Morgunblaðið - 03.02.2007, Síða 52

Morgunblaðið - 03.02.2007, Síða 52
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 34. DAGUR ÁRSINS 2007 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Suðvestan 8–13 m/s og él en skýj- að með köflum norðan- og aust- anlands. Hiti 0 til 4 stig.» 8 Heitast Kaldast 4°C 0°C KJELL Magne Bondevik, fyrrum forsætisráð- herra Noregs, segir í viðtali í Morgunblaðinu í dag að það hafi einkum verið tvær ástæður fyrir því að hann gerði uppskátt um geðræn veikindi sín haustið 1998. „Í fyrsta lagi, af hverju á að skammast sín fyr- ir vandamál af geðrænum toga? Ef ég hefði fengið hjartaáfall eða fótbrotnað hefði þetta ekki verið neitt mál og ekkert til að velta sér upp úr.“ Þá segir hann að einnig hafi praktískar ástæður legið að baki þar sem forsætisráðherra geti ekki verið lengi fjarverandi án þess að út- skýra það. „Meira að segja forsætisráðherra getur komist í þannig ástand að hann upplifi að hann sé einskis virði. Byrjunin á bataferli mínu var að finna að konan mín og börnin kunnu að meta mig þrátt fyrir ástandið og í því fólst mikill styrkur. Smám saman kom svo aftur sjálfsvirð- ingin og sjálfstraustið.“ | 26–27 Forsætisráð- herra getur upplifað sig einskis virði Í HEILDARÁÆTLUN um nýtingu og vernd náttúruauðlinda er gert ráð fyrir gjaldtöku fyrir nýtingu og með því skapast tækifæri til að byggja upp á einhverju tímabili auðlinda- sjóð sem hægt er að nota til sérstakra þjóð- þrifaverkefna, að því er fram kom í ræðu Jóns Sigurðssonar viðskiptaráðherra á Sprotaþingi 2007 í gær. Fram er komið á Alþingi frumvarp um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu. Jón sagði að brátt yrði þeim merka áfanga náð að orkumannvirkin við Kárahnjúka færu að skila arði til þjóðarbúsins. Alaskabúar hefðu þegar góða reynslu á þessu sviði, en þeir endurgreiddu líka öllum almenningi úr slíkum auðlindasjóði þegar arðstaða hans leyfði. Byggt undir framtíðarárangur „Ég tel að auðlindasjóður eigi að geta tekið virkan þátt í eflingu þess nýsköpunar- og sprotakerfis sem íslenska þjóðin þarf á að halda. Þá væri arðinum af auðlindum Íslend- inga varið til að byggja hér undir framtíð- arárangur og auk þess geta beinar greiðslur til almennings, þegar þannig ber undir, orðið öflug samfélagsstoð,“ sagði Jón. Hann sagði að með sprotafyrirtæki væri al- mennt átt við fyrirtæki með innan við 50 starfsmenn og ársveltu innan við 500 milljónir króna sem byggði starfsemi sína á sérhæfðri þekkingu og verði meira en 10% af veltu í rannsóknir og þróunarstarfsemi. Gjaldtaka fyrir nýtingu auðlinda Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is TVEIMUM nýjum fiskiskipum Bergs-Hugins í Vestmannaeyjum var í gær gefið nafn í Póllandi. Jafn- framt undirrituðu eigendur Dala- rafns samning um smíði á nýju skipi. Bergur-Huginn hefur nú á tveimur árum varið 2,8 milljörðum króna til skipa- og kvótakaupa. Veiðiheimildir félagsins eru orðnar ígildi 6.500 þorsktonna og nema 1,6% af öllum úthlutuðum veiðiheimildum á land- inu. Skipin, Vestmannaey og Bergey, eru systurskip, 29 metra löng og búin til ferskfiskveiða, svokallaðir þriggja mílna togbátar. Nýja Vestmannaeyin kemur í stað eldra vinnsluskips í eigu félagsins og heldur til veiða í byrjun mars. Bergey er viðbót við flota Bergs-Hugins ehf. en félagið átti fyr- ir nokkrum árum skip með sama nafni. Áætlað er að Bergey komi til veiða í september á þessu ári. Samhliða þessum skipakaupum hefur Bergur-Huginn ehf. aflað sér aukinna veiðiheimilda. Þannig fjár- festi félagið í varanlegum veiðiheim- ildum fyrir um 800 milljónir á árun- um 2005 og 2006. Nú í upphafi árs hefur félagið keypt tvö minni útgerð- arfélög, auk kvóta af öðrum útgerð- um fyrir um einn milljarð króna. Björt framtíð ,,Ég tel útgerðina í Eyjum eiga bjarta framtíð og það er til marks um þessa sannfæringu að við erum að fjárfesta í skipum og aflaheimildum fyrir nær 2,8 milljarða á þessum tveimur árum. Eyjarnar eru gott samfélag sem við viljum efla á alla lund og þetta er liður í því,“ segir Magnús Kristinsson útgerðarmaður. 2,8 milljarðar í skip og kvóta  Tveimur | 13 Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is KOSTNAÐUR við lagningu jarð- strengja getur verið allt að níu sinnum meiri en við loftlínur miðað við sömu flutningsgetu. Sem dæmi má nefna að 420 kílóvolta (kV) jarðstrengur sem flytja þarf rúm 1.600 MVA (mega volt amper), kostar um 360 milljónir kr. á hvern kílómetra (mkr/km) en sambæri- leg loftlína kostar um 40 milljónir mkr/km. Landsnet segir mikilvægt að meginflutningslínur með mikilli flutningsgetu séu loftlínur en litið verði til jarðstrengja í stað lína með minni flutningsgetu. Landsnet hf. hefur lagt fram til- lögu að matsáætlun vegna há- spennulína frá Hellisheiði að Straumsvík sem liggja um átta sveitarfélög. Tillagan gerir að litlu leyti ráð fyrir lagningu jarð- strengja. OR vill lengri strengi Orkuveitan segir Landsnet ekki skoða nægilega möguleika á lagn- ingu jarðstrengja í matsáætlun- inni. Guðmundur Þóroddsson, for- stjóri OR segir umhverfisverndar- sjónarmið geta kallað á meiri kostnað. „Það er ekki alltaf borð- leggjandi að fara ódýrustu leiðina, til þess setjum við framkvæmdir í umhverfismat,“ segir hann. „Það er tæknilega afskaplega erfitt að flytja allt rafmagn á svæð- inu með jarðstrengjum og fjár- hagslega alveg ómögulegt,“ segir Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets. Þeirra fyrsta lausn sé að fara ódýrustu leiðina en komi í ljós almenn andstaða sé Landsnet reiðubúið að fara aðra leið. Getur verið nífalt dýrara að leggja streng en línu Umhverfisvernd einn af þeim kostnaðarliðum sem verður að taka tillit til Í HNOTSKURN » Háspennulínur Lands-nets um Hellisheiði að Straumsvík verða níu talsins og sú lengsta um 30 km að lengd. » Lengd háspennulínaLandsnets eru í dag sam- tals 2.911 km. » Landsnet hf. var stofnaðárið 2003 og er hlutverk þess m.a. að annast flutning raforku um landið.  Strengurinn | 12 ♦♦♦ ÞEIR Andri Snær Magnason og Ólafur Jóhann Ólafsson hlutu Íslensku bókmenntaverðlaunin 2006 sem veitt voru í gær. Andri Snær var verðlaunaður í flokki fræðirita og bóka almenns eðlis fyrir Drauma- landið en Ólafur Jóhann í flokki fagurbókmennta fyrir bók sína Aldingarðurinn. | 16 Morgunblaðið/ÞÖK Draumalandið og Aldingarðurinn ÍSLENSKA krónan er ofmetnasta myntin í heimi samkvæmt Big Mac-vísitölunni sem tímaritið Economist tekur saman. Vísitalan mælir verð á Big Mac- hamborgum víða um heim og samkvæmt henni er gengi ís- lensku krónunnar 131% hærra en það ætti að vera. „Ofmetnasti gjaldmiðillinn er ís- lenska krónan: það gengi milli og krónu og dollars sem myndi þýða að verðið væri það sama í Bandaríkj- unum og á Íslandi er 158 krónur. En gengið er 68,4 krónur sem táknar að krónan er 131% of dýr,“ er skrifað í Economist. | 14 Ofmetnasti gjaldmiðillinn FJÁRMÁLAFYRIRTÆKIÐ FL Group skilaði 44,6 milljarða króna hagnaði á síðasta ári og er hagnaðar- aukning 158% milli ára. Heildareign- ir félagsins voru undir lok síðasta árs 262,9 milljarðar króna en þær nær tvöfölduðust á árinu. Eigið fé jókst um 92% í 142,6 milljarða króna og á félagið 47 milljarða í handbæru fé til fjárfestingar. Hagnaður á fjórða ársfjórðungi jókst í 33,6 milljarða, en á fjórðungn- um gekk FL Group m.a. frá sölu á Icelandair, sem skilaði félaginu 26,5 milljarða hagnaði, og á Sterling fyrir 20 milljarða króna. | 14 Methagnaður hjá FL Group FJÖGUR tilboð bárust í húseign Reykjavíkurborgar Fríkirkjuveg 11 þar sem er hið svipmikla og sögu- fræga hús Thors Jensens frá 1908 og hefur hýst skrifstofur íþrótta- og tómstundaráðs. Frestur til að skila inn tilboðum rann út í gær, föstudag, og mun borgarráð fjalla um tilboðin á næstunni. Hver bjóðandi mátti aðeins skila inn einu tilboði í húsið og áskilur borgin sér rétt til að taka hvaða til- boði sem er eða hafna öllum. Fjórir vilja Fríkirkjuveg 11 ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.