Morgunblaðið - 03.02.2007, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2007 35
MINNINGAR
Elsku (amma)
Anna, við trúum ekki
að þú sért farin frá
okkur, þetta gerðist
allt svo hratt.
Þú ert kominn til Jónu sem þú
elskar svo mikið, en við geymum all-
ar góðu minningarnar sem við áttum
saman.
Það var alltaf gott að koma í heim-
sókn til þín, maður var alltaf svo vel-
kominn.
Það var líka gaman að fá þig í
heimsókn, þú varst alltaf hrósandi,
fyrir fallegt heimili, góðan mat og
hvað þér fannst notalegt og gott að
koma í heimsókn til okkar.
Þú varst mikil og góð vinkona
barnabarnanna þinna og þær tala
mikið um það. Jafn barngóð mann-
eskja eins og þú varst Anna mín, er
ekki til.
Í dag (20. janúar) hefðir þú átt af-
mæli.
Hugur okkar er allur hjá þér og
þú átt alltaf stórt pláss í okkar
hjarta, við elskum þig mjög mikið.
Ástar- og saknaðarkveðjur:
Sandra, Sævar og Alexandra.
Elsku amma Anna, innilega til
hamingju með daginn (20. janúar).
Fyrir rúmum 2 mánuðum varstu
tekin frá okkur mjög snögglega, við
fengum ekki að kveðja þig. Þetta
hefur verið rosalega erfiður tími fyr-
ir okkur öll, allur söknuðurinn og
svo að hafa pabba svona veikan uppi
á spítala. Það sem huggar okkur
Anna Hauksdóttir
✝ Anna Hauks-dóttir fæddist í
Reykjavík 20. jan-
úar 1948. Hún lést á
gjörgæsludeild LSH
9. nóvember síðast-
liðinn og var jarð-
sungin frá Víði-
staðakirkju í
Hafnarfirði 17. nóv-
ember.
smá, er það að nú ertu
hjá Jónu Sjöfn þinni
og það er eflaust mikil
gleði hjá ykkur mæðg-
um að vera sameinað-
ar á ný. En að hugsa
til allra stundanna
okkar saman, matar-
boðin sem voru ófá og
margra rétta, man
ekki eftir að einhver
hafi farið svangur út
frá þér.
Allt sem þið gerðuð
fyrir barnabörnin, all-
ar veiðiferðirnar,
saumaskapurinn, eldamennskan,
föndrið og allt sem ykkur datt í hug.
Ég man ekki eftir að þið hafið ein-
hvern tímann sagt nei við þau. Þess-
ar minningar lifa í okkar hjörtum og
okkur finnst erfitt að fá ekki fleiri
svona góðar stundir með þér.
Við kveðjum þig nú, elsku Anna
okkar, með miklum söknuði og vit-
um að þið Jóna eruð nú englar sem
fylgjast með okkur.
Saknaðarkveðjur,
Sara, Ægir, Aldís, Aron
og Jökull.
Elsku Anna. Í dag hefðir þú átt
afmæli. Í dag hefðum við örugglega
verið boðin í mat til ykkar pabba. Í
mat þar sem allir eru glaðir, þú að
elda af þinni einstöku list, þið pabbi
að knúsa dúllurnar ykkar og allir að
hnoðast í sófanum, krakkarnir búnir
að snúa íbúðinni við og þú að segja
okkur sögur af einhverjum skandal
sem pabbi hafði gert fyrr um daginn
og við systurnar og pabbi í hláturs-
kasti yfir því. Þetta eru yndislegar
minningar, minningar sem fá mann
til brosa.
Tíminn eftir atburðinn er búinn að
vera erfiður og það eru lítil hjörtu
sem sakna þín sárt. Núna vonum við
svo innilega að pabbi nái sér og við
vitum, þó hann sé mikið veikur, að
hann saknar þín meira en allt. Enda
gátuð þið ekki án hvors annars ver-
ið; hvort sem var í gleði eða erf-
iðleikum. Við vonum svo innilega,
elsku Anna, að þér líði vel í hjarta
þínu hjá Jónu Sjöfn þinni sem þú
elskaðir svo heitt. Minning um þig
verður geymd í hjörtum okkar allra,
alltaf, og við lofum að hugsa vel um
leiðið hennar Jónu.
Megi Guð geyma þig og Jónu. Við
söknum þín sárt.
Halla og Hjalti.
Elsku amma Anna.
Það er erfitt fyrir okkar litlu
hjörtu að trúa því að þú sért farin.
Það er svo sárt. Þó svo að við vitum
að þér hlýtur að líða vel hjá Jónu
þinni, sem þú elskaðir svo heitt.
Þetta er allt svo skrítið Við eigum
eftir að sakna þess svo mikið að
koma ekki í heimsókn til þín og finna
fyrir því að það er ekkert annað í
heiminum sem skiptir máli nema
við.
Að fá símhringingar á afmælis-
dögunum okkar og heyra þig syngja
afmælissönginn.
Að koma til þín á jólunum og
föndra.
Að fara með ykkur afa að veiða –
þó svo að við veiddum sjaldan fisk.
Og bara að heyra þig hlæja og sjá
þig teygja út armana og segja við
okkur: „Amma elskar ykkur svoo-
oooooona mikið“.
Elsku amma, til hamingju með af-
mælið. Við söknum þín svo mikið –
takk fyrir allt.
Þín elskandi barnabörn;
Aldís, Alexandra, Brynja
Hlíf og Skarphéðinn.
ERMSKI stórmeistarinn Vladim-
ir Akopjan sigraði á hinu geysi-
sterka móti á Gíbraltar. Þessi ágæti
klettur undan stöndum Spánar til-
heyrir Bretlandi og kemst alltaf
annað veifið í fréttirnar hefur und-
anfarið verið vettvangur eins best
skipaða opna móts sem fram fer ár
hvert. Þeir Stefán Kristjánsson og
Jón Viktor Gunnarsson tóku báðir
þátt í mótinu. Stefán þarf að bæta
stigatölu sína nokkuð til að fá stað-
festan stórmeistaratitilinn og ætti
ekki að verða skotaskuld úr því.
Hann hlaut 5 vinninga af níu mögu-
legum en tapaði 17 stigum a.m.k.
Jón Viktor hlaut einnig 5 vinninga.
Báðir geta betur.
Fjölmargir öflugir stórmeistarar
eru meðal þátttakenda, þeirra
fremstur Michael Adams og aðrir
kunnir meistarar, Vadim Milov, Iv-
an Sokolov Viktor Korchnoi, Mi-
kahael Gurevich, Hikaro Nakamura
svo nokkrir séu nefndir. Alls voru
keppendur í efsta flokki 180 talsins
þar af um 50 stórmeistarar.
Efstu menn:
1. Akopjan (Armenía) 2.–4.
Areschenko (Úkraínu), Nakamura
(Bandaríkin) og Emil Sutovsky
(Ísrael) 7 v. Með 6 ½ vinning komu
meðal annarra Michael Adams, Iv-
an Sokolov og Mikhael Gurevich.
Góðvinur vinur okkar Íslendinga,
Ivan Sokolov, var lengi vel í far-
arbroddi en í næstsíðustu umferð
mætti hann Akopjan og reyndist
það úrslitaviðureign mótsins:
8. umferð:
Vladimir Akopjan – Ivan Soko-
lov
Spænskur leikur
Ivan Sokolov hefur mjög einfald-
an smekk í byrjunum. Hann svarar
1. e4 alltaf með 1. … e5 og 1. d4
alltaf með 1. … d5. Það er ekki erf-
itt að undirbúa sig fyrir hann en
styrkur hans liggur fyrst og fremst
í miklum baráttuvilja. Í þessari
skák þenur hann stöðu sína kannski
meira en góðu hófi gegnir. Skákin
er skólabókardæmi um það hvernig
veikasti hlekkurinn, í þessu tilviki
f5-reiturinn, getur nánast lamað all-
an eðlilegan samgang í stöðunni.
Það sem einkennir flesta skákmenn
frá Armeníu er hversu góða tækni
þeir hafa tileinkað sér og Akopjan
slær hvergi feilpúst.
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4.
Ba4 Rf6 5. d3 Bc5 6. c3 b5 7. Bb3
d6 8.
0–0 0–0 9. Bg5 h6 10. Bh4 g5 11.
Bg3 Bg4 12. Rbd2 Hb8 13. He1
Rh5 14. h3
Bxf3 15. Dxf3 Rxg3 16. Dxg3
Df6 17. He2 Re7 18. Rf1 Rg6 19.
Re3 Df4 20. Rf5
Dxg3 21. Rxg3 Kh7 22. Hd2 Bb6
23. Kf1 Re7 24. d4 f6 25. Be6 Kg6
26. a4 h5 27. d5 bxa4 28. Hxa4
a5 29. Ke2 h4 30. Bf5+ Kg7 31. Rf1
Hb7 32. Hc2 Rg6 33. Bxg6 Kxg6
34. Rd2 f5 35. f3 fxe4 36. Rxe4 Hf4
37. Hc4 Hb8 38. Hd2 Kf5 39.
Kd3 Ha8 40. b3 Hb8 41. Ha2 Kg6
42. Hc6 Hff8 43. Ha4 Hf4 44. b4
axb4 45.
Hxb4 Kh5 46. Rxd6
Svartur gafst upp.
Eyjamenn sterkir
á Íslandsmóti barna
Kristófer Gautason úr Taflfélagi
Vestmanneyja sigrað á Íslandsmóti
barna sem lauk í húsakynnum Tafl-
félags Reykjavíkur um síðustu
helgi. Hrund Hauksdóttir, Fjölni,
sigraði í stúlknaflokki. Tefldar voru
átta umferðir og hlaut Kristófer 7
vinninga af átta mögulegum. Mótið
var geysispennandi og snerist upp í
hreina baráttu milli Kristófers og
félaga hans úr TV, Daða Steins
Jónssonar og Friðriks Þjálfa Stef-
ánssonar. Í lokaumferðinni mættust
þeir Kristófer og Daði Steini og
hafði Kristófer sigur þrátt fyrir að
vera drottningunni undir fyrir hrók
um tíma. Friðrik Þjálfi tapaði hins-
vegar fyrir Emil Sigurðssyni í loka-
umferðinni. Mótið ber glöggan vott
um að hið mikla starf Eyjamanna
er þessa dagana að skila ríkulegum
ávexti. Þá kemur Fjölnir einnig
sterkur inn. Aðstæður á skákstað
voru að sumu leyti erfiðar því skák-
stjórnin var fáliðuð en hún var í
höndum hins dugmikla stjórnar-
manns hjá SÍ, Páli Sigurðssyni.
Alls voru keppendur 68 en loka-
niðurstaðan hvað varðar efstu menn
varð þessi:
1 Kristófer Gautason TV, 7 v. 2.–3. Friðrik
Stefánsson, TR og Daði Steinn Jónsson TV
6 ½ v. hvor. 4.–9. Emil Sigurðsson, Helli,
Theódór Inæssio, Fjölni, Birkir Karl Sig-
urðsson, Helli, Jón Hákon Richter, Hauk-
um, Hrund Hauksdóttir, Fjölni, og Hjörtur
Snær Jónsson, SA 6 vinninga.
Reykjavíkurskákmót stúlkna
Reykjavíkurskákmót stúlkna fer
fram í dag í félagsheimili Taflfélags
Reykjavíkur, skákhöllinni Faxafeni
12. Mótið hefst kl.14 og lýkur eigi
síðar en kl.18. Skráning hefst
kl.13.30 á mótsstað. Mótið er opið
öllum stúlkum 15 ára og yngri
(f.1991 og síðar). Veittir verða verð-
launagripir og önnur verðlaun fyrir
þrjú efstu sætin og verður sigur-
vegarinn krýndur „stúlknameistari
Reykjavíkur 2007“ og hlýtur til
vörslu veglegan farandbikar í eitt
ár. Einungis þær geta orðið
stúlknameistarar Reykjavíkur sem
eiga lögheimili í Reykjavík eða eru
félagsmenn í taflfélögunum í
Reykjavík. Núverandi stúlkna-
meistari Reykjavíkur er Hallgerður
Helga Þorsteinsdóttir. Tefldar
verða 7 umferðir með umhugsunar-
tímanum 15 mín. á skák. Ekkert
kostar að taka þátt í mótinu.
Allar upplýsingar veitir Torfi
Leósson, suren@goldenboat.net,
s.697-3974
Á brattann að sækja hjá Stefáni og Jóni Viktori
Verðlaunahafar Páll Sigurðsson skákstjóri og Óttar Felix hauksson for-
maður TR með með nokkrum verlaunahöfum frá Íslandsmóti barna: Mið-
röð: Friðrik Þjálfi Stefánsson TR sem var bestur í 1996 árganginum , Óli-
ver Aron Jóhannesson Fjölni bestur í árganginum 1998, og Alexander
Gautason TV Íslandsmeistari barna 2007. Fremst t.v.: Hildur Berglind Jó-
hannsdóttir Helli best í árganginum 1999 og Guðlaugur Gísli Guðmunds-
son TV bestur í árganginum 2000
SKÁK
Gíbraltar 23. janúar –
2. febrúar 2007
helol@simnet.is
Helgi Ólafsson
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari
upplýsingum.
Minningargreinar
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá formanni
Blaðamannafélags Íslands, Örnu
Schram:
„Menntamálaráðherra, Þorgerði
K. Gunnarsdóttur, hefur í engu tek-
ist að útskýra hvers vegna hún
kaus að hunsa tilnefningar Blaða-
mannafélags Íslands í sérfræðinga-
nefnd NJC, norræna blaðamanna-
skólans í Árósum. Aukinheldur
hefur hún ekki sýnt BÍ þá virðingu
að svara erindi þess – frá því í síð-
ustu viku – þar sem krafist er skýr-
inga. Hún gerði hins vegar grein
fyrir afstöðu sinni í Morgunblaðinu
í gær. Þær eftiráskýringar stað-
festa að ekki stóð til að hafa sam-
ráð við Blaðamannafélag Íslands
varðandi NJC. Ráðuneytið virðist
ekki óska eftir frekara samstarfi
við BÍ og neyðist stjórn BÍ til að
haga störfum sínum í samræmi við
það.
Forystumenn blaðamannafélag-
anna í Danmörku, Svíþjóð, Finn-
landi og Noregi hnykktu á því í
bréfi Samtaka norrænu blaða-
mannafélaganna til menntamálaráð-
herra fyrr í vikunni að samstarf við
fagfélög blaðamanna væri eitt af
grunngildum NJC. Íslenski
menntamálaráðherrann er nú eini
ráðherrann á Norðurlöndunum sem
hefur kosið að virða þau gildi að
vettugi.
BÍ tilnefndi fyrir jól, að beiðni
menntamálaráðuneytisins, Birgi
Guðmundsson, lektor í fjölmiðla-
fræði við Háskólann á Akureyri,
sem aðalmann í nefnd NJC og
Svanborgu Sigmarsdóttur, blaða-
mann á Fréttablaðinu, sem vara-
mann. Hafi menntamálaráðherra
haft athugasemdir við þær tilnefn-
ingar, m.a. á grundvelli „hagsmuna-
árekstra“, eins og hún orðaði það í
Morgunblaðinu í gær, hefði henni
verið í lófa lagið að koma þeim at-
hugasemdum á framfæri við BÍ.
Það gerði hún ekki.
Þvert á móti staðfesti starfsmað-
ur hennar, Elfa Ýr Gylfadóttir, í
símtali við undirritaða hinn 6. des-
ember sl. að búið væri að sam-
þykkja tilnefningu BÍ um aðal-
mann. BÍ komst hins vegar að því
fyrir tilviljun í síðustu viku að ráð-
herra hefði ekki farið að tilnefn-
ingum BÍ. Hann hefur svo bitið höf-
uðið af skömminni með því að
tilnefna sinn eigin starfsmann, fyrr-
nefnda Elfu Ýr, sem varamann í
nefndina.
Menntamálaráðherra sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær að
þar sem hugmyndir um breytingar
á NJC fælu m.a. í sér að nám í
blaðamennsku yrði fært til háskóla-
deilda í hverju landi hefði henni
þótt rétt að skipa ekki háskóla-
mann, enda skapaði það hættu á
hagsmunaárekstrum. Rétt þykir að
upplýsa menntamálaráðherra um
það að í sérfræðinganefnd NJC
sitja nú þegar fulltrúar þeirra
skólastofnana á Norðurlöndunum
sem leitað verður til vegna endur-
menntunar blaðamanna, samkvæmt
þeim breytingum sem menntamála-
ráðherrar Norðurlanda létu gera á
starfseminni.
Því má bæta við að það er í
meira lagi undarlegt að sjá haft eft-
ir menntamálaráðherra að það bjóði
hættunni heim að tilnefna einstak-
ling úr háskólasamfélaginu í nefnd
norræns blaðamannaskóla. Þess má
að lokum geta að umræddur ein-
staklingur, Birgir Guðmundsson,
lektor í fjölmiðlafræði við Háskól-
ann á Akureyri, hefur víðtæka
reynslu úr fjölmiðlum sem og mikla
reynslu af útgáfu og norrænu sam-
starfi, auk þess sem hann starfar
um þessar mundir að ritstjórn og
útgáfu fyrir Blaðamannafélag Ís-
lands.“
Engin svör frá
menntamálaráðherra