Morgunblaðið - 23.03.2007, Page 41

Morgunblaðið - 23.03.2007, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2007 41 ✝ Friðrika Jó-hannesdóttir fæddist í Litla- Laugardal í Tálkna- firði 23. september 1916. Hún lést 15. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhannes Bjarni Friðriksson, bóndi og smiður, f. á Rima í Ket- ildalahreppi 5. apríl 1872 d. 26. janúar 1960 og Guðbjörg Vagnsdóttir, f. á Sellátrum við Tálknafjörð 24. des- ember 1878, d. 10. maí 1957. Systkini Friðriku eru Vagn, f. 1903, Guðrún, f. 1904, Þorbjörg, f. 1905, Friðrik, f. 1906, Matthildur, f. 1908, Guðmundur, f. 1909, Guð- jón, f. 1911, Kristján, f. 1912 og Páll, f. 1915, sem lifir systkini sín, búsettur á Patreksfirði. Hinn 10. júlí 1943 giftist Frið- rika Guðbrandi Ágústi Þorkels- syni lögregluvarðstjóra, f. á Furu- 1978, 3) Friðrika Björk, f. 1980, sambýlismaður er Theodór Ingi Ólafsson og 4) Birna Bryndís, f. 1982, sambýlismaður er Skúli Ax- elsson. B) Friðrik Kristján læknir, f. 16. júlí 1950, kvæntur Sóleyju Sesselju Bender, dósent við H.Í., f. 26. júlí 1953. Börn þeirra eru 1) Kristján Theodór, f. 1981, unn- usta er Arndís Sveinbjörnsdóttir, 2) Jóhannes Páll, f. 1984, unnusta er Þórdís Björg Björgvinsdóttir og 3) Þorbjörg Andrea, f. 1991. Sonur Friðriks og fyrri eig- inkonu, Guðnýju Önnu Arnþórs- dóttur hjúkrunarfræðings, f. 7. ágúst 1951, er Friðrik Gauti, f. 1979. Friðrika stundaði nám við Laugarvatnsskóla um tveggja ára skeið. Hún starfaði sem símamær hjá Landssíma Íslands á Akureyri um árabil og var síðar tal- símavörður á Landspítalanum við Hringbraut um tuttugu ára skeið. Útför Friðriku verður gerð frá Fossvogskirkju í dag mars og hefst athöfnin klukkan 13. brekku í Staðarsveit á Snæfellsnesi 13. janúar 1916. Hann var sonur hjónanna Þorkels Guðbrands- sonar, sjómanns og síðar verkamanns, f. á Búðum í Stað- arsveit 28. nóvember 1880, d. 28. júlí 1968 og Guðnýjar Theo- dóru Kristjáns- dóttur, f. í Straum- fjarðartungu í Miklaholtshreppi 18. janúar 1883, d. 26. maí 1962. Synir Friðriku og Guð- brandar eru: A) Þorkell læknir, f. 18. febrúar 1945, kvæntur Mögnu Fríði Birnir, forstöðumanni gæðamála LSH, f. 12. nóvember 1954. Börn þeirra eru 1) Guð- brandur Ágúst, f. 1976, kvæntur Katrínu Jóhannesdóttur, kennara og eiga þau fjórar dætur, Mögnu Þóreyju, f. 1999, Sölku Fríði, f. 2002, Þulu Glóð, f. 2004 og Ynju Mist, f. 2006 2) Jóhanna Helga, f. Í friðsæld morgunsársins þegar allt var hljótt kvaddi tengdamóðir okkar þennan heim. Hún hafði feng- ið langa og gjöfula ævi. Sjálf hafði hún tekið á móti ýmsu andstreymi í lífinu af æðruleysi sem hún varð- veitti með sjálfri sér. Hún hafði ung orðið berklaveik sem alla tíð setti mark sitt á líf hennar. Það gerði það að verkum að hún viðhafði ávallt mikla aðgæslu og gætti þess m.a. að hafa eitthvað hlýtt við brjóstkass- ann. Hún var almennt afar varfærin manneskja. Það var til dæmis ein- stakt að háöldruð konan gæti verið með súrefnissnúru í eftirdragi allan daginn síðustu árin án þess að af því hlytist slys. Hún gætti að snúrunni og greiddi úr vafningunum. Lét hún snúruna ekki aftra sér frá því að fara um á heimilinu til að horfa á uppá- haldsþættina í sjónvarpinu, fara fram í eldhús og elda sér mat eða hlusta á útvarpið. Hún fylgdist vel með því sem var að gerast og iðulega var það svo þegar maður kom að út- varpið var á fullu og vildi hún helst ekki lækka í því og alls ekki missa af neinum fréttatímum. Vissi hún jafn- framt betur hvað væri í fréttum en við þar sem hún hafði hlustað á allar fréttirnar yfir daginn, bæði í sjón- varpi og útvarpi. Auk þess hafði hún mikinn áhuga á að fá fréttir af fjöl- skyldunni og gladdist yfir smáum sem stórum sigrum. Hún var ein- staklega talnaglögg og kunni öll símanúmer Landspítalans utan að þegar hún vann á skiptiborði hans á árum áður. Eins fannst henni gaman að fara yfir kvittanir þegar eitthvað var keypt inn fyrir hana og setti gjarnan út á það ef hluturinn var of dýr miðað við annars staðar. Reglu- semi var mikil á heimilinu. Hver hlutur átti sinn stað á Háteigsveg- inum og ef hún sendi mann til dæmis til að ná í eitthvað í saumaborðinu hennar þá gat hún nákvæmlega sagt hvar það var. Það stóð heima. Þar var hluturinn. Það þýddi því lítt að raða hlutunum vitlaust í skápana hjá tengdamömmu eftir veislur á Há- teigsveginum. Það var ljóst að heim- ilið var henni dýrmætt. Heimili, sem hún hafði skapað með manni sínum, drengjum og tengdaforeldrum. Það stendur enn í dag og hefur hún hlúð að því í tæp 62 ár. Það þarf mikið viljaþrek, styrk og heilsu til að geta haldið heimili þegar komið er á ní- ræðisaldur og þar yfir. Hún gerði það. Síðustu árin án samfylgdar maka síns. Hún var mjög ákveðin hvernig hún vildi hafa hlutina og var ekkert að skafa utan af því hvað henni fannst um menn og málefni. Meðal annars hafnaði hún öllum hugmyndum um aðsendan mat og hafði engan áhuga á því að fara á elli- heimili sem væri bara fyrir gamla fólkið. Ákveðni hennar var sérstök og hvernig hún kom hugsunum sín- um á framfæri. Það var yfirleitt ekki hennar stíll að vera að setja hugsanir og orð í einhvern skrautbúning. Við viljum þakka henni samfylgd- ina í um þrjátíu ára skeið, allar veisl- urnar, jólaskeiðarnar og rifsberja- hlaupin og dáumst að því hvernig henni tókst að lifa sjálfstæðu lífi síð- ustu árin þar til kom að lífslokum. Hún var kona sem lifði ævinni með reisn og kvaddi lífið á sama hátt. Megi Guð gæta þín. Tengdadætur. Elsku amma! Nú ertu með afa. Þær eru margar minningarnar sem koma upp í hugann þessa dag- ana og ég er svo þakklát fyrir allt sem við áttum saman. Eins og allar stundirnar sem við sátum saman að spjalla yfir bolla af kakói í eldhúsinu, með annað augað á Háteigsveginum og lífinu fyrir utan. Og tímarnir þar sem ég fékk að klippa á þér hárið, þetta fallega, þykka, hvíta hár, sem við vorum báðar svo ánægðar með. Við vorum eins og tvær Friðrikur einar í heiminum í holinu á Háteigs- vegi 28 og mér þykir svo vænt um að hafa átt þennan tíma með þér. Hann verður aldrei frá okkur tekinn. Þú ert kona með skoðanir og ég læt mér ekki detta í hug að það hafi breyst þótt þú sért komin yfir móð- una miklu. Þú hafðir alltaf mjög ákveðnar skoðanir á öllum þeim klippingum og hárgreiðslum sem við systurnar höfum haft í gegnum tíð- ina og þær voru misjafnar skoðan- irnar en alltaf þínar eigin. Best þótti mér hvað þú varst ánægð með hana- kambinn minn, þér þótti hann sér- lega smart og elegant, alveg harð- ákveðin á því, enda smekkmanneskja. Það var alveg ótrúlegt hvað þú lumaðir á mörgu merkilegu á Há- teigsveginum, eins og öllum skónum. Þessir ótrúlega fallegu skór sem voru kannski 40 ára gamlir en litu út fyrir að vera nýir og eins og örlögin vilja hafa það þá smellpössuðu þeir auðvitað á okkur Birnu. Ég hef varla tölu á öllum þeim skóm sem ég hef dansað í af henni ömmu minni Fíu og mun halda áfram að dansa í um ókomin ár. Þú varst ótrúleg í eldhúsinu og þótt þú hafir oft haft orð á því að það væri nú ekkert hægt að gera fyrir grænmetisætu eins og mig tókst þér nú alltaf að koma með bakka fullan af góðgæti innan úr eldhúsi. Þú varst alltaf glöð þegar Theodór kom í heimsókn því það var hægt að gefa honum almennilega að borða. Við vorum einmitt að hlæja að því hvern- ig þér tókst að plata í hann bjór sein- ast þegar hann kom í heimsókn til þín. Hann biður voða vel að heilsa. Ég man hvað við gátum ennþá hlegið að því þegar við systkinin vor- um yngri og komum rennandi blaut inn úr snjónum og þurftum að fá lán- aðar langbrækur af ykkur afa til að leika okkur í. Öll rifsberin sem voru tínd, bæði í bala og upp í munn, til að amma gæti gert sultuna sína frægu og safann, allt konfektið og ísblómin sem voru borðuð milli mála og allir leikirnir sem var farið í um allt húsið og í garðinum. Allar þær stundir sem setið var í hitanum úti á svölum og spjallað. Þetta eru mér hinar dýr- mætustu gersemar sem ég mun geyma í hjartanu. Það er okkur fjölskyldunni hugg- un hvað hún Þula litla er lík henni langömmu sinni, að horfa í augun á Þulu er eins og að horfa beint í augun á þér, elsku amma. Elsku amma, 27 ár með þér eru allt of stuttur tími en ég er þakklát fyrir hverja sekúndu. Ég er svo glöð að hafa fengið að eiga svona gott samtal við þig á af- mælinu mínu um daginn, það sein- asta sem ég sagði við þig var hvað mér þætti vænt um þig. Ég elska þig. Þín vinkona og alltaf ömmubarn, Friðrika Björk. Það er oft heiðríkja yfir Háteigs- veginum. Innandyra á númer 28 hefur heið- ríkja huga og hjarta ríkt áratugum saman. Mér hefur alltaf þótt sérstak- ur stíll yfir því að búa við Háteigsveg númer 28 og hafa símanúmerið 10748, sem síðar breyttist í 551-0748. Þegar Guðbrandur svaraði með sinni alkunnu bassaraust í símann, vissi maður að hnötturinn héldi áfram að snúast – allavega þann daginn. Síðar hætti hann að svara í símann – og Fía tók við. Og hnötturinn hélt áfram að snúast. Alltaf tók hún þeim sem hringdi innilega. Þá tók hún gestum og gangandi ekki síður fagnandi og fannst alltaf hér áður fyrr, að þá væri nú tækifæri til að gera sér glað- an dag yfir mat, drykk, kaffi og kruð- eríi. Fía var einstaklega æðrulaus, jafnlynd, hreinlynd og tilgerðarlaus manneskja. Hún yfirvegaði hlutina, komst að sinni niðurstöðu og hélt jafnan þétt við hana, jafnvel þó við- mælandi væri ekki alltaf sammála. Fyrst þegar við kynntumst var ég ung og afskaplega viss um að ég hefði talsvert vit á flestum hlutum. Þá greindi okkur stundum á um marga grundvallarþætti tilverunnar. „Ykkur unga fólkið skortir yfirsýn og víðsýni,“ sagði hún gjarnan af sinni einlægu hreinskilni – og hafði vitanlega rétt fyrir sér. Það sem mér fannst þetta nú skortur á þessum sömu þáttum hjá henni! En það var þá. Eftir því sem árin liðu komst ég betur og betur að því, hvern mann Fía hafði að geyma. Og hvílíkur mað- ur. Það sem mér fannst áður vottur af galla hjá henni, fór mér að finnast hinn mesti kostur. Með árunum nálguðumst við í við- horfum, yfirsýn og skilningi og gát- um betur skilið sjónarhorn hvor ann- arrar. Við gátum rætt um lífið í fjölleikahúsi, úrtöku fyrir hæl á leista, kenningar Helga Pjeturss eða bara framvinduna í síðdegissápu sjónvarpsins. Við ræddum lífið í breidd og lengd og stundum endalok þess líka. Síðustu misserin drukkum við gjarnan Neskaffi með þessum samræðum og fannst báðum gott. Heimili þeirra Fíu og Guðbrandar var heimur út af fyrir sig. Nostur- semi, kærleikur og virðing fyrir lífinu birtust þar í uppröðun hluta, fjöl- skyldumyndum, bókasafni, gömlum leikföngum og listaverkum eftir barnabörnin. Ró, friður, jafnvægi, stöðugleiki, kaffilykt, hlýja. Rigning bylur á glugga og útvarpið malar. Guðbrandur dottar í græna stólnum en veit samt alveg hvað er í fréttum, og Fía bograr í gufumettuðu eldhús- inu við að undirbúa einhverja dýrlega magafyllina. Hvílíkar minningar. Þessu heimili gleymir maður aldrei og ekki heldur húsbændum þar, glæsilegum, gáfuðum hjónum, fremstum meðal jafningja. 35 ár skildu okkur Fíu að í aldri og í 37 ár stóð okkar vinátta. Aldrei bara á hana skugga, hvort heldur það gaf á bátinn eða siglt var á sléttum sjó. Fölskvalausari, dýrmætari og traust- ari vináttu getur enginn átt. Hjartfólgin vinkona er nú kært kvödd og henni þakkað fyrir allt það sem hún var mér og mínum. Lífið var henni gjöfult og hún lifði því af stolti, æðruleysi og þakklæti. Það munum við hugga okkur við, þegar söknuður- inn sækir að. Og heiðríkja er yfir Háteigsvegi. Guðný Anna Arnþórsdóttir. Það er mikill sjónarsviptir að henni Friðriku Jóhannesdóttur sem lést á Borgarspítalanum aðfaranótt næst- liðins fimmtudags 15. mars, þessari háu og glæsilegu konu sem þrátt fyr- ir níu áratugi bar reisn, einurð og hreinskiptni með sér hvar sem hún fór. Það er ekki lengra síðan en á Þor- láksmessu sl. desember að hún sótti okkur Jóhönnu heim, færandi hendi eins og ævinlega var hennar siður og þeirra Guðbrands, bónda hennar, meðan bæði lifðu. Hún hélt ótrauð á lofti því sameiginlega merki þeirra hjóna rausnar og höfðingsskapar til hinstu stundar. Ekki aðeins færðu þau vinum sínum gjafir í margvíslegu formi kæmu þau í sérstakar heim- sóknir, þau létu það einnig oftlega eftir sér að leysa gesti, yngri sem eldri, sem heimsóttu þau, út með gjöfum og var hvort tveggja gert af stórmennsku og einlægri vináttu. Hún Friðrika hafði æði fastmótað- ar skoðanir á hvers konar viðburðum og atvikum, þ.m.t. málefnum líðandi stundar sem hún fylgdist vel með til lokadags og lét þær skoðanir í ljós á skilmerkilegan hátt þegar svo bar við en þurfti þó aldrei neinn að meiða eða rýra að áliti. Það er þakkarvert að mega njóta vináttu slíkrar mann- eskju sem hennar og þeirra Guð- brands saman meðan beggja naut við. Lífið fór ekki alltaf mjúkum hönd- um um hana Friðriku og má vel ímynda sér hvílík raun það hefur ver- ið ungri móður að verða að dveljast á Vífilsstaðaspítala svo mánuðum skipti frá ungum sonum sínum vit- andi og að bóndi hennar var við tæpa heilsu á sama tíma. Aldrei heyrði ég hana þó vorkenna sér eða þeim feðg- um þetta og gildir einu þótt allt færi vel að lokum. Á sama hátt bar hún, þá komin á níunda áratuginn, harm sinn, við dauða Guðbrands, af meðfæddri reisn og æðruleysi. Það þarf heil- steypta skapgerð til hvors tveggja. En Friðrika átti þess einnig kost að fylgjast með og taka verulegan þátt í lífsgæfu sona sinna, góðu gengi átta gjörvilegra barnabarna og síð- ustu árin fjögurra ungra langömmu- barna. Það gladdi hana og hún var og gat sannarlega verið stolt af afrekum alls þessa fólks, afkomenda sinna. Sú góða heimanfylgja sterkra stofna og menningarheimilis sýnir sig. Auk þess að vera húsmóðir á Há- teigsvegi 28 í Reykjavík með þeim glæsibrag og myndarskap, sem í minnum verður hafður, starfaði Frið- rika við símvörslu á Landspítalanum lengst af og allt að starfslokum. Hún skilaði sannarlega meira en fullu dagsverki. Við Jóhanna þökkum Friðriku órofa tryggð og vináttu við okkur og okkar fólk vel á fjórða áratuginn um leið og við óskum henni alls velfarn- aðar og guðsblessunar, nú að nýju, á sameiginlegum vegum hennar og Guðbrands. Sonum hennar og öðrum ástvinum sendum við samúðarkveðj- ur. Einar Birnir. Friðrika JóhannesdóttirJákvæðni þín mun ávallt vera okk-ur leiðarljós í lífinu. Megi ljósið umvefja þig. Berglind, Sigurður Grétar og Sóley. Fjóla Jónsdóttir móðursystir mín er látin áttatíu og átta ára gömul. Fyrstu kynni mín af henni voru 1962 þegar ég var sendur með strandferðaskipi í sveit norð- ur á Strandir en hún bjó á Víga- nesi við Reykjafjörð ásamt Eiríki, börnum þeirra og fleira heimilis- fólki. Þar skyldi strákurinn vist- aður til hausts og áður en yfir lauk hafði ég komið aftur á hverju vori í sjö ár og dvalið til hausts. Fjóla frænka var einstaklega hjartahlý kona og barngóð. Þess naut ég á Víganesi hvaðan ég á mínar skemmtilegustu bernsku- minningar. Aldrei minnist ég þess að heyra styggðaryrði frá henni í minn garð þótt stundum hafi verið ástæða til. Hún var af þeirri kyn- slóð sem oft þurfti að vinna langan vinnudag og í minningunni var hún komin fyrst á fætur og byrjuð að sinna eldhússtörfum og var enn að þegar við krakkarnir fórum í hátt- inn. Allt kaffibrauð var bakað heima, kaffibaunirnar voru brenndar og malaðar í eldhúsinu. Allt var bakað í kolaeldavél sem kom borgarbarninu spánskt fyrir sjónir í fyrstu. Ekkert rafmagn og allur þvottur þveginn í höndum. Að sjálfsögðu breyttist það síðar og tæknin hélt innreið sína. En það hefur stundum verið lúin hús- móðir sem lagðist til hvílu eftir er- il dagsins. Fyrir hennar atlæti var það þriflegur og pattaralegur strákur sem kom á mölina að hausti eins og lambhrútur af fjalli. Ég hitti frænku mína síðasta sinni í byrjun febrúar síðastliðins. Þá var hún orðin þreytt, rúmföst og líkaminn að gefa sig. En and- lega var hún eins og alltaf, með á nótunum og vissi nákvæmlega hvað var að gerast hjá hverjum og einum í sínum stóra afkomenda- hópi. Hún spurði um mig og mína og vissi nokkurn veginn hvar hver og einn var staddur á sinni veg- ferð. Það vona ég að mitt andlega þrek muni endast eins og hennar. Fjóla frænka mín var einstök kona og kveð ég hana með innilegu þakklæti fyrir allt það góða sem hún lagði til mín. Jón Bjarni. Minningar um öll kvöldin heima þegar við afi elduðum okkur kvöld- mat tveir saman því amma var á kvöldvakt. Þá var hlustað á fréttir og hlutirnir oft krufnir til mergjar. Síðan sóttum við ömmu í vinnuna og þá var oftar en ekki tekinn smá- rúntur um bæinn eða kíkt í kvöld- kaffi til ættingja. Ég lærði líka snemma hjá afa að það að slappa af uppi í sófa með góða bók væri gulls ígildi. Seinna, þegar ég var orðinn eldri og bjó ekki lengur í Hamarstígnum, var sambandið alltaf mikið og reglulegt. Afi ákvað þegar hann hætti að vinna að skella sér í það að fá sér tölvu og ófá símtölin áttum við okkar á milli þegar eitthvað gekk ekki sem skyldi með þann grip. Allt fram til loka notaði afi tölvuna mikið til m.a. að fylgjast með afa- og langafabörnunum sín- um sem voru ýmist stödd í Reykja- vík eða erlendis. Að tala með hljóði og mynd á MSNinu fannst honum flott þó hann væri orðinn 86 ára. Allt fram á síðasta dag var hugs- unin skýr. Þegar ég sat hjá honum kvöldið áður en hann dó og las að- eins fyrir hann úr blöðunum og við töluðum aðeins um pólitík voru skoðanir hans jafnskýrar og þær höfðu alltaf verið þó svo að líkaminn væri orðinn þreyttur. Þessar minningar og svo margar fleiri koma til með að lifa í huga mér um ókomna tíð og því verður afi aldrei langt undan. Amma mín, ég veit hvað þú hefur misst mikið með honum afa og ég bið Guð að styrkja þig og mundu að þú átt mig alltaf að þegar þú þarft á að halda. Sigurður Aðils.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.