Morgunblaðið - 12.04.2007, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 12.04.2007, Qupperneq 40
40 FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigurlaug SoffíaBjörnsdóttir fæddist í Vík í Héð- insfirði 13. maí 1921. Hún lést á Dval- arheimilinu Dalbæ 29. mars síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru þau Björn Ásgrímsson, f. 29. júní 1885, d. 22 apríl 1943 og Anna Lilja Sigurðardóttir, f. 19. september 1890, d. 3. desember 1964. Þau eignuðust níu börn en þau voru: Ása María, Sig- urður Halldór, Ásgrímur Guð- mundur, Halldóra Guðrún, Birna Kristbjörg, Stefanía Sóley, Sig- urlaug Soffía, Kristín Ingibjörg og Stefán Zophanías. Þau eru öll látin nema Ingibjörg. Soffía ólst upp í Héðinsfirði en sína stuttu skólagöngu sótti hún til Siglufjarðar og greiddi fyrir fæði og uppihald með barnagæslu og léttri heimilisþjónustu. Um 1940 fluttist hún til Reykjavíkur þar sem hún vann við heimilisstörf þar til hans Björg, Alexander Hugi og Ísak Máni. Soffía Sigurlaug, dóttir hennar Sigríður Björg. Björn Júl- íus, í sambúð með Hildi Lilju Guð- mundsdóttur. Jónína Sigríður. 3) Guðmundur Ásgrímur, f. 29. nóv- ember 1950, d. 12. nóvember 1984. 4) Þorsteinn Kristinn, f. 31. desem- ber 1952, kvæntur Guðfinnu Ásdísi Arnardóttur, börn þeirra eru: Helga Kristín, gift Timothy John Senior, sonur þeirra Michael Máni. Ingvar Örn, í sambúð með Söru Maríu Kristinu Hinriksson. Stein- þór. Bryndís. 5) Björn Ásgrímsson, kvæntur Elísabet Erlendsdóttur, börn þeirra eru Heimir og Thelma, fyrir átti Elísabet soninn Sturlu Höskuldsson, í sambúð með Krist- ínu Hólm Þórleifsdóttur. Auk þessa átti Soffía fjóra langa-lang- ömmudrengi en þeir eru Davíð Freyr, Ívan Dagur, Óðinn Þór og Björn Ísak. Soffía vann við ýmis verkakonu- störf á Siglufirði, Akureyri og í Reykjavík en lengstan starfsaldur hafði hún er hún vann við ræst- ingar í Seðlabanka Íslands eða í um 40 ár. Síðustu árin bjó hún á Dval- arheimilinu Dalbæ á Dalvík. Útför Soffíu verður gerð frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. hún giftist, hinn 13. desember 1941, Birni Júlíusi Grímssyni, f. 15. júní 1917, d. 21. júní 1968. Börn þeirra eru: 1) Halldóra Guð- rún, f. 16. júlí 1942, d. 21. ágúst 2006, gift Páli Kristjánssyni. Börn þeirra eru: Að- albjörg, gift Steindóri Jóni Péturssyni, börn þeirra Pétur Ágúst og Anna Lilja, fyrir átti Aðalbjörg dótt- urina Halldóru Maríu. Björn, kvæntur Berglindi Lúðvíks- dóttur, dætur þeirra Halldóra Guð- rún, Sigríður Sæunn og Rakel Ýr, fyrir átti Berglind soninn Lúðvík Aron. Sigurlaug Soffía, gift Guðna Þorvaldsyni, dóttir þeirra er Sig- urhildur, fyrir átti Sigurlaug son- inn Pál. Anna Lilja, gift Ívari Guð- mundssyni, börn þeirra Anna Líney, Andri Kristján og Sara Lind. 2) Grímur Sigurður, f. 18. janúar 1945, kvæntur Björgu Jósepsdóttir, börn þeirra eru: Jósep, í sambúð með Regínu Ómarsdóttur, börn Elsku mamma, þá er kveðju- stundin runnin upp og ég, eins og vonandi allir synir og allar dætur mæðra á Íslandi, ber kvíða í hjarta mínu fyrir þessari stund, vitandi þó það að hún kæmi. Hún var erfið, sér- staklega vegna þess bjargarleysis sem ég fann fyrir þegar stundin kom. Vitandi þó það að það góða fólk sem annaðist þig á Dalbæ gerði þér allt til góða sem mögulegt var. Hafi það þökk fyrir. Mamma var fædd að Vík í Héðins- firði og ólst þar upp við venjuleg störf sem unnin voru til sveita á þessum tíma. Samgöngur við Héð- insfjörð voru erfiðar og tilheyrði hann þá eins og nú Siglufirði og varð hún því að sækja skólagöngu sína þangað, sem reyndar varð ekki mikil vegna fátæktar og erfiðleika heima- við. Faðir hennar Björn var tekinn og vistaður á Laugarnesspítala, því það var haldið að hann þjáðist af holdsveiki. Hann var fjarri heimilinu í 12 ár og var það mikil blóðtaka að fyrirvinnan skyldi þurfa að hverfa að heiman með þessum hætti. Hann reyndist síðan ekki hafa sýkst af þessum hræðilega sjúkdómi og fékk heimferðarleyfi en náði reyndar ekki að verða viðstaddur fermingu yngsta barns síns, Stefáns. Þrátt fyrir þessa reynslu í æsku þá var móðir mín frekar glaðvær kona og reyndi ætíð að greiða götu hvers manns og var margur ættingi og vinur sem fékk húsaskjól og mat hjá henni. Enda var ætíð mann- margt heima hjá mér í æsku þar sem gestir komu og fóru og fengu allan þann viðurgjörning sem til var í húsinu, þau góðu gildi íslenskrar gestrisni voru í hávegum höfð hjá henni. Þegar faðir minn lést 1968 eftir erfið veikindi var eins og hluti af mömmu dæi með honum, því hjóna- band þeirra var bundið mikilli vin- áttu og ástríki. Hún fann sér farveg í að sinna fjölskyldunni og barna- börnunum sem fjölguðu eftir því sem árin liðu. Ég veit að þau öll eiga ljúfar minningar þegar þau komu í heimsókn til ömmu Soffíu í Drápu- hlíðinni og nutu ástar og umhyggju hennar. Þannig var hún, lítil kona með stórt og mikið hjarta og það var ætíð rými þar fyrir einn til viðbótar enda leið henni best með sem flest börn í kringum sig. Starfsvettvangur mömmu var al- menn störf verkakonu. Sem barn þurfti hún að vinna fyrir sér með barnagæslu og léttum heimilisstörf- um þegar hún var í barnaskóla á Siglufirði. Síðar var það heimilis- hjálp hjá ýmsum, bæði á Akureyri og í Reykjavík og eftir að hún giftist pabba voru það ýmis störf sem hjálpuðu til við að afla tekna til heimilisins. Eftir 1950 hóf hún störf við ræstingar hjá Landsbanka Ís- lands, síðar hjá Seðlabankanum og lauk sinni starfsævi hjá Seðlabank- anum í nýja húsinu við Kalkofnsveg. Henni líkaði vel að vinna í bankan- um og fórum við oft, börnin hennar, með henni þangað að aðstoða hana og var svo einnig með flest eldri barnabörnin og sjálfsagt hefur þeim fundist það nokkuð spennandi að skottast með henni í vinnuna. Þegar árunum fjölgaði hrakaði heilsunni og síðustu sex árin hefur hún notið umhyggju og þeirrar al- úðar sem starfsfólk Dvalarheimilis Dalbæjar á Dalvík veitir íbúum þar. Fyrir tæpu ári síðan hélt hún upp á 85 ára afmælið sitt að hætti sínum og bauð til sín fólkinu sínu. Þetta var ánægjulegur dagur og gaman fyrir alla þá sem komu og nutu þessa dags með henni að sjá hversu lík hún var ætíð sjálfri sér, mikil „partí- kona“. Það er eins með þessi skrif um hana mömmu og ævi hennar, allt á sinn enda. Ég veit einnig að bið hennar eftir endurfundum hennar og pabba er einnig á enda eftir nærri 40 ára. Ég veit að það var fríður hóp- ur sem tók á móti henni, pabbi, Dóra systir og Gummi bróðir, auk allra þeirra vina og vandamanna sem henni þótti svo vænt um. Þinn sonur Þorsteinn Björnsson. Við gengum tvö, við gengum tvö í rökkurró, við leiddumst hljóð, við leiddumst hljóð um ungan skóg. Þú varst yndi, þú varst yndi og ástin mín, og stundin áfeng, stundin áfeng eins og vín. Við hlýddum tvö, við hlýddum tvö í húmi ein, er blærinn kvað, er blærinn kvað við blöð og grein. Ég var nóttin, ég var nóttin þögla þín, og þú varst eina, þú varst eina stjarnan mín. Á meðan norðurljósin leiftra um bláan himininn, þá sit ég ein og þrái kveðjukossinn þinn. (Valdimar Hólm Hallstað) Með þessu uppáhaldsljóði Soffíu langaði mig bara að fá að þakka henni tengdamóður minni fyrir sam- fylgdina í gegnum súrt og sætt þessi tæp 30 ár sem við áttum samleið. Við náðum strax vel saman við fyrstu kynni og vorum alltaf miklar vinkon- ur. Þær voru ófáar sumarbústaða- ferðirnar sem við fórum í saman og ógleymanlegt var þegar hún og móð- ir mín heimsóttu okkur í einn mánuð þegar við bjuggum í Svíþjóð í eitt ár. Vinir okkar þar gátu ekki skilið hvernig í ósköpunum við treystum okkur í það að fá bæði móður mína og tengdamóður í heimsókn í svo langan tíma. En það var svo sann- arlega ekki vandamál og þetta var alveg yndislegur tími. Nú eru þær báðar blessaðar horfnar yfir móðuna miklu en við eigum sem betur fer all- ar góðu minningar til að ylja okkur við um ókomin ár. Soffía bjó á heimili okkar í ein 8 ár og var börnum okkar sem önnur móðir. Það er þeim gott veganesti til framtíðar að hafa haft ömmu sína á heimilinu og ég trúi því að hún fylg- ist með þeim enn. Hún var barnelsk með eindæmum og það eru sann- arlega margir sem hafa kynnst því. Hún setti líka ávallt velferð annarra framar sinni eigin. Fyrir 6 árum síðan var svo komið að hún þurfti því miður heilsu sinnar vegna á meiri umönnun að halda en við gátum veitt henni á heimili okk- ar. Það verður bara að segjast að vegna lélegra aðstæðna í hjúkrunar- málum aldraðra í Reykjavík varð það úr að hún fluttist búferlum á Dvalarheimilið á Dalvík. Þar undi hún hag sínum vel enda vel um hana hugsað þar í alla staði. Þar fékk hún líka tækifæri til að umgangast þann hluta fjölskyldu sinnar sem bjó fyrir norðan og það var okkur mikil hugg- un að hún hafði þau sér við hlið. Soffía var ótrúlega létt á sinni og alltaf stutt í kátínuna hjá henni þrátt fyrir öll áföllin sem hún hafði orðið fyrir um ævina. Jafnvel fram á síð- ustu stundu dró hún fram hnyttin tilsvör. Við eigum eftir að minnast hennar þannig og hafa jákvæðni hennar að leiðarljósi. Ég veit að hún er nú í góðum félagsskap og að það hefur verið tekið vel á móti henni. Hafðu þökk fyrir allt, Soffía mín, og Guð varðveiti þig. Elísabet. Mig langar að minnast elsku Soffíu ömmu minnar í nokkrum orð- um. Fyrsta minningin sem kemur upp í huga mér þegar ég hugsa til ömmu eru kúlurnar sem hún átti alltaf í veskinu sínu. Það var alltaf gleði að hitta Soffíu ömmu og ekki minnkaði gleðin þegar hún laumaði nokkrum kúlum í lófa manns, já kúl- urnar hennar ömmu brögðuðust ekkert eins og venjulegar kúlur! Það var alltaf svo gaman að koma í heimsókn í Drápuhlíðina, oftar en ekki tók ilmandi kleinulykt á móti manni, en kleinurnar hennar ömmu þóttu þær bestu í heimi! Það var svo gaman að fá að gista hjá henni, skoða allt spennandi dótið hennar, spila og/eða leggja kapal. Amma bjó í Drápuhlíðinni þar til allir stigarnir fóru að vera henni erf- iðir, þá flutti hún til Bjössa frænda og fjölskyldu. Það var alltaf svo gott að koma í heimsókn til þeirra í Graf- arvoginn og spjalla við þau og ömmu um alla heima og geima. Síðustu ár hefur amma svo búið á Dalbæ, það leið því oft langt á milli heimsókna en ég gerði mér ferð til hennar á hverju sumri. Það var alltaf vel tekið á móti mér og mínum á Dalbæ og best þótti mér að sjá hversu vel ömmu leið þar og vel var hugsað um hana. Það er erfitt að þurfa að kveðja þig í hinsta sinn, elsku amma mín. Ég er svo þakklát fyrir þær stundir sem ég átti með þér og mun geyma þær vel í hjarta mér. Ég veit að afi, Gummi frændi og Dóra frænka hafa tekið vel á móti þér á himnum. Ég veit líka að þú munt vaka yfir mér og gullmolanum mínum um ókomin ár. Hvíl í friði, elsku amma mín. Þín nafna, Soffía S. Grímsdóttir. Elsku frænka. Okkur langar að minnast þín með nokkrum orðum. Af mörgu er að taka, en það sem okkur er minnistæðast er hvað þú reyndist okkur vel þegar við misst- um móður okkar ung að aldri. Þú opnaðir heimili þitt fyrir okkur og við vissum að við vorum ávallt vel- komin. Oft bauðstu okkur að borða með fjölskyldunni sunnudagssteik- ina þína, sem var engri lík. Svona til gamans langar okkur að minnast á atvik sem lýsir gæsku þinni vel. Maðurinn þinn, Björn, var sjómaður og því ekki alltaf heima. Svo var það einu sinni að við systur vorum stadd- ar í miðbænum um nótt, þá ungling- ar, og strætó hættur að ganga. Við ákváðum því að fara til þín þar sem þú bjóst skammt frá miðbænum og biðjast gistingar. Ekkert var sjálf- sagðara og við skriðum upp í hlýtt rúmið til þín. Seinna um nóttina kom svo maðurinn þinn heim af sjónum. Þá var ekkert pláss fyrir hann hjá þér og mátti hann gista í sófanum þá nóttina. Þetta litla atvik sýnir hvað þið hjónin voruð samtaka um að láta okkur finnast við vera eins og heima hjá okkur. Þrátt fyrir að þú hafir reynt mikið í gegnum tíðina varstu ætíð lífsglöð. Þú elskaðir að vera í hópi góðra vina enda var oft glatt á hjalla þar sem þú varst. Okkur er minnistæð vísa sem föðurbróðir okkar orti til þín á átt- ræðisafmæli föður okkar sem þú sást um fyrir hann, og hún er svona: Þú ert enn af fegurð full flíkar línum fínum. Þú átt skilið skíra gull af skáldavörum mínum. Þú hafðir ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og voru póli- tískar umræður þér að skapi. Við kveðjum Soffíu með söknuði og þökkum henni samfylgdina. Guð varðveiti minningu hennar. Börnum hennar og fjölskyldum þeirra vottum við innilega samúð. Ásmundur, Anna og Ragnheiður. Elsku amma mín. Það var svo erfitt að vera svona langt í burtu frá þér og vita af þér svona veikri. Ég veit að það var vel hugsað um þig og núna ertu kominn á góðan stað og það hefur verið vel tekið á móti þér, enda löng bið um endurfund hjá þér og afa Bjössa. Það er skrítið að hafa þig ekki lengur hjá okkur. Þú varst búin að ganga í gegnum svo margt, en alltaf stóðstu þig eins og hetja, amma mín. Það eru svo margar minningar sem koma upp í hugann þegar maður hugsar til baka, eins og kleinudunk- urinn þinn sem var alltaf fullur af kleinum, þegar ég fékk kókópuffs hjá þér úr flottu rauðu skálinni með myndinni á botninum, pítsan sem beið eftir manni eftir ferðalagið suð- ur. Síðan eru það kúlurnar þínar sem þú áttir alltaf nóg af og gafst öllum. Það var alltaf svo gaman að koma til þín í Drápuhlíðina og til Bjössa frænda, en ég man hvað ég var oft feiminn við þig fyrst en sú feimni var nú alltaf fljót að fara. Þú komst alltaf norður til okkar á sumr- in og það voru góðir tímar, enda deildum við oft herbergi og var alltaf gott að kúra hjá ömmu. Þegar ég og Steinþór ætluðum að gista í tjaldi yf- ir eina nótt en ekki entist ég þar lengi og endaði uppi í rúmi hjá þér. Það var alltaf svo gott að hafa þig heima hjá mér á meðan mamma og pabbi voru að vinna. Þú sagðir mér alltaf söguna af því þegar mamma og pabbi fóru til Ameríku og þá hafði ég fengið þig til að labba með mér á andarpollinn í Ólafsfirði og gefa önd- unum brauð, þetta var dágóður spöl- ur að labba en það stoppaði þig ekki. Gjafirnar frá þér voru alltaf góðar og átti maður alltaf nóg af ullarsokk- um, vettlingum og húfu og í pakk- anum fylgdi alltaf eitt súkku- laðistykki með. Það verða erfiðir tímar framund- an að hafa þig ekki lengur hjá okkur og hélt ég alltaf að það væri ekkert sem gæti stoppað þig frá því að vera lengur hjá okkur. En það er alltaf gott að hugsa til baka og rifja upp góðu minningarnar sem ég átti með þér. Ég veit að þér líður vel núna og ætli þú sért ekki í Mílanó sem þig langaði alltaf að fara til. Núna er komið að kveðjustund og vona ég að þú verðir hjá mér, fylgir mér í gegn- um lífið og ég geri þig stolta. Ég veit að þú skemmtir þér hinum megin ásamt afa, Dóru og Gumma og bið ég að heilsa þeim. Pabbi þinn samdi ljóð um þig og langar mig að kveðja þig með því. Ofur lítið á ég hnoss á það skal nú benda elsku pabbi ætlar koss ungu fljóði að senda. (B.Á.) Guð geymi þig, amma mín. Bryndís Þorsteinsdóttir Soffía Björnsdóttir ✝ Okkar ástkæri sonur, faðir, afi, bróðir og sambýlismaður, FRIÐRIK ADOLFSSON verkfræðingur, Faxaskjóli 26, verður jarðsunginn frá Neskirkju föstudaginn 13. arpíl kl. 15.00. Guðríður Egilsdóttir, Agla Jael Rubner Friðriksdóttir, Kjartan Jónatan Rubner Friðriksson, Egill Moran Rubner Friðriksson, Dagur Benjamín Rubner Kjartansson, Þórður Adolfsson, Elke Herrel og aðrir aðstandendur. ✝ Okkar ástkæri bróðir, mágur og frændi, HAFSTEINN KARLSSON, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í dag, fimmtu- daginn 12. apríl kl. 13.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarkort Heilaverndar, sem fæst í síma 588 9220. Soffía Karlsdóttir, Grétar Garðarsson, Halldór Ingi Karlsson, Lára Jóhannsdóttir, Hilmar Karlsson, Dórothea Sigurjónsdóttir og frændsystkini hins látna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.