Morgunblaðið - 12.03.2007, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 12.03.2007, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MARS 2007 39 menning KVIKMYNDIR um roskið fólk eru harla fáséðar, jafnvel bitastæð hlut- verk fyrir leikara af léttasta skeiði eru undarlega sjaldgæf. Venus bæt- ir úr þessum skorti um sinn, og gott betur, hún er frábær skemmtun þar sem bíógestir fá tækifæri til að berja augum galdur stórleikarans Peters O’Toole, sem býr enn yfir ólýs- anlegum seið. Ekki síst sannar hún, ef einhver er í vafa, að myndir um „gamlingja“ geta verið hin besta skemmtun öllum aldurshópum. Það er farið að hilla undir sól- setrið í lífi vinanna Maurice (O’Toole) og Ians (Phillips), að baki áratugir frægðar og frækinna sigra á löngum leiklistarferli. Maurice hefur verið meðal þeirra bestu og fær við og við lítil gestahlutverk til að halda við frægðinni og hressa upp á mjóslegna pyngjuna. Líf þeirra er í tiltölulega föstum skorðum þegar Ian fær Jessie (Whittaker) unga frænku sína utan af landi, sér til hjálpar við heim- ilishaldið. Hann dreymir um und- ursamlega byltingu á sínum pip- arsveinslegu heimilishögum, en verður fljótlega fyrir vonbrigðum, Jessie er lítið gefin fyrir búsýslu, tekur skyndibitann fram yfir til- burði til matseldar og er að auki illa heima í fögrum listum. Þá kemur til kasta vinarins Mau- rice, „ég er fæddur til að veita öðr- um unað,“ segir hið roskna sjar- matröll og daðrari af guðsnáð sem tekur Jessie undir sinn vernd- arvæng. Maurice er stórfenglegt dæmi um mann sem lætur ekki deigan síga þó að Elli kerling sé farin að gerast æ aðgangsharðari. Þessi fyrrum stjarna, sem hafði sitt lifibrauð og lífsfyllingu af því að heilla áhorf- endur jafnt sem samferðamenn upp úr skónum, ekki síst kvenþjóðina, sér tilvalið sóknarfæri í hinni ungu og lítt reyndu Jessie. Stúlkan er enginn auli og lýsir myndin, sem er bæði meinfyndin, hlý og döpur, óvenjulegu sambandi, byggðu á gagnkvæmum skilningi tveggja ólíkra persóna sem hafa, þrátt fyrir aldursmuninn og önd- verða þjóðfélagsstöðu, margt að gefa hvort öðru. Maurice fær að skoða en ekki snerta, hin lítt upp- lýsta Jessie, sem lætur sig dreyma um frama í stórborginni, nýtur góðs af því að sigla í kjölfar hins lífs- reynda heimsmanns sem ekki aðeins gjörþekkir heldur drottnar yfir því umhverfi og aðstæðum sem hún þrá- ir. Tengslin á milli Maurice og Jes- sie, sem gamli leikjöfurinn kallar Venus, er skrifaður af ríkum skiln- ingi af Hanif Kureishi (My Beautiful Laundrette) sem veit upp á hár hvar á að draga línuna á milli andstæðn- anna og gera flest sem þau segja og framkvæma áhugavert og trúverð- ugt þrátt fyrir vandmeðfarið um- fjöllunarefnið. Myndin er annað samvinnuverkefni hans og leikstjór- ans Mitchell, áður gerðu þeir hina eftirminnilegu The Mother (’03), þar sem einnig er farið skilningsríkum höndum um samskipti einstaklinga á ólíku aldursskeiði. Þar sýndi Mitch- ell að meira bjó í honum en Notting Hill-grínsápur (með fullri virðingu fyrir þeim). Með Venus hefur hann markað sér bás sem einn forvitnileg- asti leikstjóri samtímans, ódeigur við að færast í fang viðfangsefni sem eru einkar athyglisverð og í engu háð kröfum markaðarins. Nýliðinn Whittaker stendur sig ásættanlega, ekki síst þegar haft er í huga að hún er að fást við risa leik- listarsögunnar, sem hefur elst tígu- lega og á enn jafnauðvelt með að fanga áhorfandann og heilla upp úr skónum með sínum ólýsanlegu töfr- um. Manna glæstastur sem jafnan. Fyrir utan yfirburði O’Toole eru það litlu atriðin sem bera af í Venus. Þeir eru hreinasti hvalreki saman, O’Toole og Phillips í hlutverkum sem eru sniðin fyrir þessar langlífu stjörnur af sviði og í kvikmyndum. Öfugt við hinn mun frægari mótleik- ara sinn hefur Phillips verið með eindæmum afkastamikill á löngum ferli, þar sem maður minnist hans fyrst úr Carry On-myndum bernsk- unnar. Hér fær þessi magnaði leik- ari, sem er fyrst og fremst frægur fyrir gamanleik, enn eitt hlutverk við hæfi og gerir því óaðfinnanleg skil. Það eru þó hin stuttu leiftur á milli Vanessu Redgrave (í hlutverki skilningsríkrar, fyrrum eiginkonu Maurice, sem hann yfirgaf í blóma lífsins) sem lýsa upp Venus. Að fá að njóta augnablikanna með þessum enn þá geislandi táknum um reisn og mikilfengleik breskra afburða- leikara frá því á síðari hluta ald- arinnar sem var að líða er tign- arlegri upplifun en orð fá lýst. Um sinn fyllist salurinn gamalla blóma angan. Með reisn fram í rauðan dauðann KVIKMYNDIR Regnboginn/Græna ljósið Leikstjóri: Roger Michell. Aðalleikendur: Peter O’Toole, Leslie Phillips, Jodie Whittaker, Richard Griffiths, Vanessa Redgrave. 90 mín. England 2007. Venus  Hvalreki Leslie Phillips og Peter O’Toole í hlutverkum sínum. Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.