Morgunblaðið - 12.03.2007, Side 6
6 MÁNUDAGUR 12. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Ásdís
FULLTRÚAR frá Capacent Gallup komu á föstudag
færandi hendi á Barna- og unglingageðdeild Landspít-
alans, BUGL, og afhentu styrk upp á eina milljón krón-
ur, sem ætlað er til innréttinga í biðstofu nýs húsnæðis.
Myndin var tekin við það tækifæri en f.v. eru Auður
Þorgeirsdóttir, Ægir Már Þórisson, Gunnar Haugen og
Alma Guðmundsdóttir, öll frá Capacent, síðan Linda
Kristmundsdóttir, deildarstjóri göngudeildar, Kristinn
Tryggvi Gunnarsson, forstjóri Capacent, og Ólafur Ó.
Guðmundsson, yfirlæknir BUGL.
Capacent gaf BUGL eina milljón
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
FÉLAG heyrnarlausra stóð nýverið
fyrir veglegri uppskeruhátíð. Tilefni
hátíðarinnar var margþætt, því auk
þess að útnefna mann ársins 2006,
voru fyrirtækjum og einstaklingum
veittar viðurkenningar fyrir gott
starf í þágu heyrnarlausra á síðasta
ári, þakkir voru færðar sjálf-
boðaliðum, auk þess sem ný og end-
urbætt heimasíða félagsins
(www.deaf.is) var kynnt.
Táknmálsviðmót á heimasíðunni
Að sögn Kristins Jóns Bjarnason-
ar, framkvæmdastjóra félagsins, var
þetta í fyrsta sinn sem hátíðin er
haldin með þessu sniði en stefnt er
það því að gera hátíðina að árlegum
viðburði hér eftir. Spurður um hina
nýja heimasíðu segir Kristinn mark-
miðið hafa verið að gera síðuna að-
gengilegri fyrir alla, bæði heyrn-
arlausa sem og aðra notendur
Netsins. Sett verða inn myndskeið
sem nefnd hafa verið táknmáls-
viðmót, en um er að ræða myndskeið
á táknmáli á flestum fréttum sem
rata á textaformi inn á síðuna, þannig
að heyrnarlausir hafi aðgengi að upp-
lýsingum á móðurmáli sínu.
Þeir sem hlutu viðurkenningu fé-
lagsins fyrir gott starf á árinu 2006
voru Háskóli Íslands, fyrir stórbætta
þjónustu við heyrnarlausa haustið
2006, Draumasmiðjan, fyrir afrek í
leikhúsmálum heyrnarlausra, RÚV –
Sjónvarpið – Fréttastofan, fyrir já-
kvæða umfjöllun um heyrnarlausa í
sjónvarpi, Akureyrarbær, fyrir mjög
góða samvinnu og mikinn stuðning
við Félag heyrnarlausra, 112, fyrir að
vera með bestu neyðarsímaþjónustu
fyrir heyrnarlausa sem þekkist í
heiminum, TM-Tryggingamiðstöðin,
fyrir að setja að eigin frumkvæði upp
táknmálsviðmót á heimasíðu sína og
sjálfboðaliðar fyrir starf sitt annars
vegar á norrænu menningarhátíð
heyrnarlausra sem haldin var á Ak-
ureyri og hins vegar á norrænu
æskulýðsmóti heyrnarlausra í Þórs-
mörk.
Vegleg uppskeruhátíð
Morgunblaðið/Sverrir
Gleði Glatt var á hjalla á uppskeruhátíð Félags heyrnarlausra í Norræna húsinu sl. föstudag.
Félag heyrnarlausra
hélt uppskeruhátíð sína
í Norræna húsinu sl.
föstudag. Veittar voru
viðurkenningar og end-
urbættur vefur félags-
ins kynntur.
SKÓLASKYLDA fimm ára barna
gæti leitt til þess að nemendur lykju
grunnskóla á því aldursári sem þeir
eru nú í 9. bekk, að mati Unnar Stef-
ánsdóttur, leikskólastjóra í Kópa-
vogi. Hún kveðst hafa hugleitt í
nokkur ár að fimm ára börn verði
skólaskyld og kennsla þeirra fari
fram í leikskólum.
Unnur lagði fram tillögu um leik-
skólastigið á 29. flokksþingi Fram-
sóknarflokksins nýlega og var álykt-
un í þá veru samþykkt. Þar segir
m.a. að mikilvægt sé að tryggja öll-
um börnum aðgang að gjaldfrjálsri
kennslu og leiðir til þess séu m.a. að
skólaskylda hefjist við fimm ára ald-
ur í leikskóla. Gjaldfrjáls kennsla
fylgi skólaskyldu fimm ára barna.
Unnur telur að það yrði auðvelt
fyrir sveitarfélögin að taka upp
skólaskyldu fimm ára barna og því
fylgdi lítill viðbótarkostnaður. Sveit-
arfélögin greiði nú þegar a.m.k. 70%
af reksturskostnaði leikskólanna,
húsnæðið sé fyrir hendi og leikskóla-
kennarar. Unnur benti á að með því
að taka upp
skólaskyldu
fimm ára barna
yrði hugsanlega
hægt að útskrifa
grunnskólanema
árinu yngri en
nú.
„Ég hef unnið
við skólastjórn í
leikskóla í 11 ár
og það hefur orð-
ið gríðarleg breyting frá því þegar
börn voru 4–6 tíma í leikskóla á dag í
að vera 8–9 tíma eins og nú. Börnin
eru næm á þessum aldri og ef þau
hafa nóg að gera þá læra þau mikið,“
sagði Unnur.
„Ég sé af þessu mikinn peninga-
legan sparnað því að síðasta skyldu-
námsárið myndi færast neðar. Ég sé
einnig í þessu ákveðin tækifæri fyrir
leikskólana, sem hafa átt undir högg
að sækja varðandi starfsfólk. Þarna
fengju leikskólakennarar tækifæri
til að vinna með elstu börnin, en
margir hafa áhuga á því.“
Fimm ára börn
verði skólaskyld
Unnur
Stefánsdóttir
KYNNINGARFUNDUR um niður-
stöður starfshóps um málefni íþrótta
á Íslandi verður haldinn á morgun
kl. 16 í fundarsal ÍSÍ, Íþróttamið-
stöðinni í Laugardal. Fundurinn er
öllum opinn og verður á honum tekið
á móti ábendingum sem tekið verður
mið af þegar íþróttastefnan verður
endanlega mótuð.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra skipaði í byrj-
un ársins 2005 starfshóp til þess að
fara yfir íþróttamál á Íslandi með
það að markmiði að móta íþrótta-
stefnu. Í febrúar 2006 lagði starfs-
hópurinn fram áfangaskýrslu undir
heitinu „Íþróttavæðum Ísland“.
Í skýrslunni segir að íþróttastefna
Íslands miði að aukinni þátttöku
landsmanna, ekki síst barna og ung-
linga, í íþróttum sem og reglulegri
hreyfingu, að skipa íþróttastarfi veg-
legan og verðugan sess í íslensku
þjóðlífi, að auknum árangri íslensks
íþróttafólks á heimsvísu.
Meðal tillagna skýrsluhöfunda er
að í leikskólum verði þróuð enn frek-
ar skipulögð hreyfing og að í grunn-
skólum verði tryggt með námskrá að
börnum og ungmennum verði séð
fyrir einni skipulagðri hreyfistund á
dag. Þá er lagt til að starfsgrundvöll-
ur frjálsra íþróttafélaga og sam-
banda verði styrktur enn frekar og
að sveitarfélög ýti m.a. undir sam-
tvinnun íþróttaiðkunar og annarra
tómstunda og að íþróttamannvirki í
opinberri eigu verði opin almenningi
eins og kostur er.
Íþrótta-
stefnan
í mótun
„Íþróttavæðum Ís-
land“ til kynningar
MAÐUR ársins 2006 hjá Félagi heyrnarlausra er Elsa
Guðbjörg Björnsdóttir. Hlýtur hún viðurkenninguna
fyrir framlag sitt á sviði leiklistar.
Elsa Guðbjörg fór með aðalhlutverkið í leikritinu
Viðtalið þar sem málefni heyrnarlausra voru til um-
fjöllunar. Elsa Guðbjörg var ásamt Tinnu Hrafnsdóttur
fjallkonan 17. júní 2006, en það var í fyrsta sinn sem
hafðar voru tvær leikkonur í hlutverki fjallkonunnar
og að önnur þeirra talaði táknmál. Loks var Elsa Guð-
björg einn tveggja skipuleggjenda Drauma 2006 – al-
þjóðlegrar leiklistarhátíðar heyrnarlausra sem haldin
var á Akureyri í júlímánuði á síðasta ári.
Elsa Guðbjörg valin
maður ársins 2006
Maður ársins Elsa Guðbjörg Björnsdóttir (t.h.) tekur
við verðlaunum úr hendi Önnu Jónu Lárusdóttur.
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
HRÖÐ námsferð gegnum efstu bekki grunn-
skóla er einn angi skólaþróunar sem staðið hef-
ur um nokkurra ára skeið, að mati Steingríms
Sigurgeirssonar, aðstoðarmanns Þorgerðar
Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra.
Hann segir þessa þróun fyrst og fremst ganga
út á aukið samstarf grunn- og framhaldsskóla
og fljótandi mörk skólastiganna.
Nemendur í grunnskólum fóru að geta tekið
áfanga á framhaldsskólastigi fyrir síðustu alda-
mót, að sögn Steingríms. Ýmist eru þessir
áfangar teknir innan veggja grunnskólans eða
nemendur á grunnskólaaldri njóta kennslu í
framhaldsskólum. Þannig voru á þriðja hundrað
nemendur úr grunnskólum Kópavogs við nám í
Menntaskólanum í Kópavogi á liðnu hausti.
Löng hefð er fyrir slíkri samvinnu grunn- og
framhaldsskóla á Suðurnesjum og í Garðabæ.
Sem kunnugt er gaf menntamálaráðherra
MA heimild haustið 2005 að taka inn 17–18 nem-
endur úr 9. bekk í tilraunaskyni og annar eins
hópur hóf nám við MA á liðnu hausti. Þá fékk
Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi heimild til
að taka inn nemendur beint úr 10. bekk um síð-
ustu áramót. Tólf nemendur úr nokkrum grunn-
skólum hófu því framhaldsskólanám við FSU á
miðjum vetri. Sagði Steingrímur að síðasta vet-
ur hefðu tæplega 1.300 grunnskólanemendur á
landinu öllu stundað nám á framhaldsskólastigi,
ýmist í grunnskólum eða framhaldsskólum.
Grunnskólalög í endurskoðun
Eftir gildandi lögum eiga börn að vera tíu ár í
grunnskóla. Steingrímur sagði að í umræddum
tilraunaverkefnum hefðu menn verið að prófa
sig áfram með fljótandi skil skólastiga. Fyrir-
komulag þeirra yrði skoðað við endurskoðun
grunnskólalaga. Mikilvæg breyting í þessu sam-
hengi, að mati Steingríms, var gerð á reglugerð í
mars 2005. Nú geta nemendur í 8. og 9. bekk,
sem að mati skólastjóra og umsjónarkennara
hafa staðist þær kröfur sem eru gerðar sam-
kvæmt aðalnámskrá, þreytt samræmt lokapróf í
einstökum námsgreinum. Þeir sem standast
samræmt lokapróf hafa þar með staðist kröfur í
þessum greinum varðandi inntöku í framhalds-
skóla. MR og VÍ hafa nú fengið heimild mennta-
málaráðherra til að taka inn nemendur úr 9.
bekk. MR mun ætla að setja það skilyrði að
nemendur hafi a.m.k. lokið samræmdu prófi í ís-
lensku og VÍ krefjast þess að nemendur hafi
lokið samræmdu prófi í íslensku og stærðfræði.
Verði fljótandi skil milli grunn- og framhalds-
skóla ríkjandi segir Steingrímur nauðsynlegt að
setja skýrar reglur um skiptingu kostnaðar milli
ríkis og sveitarfélaga vegna nemenda á mörkum
skólastiganna.
Mörk skólastiga að fara á flot