Morgunblaðið - 23.03.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.03.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2007 35 ✝ Guðrún Krist-mannsdóttir, fæddist í Narfakoti í Innri-Njarðvík 23. júní árið 1919. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suð- urnesja 14 mars síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Þur- íður Ingibjörg Kle- mezdóttir, F. 5. mars 1888, d. 5. júlí 1968 frá Minni- Vogum Vatnsleysu- strandarhreppi og Kristmann Runólfsson, f. 21 febr- úar 1886, d. 12 ágúst 1954 frá Ás- láksstöðum Vatnsleysustrandar- hreppi. Guðrún var önnur í röð átta systkina, systkini hennar eru; Klemens f.1917, d. 2004, Runólfur Haukur, f. 1920, d. 1969, Sigurlaug Fjóla f.1921, Guðlaug Ragnheiður, f. 1922, d. 1923, Guðlaugur Ragn- ar, f. 1924, d.1980, Sigurður, f. 1926 og Fanney Dóra, f.1932. Guð- rún fluttist með foreldrum sínum að Hlöðversnesi á Vatnsleysu- strönd 1922, er Kristmann fékk Kristmann, f. 29 maí 1946, maki Þóranna Þórarinsdóttir. Börn þeirra eru a) Kristján, f. 1970, sam- býliskona Hanna Helgadóttir, þau eiga einn dreng og fyrir átti hún 2 börn. b) Guðrún, f. 1971, sambýlis- maður Einar Birgisson, þau eiga þrjár dætur og eitt barnabarn. c) Jóhanna, f. 1973, sambýlismaður Sveinn Ari Baldvinsson, þau eiga tvö börn. d) Brynja, f. 1975, maki Kristinn Björgvinsson, þau eiga einn dreng en fyrir átti hann einn dreng. e) Péturína Lára, f. 1991. 4) Elís Björn, f. 11 febrúar 1949, maki Valgerður Auðbjörg Bergsdóttir. Dætur þeirra eru: a) Vigdís, f. 1970. b) Dóróthea, f. 1972, maki Hilmar Þór Hákonarson, þau eiga fjögur börn. c) Þuríður Ingibjörg, f. 1975, maki Halldór Einarsson. 5) Egill Hallgrímur, f. 10. september 1954. 6) Brynjar, f. 3. desember 1957, dóttir hans er Jódís, f. 1983 maki Gunnar Halldórson, þau eiga eina dóttur. Móðir Jódísar er Nanna Jónsdóttir. Útför Guðrúnar verður gerð frá Kálfatjarnarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. kennarastarf á Vatnsleysu- ströndinni. Guðrún vann á yngri árum við kaupavinnu og sem vinnukona á ýmsum heimilum haust og vetur þar til hún gift- ist 30. maí 1941 Klemensi Sæmunds- syni f. 28. desember 1916, d. 10. desember 2002. Börn þeirra eru: 1) Sæmundur Kristinn, f. 29. júlí 1941, maki Soffía G. Ólafsdóttir. Börn þeirra eru: a) Ólafur Gunnar, f. 1961, maki Hjálmfríður Krist- insdóttir, þau eiga þrjú börn. b) Klemens, f. 1963, maki Katrín Sig- urðardóttir, þau eiga þrjár dætur. c) Hlíðar, f. 1964, maki Valdís Edda Valdimarsdóttir, þau eiga fjögur börn saman en fyrir átti Valdís tvö börn. Hún á tvö barna- börn. d) Guðjónína, f. 1970, maki Bergur Sigurðsson, þau eiga þrjú börn. 2) Þórður, f. 5 janúar 1943. 3) Í dag er til foldar borin elskuleg tengdamóðir mín Guðrún Krist- mannsdóttir sem var mér ávallt mjög kær. Margar góðar stundir höfum við átt saman og er síðasta vor og sumar mér ofarlega í huga. Hún tengdamóð- ir mín hafði gaman af því að ferðast og var það okkur mikil ánægja þegar hún heimsótti okkur ásamt Dodda og Agli í Vatnsdalinn þar sem við hjónin vorum við sauðburð. Í ágúst dvaldi hún með okkur í Borgarnesi og ferð- uðumst við um Snæfellsnesið. Þó að aldur hennar væri orðinn hár kvart- aði hún aldrei um þreytu þó að hún ferðaðist langar leiðir, ef maður spurði þá sagði hún: af hverju ætti ég að vera þreytt, ég sat nú bara í bíln- um. Yndislegt var að koma til hennar á Hólagötuna, alltaf var hún svo hlý- leg, hress og kát. Aldrei fór maður þaðan svangur og alltaf var hlaðið borð. Aldrei voru nein vandamál hjá henni, það orð hefur líklega aldrei verið til í hennar orðaforða. Eftir að hún lagðist inn á heilbrigðisstofnun Suðurnesja var unun að sjá hversu vel ættingjarnir umvöfðu hana og fannst mér ég þá sjá að hún væri að upp- skera eins og hún hafði sáð. Vil ég nú þakka henni samfylgdina hér. Hvíl í friði kæra vina og hafðu þökk fyrir allt. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga’ og rauna frí við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. (Hallgrímur Pétursson) Þín tengdadóttir, Valgerður Auðbjörg Bergsdóttir. Við systurnar viljum minnast ömmu Gunnu, eins og hún var ávallt kölluð, með nokkrum orðum. Amma var einstaklega vel úr garði gerð, aldrei sáum við hana skipta skapi og var hún ávallt létt í lund og sló oft á létta strengi. Gaman var að kíkja við á Hólagötunni og alltaf var eitthvað gómsætt með kaffinu og þóttu okkur pönnukökurnar hennar ömmu sér- lega góðar. Það var með eindæmum hvað amma var fróðleiksfús kona og spurði alltaf frétta af mönnum og málefnum. Alveg fram í lokin var hún að fylgjast með umhverfinu, ættingj- um og samferðamönnum sínum. Hún sá jákvæðar hliðar lífsins í flestu því sem rætt var um nema ál- versumræðunni en álver vildi hún ekki sjá hér á Suðurnesjum. Kærleik- urinn í hjónabandi hennar og afa er okkur systrunum ofarlega í huga. Þau voru svo samheldin hjón og virðing þeirra hvors fyrir öðru skein frá þeim. Rómantíkin var ömmu Gunnu mjög hugleikin. Alltaf spurði hún um ásta- málin og hvernig þau gengju hjá okk- ur systrunum. Við sáum að halla fór undan hjá ömmu í desember síðast- liðnum. Dýrmætur var dagurinn 28. desember 2006 en þá kom stórfjöl- skyldan saman heima hjá ömmu, í til- efni af því að afi hefði orðið níræður. Munum við systurnar minnast ömmu Gunnu í sófanum, umvafinni afkom- endum sínum með bros á vör. Hinn 16. janúar síðastliðinn fór amma á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og var hún þar til lokadags. Viljum við færa starfsfólki D-deildar Heilbrigðis- stofnunar Suðurnesja þakkir fyrir góða umönnun og einstakan hlýhug í garð ömmu Gunnu. Þá erum við sér- staklega þakklátar Dodda frænda fyrir það hvað hann hugsaði vel um ömmu síðustu æviárin. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snert- ir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran.) Vigdís, Dóróthea og Þuríður Ingibjörg Elísdætur Glaðværð og jákvæði voru einkenn- andi fyrir Gunnu ömmu eins og hún var oft kölluð en hún var föðuramma eiginmanna okkar. Gunna hafði ákaf- lega gaman af að vera innan um fólk og var dugleg að sækja alla mann- fagnaði í fjölskyldunni. Hún var dug- leg að halda tengslum við afkomend- ur sína, enda var hún sameiningar- punktur fyrir allan hópinn en hjá henni hittust oft ættingjarnir. Gunna amma tók vel á móti okkur inn í fjölskylduna og reyndist börnum okkar góð langamma og hafði mikinn áhuga á því sem þau tóku sér fyrir hendur. Í veikindum sínum sýndi hún mikið æðruleysi og var ánægð með alla þá þjónustu sem hún fékk og kvartaði aldrei. Hún átti góða og hamingjuríka ævi og var það lánsöm að fá að búa á heimili sínu þangað til nú í janúar þegar hún lagðist inn á sjúkrahús. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt og hjarta þá sælt er að vita af því. Þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Við þökkum Gunnu ömmu sam- fylgdina. Hjálmfríður og Katrín. Guðrún Kristmannsdóttir Þakka þér amma. Ég þakka öll árin. Ég þakka af hjarta. Ég þerra burt tárin. Trúfest- an, jákvæðnin, manngæskan mesta, góðvildin, glaðværð- in, amma mín besta. Af ást og af auðmýkt kveð ég þig nú. Í frelsarans nafni, því traust var þín trú. Ólafur G. Sæmundsson. HINSTA KVEÐJA ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, dóttir, systir og mágkona, ÞÓRUNN ENGILBERTSDÓTTIR, Álftarima 5, Selfossi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands laugardaginn 17. mars. Útför hennar fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 24. mars kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Bjarney Ágústsdóttir, Bjarni G. Emilsson, Helga Bettý Jónsdóttir, Pétur Herbertsson, Ágúst, Ríkey, Rakel Steinunn, Daníel Sindri og Benedikta Diljá, Engilbert Þórarinsson, Helga Frímannsdóttir, Jóna Kristín Engilbertsdóttir, Guðfinnur Karlsson, Heiðar S. Engilbertsson, Guðbjörg Nanna Einarsdóttir, Dagný Engilbertsdóttir, Brynjar Jónsson. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ORMHEIÐUR SVERRISDÓTTIR frá Hjallanesi, síðast til heimilis á Kumbaravogi, verður jarðsungin frá Krosskirkju í Austur-Landeyj- um laugardaginn 24. mars kl. 13:00. Halldór Helgason, Ólafur Kristján Helgason, Jón Helgason, tengdadætur, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR HALLDÓR ÓLAFSSON, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 16. mars sl. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 26. mars kl. 15.00. Kristín María Þorvaldsdóttir, Kolbeinn Sigurðsson, Guðrún Erla Gunnarsdóttir, Jón Ragnar Sigurðsson, Ólafía Daníelsdóttir, Davíð Sigurðsson, Sesselja Guðrún Guðjónsdóttir, Margrét Sigurðardóttir, Ríkey Garðarsdóttir, Thelma Björk Sigurðardóttir, Roberto Estevez Estevez og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG AXELMA AXELSDÓTTIR, dvalarheimilinu Sæborg, Skagaströnd, áður til heimilis í Blikahólum 10, Reykjavík, var jarðsungin frá Fossvogskapellu í kyrrþey föstudaginn 16. mars að ósk hinnar látnu. Jóhanna B. Hallgrímsdóttir, Jakob Skúlason, Sævar R. Hallgrímsson, Ragnheiður Magnúsdóttir, Axel J. Hallgrímsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR, Sólvangsvegi 3, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðviku- daginn 21. mars. Bárður Sigurgeirsson, Auður Sigurgeirsdóttir, Jenný Axelsdóttir, Halldór Bjarnason, Þóra Kristín Bárðardóttir, Sigurgeir Ágúst Helgason, Sigurgeir Bárðarson, Kristinn Geir Helgason, Guðmundur Örn Bárðarson, Sindri Örn Björnsson. ✝ Elskuleg móðir okkar, GUÐLEIF ÁRNADÓTTIR, Hrafnistu, Reykjavík, lést miðvikudaginn 21. mars síðastliðinn. Fyrir hönd aðstandenda, Kristín Þórarinsdóttir, Sigurjón Árni Þórarinsson, Björg Þórarinsdóttir, Guðlaugur Þór Þórarinsson. ✝ HINRIK EINARSSON frá Hömrum, Þverárhlíð, andaðist á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi miðvikudaginn 21. mars. Aðstandendur. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.