Morgunblaðið - 09.02.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.02.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2007 17 Eftir Bjarna Ólafsson bjani@mbl.is LÍTIL merkjanleg viðbrögð voru á mörkuðum við þeirri ákvörðun Seðla- bankans að halda stýrivöxtum óbreyttum, en bankinn tilkynnti þessa ákvörðun sína í gær. Vextir bankans verða sem áður 14,25%, en greiningardeildir viðskiptabankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbanka, höfðu spáð fyrir um óbreytta stýrivexti. Á kynningarfundi í gær sagði Dav- íð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, að verðbólguhorfur til skamms tíma hefðu batnað og væru nú betri en gert hafi verið ráð fyrir í síðustu spá bankans. Verðbólga sé þó enn sem fyrr langt yfir verðbólgu- markmiði bankans þrátt fyrir að hafa hjaðnað. Ójafnvægi í þjóðarbúskapnum „Minni verðbólga, betri verðbólgu- horfur til skamms tíma og hækkun stýrivaxta á liðnu ári fela í sér veru- lega hækkun raunstýrivaxta. Þá hef- ur miðlun stýrivaxta um vaxtarófið verið greiðari undanfarna mánuði en oft áður og áhrif þess eiga að lík- indum enn eftir að koma að fullu fram. Því kunna núverandi vextir að duga til þess að verðbólgumark- miðinu verði náð innan ásættanlegs tíma,“ sagði Davíð. Á hinn bóginn sagði Davíð enn mikið ójafnvægi í þjóðarbúskapnum. „Gríðarlegur viðskiptahalli felur í sér að stöðugleiki krónunnar er háður vilja alþjóðlegra fjárfesta og lán- ardrottna til að fjármagna hann. Reynslan sýnir að jafnvel hóflegar breytingar á alþjóðlegum fjármála- skilyrðum geta valdið verulegum sveiflum á gengi gjaldmiðla. Leiddu slíkar breytingar til lækkunar á gengi krónunnar myndu verðbólguhorfur versna á ný, einkum ef það gerðist á meðan mikil spenna er enn á vinnu- markaði.“ Davíð sagði laun hafa hækkað langt umfram framleiðni undanfarin ár og að enn sæjust þess fá merki að farið væri að draga úr verðbólgu. Versnuðu verðbólguhorf- ur myndi bankinn bregðast við. Telja vaxtahækkunarferli lokið Greiningardeild Glitnis segir spá sína um þróun stýrivaxta á næstunni óbreytta þrátt fyrir orðalag í stýri- vaxtaákvörðuninni í gær. Við teljum að vaxtahækkunarferli Seðlabankans sé nú lokið og að vextir verði óbreytt- ir fram á vor. Í maí reiknum við með að Seðlabankinn taki til við að lækka stýrivexti og gerum við ráð fyrir að þeir verði komnir í 11,5% í árslok,“ segir í Morgunkorni Glitnis. „Að lík- um mun svo bankinn halda áfram að lækka vexti á næsta ári. Óvissa spári- nnar er þó fremur í þá átt að Seðla- bankinn hefji lækkunarferli sitt síðar og/eða lækki vexti hægar. Til að mynda má gera ráð fyrir að ákvörðun um stækkun álvers Alcan myndi hægja á, eða jafnvel stöðva, lækk- unarferli stýrivaxta ef líkur væru á að slíkar framkvæmdir byrjuðu af krafti.“ Í Hálffimfréttum Kaupþings segir að miðað við verðbólguspár megi ætla að raunstýrivextir nú séu um 11%. „Það er mat bankans að núverandi vaxtastig sé að öllum líkindum nægi- legt til að ná verðbólgu að markmiði innan ásættanlegra tímamarka. Þannig hafa verðbólguhorfur batnað frá því að spá Seðlabankans kom út í nóvember síðastliðnum,“ segir í Hálf- fimmfréttum. Greiningardeild Kaupþings segir að viðbrögð við tilkynningu Seðla- bankans í gærmorgun hafi verið lítil og litlar hreyfingar á krónunni. Hins vegar hafi mátt greina mikið flökt í krónunni meðan á frétta- mannafundi Seðlabankans stóð, sem endurspegli ef til vill skiptar skoðanir um þróun mála þegar til lengri tíma er litið. Undir lok dagsins hafði krónan styrkst um 0,09%. Litlar hreyfingar voru á skuldabréfamarkaði í kjölfar vaxtaákvörðunarinnar þó hækkaði ávöxtunarkrafa HFF14 um 7 punkta. Seðlabankinn birtir næstu ákvörð- un bankastjórnar um stýrivexti 29. mars nk., samhliða birtingu þjóð- hags- og verðbólguspár í Peninga- málum. Seðlabankinn segir sjálfur að við mat á verðbólguhorfum muni bankinn horfa fram hjá mæling- aráhrifum lækkunar virðisaukaskatts sem ekki dragi úr undirliggjandi verðbólgu. Í takt við væntingar Seðlabanki Íslands ákvað í gær að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum, eða í 14,25%. Viðbrögð við ákvörðun bankans voru ekki mikil, enda ákvörðunin í samræmi við spár greining- ardeilda viðskiptabank- anna þriggja. Morgunblaðið/Sverrir Kynningin Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur, og bankastjórarnir Ingi- mundur Friðriksson, Eiríkur Guðnason og Davíð Oddsson, kynntu ákvörð- un bankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum í gær. !         !  &' #() &$ *$) ( +$)  , -    #$$$ #$$% ) '))*'))1'))) '))% '))' '))2 '))3 '))4 Í HNOTSKURN » Síðast voru stýrivextirSeðlabankans hækkaðir í desember 2006 úr 14% í 14,25%. » Það hækkunarferli Seðla-bankans sem varað hefur undanfarin ár hófst árið 2004 þegar stýrivextir voru 5,30%. » Deilt hefur verið umhvort hækkunarferlinu nú sé lokið, en Seðlabankinn hef- ur þvertekið fyrir að svo sé. SAMSTARFI Post Danmark og eig- enda Nyhedsavisen er lokið en fé- lögin stóðu í fyrra sameiginlega að stofnun dreifingarfyrirtækisins Morgendistribution Danmark sem dreift hefur Nyhedsavisen. Hlutur Post Danmark í fyrirtækinu var 49% en 365 Media Scandinavia átti 51% en verður nú eini eigandinn. Samkvæmt frétt dönsku Direkt- fréttastofunnar er ástæða slitanna sú að Post Danmark sá ekki fram á að geta náð markmiðum sínum á þessu sviði innan Morgend- istribution Danmark, m.a. annars vegna þeirra skorða sem sam- keppnisyfirvöld hafi sett sem geri það að verkum að Post Danmark geti ekki beitt sér sem skyldi í sam- starfinu. Fram kemur að Post Dan- mark hafi tapað um 120 milljónum íslenskra króna í samstarfinu. Samstarfi Ny- hedsavisen og póstsins lokið GÁMAÞJÓNUSTAN hf. hefur keypt rekstur Hafnarbakka af Eim- skip en Hafnarbakki var stofnaður af Eimskip árið 1988. Frá upphafi hefur eitt af helstu verkefnum í rekstri verið sala og leiga á gámum og gámahúsum af ýmsum gerðum. Markaður fyrir sérhæfðar lausnir í gámahúsum hefur vaxið mjög á undanförnum árum, segir í tilkynn- ingu um kaupin, og Hafnarbakki verið leiðandi á Íslandi í þróun slíkra lausna fyrir m.a. ferðaþjón- ustu og verktakastarfsemi. Gáma- þjónustan var stofnuð 1983 en nú- verandi starfsmenn Hafnarbakka munu starfa áfram að rekstrinum. Kaupa Hafn- arbakkann Tryggðu þér áskrift!        Þriðjudaginn 13. febrúar kl. 8:00 – 10:00 Grand Hótel Reykjavík – Gullteig 8:00 Morgunverður og skráning 8:30 Setning Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri SA Frumvarp til laga um breytingu á samkeppnislögum Jónína S. Lárusdóttir, skrifstofustjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti Frumvarp til laga um viðurlög við brotum á fjármálamarkaði Áslaug Árnadóttir, lögfræðingur í iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti Viðurlög vegna brota á samkeppnislögum Guðrún Björk Bjarnadóttir lögmaður hjá SA Viðurlög við brotum á fjármálamarkaði Gunnar Viðar, forstöðumaður lögfræðiráðgjafar Landsbanka Íslands Fyrirspurnir og umræður 10:00 Fundarlok Fundarstjóri: Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA Þátttökugjald kr. 1.500 með morgunverði. Skráning á www.sa.is eða í síma 591-0000 VIÐURLÖG VIÐ EFNAHAGSBROTUM Morgunverðarfundur Samtaka atvinnulífsins og Samtaka fjármálafyrirtækja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.