Morgunblaðið - 23.03.2007, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 23.03.2007, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2007 49 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú getur verið harður í horn að taka og fullur af krafti. Þú getur tekist á við visst verkefni og ögrað bara sjálfum þér. Bogmaður stendur með þér – hlustaðu á það sem hann hefur að segja. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þér finnst þú slappur á versta tíma – og það er merki um að þú þurfir að taka málin í þínar hendur. Vítamínrík fæða og andríkar tilvitnanir hjálpa þér að færa þig í rétta átt. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þínir nánustu vilja þekkja þinn innri mann. En það sem þeir skilja ekki er að innra með þér eru margar persónur. Í dag koma nokkrar þeirra út og ljúka skyldustörfum. Þú kemur eilíft á óvart. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Í listum ýkir ofurraunsæi málefni með því að gera smáatriði að aðalatriðum. Þú lítur ofurraunsætt á það hvernig þú getur náð markmiðum þínum í peninga- málum. En þar hefur þú tekið meiriháttar framförum. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Það er auðvelt að finna eitthvað at- hugavert við mannkynið. Eru ekki allir heimskir og latir? Hver veit og hverjum er ekki sama? Það er erfitt að laðast að ein- hverju í fari allra, eins og þú reynir að gera. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Við hvern samfund er nauðsynlegt að skiljast að lokum. Mundu þetta og ekki taka það persónulega þegar vissar að- stæður eru yfirstaðnar. Þá er bara að byrja upp á nýtt. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Haltu upp á velgengni þína og viðhaltu bjartsýninni, en mundu eftir takmörkunum þínum. Vinur getur bjargað þér með því að hlekkja þig við raunveruleikann. (23. okt. - 21. nóv.)  Sporðdreki Sköpun gefur þér mikla orku. Það er óheillavænlegt að láta yfirmanninn nappa sig niðursokkinn við hugmyndavinn- una. Pásur og matarhlé geta reynst nota- drjúg. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Hafðu opin augu fyrir því hvað kemur þér í varnastöðu. Er yfirmaðurinn að yfirheyra þig? Kom brandari makans við auman blett? Í stað þess að bregðast ósjálfrátt við skaltu hugsa málið. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Manstu þegar þú vildir ólmur tilheyra vissum hóp – hvort sem það var vinna eða vinahópur. Svo mikið að þú hefir borgað fyrir að fá að vera með. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Ef maður reynir að vera of gáfu- legur, verður allt að bulli. Gáfuleg hugsun sem endurtekur sig svæfir fólk að lokum. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Lítið reiðikast á réttum stað getur gefið þér góða hugmynd að breytingum, annaðhvort í heiminum eða innan í þér. En ef þú situr á reiðinni án góðrar ástæðu er kominn tími til að spyrja sig hvaða tilgangi. stjörnuspá Holiday Mathis 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. Rc3 b5 6. Bd3 Db6 7. Rb3 Dc7 8. O-O Rf6 9. f4 Bc5+ 10. Rxc5 Dxc5+ 11. Kh1 h5 12. e5 Rg4 13. Re4 Db6 14. Rd6+ Ke7 15. Df3 Rc6 16. a4 b4 17. a5 Dc5 18. Bd2 Hb8 19. Re4 Da7 20. Dg3 Bb7 21. f5 Hbg8 22. fxe6 dxe6 23. Bg5+ Kf8 Staðan kom upp í 1. deild Íslands- móts skákfélaga sem lauk fyrir skömmu í Rimaskóla. Benedikt Jón- asson (2269) hafði hvítt gegn Smára Rafn Teitssyni (2096). 24. Hxf7+! Kxf7 25. Rd6+ Kf8 26. Df4+ það kom einnig til álita að leika hinum glæsilega leik 26. Dxg4 en textaleik- urinn var ekki slakari. 26... Rf6 27. Bxf6 Dd4 28. Bxg7+! og svartur gafst upp enda var hann óverjandi mát. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Óvenjuleg litaríferð. Norður ♠Á952 ♥K ♦D8 ♣ÁKD754 Vestur Austur ♠ ♠DG7 ♥D1052 ♥ÁG987643 ♦G103 ♦K ♣G92 ♣3 Suður ♠1043 ♥-- ♦Á976542 ♣1086 Suður spilar 6♦ Roy Welland átti góðu gengi að fagna á vorleikunum í St. Louis; hann var í sigursveit Vanderbilt-keppninnar og vann auk þess veigamesta tvímenn- inginn (Silidor Open Pairs). Félagi Wellands í tvímenningnum var Ítalinn Giorgio Duboin og hann var við stjórn- völinn í sex tíglum. Austur hafði vakið á fjórum hjörtum og vestur kom þar út. Duboin trompaði og hlammaði niður trompásnum í öðrum slag. Það er óvenjuleg íferð í slíkan lit, en Duboin sá að ekkert þýddi að spila litlu á drottninguna – ef vestur ætti Kxx myndi hann fara upp með kónginn og þá væri engin leið að komast heim til að taka þriðja trompið. Því var ekki um annað að ræða en að treysta á tígulinn 2–2 eða kónginn blankan. Það gaf nán- ast topp að vinna slemmuna. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1 Lausn frá íslensku hugbúbnaðarfyrirtæki hefur veriðlagað að bandarísku tölvupóstkerfi CommuniGate. Hvað heitir íslenska fyrirtækið? 2 Hvaða þingmaður talaði lengst allra á nýloknu þingieða rúman sólarhring? 3 IceAid og Actavis ætla að aðstoða við að koma upplyfjafyrirtæki í Afríku. Hvar? 4 Tveir leikmenn íslenska landsliðsins í knattspyrnusem leika á Bretlandi hafa boðað forföll á síðustu stundu fyrir landsleikinn gegn Spáni. Hverjir eru það? Spurter… ritsjorn@mbl.is Svör við spurningum gærdagsins: 1. Doktor í heilsuhagfræði hefur sýnt fram á að holdarfar kvenna hefur meiri áhrif á atvinnumöguleika þeirra heldur en ofneysla áfengis. Hver er fræðimaðurinn? Svar: Tinna Laufey Ásgeirs- dóttir. 2. Herdís Sigurgrímsdóttir er á leið til Íraks á vegum Ís- lensku friðargæslunnar. Hvaða starfi er hún að taka við? Svar: Fjölmiðlafulltrúii hjá Nato. 3. Nýr ríkisskattstjóri er ánægður með mikinn fjölda skila á skattskýrslum á netinu. Hver er hann? Svar: Skúli Eggert Þórðarson. 4. Hvaða lið eru komin í undaúrslit Ís- landsmeistaramótsins í körfuknattleik? Svar: KR, Snæfell, Njarðvík og Grindavík. dagbók|dægradvöl Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig Sudoku 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 Júðana, 8 hlemmarnir, 9 starfið, 10 umfram, 11 forföðurinn, 13 þekkja, 15 hlaup- astörf, 18 gagnslausa, 21 þar til, 22 líffærin, 23 framleiðsluvara, 24 kompásar. Lóðrétt | 2 kveða, 3 kven- dýrið, 4 hrekk, 5 ferskan, 6 ljóma, 7 röska, 12 veið- arfæri, 14 bókstafur, 15 bráðum, 16 eftirskrift, 17 áma, 18 reykti, 19 fisk- inn, 20 ójafna. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 trega, 4 hrauk, 7 kofan, 8 gunga, 9 set, 11 ráma, 13 orga, 14 fljót, 15 kufl, 17 assa, 20 arg, 22 tóman, 23 at- óms, 24 móður, 25 aflar. Lóðrétt: 1 tekur, 2 elfum, 3 agns, 4 hægt, 5 annar, 6 krafa, 10 erjur, 12 afl, 13 ota, 15 kætum, 16 fumið, 18 stóll, 19 ansar, 20 anar, 21 gata. NOKKRIR krakkar úr félagsheimilinu Sel- inu á Seltjarnarnesi komu miðvikudaginn 7. mars sl. í heimsókn á skrifstofu Styrkt- arfélags krabbameinssjúkra barna. Til- gangur var að færa unglingahópi SKB styrk að upphæð 50.000 krónur. Forsvarsmenn hópsins sögðu að krakk- ana hefði langað til að láta gott af sér leiða og helst að það rynni til unglingastarfs. Ólafur Einarsson og Þórir Valdimarsson úr unglingahópi SKB tóku við styrknum sem notaður verður til að efla enn frekar starf hópsins sem hefur verið einstaklega fjörugt í vetur. Styrkur Krakkar úr félagsheimilinu Selinu færa unglingahópi SKB styrk. Styrkur frá unglingum í Selinu Styðja hugmyndir um sameiningu skóla MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýs- ing Iðnnemasambands Ís- lands vegna áforma um sameiningu Iðnskólans í Reykjavík og Fjöltækni- skólans: „INSÍ lýsir yfir ánægju með hugmyndir um samein- ingu Iðnskólans í Reykjavík og Fjöltækniskólans. INSÍ styður þær hugmyndir að skólinn verði einkarekinn með komu hagsunaaðila að rekstrinum. Forsenda þessa stuðnings er sú að hér er um að ræða hagsmuna- samtök í iðnaði, ekki fyr- irtæki úr einkageiranum. Einnig að ekki verði tekin upp skólagjöld umfram það sem nú er, þ.e. innritunar- og efnisgjöld. INSÍ telur mjög mik- ilvægt að góð tengsl séu á milli atvinnulífsins og skóla og telur að því markmiði verði náð með þessari breytingu, sem felur í sér m.a. uppsetningu fagráða fyrir hvert svið innan hins sameinaða skóla. Við teljum uppsetningu fagráðanna jákvætt og mik- ilvægt skref og það muni leiða af sér nám sem verði nær því sem gerist á vinnu- markaði en nú er. Þó teljum við mikilvægt að námsmenn hafi sæti í þessum ráðum. Námsmenn eiga sitt sæti í skólanefnd og -ráði, lögum samkvæmt en við teljum að rödd námsmanna eigi einn- ig heima í fagráðum. Við fögnum hugmyndum um stofnun fagháskóla hér á landi í þeirri mynd sem fyrirfinnst á hinum Norð- urlöndunum. Það er mik- ilvægt fyrir samkeppn- ishæfni menntunar á Íslandi. Stór hluti íslenskra námsmanna erlendis stundar nám við faghá- skóla þar sem slíkt nám hefur ekki staðið til boða hér á landi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.