Morgunblaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðrún Daníels-dóttir, sem ætíð var kölluð Minný, fæddist á Þórshöfn á Langanesi 15. september 1941. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urlands 22. janúar síðastliðinn. For- eldrar hennar eru hjónin Daníel Gunn- laugsson frá Eiði á Langanesi, f. 20. janúar 1905, d. 6. júní 1980, og Hulda Guðjónsdóttir frá Brimnesi á Langanesi, f. 7. desember 1922. Systkini Minnýjar eru Þorbjörg, f. 15. ágúst 1938, Völundur f. 10. nóvember 1944 og Ísabella, f. 31. október 1948. Minný ólst upp á Þórshöfn og dvaldi þar fram til tvítugs, en hinn 15. ágúst 1961 giftist hún Tómasi Jónssyni frá Þóroddsstöðum í Ölf- usi, f. 26. janúar 1933. Foreldrar hans voru hjónin Jón Þor- steinsson, bóndi á Þóroddsstöðum, f. 14. apríl 1894, d. 22. ágúst 1971, og Sigríður Tómasdóttir, f. 10. október 1901, d. 9. maí 1981. Tóm- as hafði komið sem lögreglumað- ur til Þórshafnar. Þau Minný og Tómas hófu hjúskap á Þórshöfn, ember 1973, maki Sólborg Halla Þórhallsdóttir, f. 4. mars 1974. Börn þeirra eru Jóhanna Guðrún, f. 11. febrúar 2001 og Finnur Már, f. 6. mars 2004. Foreldrar Sól- borgar Höllu eru Margrét Sigurð- ardóttir, f. 14. júní 1947 og Þór- hallur Sæmundsson, f. 27. ágúst 1943. 5) Berglind, f. 23. júlí 1977, stjúpdóttir, dóttir Tómasar. Börn hennar eru Jóhann Hjalti, f. 13. ágúst 1997, og Erik Xavier, f. 23. janúar 2004. Minný ólst upp á Þórshöfn, og dvaldi þar fram til tvítugs. Hún vann þar fyrst og fremst við fisk- vinnu og verslunarstörf. Eftir að þau Tómas fluttu á Selfoss var hún lengi vel í húsmóðurhlutverk- inu, en þegar börnin höfðu vaxið nokkuð úr grasi vann hún á nokkrum stöðum, á Heilsuhælinu í Hveragerði, Meðferðarheimilinu á Sogni, á Sjúkrahúsi Suðurlands og síðast í mötuneyti Landsvirkjunar við Ljósafossvirkjun, þar til hún varð að hætta vegna heilsubrests. Síðustu 5 árin barðist hún við erf- iðan sjúkdóm, dvaldi langdvölum á sjúkrahúsum, nú síðast á Heil- brigðisstofnun Suðurlands frá því í októberbyrjun á síðasta ári. Útför Minnýjar verður gerð frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. en í ársbyrjun 1963 fluttu þau á Selfoss og bjuggu þar alla tíð síðan. Börn þeirra eru: 1) Kristbjörn Hjalti, f. 7. mars 1963. Börn hans eru: a) Eva Dögg, f. 2. janúar 1982, sam- býlismaður Valgeir Valsson, f. 24. nóv- ember 1978, dóttir þeirra Guðrún Inga, f. 22. desember 2006. Foreldrar Valgeirs eru Fjóla Friðþjófs- dóttir og Guðmundur Valur Stef- ánsson. b) Ríkey, f. 23. febrúar 1993. c) Rakel Steinunn f. 19. des- ember 1995. Stjúpsonur Hjalta er Ágúst Valgeirsson, f. 5. febrúar 1988. 2). Sigríður Hulda, f. 2. febr- úar 1966, maki Gunnar Emil Árnason, f. 3. júní 1962. Börn þeirra eru Tómas Héðinn, f. 8. ágúst 1985, Kristinn Daníel, f. 2. desember 1988 og Sigrún Elva, f. 22. mars 1993. Foreldrar Gunnars Emils eru Árni Héðinn Tyrfings- son, f. 16. október 1934, d. 15. nóv- ember 2002 og Sigurlaug Alfreðs- dóttir, f. 11. febrúar 1938. 3) Kolbeinn Hlynur, f. 17. júlí 1967. Sonur hans Jón Ingþór, f. 19. júní 1991. 4) Jón Heimir, f. 19. sept- Elsku Minný, þegar ég kom að þessari fjölskyldu þá vorum við Hulda frekar ung. Reyndar ekki jafnung, en annað 19 og hitt yngra. Þetta var 1981. Síðan varð ekki aftur snúið. 1985 eignumst við Hulda okkar fyrsta barn, Tómas Héðin og eftir það heilsaði ég Minný alltaf með „sæl amma“. Eftir því sem börnin urðu fleiri, (Kristinn Daníel 1988 og Sigrún Elva 1993.) þá kom „halló amma“, „blessuð amma“, alltaf meiri og meiri amma. Henni þótti alltaf vænt um þetta, því af ömmuhlut- verkinu hafði hún gaman. Ég minn- ist hennar sem mikils húmorista, maður gat atast í henni alveg út í eitt. Hún ýmist tók undir, hló mikið, kallaði mann vitleysing eða eitthvað. Stundum varð vitleysan þannig að ég, Hjalti, Hlynur og Heimir rugl- uðum svoleiðis að þær mæðgur, Minný og Hulda, störðu og hristu höfuðið, Tómas stóð til hliðar og hló að öllu saman. Þetta er minningin sem ég á af Tryggvagötunni á árum áður, og hana ætla ég að halda í. Þó að þetta hafi verið frekar á létt- um nótum er mér ekki hlátur í huga. Þessi veikindi þín, elsku Minný, voru þér afar erfið og okkur öllum líka. Þetta er búið að eiga sér langan að- draganda, en alltaf var haldið í von- ina. En hún brást, eins og stundum gerist og þá verður að takast á við það. Elsku Tommi, Hjalti, Hlynur, Heimir og Solla, ásamt Huldu ömmu, Lillu, Bellu, Völundi, og ekki síst henni Huldu minni. Guð gefi okkur styrk – og ég veit að hann ger- ir það. Þinn tengdasonur Gunnar Emil Árnason. Loks fékk Minný systir mín hvíld. Loks, segi ég af því að hún var búin að heyja svo langa og þrautafulla baráttu við sjúkdóm sem sagður var ólæknandi, að minnsta kosti var það talið orðið of seint þegar til álita kom að reyna alvarlega aðgerð. Hægt, of- urhægt, því hún ætlaði ekki gefast upp, sigraði dauðinn þó að lokum. Þá var hún orðin óskaplega þreytt og svo þjáð að hún var örugglega hvíld- inni fegin. Líkamlegt þrek var al- gjörlega búið en hið andlega ekki. Heilbrigðri hugsun og alkunnri gam- ansemi og gráglettni hélt hún á með- an meðvitund var þessa heims. Margt er það í lífinu sem maður skilur ekki og margar spurningar sem aldrei fást svör við. Kannski segir Guð mér einhvern tíma hvers vegna hann lagði allt það á systur mína sem hún mátti þola í lífi sínu. Erfiðleika og mótlæti, bæði af eigin völdum og kringumstæðna. Hver skapar okkur örlög? „Við sjálf,“ mundi einhver segja. Okkur er gef- inn frjáls vilji til að velja og hafna. Minný valdi áreiðanlega ekki allt- af rétt en hún stóð með vali sínu. Hún notaði sinn frjálsa vilja til að standa og standast. Hafi hún valið rangt, beindi hún viljanum inn á svið skynseminnar og lét hana ráða. Minný var þrem árum yngri en ég, samt var mamma okkar aðeins tæpra 19 ára þegar hún fæddist. Pabbi og mamma voru gefin saman og við systurnar skírðar í sömu at- höfn. Önnur skírð eftir föðurömm- unni og hin eftir móðurömmunni, Þorbjörg og Guðrún. Það var til siðs að kalla börn gælunöfnum í þá daga og Minný bjó eiginlega til sitt eigið sem hélst við hana alla ævi. Hún var strax dálítið sérstök; mjög fljót til og ákaflega kraftmikil. Hún vildi frekar vera úti að leika sér en að dunda inni við. Mamma átti erfitt með að fá hana til að klæða sig vel á vetrum, henni var aldrei kalt og hún kvartaði aldrei. „Þetta er allt í lagi,“ sagði hún gjarnan ef hún kom inn með blæðandi sár eða kúlu á hausnum. Það var líka eins og ekkert kæmi henni á óvart. Hún tók hlut- unum ævinlega þannig. Eitt af því sem einkenndi Minný strax sem barn og fylgdi henni alla tíð, var hversu fljót hún var til svars og hversu hnyttin hún var í svörum. Það fór enginn veifandi sigurfána eftir að hafa lent í orðakasti við hana. Minný óx upp og varð að fallegri ungri stúlku sem strákarnir gáfu hýrt auga. En hún gekk hnarreist um götur og hafði ekki fyrir því að líta á heimalningana á Þórshöfn. Svo breyttist skyndilega allt. Byrjað var að leggja veg út á nes, því það átti að reisa radarstöð á Heið- arfjalli fyrir ameríska herinn. Allt fór á annan endann. Það fór að bregða fyrir á götunum bráðhuggu- legum mönnum í einkennisbúning- um sem töluðu ensku. Og svo þurfti lögregluþjóna á staðinn til að gæta þess að samskipti heimamanna og aðkomumanna væru lögum sam- kvæmt. Og lögregluþjónarnir voru líka myndarlegir í sínum einkennis- búningum. Einn þeirra var Tómas Jónsson frá Þóroddsstöðum í Ölfusi. Hann varð eiginmaður Minnýjar og þau bjuggu sér heimili á Selfossi. Þau eignuðust fjögur börn sem lifðu. Barnalán, svokallað, er eitt af því sem við ráðum lítið yfir en megum aðeins þakka fyrir ef okkur auðnast það. Ekki fæðast öll börn jafn lík- amlega hraust og sum börn villast á leið sinni til sjálfstæðs lífs og við finnum þau ekki. Það er erfitt að sætta sig við. Ég var áðan að tala um frjálsan vilja. Það er líka sagt að tilviljanir ráði miklu. Hvort heldur sem er, þá eru viðbrögð okkar við því sem yfir okkur dynur það sem mestu máli skiptir. Margur hefði látið bugast í sporum systur minnar en hún bug- aðist aldrei. Kannski hefði hún átt að gera það; láta eftir sér að sýna hvað hún var viðkvæm undir niðri og auð- særð. En hún sýndi aðeins styrk sinn. Notaði sinn frjálsa og sterka vilja til að takast á við aðstæður, horfast í augu við vandann og láta svo skynsemina stýra athöfnum. Teinrétt og tíguleg, sönn ímynd ís- lensku kvenhetjunnar, þannig var hún svo lengi sem hún gat staðið í fæturna. Börn Tómasar og Minnýjar sem búa á Selfossi eru vel gefið dugn- aðarfólk. Dóttirin Hulda hefur eink- um reynst móður sinni stoð og stytta í veikindunum og verið henni sönn dóttir og vinkona. Barnabörn og fósturbarnabörn voru hænd að ömmu sinni og skömmu fyrir andlát- ið eignaðist hún sitt fyrsta barna- barnabarn. Tómas sýndi líka mikið þolgæði í umönnun sinni og um- hyggju þann langa tíma sem veikindi Minnýjar vöruðu og hann vék varla stund frá henni síðustu vikurnar. Móðir okkar, sem nú sér á eftir sínu fyrsta barni yfir í „heim ljóssins“ var líka við hlið hennar síðustu dagana og á hinni hinstu stundu. Það er okk- ur, eftirlifandi systkinum Minnýjar, mikil huggun. Ég votta móður okkar og Tómasi, Hjalta, Huldu, Hlyni og Heimi og þeirra börnum og öðrum ættingjum mína dýpstu meðlíðan. Þorbjörg Daníelsdóttir. Að eiga vin er með því besta sem getur hent hverja manneskju, ég var svo hamingjusöm að eignast vin – vinurinn var Minný. Það er ekki sanngjarnt að tala um þessa vináttu í fortíð, við verðum ávallt vinir, út yfir gröf og dauða. Elsku vinkona, það er komið að leiðarlokum. Margt sem sækir á hugann, allt sem við brölluðum sam- an, bæði gott og slæmt. Við þessi tímamót minnist ég þess hvað þú varst skemmtileg persóna, hvað þú varst fjölhæf, fyndin, frábær í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. Á Þórshöfn ólumst við upp saman, vorum eins og tvíburar, nánast óskyldar. Ég minnist þess þegar við sögðum sömu setninguna samtímis. Það var trú okkar að ef slíkt gerðist fengi maður ósk sína uppfyllta með því að krækja saman litluputtum. Það voru margar krækjurnar hjá okkur. Ekki víst að allar óskirnar hafi skilað sér en lífið er ófyrirséð. Elsku Minný, ég sakna þess að hafa ekki oftar komið til þín, meðan tími gafst en þú veist líka að alltaf kemur lífið manni á óvart. Ég minnist orða mæðra okkar þegar við gátum ekki hugsað okkur að víkja af vettvangi, þá komið kvöld, eftir mikið japl og jaml og fuður fengum við að heyra það sem við bið- um eftir „Æi jæja, farið þið þá.“ Það voru lausnarorðin, við máttum fara heim til mín í Ásgarð, eða heim til þín, og sofa saman alla nóttina, bara mæta í skólann morguninn eftir. Það var ekkert auðvelt því alls konar óskýrð fyrirbæri héldu fyrir okkur vöku næturlangt. Fiskiband sem slóst við glugga varð annaðhvort að „Bóna-prins“, eða það sem verra var, bjarndýrum í mikilli matarþörf. Svona var hugmyndaflugið. Svo komu stundir, til dæmis á sólríkum sumardegi, þá gat verið gott að fara inn að Fossá, liggja þar á árbakk- anum og reykja Chesterfield, illa fengið, og grafa það sem við torg- uðum ekki og finna það svo ekki seinna. Það var allt í lagi að leggja undir sig gamlan skíðaskála og gera úr honum hlýlega og góða vistarveru. Það var svo ótalmargt sem við bröll- uðum saman. Ég minnist þess þegar við vorum að skemmta okkur, „í gamla daga“,það var sungið, gleðin við völd. Við þóttumst kunna alla texta, sem ortir hafa verið á vora tungu sl. hundrað ár, en auðvitað klikkuðum við, ekkert vandamál, þú bjóst bara til nýja. Nú þegar þú ert horfin okkur og gengin í höll ódauðleikans minnist ég þín ávallt með gleði og eftirsjá. Það var draumur þinn að vera við sjóinn, finna sjávarlyktina og horfa út á haf- ið, elsku vinkona, ég hitti þig við fal- lega vík þegar þar að kemur og við tökum upp þráðinn þar sem frá var horfið. Elsku Tommi, börnin, fóst- urbarn og afkomendur allir. Hulda, Þorbjörg, Völundur og Ísabella, ættingjar og vinir. Guð veri með ykkur. Yfir haf til undralanda er nú logagullin braut og um loft og landið breiðist ljóssins dauðageisla skraut. Hug minn dreymir huldulönd, höll og blóm á nýrri strönd. Sjáðu ljómann lengst í vestri. Líttu á gyllta skýsins rönd. (Þ.G.) Jóna Matthildur. Mín kæra vinkona til nokkurra áratuga, Guðrún Daníelsdóttir, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands hinn 22. janúar sl. Leiðir okkar Minnýjar, eins og hún var kölluð, lágu fyrst saman í félagsskap sem við báðar sóttum. Hún féll vel í hópinn, tók öllum vel og studdi og styrkti okkur sem til hennar leituðum og leiðbeindi eftir því sem þörf var á. Þannig fékk hún okkur með glað- værð og góðvild, sem henni virtist svo eðlileg og tiltæk þegar á þurfti að halda að líta bjartari augum til framtíðar. Þær voru margar ánægjustund- irnar sem við áttum við spjall um gamanmál, lífið og tilveruna svo og alvarleg efni. Auk þess hafði hún þann fágæta eiginleika að með henni var hægt að þegja en vera þó í fullu sambandi við hana. En ský dró fyrir sólu þegar Minný veiktist af þeim langvinna sjúkdóm sem dró hana til dauða. Þó að hlátur yrði ef til vill minna áberandi eftir því sem veikindin ágerðust urðu brosin kannski meira áberandi, þessi fallegu og hlýju bros sem breyttu dimmu í dagsljós. Mér finnast þau eiga við hana þessi orð Hávamála Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Ég kveð þig með þessum orðum kæra vinkona. Eiginmanni og fjölskyldu vottum við okkar dýpstu samúð. Sunna og Vilhjálmur. Guðrún Daníelsdóttir (Minný) ✝ Herdís PetreaValdimarsdóttir fæddist á Selhaga í Bólstaðarhlíð- arhreppi 18. júlí 1927. Hún lést á Dval- ar- og hjúkr- unarheimilinu Grund 23. desember síðastliðinn. For- eldrar henna voru Jóhanna Magn- úsdóttir og Valdi- mar Sigurgeirsson. Þau voru lengst af bændur í Húnavatnssýslu en síð- ustu árin bjuggu þau á Blönduósi. Systkin Herdísar eru Sigríður, látin, og Hólmsteinn. Herdís giftist Skafta Jónssyni frá Valadal í Skaga- firði. Þau skildu og er hann látinn fyrir allmörgum árum. Síðustu 6 árin dvaldist Herdís á Grund. Útför Herdísar var gerð frá Foss- vogskapellu 4. janúar. Elsku frænka mín. Þá ertu farin í hinstu ferðina, sem öllum er ætluð, og það varstu búin að þrá lengi. Lífið fór oft ekki mjúkum höndum um þig. Segja má að þú haf- ir verið meira eða minna veik lengst af ævinni og fleira var þér erfitt í líf- inu. En þrátt fyrir það yfirgaf lífs- gleðin þig aldrei og á góðum dögum geislaðir þú af kátínu og dreifðir gleði í kringum þig. Lánið þitt í lífinu var að hitta hann Steina, þennan góða mann sem stóð við hlið þína eins og klettur seinni hluta ævinnar. Elsku frænka mín, ég þakka þér af öllu hjarta fyrir allar góðu stundirn- ar sem við áttum saman. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Far þú í friði frænka mín. Þín Þrúður Hjaltadóttir Herdís Petrea Valdimarsdóttir Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.