Morgunblaðið - 12.03.2007, Síða 22
22 MÁNUDAGUR 12. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
NÝLEGA var kynnt skýrsla
tveggja breskra sérfræðinga um
stöðu mála innan íslenska mennta-
kerfisins með tilliti til blindra og
sjónskertra nemenda. Blindra-
félagið fékk þá hingað
til lands í október á síð-
asta ári til að gera út-
tekt á þjónustu við
blinda og sjónskerta
nemendur og koma
með hugmyndir að úr-
bótum.
Ástæða þess að
Blindrafélagið ákvað
að ráðast í slíka úttekt
er einkum sú að for-
eldrar blindra og sjón-
skertra barna telja þau
ekki fá þjónustu við
hæfi í skólakerfinu,
Blindradeild Álftamýrarskóla hefur
verið lögð niður og eftir það bar eng-
inn opinber aðili ábyrgð á því að
börnin hlytu menntun við sitt hæfi. Í
dag starfar aðeins einn sérmennt-
aður blindrakennari í einum skóla og
sinnir hann einu blindu barni. Hinn
1. febrúar hóf störf sérfræðingur
sem ætlað er að sinna ráðgjöf við öll
blind og sjónskert börn landsins.
Hér er um að ræða samvinnuverk-
efni Reykjavíkurborgar, mennta-
málaráðuneytisins og Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga. Til þess að
menn geti glöggvað sig á umfangi
verkefnisins skal þess getið að sam-
kvæmt skrá Sjónstöðvar Íslands eru
u.þ.b. 120 blind og alvarlega sjón-
skert börn á Íslandi.
En þurfa blind og sjónskert börn
einhver sérúrræði? Áður en þeirri
spurningu verður svarað skal það
tekið fram að greinarhöfundur er
blindur og hefur verið það frá fæð-
ingu.
Í vor verða 24 ár síðan ég útskrif-
aðist úr grunnskóla. Ég leyfi mér að
fullyrða, og get stutt það mörgum
rökum, að á þeim tíma voru náms-
aðstæður blindra og sjónskertra
mun betri en þær eru í dag. Á þeim
tíma var starfandi sérdeild fyrir
blind og alvarlega sjónskert börn
sem hafði á að skipa sérmenntuðum
blindrakennurum sem veittu ráðgjöf
og stuðning þeim kennurum sem
höfðu sjónskerta á sínum snærum.
Þegar ungt fólk eignast barn, ger-
ir það sér miklar væntingar. Ef í ljós
kemur að barnið fæðist fatlað, t.d.
blint eða alvarlega sjónskert, hrynur
heimurinn. Allir foreldrar eiga þá
ósk heitasta fyrir hönd barna sinna
að þau öðlist sjálfstæði, verði nýtir
þjóðfélagsþegnar og
hafi til að bera öryggi
og sjálfstraust sem er
forsenda þess að lifa af
í hörðum heimi. Til
þess að svo megi verða
verður barnið að öðlast
þekkingu og færni til
jafns við samtíðarmenn
sína. Það gerist aðeins
ef sérstaklega er að því
hugað og því sinnt af
kostgæfni. Lítil börn
læra ýmislegt með því
einfaldlega að horfa á
aðra og reyna svo.
Blindu barni þarf að kenna margt
sérstaklega. Ekki er hægt að ætlast
til að foreldrar sjálfir sjái um slíka
kennslu og ekki er sjálfgefið að þeir
átti sig á hvers vegna barnið þeirra
er „öðruvísi“. Börn læra t.d. borðsiði
með því að horfa á fullorðið fólk nota
þá, þau horfa á útigrillið og vita
hvernig það virkar, þau horfa á ryk-
suguna og átta sig á hlutverki henn-
ar og stærð, þau horfa á landakortið
og átta sig á legu landanna á því, þau
horfa á skólatöfluna og lesa það sem
þar er skrifað, þau horfa á steypubíl-
inn vinna og vita hvað gerist og
þannig mætti lengi telja. Ekkert af
þessu liggur ljóst fyrir blindu og al-
varlega sjónskertu barni. Sumt af
þessu virðist kannski ekki ýkja
merkilegt, en er þó allt liðir í þroska-
ferlinu.
Við lifum á mikilli tækniöld, nú er
allt hægt, hægt að græða GSM-
símann í handarbakið og hvaðeina.
Blindir og sjónskertir hafa sann-
arlega notið góðs af öllum þeim
tækniframförum sem orðið hafa síð-
astliðna áratugi, sérstaklega hvað
varðar tölvutæknina og möguleikar
þeirra til að fylgjast með og taka
þátt til jafns við aðra þjóðfélags-
þegna hafa aukist gríðarlega. Meðal
þess sem auðvelt er að leysa er að al-
varlega sjónskert börn geti fylgst
með töflukennslu í skólastofunni
sinni. Við sem byggjum hér vest-
rænt velferðarþjóðfélag eigum ekki
að láta um okkur spyrjast að við
þekkjum ekki og notum ekki þá
tækni sem býðst í öðrum löndum.
Árið 2007 á það vandamál að börn
sjái ekki á töfluna að vera úr sög-
unni. Það vandamál að blindir nem-
endur geti ekki lesið námsefnið sitt á
að vera úr sögunni, þ.e.a.s. ef ís-
lenskt samfélag og ráðamenn þess
átta sig á því hvað þarf til.
Í fyrrnefndri skýrslu um stöðu
blindra og sjónskertra nemenda í ís-
lensku samfélagi kemur glöggt fram
að forsenda þess að börnin og ung-
mennin geti notið þeirrar fræðslu
sem þau eiga skýlausan rétt til sé
miðlæg þekkingarmiðstöð, miðstöð
sem hefur á að skipa sérfróðu fólki
sem kann og veit hvernig taka skal á
málum. Það er engum til hagsbóta
að almennir kennarar þurfi, hver og
einn í sínu horni, að finna lausnir á
vel þekktum vandamálum sem upp
koma þegar kenna á t.d. blindu barni
að lesa. Blint barn les aðeins
blindraletur og hver á að kenna?
Ég skora á menntamálayfirvöld
þessa lands að tryggja blindum og
sjónskertum börnum og ungmenn-
um tafarlaust lögbundinn rétt sinn
til náms. Með aðstoð sérfræðinga og
réttri ráðgjöf er engum blöðum um
það að fletta að blindir og sjón-
skertir geta vel fótað sig í íslensku
samfélagi og geta orðið „fullgildir“
þjóðfélagsþegnar sem sinna sam-
félagslegum skyldum sínum með
sóma.
Tími vangaveltna er liðinn og upp
er runninn tími aðgerða og fram-
kvæmda!
Þurfa blindir og
sjónskertir menntun?
Ágústa Gunnarsdóttir
fjallar um stöðu mála innan
íslenska menntakerfisins með
tilliti til blindra og sjónskertra
nemenda
»Ég skora á mennta-málayfirvöld þessa
lands að tryggja blind-
um og sjónskertum
börnum og ungmennum
tafarlaust lögbundinn
rétt sinn til náms.
Ágústa Gunnarsdóttir
Höfundur er ritari stjórnar Blindra-
félagsins.
VIRÐING skiptir svo gríðarlega
miklu máli þegar kemur til hjóna-
skilnaða svo að hinir fullorðnu og
börnin, sem eru ef til
vill í spilinu, hljóti ekki
skaða af. Það er því
mikilvægt að freista
þess að vinna vel úr
hlutunum þegar svo er
komið að hjón eða sam-
búðarfólk á ekki sam-
leið lengur, burtséð frá
því hvort hinir frá-
skildu kjósa sér annan
maka eða ekki. Þrátt
fyrir að hjónaskilnaðir
séu tíðir á Íslandi eru
margir, sem sjá ekki
leiðir út. Við hjóna-
skilnað eða sambúð-
arslit snýst tilveran svolítið við og
allt breytist, ýmist á jákvæðan eða
neikvæðan hátt fyrir viðkomandi.
Vinátta upp að vissu marki er mik-
ilvæg ef börn eru til staðar þrátt
fyrir að skilnaðarferlið hafi verið
langt, erfitt og sársaukafullt, en
forðast skal, eins og heitan eldinn,
að nota börnin sem bitbein milli for-
eldra eða til að bera þrætumál á
milli hinna fullorðnu. Nái fólk ekki
að höndla þetta upp á eigin spýtur
er alltaf rétt að leita sérfræðiað-
stoðar, t.d. hjá sálfræðingum eða
fjölskylduráðgjöfum.
En til hvaða ráða er hægt að
grípa samfara skilnaði til að sættast
við orðinn hlut, sjálfa/n þig, fyrrver-
andi maka þinn og tilveruna alla?
1. Áfallið. Þú getur reynt að átta
þig á breyttum aðstæðum og gert
þér grein fyrir að þú
ert ein/n á báti. Þú
getur reynt að fá fyrr-
verandi maka til baka.
Þú situr og bíður að-
gerðalaus og ekkert
breytist til batnaðar.
2. Depurðin. Lífið
hefur engan tilgang
lengur og þú ert upp-
full/ur af biturð, hatri
og hefnigirni. Þú
dregur þig inn í skel
og forðast mannamót.
Þú kvelur þig á því að
þú hafir ekki reynt allt
til að bjarga hjóna-
bandinu.
3. Úrlausnin. Viðurkenndu það
fyrir þér að fyrrverandi maki snýr
ekki aftur svo biðinni ljúki end-
anlega. Þú þarft ekki lengur að ótt-
ast tilfinningar þínar við að hitta
hann/hana. Þér finnst nýr kunn-
ingsskapur alls ekki vera óhugsandi.
Forðastu að ásaka þig og pína meira
en orðið er.
4. Ný framtíð. Þú setur þér ný
markmið, breytir lífinu til hins betra
og endurmetur áhugamálin og vina-
hópinn. Það er þér í sjálfsvald sett
hversu lengi skilnaðarferlið varir.
Þú kemst ekki hjá því að fara í
gegnum öll stig þessa ferlis, en þú
ákveður tímamörkin sjálf/ur.
En hvað ber að forðast í þróun
nýs vinskapar?
Erfitt er að þróa nýtt samband án
skuldbindinga.
Mikilvægt er að hefja ekki nýtt
samband til þess eins að flýja gamla
sambandið og vinátta við hitt kynið
er heldur ekki vænlegt ef henni er
aðeins ætlað að fylla tómarúm og
stoppa upp í göt. Slík sambönd eru
aðeins meiðandi og hafa ekkert með
vináttu að gera. Kynlíf með fyrrver-
andi maka yrði aðeins til að flækja
málin og vekja falsvonir. Forvitni og
hnýsni um fyrrverandi maka virkar
meiðandi. Nýtt samband er aðeins
fýsilegt ef fortíðin hefur í alvörunni
verið afgreidd sem fortíð og vottur
af sjálfsvirðingu þarf að fylgja við-
komandi einstaklingum inn í nýja
framtíð til að öllum, fullorðna fólk-
inu jafnt sem börnunum, geti liðið
vel og þau nái að dafna.
Virðing og vinátta
Birgitta Jónsdóttir Klasen
skrifar um hjónaskilnaði »Mikilvægt er aðhefja ekki nýtt sam-
band til þess eins að
flýja gamla sam-
bandið …
Birgitta Jónsdóttir
Klasen
Höfundur er náttúrulæknir, fjöl-
skylduráðgjafi og rithöfundur.
NÚVERANDI mennta-
málaráðherra hefur nýtt meinta
lagaheimild sína til að víkja frá
gildandi lögum um skólaskyldu
vegna afmarkaðs tilraunastarfs og
hefur heimilað nokkr-
um framhaldsskólum
að innrita nemendur
beint úr 9. bekk
grunnskóla á næsta
skólaári.
Sem skólastjóri í
grunnskóla tel ég mig
knúinn að vekja at-
hygli á að hér er því
miður frjálslega farið
með annars ágætt
ákvæði til handa ráð-
herra til að heimila
frávik frá gildandi
grunnskólalögum til
að liðka fyrir tíma-
bundnu tilrauna- og
þróunarstarfi:
Í fyrsta lagi hefur
tilraunin verið við lýði
á Akureyri í tvö ár og
samkvæmt upplýs-
ingum grunn-
skóladeildar ráðuneyt-
isins fer engum
sögum af faglegri út-
tekt og niðurstöðum
þeirrar tilraunar. Áð-
ur en lengra er haldið
þyrfti að ljúka því
starfi.
Í öðru lagi er sá fjöldi nemenda
sem nú er boðað að bætist í til-
raunastarfið æði mikill – nú þegar
er vitað að heimildin nái a.m.k. til
inntöku 90 nemenda 9. bekkjar í
þrjá framhaldsskóla.
Í þriðja lagi er heimildin veitt á
forsendum framhaldsskólans og
frávikið frá ákvæðum laga um rétt-
indi og skyldur grunnskólanemenda
verulegt og spurningar vakna um
hvort gjörðin standist landslög.
Í fjórða lagi er samráðið við
grunnskólann lítið ef eitthvað er.
Skólastjórar fjölmennra grunnskóla
frétta af þessu tiltæki á skot-
spónum eða lesa um það í dag-
blöðum.
Í fimmta lagi er tilraunin fallin til
að rýra virðingu unglinga grunn-
skólastigsins fyrir þeim lögum sem
gilda um skólaskyldu og er ávísun á
mismunun og ójöfnuð nemenda við
inntöku í framhaldsskóla.
Í stuttu máli snýst tilraunin um
að framhaldsskólarnir fái til sín
bráðgera 14–15 ára nemendur án
þess að þeir ljúki tilskildu grunn-
skólanámi samkvæmt landslögum.
Framhaldsskólinn fær heimild til að
leika sér með kröfur um hvort við-
komandi nemendur hafi lokið sam-
ræmdum prófum eða ekki. Einu
gildir um aðrar námsgreinar grunn-
skólans sem ekki eru samræmdar.
Grunnskólanum er að því er virðist
eingöngu ætlað að meta hvort nem-
endur hafi „námslegan“ og „fé-
lagslegan þroska“ til að stunda nám
í framhaldsskóla? Hvernig það
verður gert veit enginn enn sem
komið er.
Á þessu ári munu koma út nýjar
námskrár í öllum námsgreinum
grunnskólans. Þar er tíundað það
efni sem taka ber fyrir í grunnskól-
anum. Í lögum er skýrt kveðið á
um að nemendum sé skylt sækja
grunnskóla í 10 ár og ef nemendur
útskrifast úr grunnskóla á skemmri
tíma þurfi þeir að hafa lokið til-
skildu námi sem tilgreint er í þeim
námskrám sem ráðuneytið er að
gefa út um þessar mundir.
Við í grunnskólanum skýrum
þessi landslög og reglur fyrir nem-
endum okkar og tjáum þeim hver
inntökuskilyrði fram-
haldsskólana eru. Með-
al annars fá nemendur
upplýsingar um hvaða
samræmdum prófum
þurfi að ljúka og hvaða
einkunnum þurfi að ná
til að komast inn á til-
teknar brautir fram-
haldsskóla.
Líkur eru á að í vor
þurfi allnokkrir ágætir
nemendur grunnskóla
sem þá ljúka öllum
samræmdum prófum
úr 10. bekk að horfa
upp á einu ári yngri
nemendur í sama
skóla, taka sæti í til-
teknum framhalds-
skólum sem þeir sjálfir
fá hugsanlega ekki inn-
göngu í t.d. vegna
plássleysis.
Að vísu er því enn
ósvarað hvort til séu
foreldrar allt að 90
nemenda í 9. bekk
grunnskóla sem
treysta14–15 ára börn-
um sínum í fullorðinslíf
framhaldsskólanna þar sem nem-
endum þeirra er á stundum er boð-
ið upp á „bjórkvöld“ og fréttir
herma að á dansleikjum framhalds-
skólanema sé gert ráð fyrir „dauða-
herbergi“ fyrir þá sem verða af-
velta?
Við í grunnskólanum höfum mörg
lengi haft efasemdir um gildi og
mikilvægi samræmdra prófa og
margir skólastjórar hallast að því
að þau eigi að leggja niður og að
grunnskólanum verði að fullu treyst
fyrir útskrift nemenda sinna. Menn
sætta sig á hinn bóginn engan veg-
inn við að þetta vald verði framselt
skólameisturum framhaldsskólanna
þrátt fyrir að auðvelt sé að skilja
ótta þeirra og taugatitring vegna
fyrirhugaðrar styttingar á náms-
tíma framhaldsskólanema.
Vinnubrögð menntamálaráðherra
að heimila svo alvarlegt frávik frá
kröfum um fullgilt grunnskólanám
eru að mínu viti ámælisverð. Áleitin
spurning vaknar hvort þarna hafi
ekki handhafi framkvæmdavalds
keyrt fram úr meðalhófi og án um-
boðs tekið að sér eins konar lög-
gjafarvald með heimildarákvæði til
tilraunastarfs að yfirvarpi. Gjörð
sem vegur að trúverðugleika
ákvæða í grunnskólalögum um rétt-
indi og skyldur nemenda og kröfur
til náms. Lögbundið hlutverk
grunnskóla í útskrift nemenda
sinna eftir 10 ára skyldunám er virt
að vettugi. Æðibunugangurinn er
síðan óskiljanlegur á sama ári og
sami ráðherra gefur út breytt
grunnskólalög sem fela í sér
þriggja ára aðlögunartíma að nýrri
aðalnámskrá.
Gjörð ráðherra er þjófstart úr
takti við veruleika skólakerfisins og
ég vona að fingurbrjóturinn verði
leiðréttur og senn fari fram raun-
veruleg og fagleg umræða um
skynsamlegt flæði nemenda á milli
grunn- og framhaldsskóla/
atvinnulífs á meðal skólafólks, nem-
enda, foreldra og samtaka atvinnu-
lífsins.
Hugsanlega vilja pólitíkusar
einnig koma að lýðræðislegum um-
ræðum um skynsamlegar breyt-
ingar á skyldunámi í skólakerfi sem
betur fer er ekki einkamál ráð-
herra.
Ámælisverð
vinnubrögð ráð-
herra menntamála
Ragnar Gíslason skrifar um 14
og 15 ára börn í framhaldsskóla
Ragnar Gíslason
» Vinnubrögðmennta-
málaráðherra
að heimila svo
alvarlegt frávik
frá kröfum um
fullgilt grunn-
skólanám eru að
mínu viti ámæl-
isverð.
Höfundur er skólastjóri Garðaskóla í
Garðabæ.