Morgunblaðið - 09.02.2007, Side 17

Morgunblaðið - 09.02.2007, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2007 17 Eftir Bjarna Ólafsson bjani@mbl.is LÍTIL merkjanleg viðbrögð voru á mörkuðum við þeirri ákvörðun Seðla- bankans að halda stýrivöxtum óbreyttum, en bankinn tilkynnti þessa ákvörðun sína í gær. Vextir bankans verða sem áður 14,25%, en greiningardeildir viðskiptabankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbanka, höfðu spáð fyrir um óbreytta stýrivexti. Á kynningarfundi í gær sagði Dav- íð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, að verðbólguhorfur til skamms tíma hefðu batnað og væru nú betri en gert hafi verið ráð fyrir í síðustu spá bankans. Verðbólga sé þó enn sem fyrr langt yfir verðbólgu- markmiði bankans þrátt fyrir að hafa hjaðnað. Ójafnvægi í þjóðarbúskapnum „Minni verðbólga, betri verðbólgu- horfur til skamms tíma og hækkun stýrivaxta á liðnu ári fela í sér veru- lega hækkun raunstýrivaxta. Þá hef- ur miðlun stýrivaxta um vaxtarófið verið greiðari undanfarna mánuði en oft áður og áhrif þess eiga að lík- indum enn eftir að koma að fullu fram. Því kunna núverandi vextir að duga til þess að verðbólgumark- miðinu verði náð innan ásættanlegs tíma,“ sagði Davíð. Á hinn bóginn sagði Davíð enn mikið ójafnvægi í þjóðarbúskapnum. „Gríðarlegur viðskiptahalli felur í sér að stöðugleiki krónunnar er háður vilja alþjóðlegra fjárfesta og lán- ardrottna til að fjármagna hann. Reynslan sýnir að jafnvel hóflegar breytingar á alþjóðlegum fjármála- skilyrðum geta valdið verulegum sveiflum á gengi gjaldmiðla. Leiddu slíkar breytingar til lækkunar á gengi krónunnar myndu verðbólguhorfur versna á ný, einkum ef það gerðist á meðan mikil spenna er enn á vinnu- markaði.“ Davíð sagði laun hafa hækkað langt umfram framleiðni undanfarin ár og að enn sæjust þess fá merki að farið væri að draga úr verðbólgu. Versnuðu verðbólguhorf- ur myndi bankinn bregðast við. Telja vaxtahækkunarferli lokið Greiningardeild Glitnis segir spá sína um þróun stýrivaxta á næstunni óbreytta þrátt fyrir orðalag í stýri- vaxtaákvörðuninni í gær. Við teljum að vaxtahækkunarferli Seðlabankans sé nú lokið og að vextir verði óbreytt- ir fram á vor. Í maí reiknum við með að Seðlabankinn taki til við að lækka stýrivexti og gerum við ráð fyrir að þeir verði komnir í 11,5% í árslok,“ segir í Morgunkorni Glitnis. „Að lík- um mun svo bankinn halda áfram að lækka vexti á næsta ári. Óvissa spári- nnar er þó fremur í þá átt að Seðla- bankinn hefji lækkunarferli sitt síðar og/eða lækki vexti hægar. Til að mynda má gera ráð fyrir að ákvörðun um stækkun álvers Alcan myndi hægja á, eða jafnvel stöðva, lækk- unarferli stýrivaxta ef líkur væru á að slíkar framkvæmdir byrjuðu af krafti.“ Í Hálffimfréttum Kaupþings segir að miðað við verðbólguspár megi ætla að raunstýrivextir nú séu um 11%. „Það er mat bankans að núverandi vaxtastig sé að öllum líkindum nægi- legt til að ná verðbólgu að markmiði innan ásættanlegra tímamarka. Þannig hafa verðbólguhorfur batnað frá því að spá Seðlabankans kom út í nóvember síðastliðnum,“ segir í Hálf- fimmfréttum. Greiningardeild Kaupþings segir að viðbrögð við tilkynningu Seðla- bankans í gærmorgun hafi verið lítil og litlar hreyfingar á krónunni. Hins vegar hafi mátt greina mikið flökt í krónunni meðan á frétta- mannafundi Seðlabankans stóð, sem endurspegli ef til vill skiptar skoðanir um þróun mála þegar til lengri tíma er litið. Undir lok dagsins hafði krónan styrkst um 0,09%. Litlar hreyfingar voru á skuldabréfamarkaði í kjölfar vaxtaákvörðunarinnar þó hækkaði ávöxtunarkrafa HFF14 um 7 punkta. Seðlabankinn birtir næstu ákvörð- un bankastjórnar um stýrivexti 29. mars nk., samhliða birtingu þjóð- hags- og verðbólguspár í Peninga- málum. Seðlabankinn segir sjálfur að við mat á verðbólguhorfum muni bankinn horfa fram hjá mæling- aráhrifum lækkunar virðisaukaskatts sem ekki dragi úr undirliggjandi verðbólgu. Í takt við væntingar Seðlabanki Íslands ákvað í gær að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum, eða í 14,25%. Viðbrögð við ákvörðun bankans voru ekki mikil, enda ákvörðunin í samræmi við spár greining- ardeilda viðskiptabank- anna þriggja. Morgunblaðið/Sverrir Kynningin Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur, og bankastjórarnir Ingi- mundur Friðriksson, Eiríkur Guðnason og Davíð Oddsson, kynntu ákvörð- un bankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum í gær. !         !  &' #() &$ *$) ( +$)  , -    #$$$ #$$% ) '))*'))1'))) '))% '))' '))2 '))3 '))4 Í HNOTSKURN » Síðast voru stýrivextirSeðlabankans hækkaðir í desember 2006 úr 14% í 14,25%. » Það hækkunarferli Seðla-bankans sem varað hefur undanfarin ár hófst árið 2004 þegar stýrivextir voru 5,30%. » Deilt hefur verið umhvort hækkunarferlinu nú sé lokið, en Seðlabankinn hef- ur þvertekið fyrir að svo sé. SAMSTARFI Post Danmark og eig- enda Nyhedsavisen er lokið en fé- lögin stóðu í fyrra sameiginlega að stofnun dreifingarfyrirtækisins Morgendistribution Danmark sem dreift hefur Nyhedsavisen. Hlutur Post Danmark í fyrirtækinu var 49% en 365 Media Scandinavia átti 51% en verður nú eini eigandinn. Samkvæmt frétt dönsku Direkt- fréttastofunnar er ástæða slitanna sú að Post Danmark sá ekki fram á að geta náð markmiðum sínum á þessu sviði innan Morgend- istribution Danmark, m.a. annars vegna þeirra skorða sem sam- keppnisyfirvöld hafi sett sem geri það að verkum að Post Danmark geti ekki beitt sér sem skyldi í sam- starfinu. Fram kemur að Post Dan- mark hafi tapað um 120 milljónum íslenskra króna í samstarfinu. Samstarfi Ny- hedsavisen og póstsins lokið GÁMAÞJÓNUSTAN hf. hefur keypt rekstur Hafnarbakka af Eim- skip en Hafnarbakki var stofnaður af Eimskip árið 1988. Frá upphafi hefur eitt af helstu verkefnum í rekstri verið sala og leiga á gámum og gámahúsum af ýmsum gerðum. Markaður fyrir sérhæfðar lausnir í gámahúsum hefur vaxið mjög á undanförnum árum, segir í tilkynn- ingu um kaupin, og Hafnarbakki verið leiðandi á Íslandi í þróun slíkra lausna fyrir m.a. ferðaþjón- ustu og verktakastarfsemi. Gáma- þjónustan var stofnuð 1983 en nú- verandi starfsmenn Hafnarbakka munu starfa áfram að rekstrinum. Kaupa Hafn- arbakkann Tryggðu þér áskrift!        Þriðjudaginn 13. febrúar kl. 8:00 – 10:00 Grand Hótel Reykjavík – Gullteig 8:00 Morgunverður og skráning 8:30 Setning Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri SA Frumvarp til laga um breytingu á samkeppnislögum Jónína S. Lárusdóttir, skrifstofustjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti Frumvarp til laga um viðurlög við brotum á fjármálamarkaði Áslaug Árnadóttir, lögfræðingur í iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti Viðurlög vegna brota á samkeppnislögum Guðrún Björk Bjarnadóttir lögmaður hjá SA Viðurlög við brotum á fjármálamarkaði Gunnar Viðar, forstöðumaður lögfræðiráðgjafar Landsbanka Íslands Fyrirspurnir og umræður 10:00 Fundarlok Fundarstjóri: Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA Þátttökugjald kr. 1.500 með morgunverði. Skráning á www.sa.is eða í síma 591-0000 VIÐURLÖG VIÐ EFNAHAGSBROTUM Morgunverðarfundur Samtaka atvinnulífsins og Samtaka fjármálafyrirtækja

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.