Morgunblaðið - 12.03.2007, Side 30

Morgunblaðið - 12.03.2007, Side 30
30 MÁNUDAGUR 12. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18 og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 þriðjudaga - föstudaga. Miðasala á Netinu allan sólarhringinn. www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200 ÓPERUSTÚDÍÓ ÍSLENSKU ÓPERUNNAR: Systir Angelica og Gianni Schicchi eftir Puccini Þátttakendur eru nemendur í tónlistarskólum í söng og hljóðfæraleik ÞJÓÐARÓPERA ÍSLENDINGA Í 25 ÁR Frumsýning fim. 21. mars kl. 20 2. sýn. sun. 25 mars kl. 20- 3. sýn. þri. 27. mars kl. 20 4. sýn. fim. 29. mars kl. 20 - LOKASÝNING CAVALLERIA RUSTICANA - FRUMSÝNING Á ANNAN Í PÁSKUM Mánud. 9. apríl (annar í páskum) kl. 17.00 - FRUMSÝNING 2. sýn. mið. 11. apríl kl. 20 - 3. sýn. lau. 14. apríl kl. 20 - 4. sýn. sun. 15. apríl kl. 17 DAGUR VONAR Fim 15/3 kl. 20 UPPS. Fös 16/3 kl. 20 UPPS. Lau 24/3 kl. 20 UPPS. Sun 25/3 kl. 20 Mið 18/4 kl. 20 Fim 19/4 kl. 20 Fim 26/4 kl. 20 Fös 27/4 kl. 20 SÖNGLEIKURINN GRETTIR Mið 28/3 kl. 20 FORSÝNING MIÐAVERÐ 1.500 Fim 29/3 kl. 20 FORSÝNING UPPSELT Fös 30/3 kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT Sun 1/4 kl. 20 2.sýning Gul kort Lau 14/4 kl. 20 3.sýning Rauð kort RONJA RÆNINGJADÓTTIR Sun 18/3 kl. 14 Sun 25/3 kl. 14 Síðustu sýningar KILLER JOE Í samstarfi við leikhúsið Skámána Mið 14/3 kl. 20 Fim 22/3 kl. 20 Fös 23/3 kl. 20 Lau 24/3 kl. 20 KARÍUS OG BAKTUS Sun 18/3 kl. 13, 14, 15 UPPS. Sun 25/3 kl. 13, 14, 15 UPPS. Sun 1/4 kl. 13, 14, 15 UPPS. Sun 15/4 kl. 13,14,15 UPPS. Sun 22/4 kl. 13,14, 15 UPPS. Sun 29/4 kl. 13, 14, 15 AUKASÝNINGAR Sun 6/5 kl. 13, 14, 15 AUKASÝNINGAR Gestaleikur frá Leikfélagi Akureyrar FEBRÚARSÝNING Íd Sun 18/3 kl. 20 5.sýning Blá kort Sun 25/3 kl. 20 Síðasta sýning „DAUÐUR, SKÍTUGUR, TÓMUR“ DAGUR VONAR SÍÐAN SKEIN SÓL 20 ára afmælistónleikar Mið 18/4 kl. 20 Miðaverð 3.900 VILTU FINNA MILLJÓN? Lau 17/3 kl. 20 Fös 23/3 kl. 20 Lau 31/3 kl. 20 Sun 15/4 kl. 20 MEIN KAMPF Sun 18/3 kl. 20 AUKAS. Síðasta sýning EILÍF HAMINGJA Í samstarfi við Hið lifandi leikhús Sun 18/3 kl. 20 Sun 25/3 kl. 20 Sun 1/4 kl. 20 Sun 22/4 kl. 20 LADDI 6-TUGUR Fim 15/3 kl. 20 UPPS. Fös 16/3 kl. 21 UPPS. Lau 24/3 kl. 20 UPPS. Lau 24/3 kl. 22:30 UPPS. Lau 31/3 kl. 14 UPPS. Mið 4/4 kl. 20 UPPS. Mið 4/4 kl. 22:30 Fim 5/4 kl.20 Sun 15/4 kl. 14 Mán 16/4 kl.21 UPPS. Fim 19/4 kl. 14 Fim 19/4 kl. 17 Fim 19/4 kl. 21 UPPS. Fös 27/4 kl. 20 UPPS. Fös 27/4 kl. 22:30 UPPS. Fim 10/5 kl. 20 UPPS. ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Þri 13/3 kl. 20 150.sýning! Þri 20/3 kl kl. 20 Allra síðasta sýning SÖNGLEIKURINN ÁST Í samstarfi við Vesturport Lau 17/3 kl. 20 Fim 22/3 kl.20 Fös 23/3 kl. 20 Fim 29/3 kl. 20 Fös 30/3 kl. 20 Lau 31/3 kl. 20 MIÐASALA Í SÍMA 4 600 200 MIÐASALA LA ER OPIN FRÁ KL. 13-17 W.LEIKFELWW AG.IS ALA@LEIKFELAGMIDAS .IS Píkusögur – í tilefni af V-deginum Fim 15/3 kl. 20:30. Aðeins ein sýning! Til styrktar Stígamótum. Lífið – notkunarreglur. Forsala hafin! Fim 22/3 kl. 20 Forsýning UPPSELT Fös 23/3 kl. 20 Frumsýning UPPSELT Lau 24/3 kl. 20 UPPSELT Næstu sýningar: 28/3, 29/3, 30/3, 31/3, Best í heimi. Gestasýning vorsins. Þri 3/4 kl. 20 UPPSELT Mið 4/4 kl. 19 örfá sæti laus Fim 5/4 kl. 19 örfá sæti laus Lau 7/4 kl. 19 Karíus og Baktus í Reykjavík. Sun 18/3 kl. 13 UPPSELT, kl. 14 UPPSELT, kl. 15 UPPSELT Sun 25/3 kl. 13 UPPSELT, kl. 14 UPPSELT, kl. 15 UPPSELT Sun 1/4 kl. 13 UPPSELT, kl. 14 UPPSELT, kl. 15 UPPSELT Sun 15/4 kl. 13 UPPSELT, kl 14 UPPSELT, kl. 15 UPPSELT Sun 22/4 kl. 13 UPPSELT, kl 14 UPPSELT, kl 15 UPPSELT Aukasýningar í sölu núna: 29/4, 5/5, og 12/5 sun. 18. mars kl. 17 Örfá sæti laus sun. 25. mars kl. 17 pabbinn.is 15/3 ÖRFÁ SÆTI LAUS, 17/3 UPPSELT, 18/3 LAUS SÆTI, 22/3 LAUS SÆTI, 23/3 UPPSELT, 24/3 UPPSELT, 30/3 LAUS SÆTI, 31/3 LAUS SÆTI kl. 19, 31/3 LAUS SÆTI kl. 22. Allar sýningar hefjast kl. 20 nema annað sé tekið fram. ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA!! BJARNI HAUKUR (HELLISBÚINN) Í GLÆNÝRRI GAMANSÝNINGU Miðasalan í Iðnó er opin 11.00 til 16.00 virka daga og tveim tímum fyrir sýningu. Sími miðasölu er 562 9700. Draumalandið frumsýnt 16. mars HRÆDD HRÆDDVIÐ HVAÐ ERUM VIÐ HRÆDD? Sími 555 2222 EDDIE Murphy er firnaskæður gamanleikari og skemmtikraftur, það verður ekki af honum skafið, en hann hefur líklega meiri ánægju en áhorfendur af því að bregða sér í „drag“, eða kvenfatnað. Hann lætur ekki þar við sitja að leika bæði kyn- in, mannpíslina Norbit og kerling- arsvark hans Raspútíu, heldur birt- ist hann til viðbótar sem Kínverjinn Wong. Vissulega nokkuð fyndinn en brellu- og farðasýningar af þessu sauðahúsi gerast æ þreytulegri. Murphy hefur blásið út í mynd- unum um The Nutty Professor (auk þess sem Martin Lawrence er búinn að ofbjóða fyrirbrigðinu sem Big Momma), og skræfuna Norbit bar fyrir augu sem Jefferson Ramsey í Bowfinger. Kínverjinn er ennþá óslitinn. Sagan er ekki margbrotin, Norbit litla er varpað í reifum fyrir framan munaðarleysingjahæli herra Wong, þar sem hann vex úr grasi, hæddur og mæddur árið út og inn. Eini sól- argeislinn í aumu lífi stúfsins er telpuhnokkinn Kate, en síðan er hún gefin á braut. Aðeins linnir bar- smíðum og einelti Norbits er frenjan Raspútía kemur til sögunnar. Hún bjargar honum frá misþyrmingum og annarri niðurlægingu á róló, en neyðarhjálpin á eftir að draga dilk á eftir sér því hún eignar sér Norbit til æviloka og neyðir hann í hnappheld- una í fyllingu tímans. Þá skýtur Kate aftur upp kollinum, orðin und- urfögur, gjafvaxta mær (Newton). Til að byrja með er dálítið gaman að andstæðunum, sífrandi vei- fiskatanum Norbit og hinni ofbeldis- fullu og andstyggilegu Raspútíu, sem minnir meira á flóðhest um fengitímann en kvenmann. Sú skemmtun stendur ekki lengi og söguþráðurinn er kunnuglegur bræðingur úr fjölda gamanmynda allt frá Shallow Hal til The Gra- duate. Til viðbótar koma við sögu bræður Raspútíu, sannkölluð ómenni þó ekki systurbetrungar í mannvonsk- unni; Tveir litskrúðugir melludólgar (Eddie Griffin, Katt Williams), sem reynast söguhetjunni betri en eng- inn þegar fýkur í flest skjól og Good- ing Jr., sá hörkuleikari, tekur niður fyrir sig sem verðandi eiginmaður Kate. Þegar hæfileikamaður á borð við Murphy á í hlut, verður ekki hjá því komist að áhorfandanum er stöku sinnum skemmt en leikarinn dugar ekki til þó að hann virðist eiga góðar stundir í gervunum. Norbit verður lýjandi og leysist að lokum upp í vandræðagang og endurtekningar. Þéttur Eddie Murphy í ham. Murphy í mörgum gervum KVIKMYNDIR Sambíóin, Smárabíó, Laug- arásbíó, Borgarbíó Akureyri. Leikstjóri: Brian Robbins. Aðalleikendur: Eddie Murphy, Thandie Newton, Cuba Gooding, Jr., Eddie Griffin, Marlon Wa- yans. 102 mín. Bandaríkin 2007. Norbit  Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.