Morgunblaðið - 12.04.2007, Side 46

Morgunblaðið - 12.04.2007, Side 46
46 FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ árnað heilla ritstjorn@mbl.is 50ára afmæli. OddnýHarðardóttir, bæj- arstjóri í Garði, varð fimmtug 9. apríl. Af því tilefni tekur hún á móti gestum föstudag- inn 13. apríl kl. 20 í Samkomu- húsinu í Garði. 60ára afmæli. Í dag, 12.apríl, er sextugur Þór- hallur Borgþórsson, bygg- ingameistari og athafnamað- ur, Goðalandi 7. MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostn- aðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/ eða nafn ábyrgð- armanns og símanúmer. Hægt er að hringja í síma 569- 1100, senda tilkynningu og mynd á netfangið ritstjorn- @mbl.is, eða senda tilkynn- ingu og mynd í gegnum vef- síðu Morgunblaðsins, www.mbl.is, og velja liðinn „Senda inn efni“. Einnig er hægt að senda vélritaða til- kynningu og mynd í pósti. Bréfið skal stíla á Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. dagbók Í dag er fimmtudagur 12. apríl, 102. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Mannssonurinn er ekki kominn til að tortíma mannslífum, heldur til að frelsa. (Lúk. 9, 56.) Hvar fékk hún þessa skó? –Stjórnmálakonur og fjöl-miðlar í aðdraganda kosn-inga er yfirskrift fyr- irlestrar dr. Karenar Ross prófessors sem fluttur verður í Norræna húsinu á morgun, föstudag kl. 12. Rannsóknastofa í kvenna- og kynja- fræðum og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands standa fyrir fyrirlestrinum ásamt Blaðamanna- félagi Íslands. „Síðustu tvo áratugi hefur orðið mikil breyting á því hvernig fjölmiðlar fjalla um og fást við stjórnmálamenn. Ein- kennist umfjöllunin minna af beinni fréttamiðlun af þingstörfum og við- tölum, og meira af túlkun þar sem blaða- maðurinn leggur sjálfur mat á sannsögli og áreiðanleika stjórnmálamannsins. Þetta hefur breytt jafnvægi fjölmiðlunar svo að fréttamaðurinn verður jafnvel mikilvægari en efnið sem er til umfjöll- unar,“ segir Karen, sem kennir fjöl- miðlafræði við Háskólann í Coventry. „Fréttamiðlun er í æ meira mæli í bita- stærð, yfirborðskennd og samheng- islaus, og höfðar æ oftar til lægsta sam- nefnara þar sem hjúskaparvandamál stjórnmálamanna þykja merkilegri fréttir en t.d viðhorf þeirra til kjarn- orkuvopna og hnattrænnar hlýnunar. Hvar kvenkyns ráðherra kaupir skóna sína, eða hvernig sniðið er á dragtinni hennar fær fleiri dálksentimetra en skoðanir hennar á Abu Ghraib.“ Karen segir fjölmiðlaumhverfið í dag gera konum erfiðara en áður að komast að í fjölmiðlum: „Nema þær segi eða geri eitthvað yfirgengilegt eða, eins og mörg nýleg dæmi eru um, að eiginmenn þeirra valdi hneyksli. Um leið er áhuga- vert að gefa því gaum hve sárafá dæmi eru um að karlkyns stjórnmálamenn lendi í kastljósi fjölmiðlanna vegna ein- hvers sem eiginkonur þeirra gera sér til skammar.“ Karen vill einnig halda því fram að karlkyns blaða- og fréttamönnum hætti til að sýna stjórnmálakonur í ljósi sem leggur áherslu á kvenleika þeirra en dregur úr ímynd þeirra sem leiðtogar og álitsgjafar: „Þeir ljósmynda stjórn- málakonur með fjölskyldum sínum, og „leyfa“ þeim að tala um brjóstaskoðun frekar en að fjalla um efnahagsmál.“ Fyrirlestur föstudagsins er öllum op- inn og aðgangur ókeypis. Nánari upp- lýsingar eru á http://rikk.hi.is. Jafnréttismál | Fyrirlestur dr. Karenar Ross í Norræna húsinu Stjórnmál, skór og dragtir  Karen Ross fæddist á Englandi 1957. Hún lauk kennaraprófi frá Tæknihásk. í Middlesex 1984, B.A. gráðu í fé- lagslegri stefnu- mótun 1986, fram- haldsnámi í rannsóknarfr. frá sama skóla 1987 og doktorsgráðu í kynja- og þjóðfræði frá háskólanum í Warwick 1990. Karen hefur starfað við rannsóknir og fræðastörf frá 1991, lektor við Háskólann í Coventry 1999 og dósent 2000 í fjölmiðlafr. Hún á tvær dætur. Tónlist Dillon | Melanchoholics frá Þýskalandi og Sólstafir sameina krafta sína 12. apríl á Dillon kl. 21. Frítt inn. Melanchoholics leika einhvers konar electro/ambient og hafa túrað um alla Evrópu. Sólstafir munu einungis flytja glænýtt efni. www.mel- anchoholics.de www.mys- pace.com/solstafir DOMO Bar | Jóel Pálsson saxó- fónleikari mætir með hljómsveit sína í Jazzklúbbinn Múlann nk. fimmtudagskvöld. Leikin verður tónlist af nýjustu plötu Jóels, Varp, en platan hlaut á dögunum nafnbótina „Hljómplata ársins“ í flokki jazztónlistar við afhend- ingu íslensku tónlistarverð- launanna. Fyrirlestrar og fundir Landakot | Fræðslufundur á veg- um Rannsóknastofu í öldr- unarfræðum, RHLÖ, verður hald- inn í kennslusalnum á 7. hæð á Landakoti, fimmtudaginn 12. apríl kl. 15. Halldóra Björnsdóttir íþróttafræðingur flytur erindið: Hreyfum okkur með morg- unleikfimi RÚV – nýtum það sem er til staðar. Norræna húsið | Norræna húsið og sænska sendiráðið efna til málþings og pallborðsumræðna í tilefni aldarafmælis Astrid Lind- gren í Norræna húsinu í dag kl. 14. Léttar veitingar að fundi lokn- um. Enginn aðgangseyrir. Oddi – Háskóla Íslands | Gísli Pálsson prófessor flytur fyr- irlestur hjá Nafnfræðifélaginu laugardaginn 14. apríl kl. 13.30 í Odda 201 sem hann nefnir: Nafnahefðir inúíta: mannfræðileg sjónarmið. Verkfræðideild Háskóla Íslands, VR II, Hjarðarhaga 2–6, stofa 157 | Málstofa verkfræðideildar HÍ. Bjarni Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Landsvirkjunar. Fjallað verður um orkulindir Ís- lands, nýtingarmöguleika og nytj- ar, náttúruverndarmál, áliðnað, stóriðju og Kyoto-samninginn. Einnig verður lagt út frá umræðu í samfélaginu um þessi mál. Myndlist Hafnarborg | Franski ljósmynd- arinn Bensimon hefur starfað sem ritstjóri og aðal ljósmyndari ELLE-tískutímaritsins. Hann hef- ur hlotið lof fyrir störf sín og þykja verk hans sameina afburða ljósmyndun, tísku og hönnun. Á sýningunni í Hafnarborg eru ljós- myndir sem spanna 30 ára feril listamannsins. Uppákomur Bókasafn Kópavogs | Í dag kl. 17 hefjast rússneskir dagar í Bóka- safni Kópavogs, tileinkaðir geim- rannsóknum. Ávarp rússneska sendiherrans, barnaleikhús, fyr- irlestur: The Philosophy of the Russian Space Exploration, rúss- nesk fræðslumynd um geimferðir. Ókeypis aðgangur, kaffi og klein- ur. Í TILEFNI frönsku menning- arhátíðarinnar Fransks vors (Pourquoi Pas?) gefur Grá- mann bókaútgáfa út spennu- bókina Varúlfinn eftir franska metsöluhöfundinn Fred Vargas og er hún vænt- anleg í bókabúðir á allra næstu dögum.Varúlfurinn er önnur glæpasaga Vargas sem kemur út á íslensku. Hin fyrri, Kallarinn, kom út 2005 og hlaut afar góðar viðtökur gagnrýnenda. Varúlfurinn, eins og aðrar skáldsögur Fred Vargas, er uppfullur af skemmtilegum, skringilegum og eftirminnilegum persónum. Bóklmenntir Varúlfurinn kominn út hjá Grámanni bókaútgáfu Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12. Léttur hádegisverður á eftir. Samhygð kl. 20: Sigmundur Sigfússon geðlæknir talar um sorg og áföll. Áskirkja | Kl. 10-12: Foreldramorgnar, opið hús. Kl. 14-16: Samsöngur undir stjórn organista Kára Þor- mars. Kaffi og meðlæti. Kl. 17-18: Klúbbur 8-9 ára barna. Kl.18-19: TTT-starf. Dagskrá: bíófundur. Bústaðakirkja | Foreldramorgnar eru sam- verustundir fyrir foreldra og börn þeirra. Boðið er upp á hressingu á vægu verði. Mæting á bilinu 10- 12. Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl. 11.15. For- eldramorgunn kl. 10 í fræðslusal. Bænastund kl. 12. Barnastarf 6-9 ára kl. 17.15. Unglingastarf fyrir 13 ára kl. 19.30-21.30. www.digraneskirkja.is Grafarvogskirkja | Foreldramorgunn kl. 10-12. Fræðandi samverustundir, ýmiskonar fyrirlestrar. Heitt á könnunni, djús og brauð fyrir börnin. TTT fyrir 10-12 ára í Víkurskóla kl. 17-18. Hjallakirkja | Opið hús fyrir eldri borgara í dag kl. 12-14. Hádegisverður og samverustund. Hjallakirkja | Kirkjuprakkarar, 6-9 ára starf, kl. 16.30-17.30. KFUM og KFUK | Fundur í AD KFUM í kvöld kl. 20 á Holtavegi. Kvöldskóli KFUM. Kristín Sverrisdóttir sér um fundinn. Kaffi á eftir. Allir karlmenn vel- komnir. Kristniboðsfélag kvenna | Fundur í dag í Kristni- boðssalnum að Háaleitisbraut 58 - 60. Kaffi kl. 16. Betsy Halldórsson er gestur fundarins. Allar konur velkomnar. Laugarneskirkja | Adrenalín gegn rasisma, ung- lingastarf kl. 17. Umsjón sr. Hildur Eir Bolladóttir og Stella Rún Steinþórsdóttir. Laugarneskirkja | AA fundur í safnaðarheimilinu kl. 21. Vídalínskirkja Garðasókn | Kyrrðar- og fyr- irbænastund í kvöld kl. 21. Tekið er við bæn- arefnum af prestum og djákna. Boðið upp á kaffi í lok stundarinnar. Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofan opin kl. 9-16.30. Jóga kl. 9. Boccia kl. 10. Útskurðarnámskeið kl. 13. Myndlistarnámskeið kl. 13. Videostund kl. 13.30. Árskógar 4 | Kl. 9.30 bað. Kl. 8-16.30 handa- vinna. Kl. 9-16.30 smíði/útskurður. Kl. 9.30 boccia. Kl. 10.30 helgistund. Kl. 11 leikfimi. Kl. 13.30 mynd- list. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böðun, leikfimi, myndlist, almenn handavinna, morgunkaffi/ dagblöð, fótaaðgerð, hádegisverður, bókband, kaffi. Á morgun föstudag kl. 10 verður helgistund með sr. Hans Markúsi, félagar úr Gerðubergskórnum leiða söng. Félagsvist á morgun, föstudag kl. 13.30. Upplýsingar í síma 5352760 Félag CP á Íslandi | Aðalfundur Félags CP á Ís- landi verður haldinn fimmtudaginn 26. apríl, kl. 20, að Háaleitisbraut 13, Reykjavík (húsi SLF), 4. hæð. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Eftir aðalfundinn verður fræðslufundur. Nánari upplýsingar á www.cp.is. Stjórnin. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids í dag kl. 13. Félag kennara á eftirlaunum | Bókmenntaklúbb- urí KÍ-húsi kl. 14 og EKKÓ-kórinn æfir í KHÍ kl. 17. Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl. 9.05 og kl. 9.55. Rammavefnaður kl. 9.15. Málm- og silf- ursmíði kl. 9.30. Bókband kl. 13. Bingó kl. 13.30. Myndlistarhópur kl. 16.30. Stólajóga kl. 17.15. Jóga á dýnum kl. 18. Sýning myndlistarhópsins á vatns- litamyndum stendur til 20. apríl. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Kl. 9 handavinna, kl. 10 ganga, kl. 11.40 hádegisverður, kl. 13.00 Bridsdeild FEBK (tvímenningur) og handavinna, kl. 18.15 jóga. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Karlaleikfimi kl. 13 og boccia kl. 14 í Ásgarði. Vatnsleikfimi kl. 13 í Mýri. Handavinnuhorn eftir hádegi í Garðabergi og tölvur kl. 17 í Garðaskóla. Garðaberg opið til 16.30. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 10.30 helgistund, umsjón sr. Svavar Stefánsson. Frá hádegi: vinnu- stofur opnar, m.a. myndlist, umsjón Nanna S. Bald- ursdóttir. Á morgun kl. 10.30 lancier danskennsla (ath.: karlmenn vantar til þátttöku), undirbúningur fyrir Landsmót UMFÍ í Kópavogi í júlí, umsjón Kol- finna Sigurvinsdóttir. S: 5757720. Hraunbær 105 | Kl. 9-12.30 postulín. Kl. 10-11 Boccia. Kl. 11-12 leikfimi. Kl. 12-12.30 hádegismatur. Kl. 14-16 félagsvist. Kl. 15 kaffi. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Opið hús kl. 14. Kynning á hugmyndum að nýju hjúkrunarheim- ili. Hvassaleiti 56-58 | Hannyrðir kl. 9-16 hjá Þor- björgu. Boccia kl. 10-11. Félagsvist kl. 13.30 kaffi og meðlæti í hléi. Böðun fyrir hádegi. Fótaaðgerðir, hársnyrting. Hæðargarður 31 | Opið frá 9-16. Allir velkomnir. Kíktu í kaffi og fáðu föstu dagskrána. Hali í Suð- ursveit 20.-22. apríl. Ást 6. maí. Vorhátíð 25.-31. maí. Hæðargarður 15 ára. Sendu netbréf og við sendum þér dagskrána. Síminn er 568-3231. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun, föstudag, er sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 9.30 og Listasmiðja á Korpúlfsstöðum kl. 13. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Boccia kl. 10.30. Sögustund kl. 10.30. Handavinnustofur kl. 13. Boccia kl. 13.30. Kaffiveitingar kl. 14.30. Bingó kl. 15. Upplýsingar í síma 552-4161. Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu | Hátúni 12. Skák í kvöld kl. 19. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9-12.30, bók- band kl. 9-13, handavinnustofa opin allan daginn. Morgunstund kl. 9.30, boccia kl. 10, glerskurður kl. 13, frjáls spilamennska kl. 13-16.30. Félagsmið- stöðin er opin fyrir alla aldurshópa. Þórðarsveigur 3 | Kl. 10 bænastund og samvera. Kl. 13 opinn salurinn. Kl. 13.15-14.15 leikfimi. Kl. 14.30 bingó/félagsvist, (bingó og félagsvist til skiptis).                                      !   "   !    !#  $    $ 

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.