Morgunblaðið - 09.02.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.02.2007, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF () *+,     - - . / 012     - - 313, 452, %##6& !!   " - - 452,76  (##       - - 83/2, 0%9,:%    "  - -             !"  "#$$% +,  $    ,6& 1; ,%<,6& 1 ;,6& 1  ;,+ % =,+> 1 %#,%<,6& ?## ,%<,6& @,%<,6&   ,#,6& A&,/=#< ,B  7<C,#,6& @#,B ,6& 5 ,6& 5%;, 6%,6& =D? E, $E&&,6& F,6& -  , !    /G ,6& ,%<,6& 8; ,%<,A% ,6& 8; ;,%<,6& (H6$,6& 452,1? ."=,6& ."=  ,6& I  ,6&    E  ,,   ,& +  . ! " # A?,,6& A=< $,6& / 0 #    ! ! !! !    !   !         ! !                                                          A D  #<   . % ,J, %#,K ,,7<,,,,,,,   &  &  && & & & & & & && & & &&  &  & & & &  & & && & & & & & & && & & &  & &&  & D D  &  &  & D D D D               D  D  D D                 D    D D   I #< ,J,#L= 1.A&,M,1 6   $   #<                D D  D D D D J    #& Uppgjör – Exista hf. Eftir Grétar Júníus Guðmundsson EXISTA hagnaðist um 37,4 milljarða króna á árinu 2006. Þetta er minni hagnaður en árið áður en þá nam hagnaðurinn 50,3 milljörðum. Stjórn Exista leggur til við aðal- fund félagsins, sem haldinn verður í mars, að hluthöfum verði greiddir 10,8 milljarðar króna í arð vegna árs- ins 2006. Þá hefur stjórnin einnig ákveðið að óska eftir því við aðalfund- inn að hún fái heimild til að sækja um skráningu á hlutum félagsins í kaup- höllinni, OMX á Íslandi, í evrum. Ársreikningur Exista fyrir árið 2006 er fyrsti ársreikningur félagsins sem birtur er eftir að félagið var skráð í kauphöllina, OMX á Íslandi, í septembermánuði síðastliðnum. Á árinu 2006 breyttist Exista úr því að vera fjárfestingarfyrirtæki yfir í fjármálaþjónustufyrirtæki og byggir starfsemin nú á tveimur meginstoð- um, rekstri og fjárfestingum. Hagn- aður ársins 2006 skiptist þannig að 13,9 milljarða hagnaður varð af rekstrarstarfseminni en 23,5 millj- arða hagnaður af fjárfestingastarf- seminni. Tryggingafélagið VÍS og eigna- leigufyrirtækið Lýsing bættust í reikninga Exista á miðju ári 2006. Fram kemur í ársreikningi Exista að hagnaður af rekstri VÍS hafi numið 4,8 milljörðum í fyrra og að tekjur af vátryggingaiðgjöldum hafi hækkað um 22% á árinu. Undir fjárfestingastarfsemi Exista falla kjölfestueignir félagsins, meðal annars í Kaupþingi banka (23,9%) og Bakkavör Group (38,9%). Gengi hlutabréfa í Exista hækkaði um 6,3% í Kauphöllinni í gær. Exista hagnast um 37 milljarða króna          &! $! )     @!*   ! !     &!      .-6(1 /.-1 '"#*& -1-/6 + & +(5'  3 !  # 3  E F ; -5/55/ '1.60' 46566 '04 '&#'' 04'/ #',+- 01(/  G H; /.-60 .4.5(   !" ;G #$%&%"  ;F I ; JG I ; JF gretar@mbl.is ● DV verður prentað í prentsmiðju Morgunblaðsins í Hádegismóum frá og með fimmtudeginum 22. febrúar nk. en þá hefur blaðið göngu sína aftur sem dagblað. DV hefur um nokkurra ára skeið verið prentað í Ísafoldarprent- smiðju, en var áður um árabil prentað hjá Morgunblaðinu. Prent- smiðja Morgunblaðsins mun nú framvegis prenta fjögur dagblöð, Morgunblaðið, Blaðið, DV og Við- skiptablaðið sem kemur út fimm sinnum í viku frá og með deginum í dag. Þá mun Morgunblaðið prenta vikufréttaritið Krónikuna, sem á að byrja að koma út um miðjan mánuðinn. Dreifing DV verður einnig í hönd- um Morgunblaðsins, en blaðið verður selt í lausasölu á virkum dögum, og í áskrift og lausasölu um helgar. Prentað í Hádegismóum ● CENTURY Aluminum, móðurfélag Norðuráls á Grundartanga, hefur undirritað viljayfirlýsingu með stjórnvöldum Afríkulýðveldisins Kongó um uppbyggingu álvers og tengdar framleiðslu þar í landi, m.a. súrálsnámu. Samkvæmt vilja- yfirlýsingunni á að knýja þessa stóriðju áfram með 500 MW ga- sorkuveri. Í tilkynningu frá Century Alumin- um er haft eftir forstjóranum, Log- an W Kruger, að Kongó búi yfir öll- um þeim kostum sem arðbær áliðnaður krefst. Einnig ber hann lofi á stjórnvöld í Kongó fyrir stuðning við áform fyrirtækisins. Century Aluminium fjárfestir í Kongó ● ALFESCA ráðgerir allsherjarkynn- ingu í Noregi síðar í mánuðinum fyr- ir þarlendum fjárfestum á sviði sjáv- arafurða og -vinnslu. Samkvæmt frétt IntraFish munu stjórnendur fé- lagsins standa fyrir fundi í Ósló hinn 22. febrúar nk. Haft er eftir Anthony Hovanessian, fram- kvæmdastjóra viðskiptaþróunar Al- fesca, að það sé hagstætt fyrir fé- lagið og hluthafa þess að fá inn nýja fjárfesta. Bendir hann á að í Noregi séu mörg af stærstu sjáv- arúvegsfyrirtækjum heims, s.s. Marine Harvest, Cermaq og Leroy Seafood Group. Ekki standi til að skrá Alfesca í kauphöllinni í Ósló en eignaraðild frá Noregi geti breikkað eigendahóp félagsins. Alfesca leggur snörur fyrir norska fjárfesta FJÁRFESTINGAFÉLAGIÐ Mile- stone ehf. hefur gengið frá lána- samningi við alþjóðlega fjárfestinga- bankann Morgan Stanley. Um er að ræða ríflega 16,5 milljarða lán til þriggja ára. Í tilkynningu frá Milestone kemur fram að lánið sé veitt í tengslum við endurfjármögnun félagsins. Lántak- an komi í kjölfar erlendrar fjár- mögnunar Milestone á síðastliðnu ári þegar annar alþjóðlegur fjárfest- ingabanki tók þátt í fjármögnun Milestone vegna kaupa á 100% hlut félagsins í tryggingafélaginu Sjóvá. Helstu eignir Milestone auk Sjó- vár eru ríflega 20% hlutur í Glitni og 85% hlutur í fjárfestingabankanum Askar Capital. Frekari fjárfestingar Haft er eftir Karli Wernerssyni, stjórnarformanni Milestone, í til- kynningunni að samningurinn marki ákveðin tímamót í þróun Milestone. Fjármögnunin gefi stjórnendum fé- lagsins byr undir báða vængi til frek- ari landvinninga í erlendum fjárfest- ingum. „Samstarf Milestone við Morgan Stanley er einnig ágætt inn- legg í umræðu síðustu missera um stoðir íslensks efnahagslífs og þá sér í lagi íslensks fjármálamarkaðar,“ segir Karl. Morgan Stanley lánar Milestone BANKARNIR veittu alls 305 íbúða- lán í nýliðnum janúarmánuði fyrir samtals tæplega 2,7 milljarða króna. Lánin hafa ekki verið jafn fá og heildarlánsfjárhæðin ekki jafn lág frá því að bankarnir hófu að veita íbúðalán í ágúst árið 2004. Frá þessu er greint í vefritum greiningardeildar Landsbankans og Kaupþings í gær. Í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans segir að ný íbúðalán hafi dregist mikið saman síðastliðið haust en aukist svo aftur þar til komið var fram í janúar. Í hálf fimm fréttum greining- ardeildar Kaupþings segir að þegar horft sé til þessara upplýsinga sé vert að hafa í huga að almennt hafi dregið úr umsvifum á fast- eignamarkaði á þessum árstíma. Samdráttur í íbúðalánum bankanna Morgunblaðið/ÞÖK ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÚRVALSVÍSITALA aðallista Kaup- hallarinnar, OMX á Íslandi, hækkaði um 1,0% í gær og er lokagildi hennar 7.172 stig. Mest hækkun varð á hlutabréfum Exista í gær, en þau hækkuðu um 6,3%. Þá hækkuðu bréf Glitnis banka um 2,8% og bréf Kaupþings banka um 1,4%. Af þeim félögum sem lækkuðu í Kauphöllinni í gær varð mest lækkun á bréfum Teymis, eða 1,7%, og Eim- skipafélagsins, 1,0%. Krónan styrktist lítillega í gær, eða um 0,08%. Gengisvísitalan var 121,45 stig í upphafi dags en end- aði í 121,35 stigum. Dollarinn er nú 67,93 krónur, breska pundið 133 krónur og evra 88,53 krónur. Hækkun í Kauphöll TAP af rekstri Símans á síðasta ári nam 3,6 milljörðum króna. Árið áður nam hagnaður fyr- irtækisins 4,0 milljörðum króna. Ástæðan fyrir því hvað afkoman versnaði mikið á milli ára er sú að fjármagnsliðir voru jákvæðir um tæplega 700 milljónir króna á árinu 2005 en þeir voru hins vegar neikvæðir um 8,9 milljarða í fyrra. Þar munar mest um að gengistap fyrirtækisins nam um 5,8 milljörðum á árinu 2006 en hins vegar var gengishagnaður þess 760 milljónir árið áður. Gengisþró- un krónunnar hafði því mikið að segja um afkomu Símans á árinu 2006. Til viðbótar við óhagstæða gengisþróun námu vaxta- gjöld og verðbætur fyrirtækisins um 4,0 milljörðum króna í fyrra, samanborið við um 1,5 milljarða árið 2005. Að mestu hagstætt ár Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, segir í tilkynningu að árið 2006 hafi verið Símanum að mestu hagstætt. Reksturinn gengið vel og fram- legð aukist um 17%, sala um 16% og rekstrar- hagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) hafi aukist um 13%. Hins vegar hafi óhagstæð gengisþróun krónunnar tölu- verð áhrif á rekstrarniðurstöðuna, eins og hjá fleiri inn- lendum fyrirtækjum. Exista er stærsti hluthafinn í Símanum með um 44% hlut og Kaupþing banki næststærstur með um 28%. Síminn tapar 3,6 milljörðum EXISTA er nú komið með 15,48% hlut í finnska trygg- ingafélaginu Sampo Group. Markaðsvirði hlutar Exista er um 1,9 milljarðar evra, eða um 170 milljarðar króna, sem gerir þetta eina af stærstu fjár- festingum, ef ekki þá stærstu, sem íslenskt félag hefur ráðist í á erlend- um vettvangi. Exista er stærsti ein- staki hluthafinn í Sampo Group en þar á eftir kemur finnska ríkið með ríflega 13% hlut. Exista var að kaupa 9,5 milljón hluti í Sampo en fyrir átti félagið 25,3 milljónir hluta. Kaupgengið var 20,5 evrur á hlut en seljandi var Tchengu- iz Family Trust, sem tekur við hluta af söluandvirðinu í formi hlutabréfa í Exista. Er sjóðurinn kominn með 4,92% hlut í Exista og hefur verið lögð fram tillaga um að Robert Tchenguiz taki sæti í stjórn Exista á aðalfundi félagsins í næsta mánuði. Í tengslum við viðbótarkaup í Sampo í gær stendur til að nýta heimild til hlutafjáraukningar í Exista um 526 milljónir hluta, en öll þessi viðskipti eru háð samþykki fjármálaeftirlits- stofnana í viðkomandi löndum. Sem fyrr eru Bakkavararbræð- urnir Lýður og Ágúst Guðmunds- synir stærstu eigendur í Exista með um 45% hlut. Meðal stærstu kaupa Exista með 15,5% í Sampo Group Robert Tchenguiz SAMTÖK fjármálafyrirtækja (SFF) eru ný heildarsamtök fjármálafyr- irtækja á Íslandi. Þau hafa tekið við starfsemi Samtaka banka og verð- bréfafyrirtækja (SBV) og Sam- bands íslenskra tryggingafélaga (SÍT). Félagsmenn SFF eru viðskipta- bankar, sparisjóðir, vátrygginga- félög, fjárfestingarbankar, verð- bréfafyrirtæki, eignaleigur og kortafyrirtæki. Framkvæmdastjóri SFF er Guð- jón Rúnarsson, sem var fram- kvæmdastjóri SBV, en formaður stjórnar er Bjarni Ármannsson, for- stjóri Glitnis. Ný samtök fjár- málafyrirtækja ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.