Morgunblaðið - 23.03.2007, Side 39

Morgunblaðið - 23.03.2007, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2007 39 þeim litla þegar hann kom í bæinn með sumarblóm í garðinn handa mömmu og rifjaðist upp fyrir okkur eitt slíkt atvik um daginn. Eitt sinn hringdi síminn frá Hótel Borg og spurt var eftir mömmu, þar sem henni var sagt að hún ætti sum- arblóm í afgreiðslunni og þyrfti að koma og sækja þau. Árni hafði þá skilið blómin þar eftir áður en hann brá undir sig betri fætinum í borg- inni. Árni tók ekki bílpróf og tel ég það hafa hjálpað honum að halda heilsu eins og raun bar vitni, þar sem hann var iðulega á fæti og hjól- aði einnig mikið um ævina. Hann var sérvitur úr hófi fram og það voru ófá skiptin sem ég fór með hon- um í leit að skóm að hans skapi. Urðu það að vera mokkasíur með leðurbotni og ekki veit ég hvort út- lendingarnir í Skaftafelli eru búnir að jafna sig á þegar sá litli tætti fram úr þeim á mokkasíunum upp að Svartafossi. Efst uppi tók hann upp Camel-pakkann og fékk sér eina til að jafna sig eftir gönguna, þá rúmlega sjötugur. Árni var flakkari og þótti gaman að fylgjast með framkvæmdum af ýmsu tagi. Það voru ófáir bíltúrarnir sem við fórum saman að skoða eitthvað, t.d. ný íbúðahverfi eða framkvæmdir hjá fjölskyldunni. Alltaf byrjaði það þannig að Árni spurði hvort mig langaði ekki í bíltúr. Þá vissi ég að frænda langaði á flakk, suðið komið í gang og innan skamms vorum við komnir af stað. Árni var sveitamað- ur í sér, hafði yndi af skepnum og þótti honum gaman að koma til okk- ar í kaffi og kíkja á kindurnar í leið- inni. Sérstaklega fannst honum gaman þegar sauðburður var afstað- inn og lömbin að leika sér á túninu. Ekki þótti okkur síðra að fá hann í heimsókn og finna fyrir þeim áhuga sem hann hafði á því sem við vorum að gera. Að lokum vil ég og fjöl- skylda mín þakka Árna fyrir allt sem hann gerði fyrir okkur og var mér og mínum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Kveðja, Jón Þorberg. Það er alltaf erfitt þegar einhver fellur frá og að þurfa að hugsa til þess að maður fái aldrei aftur að sjá viðkomandi. Það er skrítið að hugsa til þess að Árni gamli, eins og ég kallaði hann jafnan, eigi ekki eftir að vera með okkur fjölskyldunni áfram. Minningin um hann sitjandi róleg- an á stól innan um okkur eða inni í eldhúsi með kaffibollann sinn og síg- arettuna er ljúf. Hann var persónu- leiki sem ég og þeir sem hann þekktu gleyma aldrei, alltaf góð- mennskan uppmáluð, aldrei langt í grínið og hann skilur fátt eftir sig nema reit góðra minninga. Hann fylgdist alltaf vel með öllu í kringum sig og var með alla hluti á hreinu þó að hann væri komin vel á efri ár. Ein af mínum fyrstu minningum um Árna lýsa honum vel en þær tengjast rauðum seðlum sem ég fékk stundum frá honum og hafði á þeim tímapunkti enga hugmynd um hvað hann væri að láta mig fá. Ég var bara lítil stelpa rétt farin að ganga en ég man að hann sagði að ég ætti að kaupa mér eitthvað fal- legt fyrir þetta. Hjá honum fékk ég aldrei að heita mínu eigin nafni heldur bar ég nafnið Anna litla frá fæðingu og því gat enginn haggað, þetta var ákveðið af honum og var ég því fullsátt við það. Minning Árna Guðjónssonar mun alltaf lifa og lit- ríkur persónuleiki hans gleymist seint. Sólveig María Svavarsdóttir. Árni minn, þú varst þannig per- sóna að þú átt engan þinn líka, auð- vitað erum við öll þannig, en þú varst einstakur. Ég kynntist þér ekki fyrr en á seinni árum en þau kynni urðu miklu meiri og nánari en mig grunaði í upphafi. Þær eru ófá- ar bílferðirnar sem við fórum þegar þú komst í heimsókn vestur. Það var svo gaman að ferðast með þér og skoða það sem fyrir augu og eyru bar, þú sást náttúruna með sömu augum og ég, þú drakkst í þig hvert fjall, hverja þúfu og hvert smáatriði var þér mikilvægt. Einu sinni fórstu til útlanda og talaðir oft um að þú skildir ekkert í því hvað fólk væri að þvælast til útlanda, þar væri ekkert að sjá nema tré og aftur tré. Þú elskaðir landið þitt meira en allt annað og kunnir svo sannarlega að meta fegurð íslenskrar náttúru. All- ar nýjungar fundust þér merkilegar og þú varðst að sjá þær með eigin augum og það ekki seinna en strax. Ég man þegar þú komst með Stein- dóri og Sollu sumarið 2005, þau stoppuðu oft á leiðinni frá Reykjavík því þér var svo illt í bakinu, þú rétt skaust inn til mín til að fá þér kaffi- bolla og sígarettu og sagðir svo: „Jónína mín, eigum við ekki að skreppa og skoða nýju brúna yfir Kolgrafafjörðinn?“ Þetta var dágóð viðbót við ferðalagið sem þú varst að koma úr en um leið og þú hafðir sleppt orðinu varstu sestur út í bíl og beiðst óþolinmóður eftir að ég kæmi og keyrði þig. Dýrin elskuðu þig og sóttust eftir að vera í návist þinni, hundurinn var mættur með það sama til að fá klapp hjá þér þeg- ar þú sastu úti og reyktir. Einu sinni var mjög leiðinlegt veður og þú komst inn og sagðir með miklum þjósti: „Það er svo brjálað veður að það logar ekki einu sinni í sígarett- unni.“ Einu sinni langaði þig til Ólafsvíkur og þú sagðir: „Mömmu þína langar svo í rúgbrauð, það er svo gott rúgbrauð í Ólafsvík.“ Þar með var komin ástæða fyrir Ólafs- víkurferð. Í einni slíkri ferð stopp- uðum við og fengum okkur kaffi, þú varst mjög vandlátur á kaffi og vild- ir hafa það sterkt og gott og helst Bragakaffi. Þér fannst kaffið vera bæði kalt og vont en sagðir frekar lágt: „Ætli það sé rafmagnslaust hérna?“ Þér fannst gaman að skreppa í berjamó en þegar við vor- um komin á staðinn var ekki liðin löng stund þegar þú fórst að ókyrr- ast og spyrja mig hvort ég ætlaði að hanga þarna allan daginn. Þú hafðir einstakt lag á að því fá þá sem þekktu þig til að hlæja og gleðjast í lífinu, orðatiltækin þín munu lifa með okkur, ef þú dáðist t.d. að ein- hverju handbragði sagðir þú alltaf: „Þetta er algjör snilld.“ Matur skipti þig jafn miklu máli og kaffið en uppáhaldið þitt var soðin ýsa, rúg- brauð og kartöflur. Einhvern tím- ann eldaði ég eitthvað sem yngri kynslóðinni fannst meira spennandi, en þá stóðstu þegjandi upp frá mat- arborðinu, fórst inn í skáp og náðir þér í seríos, það var þín túlkun að þér fyndist maturinn ekki góður. Elskulegi frændi, ég veit að sálin þín er ánægð að vera laus úr viðjum lík- amans sem var orðinn bæði gamall og þreyttur. Ég veit líka að þar sem þú ert núna er ljós og friður. Jónína Þorbjörg. þinn sýndi sig í veikindum þínum, aldrei kvartaðir þú og alltaf varst þú létt í lund. Við erum báðar systurnar og allir krakkarnir hér alveg einstaklega rík. Guð gaf okkur þig sem mömmu okkar og ömmu, hvernig er hægt að þakka fyrir það, það eru ekki til orð sem geta lýst okkar ómælanlega þakklæti. Þú átt svo stóran þátt í því hverj- ar við erum í dag, og börn okkar og það fengum við frá þér og áttir þú svo sannarlega nóg til af ást, um- hyggju, styrk, hvatningu og leið- sögn fyrir okkur öll í lífinu. Þú varst alltaf ljósið í lífi okkar systr- anna og barnanna okkar. Alltaf var hægt að leita til þín þegar eitthvað var að berjast um í kollinum á okk- ur og alltaf vísaðir þú okkur á rétta braut. Þú varst okkar fjall. Við værum ekki það sem við erum í dag ef við hefðum ekki fengið að hafa þig hér hjá okkur, og þökkum við þér, elsku hjartans mamma okkar, fyrir það. Guð svo sannarlega bless- aði okkur með því. Á hverjum degi sögðum við hver annarri hvað mikið við elskuðum hver aðra, hvort sem það var í síma eða augliti til auglitis og alltaf kvöddumst við með kossi, faðmlagi og I love you. Að vera mamma er yndislegt og ómetanlegt og þarfnast ekki neins þakklætis, en við þökkum þér frá okkar innstu hjartarótum það dásamlega lífi sem þú gafst okkur. Guð varðveiti þig, elsku mamma og amma. Þínar dætur, Þyrí og Ella. Í dag kveð ég systur mína Elvu Hólm, sem lést 6. mars sl. í Banda- ríkjunum þar sem hún bjó hjá dótt- ur sinni og hennar dætrum. Þegar ég lít til baka til bernskuáranna á Siglufirði koma margar minningar upp í hugann. Við vorum fjögur systkinin sem ólumst upp hjá for- eldrum okkar að Hvanneyrarbraut 17 á Siglufirði. Ég tel það forréttindi að hafa al- ist þar upp á þessum árum, þegar síldarævintýrið stóð sem hæst og frelsi í leik og starfi. Elva tók þátt í þessu ævintýri af heilum hug enda afar vinnusöm kona. Elva hafði góða kímnigáfu, var glettin og skemmtileg í tilsvörum. Strax eftir gagnfræðapróf fór hún suður, eins og sagt var, í atvinnuleit. Þar hitti hún mannsefnið sitt, Magnús Þor- steinsson leigubifreiðastjóra. Það var sumarið 1957 sem Elva og Maggi komu akandi til Siglufjarðar á splunkunýjum gulum Chevrolet- bíl og þessi flotti bíll nam staðar fyrir framan húsið mitt. Við strák- arnir í hverfinu höfðum aldrei séð eins flottan bíl og að fá svo að sitja aftur í og keyra um Siglufjörð! ég hef sjaldan verið eins stoltur. Elva og Maggi eignuðust heimili í Keflavík. Fyrir polla á Siglufirði var það stórkostlegt ferðalag að fara í heimsókn til Elvu og Magga. Mér er það mjög minnisstætt þegar þau giftu sig í Dómkirkjunni í Reykjavík 1958, það var séra Óskar J. Þorláksson sem gaf þau saman, en hann var áður prestur á Siglu- firði. Árin liðu og eignuðust þau fjögur yndisleg börn, yngstur þeirra var Sverrir sem lést aðeins 12 ára gamall, en hann fæddist með hjartagalla. Þetta áfall tók Elva afar nærri sér. Elva var mikil húsmóðir og móðir og unni börnum sínum afar heitt. Heimili hennar var prýtt mik- illi handavinnu, en hannyrðir voru hennar stolt. Seinni árin leitaði hugur hennar oft heim til æskuslóð- anna og hélt hún í gamlar hefðir frá bernskuárunum, t.d. að gera laufa- brauð fyrir jólin. Ég er afar ríkur að hafa átt hana fyrir systur. Ég kveð hana með þessu fallega ljóði um Siglufjörð. Hér við íshaf byggð var borin bærinn okkar, Siglufjörður, inn í fjöllin skarpt var skorinn skaparans af höndum gjörður. Til að veita skjól frá skaða skipunum frá norðurslóðum, sem að báru guma glaða gull er fundu í hafsins sjóðum. Hér er skjól og hér er ylur hart þó ís að ströndum renni, Þó að hamist hörkubylur hlýju samt hið innra kenni. Fólkið sem að byggir bæinn bestu lofgjörð honum syngur um að bæti öllum haginn eitt, að vera Siglfirðingur. (Bjarki Árnason) Börnum, tengdabörnum, barna- börnum og langömmubörnum Elvu sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Kristinn Hólm. Elsku amma Sallý. Ég trúi því varla ennþá að þú sért farin, ég á eftir að sakna þín svo sárt. Þú ert bara besta kona sem ég hef kynnst, ég á svo margar góðar minningar um þig og tala ég nú ekki um stoltið að vera skírð í höfuðið á þér elsku amma mín. Þetta verður svo erfitt að geta ekki komið í Efsta- sundið og talað við þig um daginn og veginn og hvað þá að geta ekki kom- ið og spilað við þig. Ég elska þig ótrúlega mikið. Ég man þegar við vorum líka alltaf í sumarbústöðum saman og við vorum alltaf að velja steina í garðinn þinn og ég vildi að þú myndir setja ömmuklett í garðinn hjá þér … En ég veit að þú ert á betri stað núna hjá honum afa og Pollý, og ég veit þú munt fylgjast með mér og ég lofa að ég mun standa mig. Mér finnst svo erfitt að hugsa til þess að daginn sem ég hringdi í þig þá töluðum við um að við mynd- um hittast eftir 10 daga þegar ég kæmi heim og sama kvöld skeður þetta. Ég elska þig svo mikið og á eftir að sakna þín svo sárt, ég vildi óska þess að við hefðum hist áður en þetta skeði en ég er líka ánægð með að ég hringdi í þig þennan dag að þakka þér fyrir afmælisgjöfina, og aftur takk fyrir hana elsku amma. Þú ert besta amma sem ég gæti hugsað mér og ég er þakklát fyrir að hafa átt þig fyrir ömmu. En við hitt- umst nú aftur einhvern tímann og mikið hlakka ég til að sjá þig. Elsku amma, hvíldu í friði. Takk takk fyrir allar góðu stundirnar okkar saman. Ég elska þig. Þín Sallý. Við kveðjum í dag heiðurskonuna Salvöru Jakobsdóttur. Ég kynntist hennar dásamlegu fjölskyldu er við Jakob Viðar sonur hennar urðum vinir, ég var 13 og hann 14 minnir mig. Á þessum árum var í fá hús að venda með félagsstörf unglinga, fé- lagslífið fór aðallega fram í Teits- sjoppu eða á róluvellinum við Ljós- heima í misjöfnu veðri, og er trúa mín að margur hafi orðið krankur af volkinu. Mitt í þessari kröm opnaðist okk- ur skjól heima hjá Kobba, heimili hans var okkur opið og alltaf beið Salvör Jakobsdóttir ✝ Salvör Jak-obsdóttir fædd- ist í Vopnafirði 29. ágúst 1920. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 11. mars sl. Útför Salvarar fór fram frá Lang- holtskirkju 20. mars. sl. okkar sama viðmótið; Salvör tók á móti okk- ur með hlýju brosi sem var glettið en laust við yfirlæti. Hún hafði einhvern yfirnáttúrlegan skiln- ing á þessu stórhlægi- lega og tragíska hlut- skipti að vera útspringandi ungling- ur í Vogaskóla. Einstök nærvera hennar róaði okkur og eyðilagði næstum fyr- ir mér „apartheid“- kenninguna sem gekk út á að hafa sem minnst samskipti við hina full- orðnu. Enda aðhylltist ég þá skoðun að hún væri í raun huldukona sem hefði gifst út úr hamri sínum og ákveðið að taka slaginn í mannheim- um. Nú 35 árum síðar er ég enn á þess- ari skoðun. Við þessar aðstæður varð herbergið hans Kobba sú menning- arstofnun sem mest áhrif hefur haft á þá sem nutu; þar voru heimsmálin krufin, tónlistin vegin og metin, þar veittum við krakkarnir hvert öðru stuðning t.d. ef einhver hugði sig ólétta eða vildi hlaupa af stað út í heim, heimsbyltinguna plottuðum við stíft, og ekki má gleyma eilífð- ardeilunni um hvor væri betri, John eða Paul. Já, þetta voru frjóir og léttgeggj- aðir tímar og vart hægt að hugsa það til enda ef ekki hefði verið vakað yfir okkur í eldhúsinu í Ljósheimum 8. Salvör var ekki þess konar uppal- andi sem smíðaði aðhald úr umvönd- unum, heldur sáði hún trausti og uppskar virðingu; við þessir yfir- lýstu andófsmenn og -konur virtum hana mjög og reyndum að vera traustsins verð. Ekki má heldur gleyma þætti Guðmundar heitins, aldrei amaðist hann við okkur og átti það til að taka púlsinn á samkomunni og hafði gaman af. Það má hafa til marks um vinsæld- ir Salvarar að hvenær sem meðlimir klíkunnar, sem var kennd við her- bergið hans Kobba, hittast á förnum vegi er alltaf sama stefið uppi: Hvað er að frétta af mömmu hans Kobba? Ég held ég mæli fyrir hönd okkar allra þegar ég segi: Vertu af okkur kært kvödd og hafðu þökk fyrir allt. Snorri Arnarson. Nú þegar við kveðjum góða vin- konu, Salvöru Jakobsdóttur (Sallý), er svo ótal margs að minnast. Tími sem spannar hartnær hálfa öld og aldrei hefur borið skugga á. Í gamla daga var alltaf mikil tilhlökkun hjá okkur öllum á Kjartansgötunni í Borgarnesi þegar hún og Gummi og krakkarnir komu í heimsókn. Þau voru svo dugleg að koma með öll börnin í litla bílnum sínum um páska, í sumarfríinu og þegar farið var í ógleymanlegar útilegur með allan hópinn vítt og breitt um landið, hvort heldur fjölskyldurnar saman eða með Verkalýðsfélagi Borgarness. Margar góðar stundir áttum við saman í sumarbústað á Bifröst er kallaður var Sambúð. Alltaf var Sallý jafn ljúf og góð við okkur krakkana og alls ekkert kyn- slóðabil var til. Það sannaðist svo ekki verður um villst hvað hún átti auðvelt með að tala við okkur og ná til allra. Það eru miklir hæfileikar. Alveg var hrein unun að hlusta á Sallý segja frá æskuárunum á Vopnafirði og árunum á Akureyri þar sem hún kleif hin hæstu fjöll, tímanum úti í Hrísey á síldinni og síðan í Reykjavík þar sem hún bjó með Guðmundi Viðari úr Borgar- nesi. Sallý hafði alveg sérstakan frá- sagnarhæfileika og hafði frá mörgu skemmtilegu að segja og hún hafði svo hljómfagra og þægilega rödd sem var svo gaman að hlusta á og gott að vera nálægt. Ekki vantaði nú kímnigáfuna hjá þeim hjónum, Sallý og Gumma, og var mikið gert af því að gantast með okkur krökkunum. Hún var alltaf svo dugleg að spjalla við okkur og oftast eina fullorðna manneskjan sem nennti að spila. Þegar við þurftum að sækja eitt- hvað til Reykjavíkur var alltaf komið við hjá fjölskyldunni í Ljósheimun- um og síðar í Efstasundinu. Þar nut- um við allrar aðstoðar sem við þurft- um á að halda í bæjarferðum okkar til Reykjavíkur og mikillar hlýju og gestrisni. Allaf vorum við jafn vel- komin sama hvað hún hafði mikið að gera með sitt stóra heimili og oftar en ekki var hún með heimavinnu, sem voru tugir metra af gardínuefni sem hún tók að sér að sauma úr fyrir fyrirtæki og einstaklinga til að drýgja heimilistekjurnar. Eftir að Sallý og Gummi eignuð- ust sinn eigin garð í Efstasundinu eyddu þau mörgum stundum í að rækta hann, og annað eins safn af fallegum, blómstrandi plöntum í litlum garði höfðum við ekki séð. Sem betur fer hafði Sallý heilsu til þess að rækta hann fram á síðasta dag. Gott er að geta yljað sér við minn- ingarnar um síðustu heimsókn Sal- lýjar til okkar sl. sumar þegar hún kom og dvaldi í Borgarnesi hjá okk- ur í nokkra daga. Við töluðum mikið saman í síma síðustu ár og er það af- ar tómleg tilhugsun að heyra ekki lengur í kærri vinkonu. Við kveðjum í dag elsku Sallý okk- ar með söknuði og þökkum fyrir all- ar yndislegu samverustundirnar. Kæru vinir, Nína, Jakob, Kolla, Halla, Ingibjörg og fjölskyldur, inni- legar samúðarkveðjur til ykkar allra. Guð blessi minningu Sallýjar. Soffía, Anna María, Jórunn, Berta, Svana, Gummi og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.