslunum. Nú þurfa allir að
standa saman um að lækkun mat-
arverðs komi til framkvæmda eins
og til var ætlast 1. mars. Við í
Samfylkingunni höfum – einn
flokka – beitt okkur gegn háu mat-
arverði undanfarin fimm ár. Sam-
fylkingin mun því vinna áfram að
lækkun matarverðs þegar hún
kemst í ríkisstjórn að loknum kosn-
ingum í vor.
Það má ekki klúðra lækkun
matarverðsins
Rannveig Guðmundsdóttir
skrifar um verðhækkanir » Við í Samfylkingunnihöfum – einn flokka
– beitt okkur gegn háu
matarverði undanfarin
fimm ár.
Rannveig
Guðmundsdóttir
Höfundur er þingmaður Samfylking-
arinnar í Suðvesturkjördæmi.
ÞAÐ kostar borgarbúa tæpar
200 milljónir á hverju vori að end-
urnýja malbikið eftir slitið á
nagladekkjum yfir veturinn á und-
an. Tjaran sem naglarnir róta upp
sest á bílana okkar og
við eyðum töluverðum
peningum í þvott, rú-
ðuúða og nýjar rúðu-
þurrkur, svo eitthvað
sé nefnt. Síðast en
ekki síst sest tjaran í
mynstur dekkjanna
og gripið verður
verra. Öryggi allra
minnkar.
Kostnaður borg-
arinnar af nagla-
dekkjanotkun er
dæmi um svokallaðan
ytri kostnað sem fell-
ur ekki á notandann heldur á sam-
félagið. Minna öryggi allra í um-
ferðinni vegna tjöru á dekkjum er
annað dæmi um ytri kostnað. Al-
varlegasta dæmið um óbeinan
kostnað af notkun nagladekkja er
samt þáttur þeirra í svifryki sem
er ógn við heilsu fólks. Mal-
biksagnir eru langstærsti einstaki
þátturinn í svifryki borgarinnar
eða um 50–60% þegar svifryk er
mest. Á síðasta ári fór magn svif-
ryks í andrúmslofti í Reykjavík 24
sinnum yfir heilsuverndarmörk.
Ógn við heilsu fólks
Í Svíþjóð hafa verið gerðar
rannsóknir á loftgæðum og áhrif-
um svifryks á heilsu fólks. Nið-
urstaða þeirra er að jafnvel lítið
magn svifryks í andrúmslofti hafi
áhrif á heilsuna og að svif-
ryksmengun fækkar lífdögum
Stokkhólmsbúa meira en umferð-
arslys í borginni. Undanfarið hef-
ur verið rætt um skaðleg áhrif
svifryks á lungu fólks, einkum
barna. Sú umræða er löngu tíma-
bær.
Í nýjasta blaði FÍB er ítarleg
úttekt og samanburður á ónegld-
um vetrardekkjum byggð á er-
lendum prófunum óháðra aðila.
Þar er borinn saman fjöldi af-
bragðsgóðra dekkja en hin svo-
kölluðu loftbóludekk, sem margir
þekkja, eru í efsta sæti að mati
þeirra sem framkvæmdu rann-
sóknirnar í ár. Betra grip, styttri
hemlunarvegalengd og meiri
stöðugleiki í beygjum eru dæmi
um árlegar framfarir
en þróun í hönnun
naglalausra vetr-
ardekkja hefur verið
mjög hröð og bestu
dekkin í dag eru um-
talsvert betri en
bestu dekkin fyrir 5
árum.
Negldu dekkin
óöruggari
Lítil þróun hefur
hins vegar orðið í
nagladekkjum af
þeirri einföldu
ástæðu að þau eru mjög víða
bönnuð og á flestum stöðum afar
illa séð. Staðreyndin er því sú að
um nokkurra ára bil hafa ónegld
dekk verið öruggari við lang-
flestar vetraraðstæður. Einungis
á sléttum og blautum ís hafa
negld dekk betra grip en góð
vetrardekk. Þetta eru aðstæður
sem aðeins skapast part úr degi
örfáa daga á hverjum vetri. Við
allar aðrar aðstæður eru nagla-
dekk verri, hemlunarvegalengd
lengri og grip í beygjum verra.
Valið ætti því að vera auðvelt á
milli aukins öryggis flestalla
daga eða fáa daga.
Sumir aka á nöglum allan vet-
urinn af því að þeir þurfa af og
til að fara út á land og telja
hættu á að lenda í aðstæðum þar
sem nagladekk veita meira ör-
yggi en góð vetrardekk. Það er
hugsanlegt að í einhverjum til-
vikum sé það rétt en í lang-
flestum vetraraðstæðum utan
þéttbýlis veita góð vetrardekk
samt mun betra grip en nagla-
dekk. Fyrir þá sem vilja vera vel
búnir í ófærð býður FÍB upp á
dekkjasokka, eins konar keðjur
úr næloni sem auðvelt er að setja
á dekkin í ófærð.
Samfylkingin í umhverfisráði
hvatti mjög eindregið til þeirrar
kynningarherferðar sem farið var
í nú í haust gegn nagladekkjum.
Sú herferð skilaði þeim árangri að
nú eru um 40% bíla á nöglum í
stað 50–60% áður. Það er samt
allt of mikið. Ég hef gaman af að
hjóla í vinnuna en verð að við-
urkenna að stundum hef ég efast
um heilsubótina af því að vetr-
arlagi þegar negldir bílar í þús-
undavís aka fram hjá og spæna
upp malbikið.
Ég fagna þeirri umræðu sem
komin er upp um þetta mál. Við
verðum að fara að reikna dæmið
til enda. Hver er ávinningurinn ef
nagladekk eru yfirleitt óöruggari,
kosta okkur hundruð milljóna í
malbik, annað eins í tjöruhreinsun
og svo það sem er mikilvægast –
heilsu okkar og barnanna okkar?
Munum þetta næsta haust!
Svifryksmengun, öryggi og heilsa
Dofri Hermannsson skrifar
um ókosti nagladekkja »Hver er ávinning-urinn ef nagladekk
eru yfirleitt óörugg-
ari …
Dofri Hermannsson
Höfundur situr í umhverfisráði fyrir
hönd borgarstjórnarflokks Samfylk-
ingarinnar.
EKKI VERA SÚR
Eru tennurnar í sýrubaði oft á dag?
Sýran í sykruðum og sykurlausum gos-
drykkjum getur eytt glerungi tannanna –
og hann kemur aldrei aftur. Það er ekki bara
súrt heldur líka sárt.
Drekktu vatn – líka kolsýrt vatn!
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
5
2
0
4