Morgunblaðið - 12.03.2007, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MARS 2007 33
dægradvöl
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. c3 dxc3
5. Rxc3 Rf6 6. Bc4 e6 7. 0–0 Be7 8. De2
a6 9. Hd1 b5 10. Bb3 Dc7 11. Bf4 e5 12.
Bg5 Rbd7 13. Hac1 Rc5 14. Rd5 Dd8
Staðan kom upp á meistaramóti
Hellis sem lauk fyrir skömmu. Hrann-
ar Baldursson (2.120) hafði hvítt gegn
Degi Andra Friðgeirssyni (1.560). 15.
Hxc5! dxc5 16. Rxf6+ gxf6 17. Hxd8+
hvítur er nú drottningu yfir og með
léttunnið tafl. Framhaldið varð:
17. … Bxd8 18. Bd5 Hb8 19. Bc6+ Kf8
20. Dd2 Kg7 21. Bh6+ Kg6 22. Rh4+
Kh5 23. Bg7 Kxh4 24. Dh6+ og svart-
ur gafst upp.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Hvítur á leik.
Furðuleg endastaða.
Norður
♠Á987
♥ÁG2
♦Á976
♣54
Vestur Austur
♠632 ♠54
♥K1098 ♥43
♦K1054 ♦83
♣96 ♣ÁKG10732
Suður
♠KDG10
♥D765
♦DG2
♣D8
Suður spilar 4♠
Austur vakti á þremur laufum og
vestur kemur þar út með níuna. Austur
tekur tvo slagi á ÁK og skiptir yfir í
tromp. Hvernig á suður að spila?
Eðlileg byrjun er að aftrompa mót-
herjana og svína hjartagosa í leiðinni.
Spila svo tíguldrottningu. Væntanlega
setur vestur kónginn og ás blinds á
þann slag. Nú er sagnhafi á kross-
götum. Ef hann les rétt í skiptinguna
sér hann að ekki gengur að senda vest-
ur inn á tígul eða hjarta - vestur mun
komast skaðlaust út í sama lit og fá
annan slag á hinn rauða litinn í fyllingu
tímans. En hvað gerist ef síðasta
trompið er tekið? Sú óvenjulega spila-
mennska tekur af vestri útgönguspilið.
Sagnhafi fylgist vel með afkastinu og
sendir vestur inn á litinn sem hann
hendir frá.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
Krossgáta
Lárétt | 1 rakka, 4 kletts,
7 dáin, 8 hegna, 9 óhróð-
ur, 11 skylda, 13 ímynd-
un, 14 svínakjöt, 15 legu-
bekkur, 17 ótta, 20 hvíldi,
22 bárur, 23 borga, 24
konungborinn maður, 25
nes.
Lóðrétt | 1 falin, 2 veið-
arfærið, 3 bráðum, 4 hús-
gagn, 5 skott, 6 stólpi, 10
kýli, 12 skyldmenni, 13
keyrðu, 15 greind, 16 ól,
18 ekki djúp, 19 vitri, 20
atlaga, 21 vont.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 renningur, 8 eyjan, 9 yndis, 10 náð, 11 nýrna,
13 annar, 15 hatts, 18 öflug, 21 tin, 22 fiska, 23 unnur, 24
saklausar.
Lóðrétt: 2 erjur, 3 nunna, 4 neyða, 5 undin, 6 senn, 7 ás-
ar, 12 net, 14 nef, 15 hafs, 16 tuska, 17 stagl, 18 önuðu,
19 lunga, 20 garð.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
1 Stjórnarformaður Straums-Burðaráss gagnrýnir stjórnvöld
fyrir að leggja stein í götu fjármálafyr-
irtækja sem sækja á alþjóðlegan
markað. Hver er stjórnarformað-
urinn:
2 Hverjir urðu meistarar í efstudeild kvenna í körfuknattleik í
lok síðustu viku?
3 Borgarleikhúsið hefur undirritaðmenningarsamning við fjár-
málastofnun eina? Hver er hún?
4 Grétar Rafn Steinsson varð fyrirþví óhappi að skora sjálfsmark í
leik liðs sín við þekkt enskt lið í
UEFA-bikarkeppninni. Hvert var
enska liðið?
Svör við spurningum gærdagsins:
1. Í dag lýkur stórri sýningu Í Fífunni í
Kópavogi sem helguð er tækni og þekk-
ingariðnaði. Hvað nefnist sýningin? Svar:
Tækni og vit 2007. 2. Færeyski mmynd-
listarmaðurinn Zacharias Heinesen held-
ur sýningu í Hafnarborg um þessar mund-
ir. Hann er sonur frægs færeysks
rithöfundar. Hver var hann? Svar: William
Heinsen. 3. Geisladiskur Ólafar Arnalds
fær fullt hús stjarna í dómi í Morg-
unblaðinu á föstudag. Hvað heitir disk-
urinn? Svar: Við og við. 4. Hvað heitir nýj-
asta sýning Vesturport-leikhópsins sem
byrjað er að sýna. Svar: Ást.
Spurt er …
ritstjorn@mbl.is
GÓÐVINUR Mozarts í Vín var
snjall klarínettuleikari og raunar
mikilvægur frumkvöðull í þróun
hljóðfærisins og hét sá Anton Stad-
ler.
Rétt fyrir dauðann samdi Mozart
fyrir Stadler gulltónverk klarínettu-
bókmenntanna, konsertinn í A-dúr
KV 622, sem enn lifir góðu lífi sem
ein fegursta tónsmíð allra tíma. Það
er sagt að Stadler hafi haft sér-
stakan áhuga á neðra sviði, eða bas-
sethornsviði, hljóðfærisins,
Mozart tileinkaði Stadler fleiri
tónsmíðar og þannig var með Kvin-
tett fyrir klarínettu og strengi KV
581, sem hér er til umfjöllunar.
Mér finnst bæði klarínettan og
einnig sellóið vera þau hljóðfæri
sem líkjast mest fögrum söng þegar
lagrænt og vel er leikið.
Þennan þátt klarínettunnar tekst
Birni Leifssyni einkar vel að tjá.
Þessir stuttu tónleikar einkennd-
ust af söngvísi beggja hljóðfæraleik-
aranna.
Í upphafi í þekktustu vögguvísu
allra vögguvísna sem í ísl. þýðingu
hefst á „Sonur minn! sofðu í ró …“
var í orðsins fyllstu merkingu fal-
lega sungið. Áreynslulaust veikt og
með þægilegri mótun hendinga og
breytingu styrkleika.
Söngur hljóðfæranna var líka í
fyrirrúmi í þekktustu aríu Cherub-
ino, „Voi che sapete“ úr óperunni
Brúðkaupi Fígarós, þarna náði
Björn að túlka af næmi söngnánd
hljóðfærisins.
Ég saknaði strengjanna í kvin-
tettinum enda þótt Aladár næði
ótrúlega vel að leika staðgengil
þeirra á píanóið.
Þeir 2 kaflar sem þarna voru
fluttir voru fyrst larghetto-
þátturinn og svo allegroþátturinn
sem er sá fyrsti af fjórum í kvintett-
inum. Annars minnir kvintettinn að
ýmsu leyti á klarínettukonsert og
reynir á góða tækni í báðum hljóð-
færum.
Bæði Aladár og Björn skiluðu
sínu hlutverki prýðilega og hlýtur
það að vera Þingeyingum mikið
gleðiefni að hafa svo góða hljóðfæra-
leikara á sínu svæði, en Aladár býr á
Húsavík og Björn á Kópaskeri.
Þessir tónleikar voru enn ein
sönnunin fyrir því hvað vel fer á að
tengja tónlist og matarlyst, en
þarna sameinast Tónlistarfélag Ak-
ureyrar og veitingamaðurinn Einar
Geirsson á Karolína Restaurant í að
leggja saman á borð mat og tóna.
Þetta kunnum við vel að meta, en
þeir mættu gjarnan vera miklu fleiri
sem tækju þessu kostaboði.
Áheyrendur tjáðu gleði sína ríku-
lega í tónleikalok.
Björn og Aladár í Ketilhúsinu
Morgunblaðið/Eggert
Við flygilinn Aladár Rácz píanóleikari býr á Húsavík.
TÓNLEIKAR
Ketilhúsinu á Akureyri
Á vegum Tónlistarfélags Akureyrar. Klar-
ínettutónleikar:
Björn Leifsson á klarínettu,
Aladár Rácz á píanó.
Föstudaginn 2. mars kl. 12.15
Á dagskrá: Verk eftir Mozart: Vögguvísa,
arían Voi che sapete úr óperunni Brúð-
kaupi Fígarós og 2 kaflar úr Kvintett fyrir
klarínettu og strengi KV 581.
Litlar freistingar
Jón Hlöðver Áskelsson