Morgunblaðið - 03.02.2007, Side 45

Morgunblaðið - 03.02.2007, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2007 45 dægradvöl Staðan kom upp í C-flokki Corus skákhátíðarinnar sem er nýlokið í Wijk aan Zee í Hollandi. Hollenski alþjóðlegi meistarinn Edwin Van Haastert (2391) hafði svart gegn kollega sínum og landa Thomas Wil- lemze (2393). 42... e3! sígilt en um leið snjallt línurof. Riddari hvíts á f6 er nú dauðadæmdur. 43. Hh7+ Kc6 og hvítur gafst upp enda taflið gjör- tapað eftir t.d. 44. fxe3 Bxc3+ 45. Kb1 Bxf6 46. Hh6 Rd2+ 47. Kc1 Re4. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Svartur á leik. Ruglingur. Norður ♠G1063 ♥54 ♦ÁG ♣98532 Vestur Austur ♠85 ♠D4 ♥ÁK10876 ♥92 ♦94 ♦D108732 ♣KD10 ♣764 Suður ♠ÁK972 ♥DG3 ♦K65 ♣ÁG Suður spilar 4♠ Spilurum hættir til að gera ekki nógu skýran greinarmun á varnarregl- unum „kall/frávísun“ og „talningu“. Lítum á hvað gerðist í þessu spili. Vestur tók tvo slagi á ÁK í hjarta og skipti svo yfir í laufkóng. Sagnhafi drap, tók tvisvar tromp og lagði upp með þeim orðum að hann gæfi slag á lauf. Austur var gramur: „Ég sýndi tví- spil í hjarta – ef þú spilar þriðja hjart- anu get ég trompað með drottning- unni.“ Vestur játaði því, „... en hvernig gat ég vitað að þú ættir tromp yfir blindum?“ Þessi staða veldur oft rugl- ingi: menn telja sér skylt að sýna tví- spil þegar í raun er best að kalla eða vísa frá. Ef það er ótvírætt að kall/ frávísun eigi við hér, þá kallar austur ÞVÍ AÐEINS að hann geti trompað yfir blindum. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig Krossgáta Lárétt | 1 áþekkur, 8 leð- ur, 9 ægisnálin, 10 gljúf- ur, 11 suða, 13 hinn, 15 gleðjast, 18 sussar á, 21 vitrun, 22 drepa, 23 fnykur, 24 lygi. Lóðrétt | 2 ökumaður, 3 prútta, 4 Evrópubúa, 5 ekki gamlan, 6 spil, 7 flanar, 12 væg, 14 tangi, 15 vatnsfall, 16 grotta, 17 flýtinn, 18 furðu, 19 tími, 20 vitlaus. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 ósjór, 4 þokki, 7 kerlu, 8 ötull, 9 föl, 11 prik, 13 vinn, 14 eigna, 15 ómar, 17 næmt, 20 Óli, 22 ertur, 23 lúann, 24 akrar, 25 tossi. Lóðrétt: 1 ósköp, 2 jarfi, 3 rauf, 4 þjöl, 5 kauði, 6 iglan, 10 öngul, 12 ker, 13 van, 15 ópera, 16 aktar, 18 Ævars, 19 tangi, 20 órar, 21 illt. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 1 Biskupaskipti eru að verða hjákaþólska söfnuðinum í Reykja- vík. Hvað heitir biskupinn sem nú hef- ur ákveðið að hætta? 2 Ríkisútvarpið hefur tekið upp nýttfréttastef og lagt af aldarfjórð- ungs gamalt stef. Eftir hvern var það? 3 Skipaður hefur verið nýr formað-ur Umferðarráðs í stað Óla H. Þórðarsonar. Hver er hann? 4 Leikritið Equus er nú sett upp ánýjan leik á West End í London. Með hlutverk piltsins allsnakta fer Daniel Radcliffe. Fyrir hvaða hlutverk er hann annars þekktastur? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Komið hefur á daginn að álagning á hvern bensínlítra er 19,1 kr. hér á landi sem er umtalsvert hærra en í viðmið- unarlöndum innan ESB. Hver er álagning þar í krónum talið? Svar: 8,4 kr. 2. Lay Low var sigurvegari íslensku tónlisrarverð- launanna og hlaut þrenn verðlaun. Hvað heitir hún réttu nafni? Svar: Lovísa El- ísabet Sigrúnardóttir. 3. Hver fór fyrir mót- mælendum gegn vegaframkvæmdum í Mosfellsbæ í fyrradag? Svar: Bryndís Schram. 4. Færeyingar munu fá tvo góða gesti á ráðstefnu í lok maí. Hverjir eru þeir? Svar: Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og Hans Blix, fyrrverandi yf- irmaður vopnaeftirlitsnefndar Sameinuðu þjóðanna. Spurt er… ritstjorn@mbl.is    AÐSTANDENDUR útvarpsþáttar- ins Flex Music, sem hefur verið á X-inu undanfarin tvö ár, hafa staðið fyrir svokölluðum klúbbakvöldum í höfuðborginni. Í tilefni tímamót- anna býður Flex Music upp á eina eftirsóttustu plötusnúðagrúppu í heiminum í dag og mun hún koma fram á Nasa í kvöld. S.O.S., eða Sex On Substance, kallast hún og hana skipar meðal annarra Desyn Masiello sem kom fram á einu af klúbbakvöldum árs- ins 2006 á Nasa og gerði allt vit- laust ásamt Demi & Omid 16-b, sem einnig koma fram í kvöld. Kristinn Björnsson hjá Flex Mu- sic segir að árið 2007 verði í fram- tíðinni kallað danstónlistarárið mikla og að í uppsiglingu sé upphaf nýs diskótímabils. „Þeir eigendur tónleikastaða sem við höfum unnið með halda því fram að sveitaballa- menningin hafi sungið sitt síðasta og að nú mæti fólk ekki lengur á böll þar sem fólk dansar við undir- leik hljómsveitar. Klúbbamenningin er komin til að vera og við höfum varla undan að bóka plötusnúða á þessa staði.“ Félagi Kristins hjá Flex Music, Heiðar Hauksson, segir ennfremur að þeir hjá Flex Music finni fyrir auknum áhuga úti á landi og að á næstu vikum muni þeir halda klúbbakvöld á Akureyri og víðar úti á landi. „Við erum að fá hingað mjög góða plötusnúða utan úr heimi. Við hlustum náttúrlega á þessa tónlist sjálfir og reynum að fá hingað plötusnúða sem eru að gera eitt- hvað nýtt og frumlegt,“ segir Heið- ar og vísar til þess að plötusnúðar S.O.S. hyggist mæta með fjölmarga spilara og halda einskonar plötu- snúðakonsert á Nasa. Aðspurður hversu stór hópur það sé sem stundi klúbbakvöldin að staðaldri, um það bil einu sinni í mánuði, segir Kristinn að hann telji líklega í kringum 600 manns og stækki hratt. „Fólkið sem hlustar á þessa tón- list hefur lengi verið stimplað sem skemmtanasjúkt fólk sem drekkur mikið og neytir eiturlyfja en þannig er það alls ekki. Á meðal þeirra sem stunda þessi kvöld er bindind- isfólk sem sötrar orkudrykki á milli þess sem það dansar. Þetta er bara spurning um tónlistarsmekk en ekki líferni.“ Það er hljóðkerfisfyrirtækið Hljóð-X sem mun sjá um ljós og hljóðkerfi á klúbbakvöldinu en hljóðkerfinu sem nú er á Nasa verður skipt út fyrir nýtt og enn betra kerfi. Einnig verður ljósabún- aður einstakur. Forsala miða er í 12 tónum og miðaverð í forsölu er aðeins 1990 kr. Húsið opnar kl. 23.30 og er áætl- að að S.O.S. stígi á svið kl. 1.30. Sveitaböllin hafa sungið sitt síðasta Morgunblaðið/Sverrir Skytturnar þrjár Kristinn Bjarnason, Björn Kristinsson og Heiðar Hauks- son hjá Flex Music breiða út boðskap danstónlistarinnar á skemmtistöðum. Flex Music fagnar tveggja ára afmæli með plötusnúðaveislu á NASA í kvöld

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.