Morgunblaðið - 03.02.2007, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2007 41
menning
Eins og fjallað var um í Morg-unblaðinu í gær kom fyrirnokkrum árum út framhald
Vesalinganna, hins sígilda bók-
menntaverks Victors Hugos, eftir
François nokkurn Cérésa. Margir
hafa orðið til þess að hneykslast á
uppátækinu og sakað Cérésa um
óvirðingu í garð Hugos og fransks
bókmenntaarfs. Þá blöskrar mönn-
um ekki síst meðferð Cérésa á hin-
um frægu persónum verksins en
hann gerist m.a. svo djarfur að reisa
eina af lykilpersónunum, Javert,
upp frá dauðum.
Það að gert sé framhald af vin-sælu skáldverki annars höf-
undar er ekki nýtt af nálinni og hafa
margar af sögupersónum vinsælla
bókmenntaverka mátt sæta því að
takast á við ný ævintýri án aðkomu
upprunalegs skapara þeirra. Á þess-
ari öld hafa menn reyndar verið iðn-
ari við þann kola í annarri listgrein
– kvikmyndasagan er uppfull af
slíkum dæmum og má í því sam-
bandi nefna að á gullöld spagettí-
vestranna urðu framhaldsmynd-
irnar um einfarann svellkalda,
Django, yfir hundrað talsins.
Ein alræmdasta framhaldssagaallra tíma sem ekki er skrifuð
af höfundi upprunalega verksins er
sennilega verk Alonsos Fernández
frá Avellaneda sem kom út á Spáni
árið 1614, Annað bindi um ævintýri
hugvitsama riddarans dons Kíkóta
frá Mancha, en eins og nafnið ber
með sér byggir sú bók á sköp-
unarverki Miguels Cervantes, don
Kíkóta. Falski Kíkóti, eins og bók
Avellanedas er jafnan kölluð á
Spáni, er ekki eina stælingin á verki
Cervantes en stórmerkileg fyrir
þær sakir að ári eftir útkomu henn-
ar, 1915, gaf Cervantes út sitt eigið
framhald þar sem m.a. er vísað í Kí-
kóta hinn falska. Þannig heyra don
Kíkóti og Sansjó Pansa t.d. lesið upp
úr verki Avellanedas um eigin æv-
intýri (sem þeir kannast ekkert við)
og stefna í kjölfarið til Barcelona til
að ræna einni af aðalpersónum
Avellanedas.
Fræðimenn hafa löngum reynt aðkomast að því hver Avellaneda
var, en það þykir nokkuð ljóst að
það er ekki raunverulegt nafn höf-
undar Falska Kíkóta. Ein kenningin
er sú að bókin hafi verið skrifuð af
vinum Lope de Vega og jafnvel með
talsverðri aðkomu Vega sjálfs, en
hann var mikilsmetið skáld og vitað
er að hann hafði horn í síðu Cerv-
antes. Aðrir telja að kaþólska kirkj-
an hafi átt hlut að máli. Hún hafi
viljað skipta hinum frjálslynda Kí-
kóta út fyrir annan öllu íhaldssam-
ari enda fer lítið fyrir kristilegum
hugleiðingum og siðapredikunum í
verkum Cervantes – jafnvel síður en
svo. Avellaneda virðist á hinn bóg-
inn hafa verið þeirrar skoðunar að
róttæklingar eins og don Kíkóti
ættu heima á bak við lás og slá, þar
sem hann reyndar skilur við hann í
sögulok.
Sagt er að penninn sé máttugri ensverðið. Hugo mun ekki gefast
tækifæri til að höggva að bók Céré-
sas, eins og Cervantes gat brugðist
við bók Avellanedas í sinni tíð. En
penninn getur einnig verið tvíeggj-
að sverð. Hefði Cervantes látið vera
að bregðast við hinum Falska Kí-
kóta má búast við að sá hefði fljót-
lega fallið í gleymsku þar sem bók-
menntalegt gildi verksins þykir
heldur rýrt. Spurningin er hvort af-
komendur Hugos, sem hafa staðið í
málaferlum við Cérésa, hafi með því
tryggt bókmenntasögulega framtíð
hans.
Falski Kíkóti hans Avellanedas
Don Kíkóti Ein frægasta framhaldssaga allra tíma, ekki gerð af höfundi upphaflega verksins, er Falski Kíkóti.
AF LISTUM
Flóki Guðmundsson
» Þannig heyra donKíkóti og Sansjó
Pansa t.d. lesið upp úr
verki Avellanedas um
eigin ævintýri
„BJARNI Thor Kristinsson bassi
var í hlutverki Osmins og var í einu
orði sagt stórkostlegur. Ekki að-
eins var söngurinn magnaður held-
ur var Bjarni sjálfur svo sannfær-
andi í þessu hlutverki, bæði fyndinn
og samt illgjarn og villimanns-
legur, að lengi verður í minnum
haft. “
Þannig komst Jónas Sen að orði í
umsögn sinni um flutning Íslensku
óperunnar á Brottnáminu úr
kvennabúrinu eftir Mozart fyrr í
vetur.
Nú ber vel í veiði fyrir aðdá-
endur Bjarna, því í dag kl. 16 syng-
ur hann í Tíbrártónleikaröðinni í
Salnum ásamt Jónasi Ingimund-
arsyni píanóleikara.
Íslensk sönglög og erlend, og
þekktar óperuaríur fyrir dökka
bassarödd verða uppistaða efnis-
skrárinnar; Sigfús Halldórsson,
Karl O. Runólfsson og Sveinbjörn
Sveinbjörnsson, ballöðutónskáldið
Carl Loewe og enskir og amerískir
slagarar, svo eitthvað sé nefnt.
Bjarni Thor er Suðurnesjamaður
í húð og hár og sagt hefur það verið
um hann að hann eigi eftir að gera
garðinn frægan erlendis, en þar
starfar hann nú við góðan orðstír,
samsviða engu minni meisturum en
Placido Domingo og undir stjórn
snillinga á borð við Zubin Metha,
Kent Nagano og Daniel Barenboim.
Bjarni var stórkostlegur í Óp-
erunni í haust, en næstu verkefni
hans í útlöndum eru í Rósariddara
Richards Strass í Berlín, Hollend-
ingnum fljúgandi eftir Wagner í
Barcelona – en þar söng Bjarni
með Domingo í annarri Wagneró-
peru, Parsifal í hittiðfyrra og sem
Fáfnir Rínargulli Bayreuth-
tónskáldsins, í Feneyjum.
Það var vorið 1996 var Bjarni
ráðinn aðalbassasöngvari Þjóð-
aróperunnar í Vín, eftir nám þar í
borg og hér heima. Þar var hann
fastráðinn til þriggja ára og að
þeim tíma liðnum sneri hann sér
einungis að lausamennsku. Eftir
það hefur hann verið fastur gestur
í Ríkisóperunni í Berlín auk þess að
koma fram í óperuhúsunum í Chi-
cago, Barcelona, París, Veróna,
Wiesbaden og víðar.
Bjarni Thor syngur í Salnum í dag
Sönglög og slagarar
Morgunblaðið/Ásdís
Bassinn Nú ber vel í veiði fyrir aðdáendur Bjarna Thors Kristinssonar, því
í dag kl. 16 syngur hann í Salnum ásamt Jónasi Ingimundarsyni.
* IMG Gallup febrúar – mars 2006
Af þeim sem
hringdu í
þjónustuver
Vodafone voru
96,4 % ánægðir
með viðmótið*
1414 - til þjónustu reiðubúin
www.vodafone.is
Gríptu augnablikið og lifðu núna