Morgunblaðið - 23.03.2007, Síða 30

Morgunblaðið - 23.03.2007, Síða 30
30 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÍSLANDSHREYFINGIN Íslandshreyfingin, sem kynnt varí gær og boðaði framboð í öllumkjördæmum, getur haft tölu- verð áhrif á úrslit þingkosninganna í vor. Hreyfingin kynnir sig sem grænt framboð til hægri við miðju en líkurnar eru mestar á því, að hún sæki fylgi sitt til vinstri við miðju. Kjarninn í fylgi Íslandshreyfing- arinnar byggist væntanlega á fyrri kjósendum Frjálslynda flokksins, sem fylgja Margréti Sverrisdóttur og stuðningsmönnum hennar yfir í hina nýju stjórnmálahreyfingu. Áherzlan á grænt framboð mun höfða til margra kjósenda, sem á undanförnum vikum hafa ekki talið sig eiga annarra kosta völ en að kjósa Vinstri græna. Nú fá þessir kjósendur nýjan valkost. Og þekkt andlit úr Samfylking- unni eða í námunda við hana geta orðið til þess, að sá flokkur missi eitthvert fylgi til Íslandshreyfingar- innar. Ómar Ragnarsson, formaður bráðabirgðastjórnar Íslandshreyf- ingarinnar, hefur um áratuga skeið verið eins konar þjóðareign. Hann hefur ekki áður tekizt á við hinn pólitíska vettvang, þótt hann hafi smátt og smátt orðið einn af for- ystumönnum umhverfisverndar- sinna í landinu. Ómar á eftir að verða Íslandshreyfingunni drjúgur í atkvæðaöflun. Veikleiki hans sem frambjóðanda er sá, að hann hefur meiri æfingu í að spyrja spurninga en svara, og verður fróðlegt að sjá hversu fljótur hann verður að laga sig að breyttum aðstæðum og nýju hlutverki. Íslandshreyfingin er fyrst og fremst grænn flokkur. Sem slíkur mun hann ógna stöðu Vinstri grænna í skoðanakönnunum. Önnur stefnu- mál flokksins eru óskýr. Það kann að breytast í kosningabaráttunni. Tilraunir Íslandshreyfingarinnar til þess að höfða til kjósenda á hægri kantinum duga skammt, einfaldlega vegna þess, að sumir þeirra einstak- linga, sem hafa komið fram fyrir hönd hreyfingarinnar, laða ekki að kjósendur frá hægri kantinum held- ur ýta þeim frá. Það breytir því hins vegar ekki, að möguleikar Íslandshreyfingarinnar á að ná til sín kjósendafylgi á vinstri kantinum eru það miklir að hin nýja stjórnmálahreyfing getur breytt þeirri mynd í pólitíkinni, sem blasað hefur við síðustu vikur. Frjálslyndi flokkurinn eða sá hluti hans sem eftir stendur og býður fram í nafni þess flokks mun eiga erfitt uppdráttar í kosningabarátt- unni. Flokkurinn höfðar einfaldlega ekki til nútímans. Mesta möguleika hefur hann í litlum sjávarplássum úti á landi en jafnvel þar á hann undir högg að sækja. Einar Oddur Krist- jánsson er ekki síður maður grasrót- arinnar í Norðvesturkjördæmi en Guðjón A. Kristjánsson. Gengi Íslandshreyfingarinnar í kosningunum mun þó fara eftir því, hvernig talsmönnum flokksins tekst til í kosningabaráttunni. Það er auð- velt að eyðileggja góð tækifæri. EINKAFRAMTAK, VAL OG VELFERÐ Forvitnilegar umræður áttu sérstað á ráðstefnu þróunarfélags- ins Þyrpingar um þjónustu við aldr- aða fyrr í vikunni. Þar var meðal ann- ars rætt um möguleika á einkaframkvæmd þjónustu við aldr- aða og fjallað um reynsluna frá ýms- um nágrannalöndum okkar. Ragnheiður Elín Árnadóttir, að- stoðarmaður forsætisráðherra, hélt afar athyglisvert erindi á þessari ráð- stefnu. Hún benti á að ekki ætti að draga fólk í dilka eftir aldri eingöngu. Einstaklingar á efri árum hefðu mis- mundandi þarfir, sem horfa ætti til, en draga úr hóphugsun. „Ég vil sjá fjölbreytt úrræði, hvort sem um vistun, heimaþjónustu, tóm- stundastarf eða læknisþjónustu er að ræða,“ sagði Ragnheiður. „Ég vil sjá fjölbreytt rekstrarform, ég vil leyfa einkaaðilum að spreyta sig í þessum málaflokki í miklu meiri mæli, eink- um hvað varðar búsetuform. Sú tregða eða „tabú“ sem hefur verið ríkjandi í garð einkareksturs í heil- brigðis- og öldrunarmálum er með öllu óskiljanleg. Hið opinbera getur áfram greitt fyrir þjónustuna þó svo að einkaaðilar veiti hana.“ Ragnheiður benti m.a. á hvernig kraftur einkaframtaksins hefði gjör- breytt háskólaumhverfinu á Íslandi á fáeinum árum og það sama gæti gerzt í öldrunarþjónustu. Hún setti fram þá hugmynd að teknar yrðu upp einhvers konar þjón- ustuávísanir, þannig að hver einstak- lingur gæti beint viðskiptum sínum þangað sem hann kysi; til opinberra aðila eða sjálfstætt starfandi fyrir- tækja, eftir því hvað hentaði honum betur. Þetta gæti átt við um heima- þjónustu, dvalarheimili og hjúkrun- arþjónustu. „Með þessu greiðsluformi skapast meiri fjölbreytni í framboði og eft- irspurn og neytandinn sjálfur ræður meiru hvert hann beinir viðskiptum sínum,“ sagði Ragnheiður. „Þetta held ég að geti ekki verið svo flókið í framkvæmd. Peningarnir koma áfram úr sama sjóðnum en breytingin er sú að notandi þjónustunnar hefur val um hvernig þjónustu hann kaupir. Allir græða.“ Hugmyndir af þessu tagi hljóta að verða til umræðu í kosningabarátt- unni, sem í hönd fer, þar sem gera má ráð fyrir að velferðarmálin verði fyr- irferðarmikil. Þau stjórnmálaöfl, sem leggjast gegn því að notendur opinberrar þjónustu hafi val á milli ólíkra þjón- ustukosta og ólíkra rekstrarforma, eru ekki sannfærandi þegar sýnt hef- ur verið fram á ótvíræða kosti slíks fyrirkomulags, bæði hér á landi og í nágrannalöndum okkar. Málið snýst um að nýta kosti einka- framtaksins til þess annars vegar að nýta skattfé betur í þágu velferðar- innar og hins vegar að gefa fólki meira val og þar með meira vald yfir eigin lífi. Hver ætlar að vera á móti því? Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is Geir H. Haarde forsætisráðherra hef- ur þegar boðað forsvarsmenn Faxaflóa- hafna til fundar í dag til að ræða um hug- myndir fyrirtækisins um að það taki að sér að leggja Sundabraut. Með honum á fundinum verða Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra og Jón Sigurðsson við- skiptaráðherra. Gísli Gíslason, fram- kvæmdastjóri Faxaflóhafna, segir að undirbúningur að þessari framkvæmd komi til með að taka miklu skemmri tíma heldur en undirbúningur að gerð Hval- fjarðaganga. Aðstæður séu allt aðrar á fjármagnsmarkaði, áhætta óveruleg og verkþekking miklu traustari. Í vegalögum er reiknað með að Sunda- braut kosti 20 milljarða. Endanlegur kostnaður fer þó eftir því hvaða leið verð- ur farin og hvaða útfærsla verður falin. Mestur áhugi er á að fyrri hluti leiðarinn- ar, frá Sæbraut yfir í Gufunes, verði í jarðgöngum. Kostnaður við göngin er áætlaður 16 milljarðar, en svokölluð innri leið er talin ódýrari. Kostnaður við seinni áfangann, frá Gufunesi í Kollafjörð, er talinn vera um 10 milljarða. Þar er reikn- að með fjögurra akreina vegi með mis- lægum gatnamótum. Sé miðað við göng og fjögurra akreina veg gæti því heild- arkostnaðurinn verið um 25 milljarðar. Breyttar aðstæður á fjármagnsmarkaði Stjórn Faxaflóhafnar hefur lýst ein- dregnum áhuga og vilja til að koma að framkvæmdum Sundabrautar og leiða þær til lykta. Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra hefur fagnað þessum hugmyndum og lýst áhuga á að ræða við forsvarsmenn fyrirtækisins. Í nýjum vegalögum, sem samþykkt voru skömmu fyrir þinglok, er opnað fyr- ir þann möguleika að bygging og rekstur samgöngumannvirkja sé falinn ákveðnu félagi. Líklega getur ríkið gert samning við Faxaflóahafnir án þess að bjóða verk- efnið út. Hins vegar er ljóst að fram- kvæmdir við sjálfa Sundabraut fara í út- boð. Sérstök lög voru samþykkt á Alþingi um fjármögnun Hvalfjarðaganga sem Spölur á og rekur. Sú reynsla sem Spölur aflaði sér mun án efa nýtast Faxaflóa- höfnum, ef fyrirtækinu verður falið að leggja Sundabraut. Spölur var formlega stofnaður árið 1991, en það liðu hins veg- ar fimm ár frá stofnun félagsins þar til framkvæmdir við Hvalfjarðargöng hóf- ust. Gísli Gíslason, framkvæmdastjóri Faxaflóahafna, vann ásamt fleirum að stofnun Spalar allt frá 1987, sat lengi í stjórn félagsins og þekkir vel hvernig er að koma svona verkefni á koppinn. Hann telur að það taki alls ekki fimm ár að hefja framkvæmdir við Sundabraut. „Aðstæður í dag eru allt aðrar en þeg- ar verið var að undirbúa gerð Hvalfjarða- ganga,“ sagði Gísli. „Á þeim tíma sem lið- inn er frá gerð Hvalfjarðarganga er fjármagnsmarkaður miklu þroskaðri og auðveldari. Í öðru lagi er áhættan við svona verkefni orðin óveruleg miðað við það sem áður var. Í þriðja lagi er verk- þekking manna bæði á fjármögnunar- samningum og framkvæmdum miklu traustari en það sem menn glímdu við á sínum tíma. Ég held að við eigum fag- menn á öllum þessum sviðum sem gætu unnið hratt og örugglega og gætu komið þessu á framkvæmdatíma á miklu skemmri tíma en Spölur glímdi við á sín- um tíma.“ Við undirbúning svona viðamikils Aðstæður mjög b Hvalfjarðargöng Sundabraut Þessi mynd sýnir síðari hluta Sundabrautar sem jarðgöngum sem liggja frá Sæbraut, við enda Kringlumýrarb Fjármögnun Sundabrautar mun taka mun skemmri tí við verkið er einnig minni. Undirbúningi framkvæmda Það verður tæplega búið að meta umhverfisáhrif vegna Sundabrautar fyrr en í lok þessa árs. Drög að matsskýrslu hafa verið lögð fram, en ekki er búið að senda inn formlega matsáætlun vegna framkvæmdarinnar til Skipulagsstofn- unar. Drög að matsáætlun vegna Sundabrautar voru lögð fram tvennu lagi. Í fyrsta lagi er um að ræða Sundagöng sem liggja frá Sæbraut yfir í Gufunes. Í öðru lagi er um 8 km veg og brýr að ræða sem liggja frá Gufunesi upp í Kollafjörð. Reiknað er þó með því að þegar formleg matsáætlun verður lögð fram verði þetta lagt fram í einu lagi. Þegar áætlunin hefur verið lögð fram hefur Skipulagsstofnun 8 vikur til að fara yfir hana. Síðan tekur sá sem vinnur umhverfismatið sér tíma til að fara yfir athugasemdir og bæta inn í skýrsl- Sundagöng kalla á breytin Jarðgöng Það liðu fimm ár frá því að Spölur var formlega stofnað þangað til framkvæmdir við gerð Hv Aðstæður eru núna mikið breyttar og mun auðveldara að fjármagna slíkt verk. Vel hugsanlegt er að öl verks þarf að horf er að vinna að u verður tími er í að við að þessari vin það gæti þó dregis Formlegri skipu að velja endanleg Ólafur Bjarnason framkvæmdasviði sagði að ein ástæð búið að velja leiðin ið að ljúka jarðfr hefðu viljað hafa rannsóknir áður um leiðina væri te Búið er að vinn á svæðinu, en þa unum sem gerðar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.