Morgunblaðið - 12.04.2007, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2007 43
✝ HafsteinnKarlsson fædd-
ist í Hafnarfirði 4.
ágúst 1962. Hann
lést á gjörgæslu-
deild Landspít-
alans við Hring-
braut sunnudaginn
1. apríl síðastlið-
inn. Foreldrar
hans voru Karl
Hafsteinn Gunn-
laugsson, f. í
Reykjavík 16. júní
1925, d. 11. nóv-
ember 1996, og
Þorbjörg Halldórsdóttir, f. í
Hafnarfirði 19. janúar 1926, d.
23. janúar 1985. Systkini Haf-
steins eru: 1) Soffía, f. 9. mars
1944, gift Grétari Garðarssyni,
synir þeirra eru Garðar Karl,
Sigurjón, Gunnlaugur og Bene-
dikt. 2) Halldór Ingi, f. 11. maí
1947, kvæntur Láru Jóhanns-
dóttur, sonur þeirra er Ingþór.
3) Hilmar, f. 30. nóvember 1948,
kvæntur Dórotheu Sigujóns-
dóttur, dóttir þeirra er Andrea.
Hafsteinn hóf
sambúð með Önnu
Jóhannesdóttur
fóstru, f. 27. októ-
ber 1963, d. 3. jan-
úar 1989.
Hafsteinn og
Anna voru stofn-
félagar Heila-
verndar, samtaka
sem stuðla að
rannsóknum á arf-
gengri heilablæð-
ingu.
Hafsteinn lauk
vélvirkjun frá Iðn-
skóla Hafnarfjarðar 1982, með
verksamning við vélsmiðjuna
Klett. Viðbótarnámi lauk hann
frá Vélskóla Íslands 1986, var
hann þá kominn með réttindi á
vélar bæði til lands og sjávar.
Lengst af vann hann hjá Stáls-
miðjunni í Reykjavík og síðustu
tíu árin vann hann í Álverinu í
Straumsvík.
Hafsteinn verður jarðsunginn
frá Víðistaðakirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
Símtal til Kanarí að morgni
pálmasunnudags. „Hann Haddi er
dáinn!“
Litli bróðir, sprelligosinn, sem lék
á als oddi í afmælinu mínu 9. mars,
og knúsaði mig fyrir hálfum mánuði,
þegar hann óskaði okkur Grétari
góðrar ferðar! Hann hélt að hann
væri með flensu en eftir að hann fór
á spítalann kom annað og verra í ljós.
Við vonuðum að skurðaðgerð
nægði til að komast fyrir meinið, en
því miður var það orðið of seint. Við
héldum í vonina en honum hrakaði
stöðugt, samt óraði engan fyrir því
að þessu lyki svona fljótt.
Litli bróðir, í fyrstu minningunni
svo lítill að skókassi hefði dugað hon-
um sem rúm. Alltaf glaðlyndur og
yndislegur, en ákveðinn og fastur á
sínu, svo stundum þótti manni nóg
um. Eins og einn af okkar strákum,
enda jafnaldri og leikfélagi þeirra
eldri, og áhugasamur og góður
frændi þeirra yngri líka. Það styrkt-
ist enn frekar þegar mamma dó 1985
og pabbi 1996.
Hamingjusamur með Önnu sinni í
sex ár, niðurbrotinn og aldrei samur
eftir að hún dó 1989. Alltaf hugsaði
hann samt vel um ömmu hennar, og
systur. Í góðum hópi var hann hrók-
ur alls fagnaðar, og hafði mjög gam-
an af að ferðast.
Elsku strákurinn minn, minning-
arnar eru endalausar, þær geymum
við í hjarta okkar og allar eru þær
um góðan dreng. Við hefðum svo
gjarnan viljað ná heim, en það varð
ekki. Við erum öll í losti en okkar
huggun er sú að þjáning þín var stutt
og að vel hefur verið tekið á móti þér.
Við Grétar, strákarnir og þeirra fjöl-
skyldur þökkum fyrir þann tíma sem
við fengum með þér, Guð blessi þig.
Soffía systir.
Elsku Haddi frændi minn er dá-
inn. Tekinn frá okkur svo ungur og
með svo litlum fyrirvara, að við sitj-
um eftir orðlaus í sorginni.
Mínar minningar um Hadda
frænda tengjast sprelli, hlátri og
góðum stundum. Það á eftir að verða
tómlegt í Djúpavatni án þín, Haddi
minn. Þá á ég svo sannarlega eftir að
sakna þinna landsfrægu 200 metra
kasta og ærandi gargsins frá ferða-
útvarpinu þínu.
Mikið verður skrýtið að heyra
ekki „Hó hó hó“ í dyragættinni hjá
mömmu um jólin og fá ekki ein-
hverja skelfilega b-mynd í jólagjöf
frá þér.
Það er sárt að kveðja góðan dreng
svo snemma en ég hugga mig við þá
staðreynd að þú ert loksins að kom-
ast í faðminn á henni Önnu þinni, þar
sem þér leið sannarlega alltaf best.
Það hafa nokkur tárin fallið á
lyklaborðið við þessi skrif en ég ætla
nú samt að minnast Hadda frænda
míns með bros á vör. Þannig varst þú
og þannig mun ég muna þig, elsku
vinur minn.
Benedikt frændi.
Elsku Haddi.
Það erfiðasta sem ég hef þurft að
gera er að sjá þig svona veikan eins
og þú varst þegar ég kom til þín uppá
spítala. Það lifnaði samt yfir þér þeg-
ar pabbi sagði þér að ég væri komin
og þú baðst um að ég kæmi nær svo
að þú gætir séð mig. Mér fannst
þetta samt ekki vera þú. Haddi sem
var alltaf svo hress. Eina sem ég
hugsaði var það hvað þetta væri
óréttlátt. Af hverju koma slæmir
hlutir fyrir svona gott fólk eins og
þig og Önnu. Eina skýringin sem
mér datt í hug var að ömmu, afa og
Önnu langaði að fá þig til sín en okk-
ur langaði líka að hafa þig hjá okkur.
Ég hefði ekki getað séð þig þjást
lengi svona eins og þú gerðir og var
fegin að það tók ekki lengri tíma
fyrst svona þurfti að fara. Ég er sátt
við að þú hafir fengið frið, þótt mað-
ur sé reiður að þú hafir verið tekinn
frá okkur en samt líður mér vel að
vita af ykkur Önnu saman.
Þegar ég hugsa um þig líður mér
vel. Það er bara hægt að segja góða
hluti um þig og það var alltaf gaman
hjá okkur. Mér fannst ég alltaf vera í
uppáhaldi hjá þér, þú varst mér allt-
af svo góður. Ég get endalaust skrif-
að fallegar minningar um þig, en nú
er kominn tími til að kveðja.
Mér þykir svo vænt um þig og
mun alltaf gera og nú veit ég að það
mun verða vel tekið á móti mér þeg-
ar þar að kemur og þarf ég því ekki
að kvíða neinu. Þú verður alltaf minn
uppáhaldsfrændi.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Ég elska þig og sakna þín elsku
Haddi minn. Þín
Andrea.
Hafsteinn Karlsson
Persónuna. Sesselja var í æðstu met-
orðum hjá Lárusi og Persónunafn-
giftin var staðfesting á því. Seinna
flutti hann í sambýlið í Sigluvogi og
síðar með sambýlisfólki sínu þar í
Lálandið.
Ég var svo heppinn að dveljast oft
langdvölum á heimili afa og ömmu og
kynntist því Lárusi vel. Hann var yf-
irleitt í lykilhlutverki í leikjum
barnanna í fjölskyldunni á þeim tíma.
Hans uppáhaldshlutverk var oftast í
gervi læknisins eða prestsins. Ef við
vorum veik mætti hann með lækn-
istöskuna og ef jarða þurfti fugl eða
kött þá söng hann yfir moldu. Lalli
frændi var léttur og kátur og átti
auðvelt með að gera að gamni sínu.
Áhugi hans og aðdáun á hinu kyninu
var eilíft úrlausnarefni og ráðgáta. Í
þeim efnum hafði hann ávallt eitt-
hvað á prjónunum en þó var það oftar
meira í orði en á borði, enda ekki allt-
af ráðist á garðinn þar sem hann var
lægstur. Vinkonum og aðdáendum
átti hann gnótt af og því var oft úr
vöndu að ráða.
Þegar horft er yfir farinn veg og
kynnin við Lárus Hjálmarsson eru
vegin og metin þá situr eftir minning
um stórmenni. Minning um mann
sem var þannig af guði gerður að
honum voru settar miklar skorður.
Þrátt fyrir skorðurnar var ekki
margt sem stoppaði hann. Hann var
iðjusamur og heiðarlegur, foringi af
guðs náð, einstakur vinur vina sinna
og elskaður af öllum sem hann
þekktu. Geri aðrir betur!
Fyrir hönd okkar Jóhönnu og
strákanna votta ég mömmu, bræðr-
um hennar og fjölskyldum, sambýlis-
fólki Lárusar, starfsfólki í Lálandi og
öðrum ættingjum og vinum okkar
innilegustu samúðarkveðju. Minning
um góðan dreng lifir.
Óskar Bergsson.
Smá kveðja við fráfall höfðingjans
Lalla frænda.
„Lalli biður að heilsa þér.“ Þessa
kveðju hef ég fengið árum saman í
hvert sinn sem Ólöf vinkona Lalla
hefur hringt í okkur. Það var ekki að
spyrja að ættrækninni á þeim bæ.
Ekki lítið nafn sem Lalli bar, Lár-
usar á Klaustri, og ekki vantaði reffi-
legheitin.
Síðustu jólin sem Lalli átti heima í
sýslumannshúsinu á Seyðisfirði var
okkur bræðrum haldið þar undir
skírn af langömmum okkar. Lalli var
þá sex ára og eftir áramótin flutti
fjölskyldan í sýslumannshúsinu suð-
ur. Í stað þess að Lalli yrði frændi
númer eitt heima á Seyðisfirði, varð
hann það hér syðra. Þannig var það á
æskudögum þegar ég átti leið frá
Höfn til Seyðisfjarðar og staldrað
var við í Drápuhlíðinni. Þá var ekki
ónýtt að komast í gullin hans og
þvælast úti með honum, eða þá að
njóta hjartahlýju öðlingskonunnar,
Sigrúnar móður hans.
Lalli ólst upp í skjóli foreldra sinna
og ömmu, einnig Stebbu og vitanlega
systkina sinna og var heimili þeirra
einskonar miðstöð ættarinnar og fór
vel á því. Þessari kveðju fylgir því
þakklætiskveðja til þess góða heim-
ilis. Það var því ekki ónýtt að geta
endurgoldið þeim lítilsháttar gest-
risni þeirra og margan góðan viður-
gerning þegar þau hjón og Lalli sóttu
okkur heim að Eiðum fyrir aldar-
fjórðungi, þegar þau komu austur í
síðasta sinn. Hjálmar var þá að afla
gagna að sögu sinni um heimahag-
ana. Þá var Lalli í essinu sínu.
Á ættarmótinu eystra, fyrir hálf-
um áratug, kom Lalli fram sem
fulltrúi ættarinnar og hátíðlegt að sjá
þegar hann lagði kransinn á leiði
þeirra Bjargar og Vilhjálms á Há-
nefsstöðum; á legsteininn sem afi
gerði þeim foreldrum sínum. Þá þótti
mér óverðugum ekki síðra að fá að
þjóna þeim systkinum við mynda-
töku af þeim í Hjálmarshúsinu og
ógleymanlegt þegar Lalli fékk að líta
þar við í gamla herberginu sínu. Það
var hjartnæm stund.
Lalli varð eiginlega með tímanum
einskonar samnefnari í Hánefsstaða-
ættinni, sameinandi. Það skýrist
bæði af eiginleikum hans sjálfs og af-
stöðu frændfólksins til hans og hefur
og sést í þeim höfðinglegu stóraf-
mælisveislum sem honum hafa verið
haldnar, eða öllu heldur hann sjálfur
okkur hinum. Þá skyldi sko slektið
mæta. Óborganlegt þegar hann flutti
af munni fram, nú síðast á sextugs-
afmæli sínu í nóvember, þulu sem
Björg, amma hans og ættmóðir okk-
ar, hafði kennt honum áratugum
fyrr.
Aðdáanleg er umhyggjan sem
honum hefur jafnan verið sýnd af
hans nánustu.
Ég mun sakna kveðjanna frá hon-
um, en minning hans er ljúf.
Hjalti Þórisson.
Kveðja íbúa í fjölskyldu-
heimilinu Lálandi
Hinn ljúfi Lárus Hjálmarsson, ég
gleymi ekki gömlu tímunum með þér.
Það var gott að vera með þér, þú
varst alltaf sprækur, léttur eins og
fis. Húmorinn var alltaf í fyrirrúmi
hjá þér Lalli. Horfðum á Nonna og
Manna, svo horfðum við á sakamála-
myndir og Dallas-þættina. Ferðuð-
umst í Stykkishólm, fórum í bátasigl-
ingu út fjörðinn. Það var mjög
gaman. Lalli stríddi Steinunni í
Stykkishólmi og kitlaði Gíslínu oft.
Þú varst hvers manns hugljúfi. Við
fórum líka oft saman í bíltúr í bílnum
okkar. Það var gaman að tala við þig
um ættfræði, þú varst fullur af fróð-
leik. Mér leið eins og ég væri í
kennslustund með þér Lalli, þú vissir
svo mikið.
Þinn vinur,
Haraldur Viggó Ólafsson.
Ég talaði oft við Lalla inni í her-
bergi í Lálandi. Lalli vinur. Ég talaði
við Lalla í Lálandi þegar hann var
labbandi um gólfið. Ég talaði við
Lalla í Lálandi, biðja Lillu að gera
eitthvað í Lálandi. Nú getur Lalli
ekki flutt í Láland, nú er Lalli dáinn.
Þín vinkona,
Gíslína Gunnarsdóttir.
Elsku Lalli minn, við vorum vinir í
meira en 40 ár. Á Sólheimum vorum
við með okkar lögfræðiskrifstofu og
við vorum líka að binda inn bækur og
gera fleira skemmtilegt. Lalli sagði
að ég væri besti vinur hans. Við vor-
um tveir í spilaklúbbnum okkar, við
spiluðum kapal, veiðimann og þjóf.
Pabbi hans var sýslumaður á Seyð-
isfirði. Lalli flutti á undan mér frá
Sólheimum en við hittumst aftur í
Sigluvoginum þegar ég flutti þangað
en þá bjó Lalli þar og við fluttum svo
saman í Lálandið.
Guð blessi þig, mér þykir vænt um
þig, vertu sæll Lalli minn.
Þinn vinur,
Jón Úlfar Líndal.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Vertu sæll, kæri vinur.
Gunnar Gunnarsson.
Kæri frændi. Það var gaman að
kynnast þér. Nú ertu kominn til
mömmu þinnar, pabba og Konráðs
afa. Ég vona að þér líði vel núna Lalli
minn. Ég og Aldís hugsum til þín, og
trúum því ekki að þú, þessi góði
drengur, sért farinn. Þú varst alltaf
svo kátur og glaður og gaman var að
tala við þig um daginn og veginn. Nú
er komið að kveðjustund kæri vinur.
Sjáumst hinum megin.
Þínir vinir,
Stefán og Aldís.
✝
Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát og
útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
GUÐRÍÐAR EIRÍKU GÍSLADÓTTUR,
hjúkrunarheimilinu Skógarbæ,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Heiðarbæjar.
Alúð ykkar og umhyggja er ómetanleg.
Rafn Kristjánsson,
Ingibjörg Rafnsdóttir,
Magnús Rafnsson, Arnlín Óladóttir,
Sigríður Rafnsdóttir, Rafn Jónsson,
Auður Rafnsdóttir Bett, James Bett,
Hjördís Rafnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
FRÉTTIR
Fleiri minningargreinar
um Lárus Hjálmarsson bíða birt-
ingar og munu birtast næstu daga.
SAMORKA, samtök orku- og veitu-
fyrirtækja, hefur tekið saman upp-
lýsingar um fjölda háskólamennt-
aðra starfsmanna aðildarfyrirtækja
sinna, sem og um fjármagn sem
þessi fyrirtæki verja til rannsókna,
hönnunar og vísinda.
Samkvæmt yfirlitinu vörðu orku-
og veitufyrirtækin alls um 15.000
milljónum króna vegna hönnunar og
rannsókna á árunum 2001 til 2006,
auk 500 milljóna í styrki til rann-
sókna- og vísindastyrkja á annarra
vegum. Byggt er á upplýsingum úr
bókhaldsgögnum íslenskra orku- og
veitufyrirtækja.
„Tilefnið er hávær umræða þar
sem orkufyrirtækjum er ítrekað
stillt upp sem andstæðu við svonefnd
þekkingarfyrirtæki, þrátt fyrir tíðar
fréttir af útrás orkuþekkingar. Ljóst
er að engin innistæða getur talist
fyrir því að stilla íslenskum orku- og
veitufyrirtækjum upp sem einhvers
konar andstæðu við þekkingarfyrir-
tæki,“ segir í frétt frá Samorku.
730 ársverk háskóla- og
tæknimenntaðra starfsmanna
Hjá íslenskum orku- og veitufyr-
irtækjum starfa 330 manns með há-
skóla- og tæknimenntun, þar af 226
verk- og tæknifræðingar. Aðkeypt
sérfræðiþjónusta árið 2006 nam 400
ársverkum háskóla- og tæknimennt-
aðra, þar sem ætla má að séu meðal
annars 273 ársverk verk- og tækni-
fræðinga, auk fjölda ársverka við-
skiptafræðinga, jarðfræðinga og
fleiri hópa. Samtals gerir þetta 730
ársverk háskóla- og tæknimennt-
aðra, þar af 499 ársverk verk- og
tæknifræðinga. Útrásarfyrirtæki á
orkusviði eru ekki með í þessum töl-
um frá Samorku.
Þá voru 475 ársverk iðnaðar-
manna innt af hendi fyrir orku- og
veitufyrirtæki á árinu 2006, og má
þar telja rafvirkja, vélsmiði og vél-
fræðinga. Loks teljast tæplega 600
starfsmenn fyrirtækjanna til ófag-
lærðra.
„Varðandi þá sem flokkast sem
ófaglærðir skal þess getið að með-
alstarfsaldur er með allra hæsta
móti hjá orku- og veitufyrirtækjum,
eða tæp sextán ár samanborið við sjö
ára meðaltal á íslenskum vinnu-
markaði. Þá hafa þessi fyrirtæki
lengi verið í fararbroddi á sviðum
endur- og símenntunar. Mikil þekk-
ing býr meðal starfsfólks orku- og
veitufyrirtækja, hvort sem horft er
til háskólamenntaðra eða annarra í
þessum hópi,“ segir í frétt Samorku.
Félög í Sam-
orku verja
milljörðum
í hönnun og
rannsóknir
Villa í fyrirsögn
VILLA var í fyrirsögn um fylgis-
könnun í Reykjavíkurkjördæmi suð-
ur í blaðinu í gær. Það voru Sjálf-
stæðisflokkur og Samfylking sem
voru með mest fylgi en ekki Sjálf-
stæðisflokkur og VG. Beðist er vel-
virðingar á þessum mistökum.
LEIÐRÉTT