Morgunblaðið - 12.04.2007, Side 30

Morgunblaðið - 12.04.2007, Side 30
30 FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. EFNAHAGSSTEFNA SAMFYLKINGAR Samfylkingin kynnti efnahags-stefnu sína á fundi í gærmorg-un. Kynningarrit það sem lagt var fram á fundinum sker sig úr al- mennum kosningagögnum að því leyti til að á bak við það liggur ber- sýnilega mikil vinna. Það einkennist af mikilli þekkingu og yfirsýn enda er Jón Sigurðsson, fyrrverandi ráð- herra Alþýðuflokks, augljóslega höf- undur að meginefni ritsins. Það er mikill styrkur fyrir Samfylkinguna að njóta liðsinnis manns sem býr yfir svo mikilli þekkingu á efnahagsmál- um sem Jón Sigurðsson gerir. Í riti Samfylkingar um efnahags- mál felst þung gagnrýni á stjórn rík- isstjórnarinnar á efnahagsmálum. Þetta er jafnframt gagnrýni sem er byggð á rökum en ekki almennt póli- tískt tal. Þess vegna er mikilvægt að talsmenn stjórnarflokkanna svari þessari gagnrýni á málefnalegan hátt og með efnislegum rökum. Það er sjaldgæft að tækifæri gefist í kosn- ingabaráttu til málefnalegra um- ræðna um veigamikil mál. Rit Sam- fylkingar um efnahagsmál leggur hins vegar grundvöll að slíkum um- ræðum. Í þessu riti segir m.a.: „Með auk- inni samþættingu efnahagsstarfsemi yfir landamæri verður sjálfstæð pen- ingamálastefna einstakra ríkja sífellt erfiðari viðfangs vegna greiðs að- gangs fyrirtækja að fjármagni á al- þjóðlegum markaði … Við slíkar að- stæður er engin von til þess að ná megi verðbólgumarkmiðinu nema ríkisvaldið styðji við peningastefn- una með aðhaldsaðgerðum á sviði rík- isfjármála og með öðrum ákvörðun- um sem hafa áhrif á heildareftirspurn í landinu … Staða ríkissjóðs er nú orðin þannig, að hann er háður því að hafa tekjur af ofþenslunni til þess að mæta ört vaxandi ríkisútgjöld- um … um þessar mundir skiptir mestu máli að fjármálastjórn ríkisins miðist við að sporna við verðbólgu- þrýstingi svo ekki hvíli allt á stýri- vöxtum Seðlabankans. Þetta verður aðeins gert með því að draga úr út- gjöldum ríkisins og fjárfestingar- áformum sem ríkisvaldið getur haft áhrif á.“ Er þetta rétt mat hjá Jóni Sigurðs- syni og Samfylkingunni? Hvert er svar ríkisstjórnarinnar við því? Og ef þetta er rétt mat hljóta stjórnar- flokkarnir að svara því hvernig þeir telji að eigi að bregðast við. En þeir eru ekki einu flokkarnir sem verða að svara þeirri spurningu. Úr því að þetta er mat Samfylking- arinnar hljóta forráðamenn hennar að upplýsa kjósendur um það hvaða útgjöldum ríkissjóðs þeir ætla að draga úr og hvaða fjárfestingar- áformum þeir ætla að hægja á? Ætlar Samfylkingin komist hún til valda t.d. að falla frá fyrirhugaðri tvöföldun hringvegar til austurs og vesturs frá höfuðborgarsvæðinu? Samfylkingin hnykkir á þessum áherzluatriðum í kynningarritinu þar sem segir: „Næstu misserin þarf aðaláherzlan því að vera á aðhald að útgjöldum þar sem hagkerfið ber enn öll merki of- þenslu, sem birtist í verðbólgu, mikl- um viðskiptahalla og erlendri skulda- söfnun. Afar skýr merki eru auk þess um að þegar sé fyrir hendi kerfislæg- ur halli á ríkisrekstrinum sem birtist um leið og þensluskeiðinu lýkur.“ Ekki verður betur séð en Samfylk- ingin boði mikinn samdrátt í öllum umsvifum hins opinbera og þeim um- svifum sem ríkisvaldið getur haft áhrif á. Er það nauðsynlegt? Eru sér- fræðingar og forystumenn annarra stjórnmálaflokka sammála því að slík samdráttarpólitík sé æskileg og nauðsynleg? Hér er boðuð alveg gjör- breytt efnahagsstefna sem haft getur víðtæk áhrif í efnahagslífinu öllu. Um leið og rit þetta einkennist af mikilli þekkingu á efnahagsmálum og yfirsýn koma þar líka fram skrýtnar vísbendingar um óraunsæi og tak- markaða þekkingu á því sem er að gerast í grasrót atvinnulífsins. Í rit- inu segir: „Það er því ekki að undra að lækk- un verðlags í byrjun marz hafi orðið miklu minni en spáð hafði verið. Ljóst virðist að mörg fyrirtæki hikuðu við að lækka verð á vöru sinni og þjón- ustu vegna óvissu um framhaldið þar sem hægri höndin virtist ekki vita hvað sú vinstri gerði í hagstjórninni.“ Fyrst ber að nefna að verðlagseft- irlit ASÍ sýndi fram á að lágvöru- verðsverzlanir skiluðu lækkun virð- isaukaskatts alveg til neytenda sem sum veitingahús t.d. gerðu ekki. Að- alatriðið er þó að þeir sem það gerðu ekki voru að verða sér út um skjót- fenginn gróða sem hafði ekkert að gera með hik og óvissu um framhald hagstjórnar! Og enn segir í ritinu: „Tregða fyr- irtækja til þess að bregðast við lækk- un virðisaukaskattsins með lækkun vöruverðs er ekki sízt vitnisburður um vantrú atvinnulífsins á efnahags- aðgerðir ríkisstjórnarinnar.“ Svona fáránlegar staðhæfingar draga úr trúverðugleika kynningar- rits Samfylkingar um efnahagsmál. Annað dæmi um svona undarlega sýn á veruleikann í íslenzku sam- félagi er setning á borð við þessa: „Þessar ákvarðanir ríkisins vöktu upp samkeppni milli Íbúðalánasjóðs og viðskiptabankanna með yfirboð- um, sem aukið hafa á spennuna í hag- kerfinu.“ Hvaða vitleysa er þetta? Er höfundum þessa rits ekki ljóst að það voru bankarnir með Kaupþing banka í fararbroddi sem fóru einfaldlega inn á húsnæðislánamarkaðinn og hófu stórfellda samkeppni við ríkið um húsnæðislán? En hvað sem þessum athugasemd- um líður fer ekki á milli mála að Sam- fylkingin hefur með þessu kynning- arriti tekið ákveðið frumkvæði í umræðum um efnahagsmál sem aðrir flokkar, og þá ekki sízt stjórnarflokk- arnir, verða að bregðast við. En jafnframt verður Samfylkingin sjálf að svara sínum eigin spurning- um og ábendingum og upplýsa hvern- ig hún mundi bregðast við í ríkis- stjórn og hvar hún mundi draga úr fyrirhuguðum framkvæmdum. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Íslenska hagkerfið er í mikluójafnvægi um þessar mundir.Efnahagsvandinn birtist ímeiri viðskiptahalla en nokkru sinni fyrr. Afar háir vextir, óstöðugt gengi og verðbólga, sem enn er tvöfalt eða þrefalt meiri en 2,5% markmið Seðlabankans, ein- kenna efnahagsástandið. Viðskipta- hallinn í ár verður naumast undir 15% og fer varla undir 10% á næsta ári. Þetta segir Jón Sigurðsson, fyrr- verandi ráðherra, seðlabankastjóri og forstjóri Norræna fjárfestingar- bankans. Jón var formaður starfshóps og ritstjóri nýs rits Samfylkingarinnar um stöðu og horfur í efnahagsmálum sem Samfylkingin kynnti á morgun- verðarfundi í gær. „Sterk staða rík- issjóðs og minnkandi ríkisskuldir hafa verið helsti jákvæði þátturinn í efnahagsmyndinni upp á síðkastið. Sá bati hefur þó aðallega byggst á umframtekjum af ofþenslunni og sölu ríkiseigna en síður á árangri við útgjaldastjórn. Nú virðist á hinn bóginn ljóst að tekjuafgangur ríkis- sjóðs minnkar mjög á þessu ári og gæti snúist í halla árið 2008. Hættan er sú að Ísland missi trú- verðugleika á alþjóðlegum fjármála- mörkuðum, en þá væri voðinn vís með hækkandi vaxtaálagi, gengis- falli og verðbólgugusu,“ segir Jón í formála ritsins, sem ber heitið Jafn- vægi og framfarir – ábyrg efnahags- stefna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- maður Samfylkingarinnar, sagði á fundinum í gær að Samfylkingin legði mikla áherslu á efnahagsmálin í aðdraganda kosninganna. „Það ójafnvægi sem nú ríkir í efnahags- málum vegur verulega að lífskjörum fólks í landinu,“ sagði hún. Grund- vallaratriði væri að koma á jafnvægi í efnahagsmálum, sem væri forsenda framfara. Jón Sigurðsson fjallaði um efna- hagsmálin á morgunverðarfundin- um og sagði forgangsverkefni að koma á jafnvægi í þjóðarbúskapnum og endurheimta stöðugleika „því ís- lenska hagkerfið er núna í afar miklu ójafnvægi,“ sagði hann. „Viðskipta- hallinn í fyrra var 27% af landsfram- leiðslu, meiri en nokkru sinni fyrr og meiri en nokkurn tíma hefur sést meðal aðildarríkja OECD,“ sagði hann ennfremur. Jón sagði það umhugsunarefni að þessi mikli halli væri til staðar á sama tíma og ytri skilyrði þjóðar- búsins væru á heildina litið mjög góð. Eftir öran vöxt 2004 og 2005 hefði hægt mjög á hagvexti í fyrra, framleiðsla á mann hefði dregist lít- illega saman. „Vextirnir eru afar há- ir, gengi krónunnar óstöðugt, verð- bólgan tvisvar til þrisvar sinnum meiri en verðbólgumarkmið Seðla- bankans,“ sagði Jón og benti á að nú stefndi í halla á ríkissjóði þegar á næsta ári. „Hættan er sú að Ísland missi trúverðugleika og traust á al- þjóðlegum fjármálamörkuðum en þar geta viðhorfin verið hvikul. Breytingar á þeim vettvangi geta haft mikil áhrif á hag okkar þótt upptök þeirra geti haft ekkert eða afar lítið með íslensk efnahagsmál að gera, vegna þess að íslenska krónan er eins og örsmá bátsskel á ólgusjó alþjóðlegra gjaldeyrisviðskipta. Gengi hennar getur breyst snögg- lega og Ísland á afar mikið undir því komið að alþjóðlegir fjárfestar og lánveitendur vilji fjármagna við- skiptahallann. Við erum því afar við- kvæm fyrir hræringum á alþjóða- fjármálamarkaði. Íslensk stjórnvöld verða því nú að beita samstilltum að- gerðum til þess að draga úr því mikla misvægi sem óneitanlega kastar nokkrum skugga á framtíð- arhorfur okkar á næstu árum. Til þess að koma á jafnvægi þarf auðvitað að draga úr heildareftir- spurn. Þetta gæti að nokkru leyti gerst af sjálfu sér við lok stórfram- kvæmda sem staðið hafa yfir en án efa þarf að auki almennt aðhald í hagstjórninni til þess að endur- heimta stöðugleika,“ sagði Jón. Hann sagði að við þetta bættist svo að á næstu árum þyrfti að bæta fyrir ýmsar vanrækslusyndir síðasta áratugar á sviði félagsmála og kjara- jöfnunar. Í ritinu segir að þrátt fyrir ört vaxandi tekjur ríkissjóðs í góðærinu og aukinn hlut ríkisins í þjóðartekj- unum hafi ýmis skylduverk þess á sviði félagslegrar þjónustu og lífs- kjarajöfnunar verið vanrækt á síð- asta áratug. „Það er því með öllu ljóst að hagstjórnarvandi næstu rík- isstjórnar verður ærinn,“ og bætir við að á honum taka með ábyrgri efnahagss Skortir samstillingu í stj fjármála og peningamá „Það hefur mjög skort á ingu í stjórn fjármála og mála,“ sagði hann. „Til dæm tímasetning skattalækkuna un þessa árs og reyndar fyrra árs, mjög tvímælis. E aldrei í ljós hvort hið tímabu hald í opinberum framk sem var tilkynnt um mitt á hefði einhver marktæk áhr því var fallið áður en á það r hefur rýmkun útlánaregln lánasjóðs bæði nú nýlega ustu árum, gengið þvert ingar stjórnvalda um aðha hagstjórninni. Það er hr háttur af þessu tagi sem gr an tilraunum til aðhalds m un stýrivaxta og þar me trúverðugleika efnahagsst í heild. Stefnan í ríkisfjárm peningamálum verður að v stillt til þess að verðbólga skefjum og stuðlað sé að e umhverfi, sem eflt getur va framfarir í okkar atvinnulíf Til þess að tryggja sams í hagstjórninni þarf nýtt vinnulag, skýrari heilda betra samstarf á milli þe fara með stjórntæki efnaha Endurheimta Hætta er á að Ísland missi trúverðugleika á alþjóðlegum mörkuðum og þá er voðinn vís, sagði Jón Sigurðsson, fyrrver- andi ráðherra og seðla- bankastjóri, á fundi Samfylkingarinnar í gær um nýtt rit um efnahagsmál. Ný vinnubrögð „Til þess að tryggja samstillinguna í hagstjórnin sýn og betra samstarf á milli þeirra sem fara með stjórntæki efna  Jón Sigurðsson kynnti nýja úttekt á stöðu efnahagsm sjóðs á næsta ári  Hringlandaháttur grefur undan til ÁRNI M. Mathiesen fjármálaráð- herra sagði, þegar leitað var við- bragða hans við gagnrýni á hag- stjórnina sem fram kom á fundi Samfylkingarinnar, að það væru ekki nýjar fréttir að gert væri ráð fyrir halla á ríkissjóði á næsta ári. Í langtímaáætlun í ríkisfjármálum frá sl. hausti væri gert ráð fyrir að afkoma ríkissjóðs yrði neikvæð á árunum 2008 og 2009 en afgangur yrði á árinu 2010. „Á þessum árum er gert ráð fyr- ir að ráðstafa hluta af söluandvirði Símans, sem eru óregluleg útgjöld og tengjast ekki tekjum viðkom- andi ára. Við erum að ráðstafa þessum peningum á þessum árum vegna þess að við gerum ráð fyrir að þá verði minni umsvif og lítill hagvöxtur,“ segir hann. Nota eigi hluta söluandvirðis Símans til að glæða efnahagslífið. Árni s ef litið s framhjá fjármun eingöng á reglul gjöld og legar te ríkissjóð gert ráð jafnvæg isútgjöldunum. Hann bend ig á að langtímaáætlunin f hausti fyrir árin 2008 til 20 mun betri tekjuafkomu hel gert var ráð fyrir í langtím áætlun sem kynnt var haus 2005. „Hagvöxturinn og kraftu efnahagslífinu hefur verið en við áætluðum fyrir hálfu ári og afkoman er þess veg en við áætluðum þá. Það að Árni M. Mathiesen Reiknað með hall Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.