Morgunblaðið - 12.04.2007, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 12.04.2007, Qupperneq 48
48 FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand MJÁ... MJÁ... MJÁ... MJÁ... MJÁ... ÞAÐ ER TIL MÍN MJÁ GRÍPTU SJNÓKORNIN MEÐ TUNGUNNI! MÉR FINNST ÞESSI BARA FÍN ÞAÐ ER OF SNEMMT... ÉG BORÐA ALDREI SNJÓKORN Á VETURNA... ERTU AÐ PAKKA? NÁÐU Í TANNBURSTANN ÞINN, HOBBES. VIÐ ERUM Á FÖRUM ÞAÐ ER HRÆÐILEGT HVAÐ FULLORÐNA FÓLKIÐ ER BÚIÐ AÐ GERA VIÐ ÞESSA PLÁNETU! ÉG NEITA AÐ TAKA VIÐ HENNI! ÉG ER FARINN HÉÐAN HVERT ÆTLAR ÞÚ AÐ FARA? ÞAÐ ER ALLTAF SAMA VESENIÐ Á ÞÉR! ÉG GET ALDREI GERT NEITT! ÉG BARA SPURÐI Í FRAMTÍÐINNI, EF EIGINMAÐUR ÞINN KEMUR HEIM Í MAT FIMM KLUKKUTÍMUM OF SEINT OG BYRJAR AFSÖKUNINA SÍNA Á ÞVÍ AÐ SEGJA, „ÞÚ ÁTT EKKI EFTIR AÐ TRÚA ÞESSU...“ ÞÁ ER HANN AÐ LJÚGA ÉG VALDI ÞESSA Í GÆR. ÞAÐ ER FÁTT EINS GOTT EINS OG LYKTIN AF NÝRRI BELJU KALLI! ÞAÐ ER ÞRIÐJUDAGUR, DAGURINN ÞEGAR ÉG SÆKI ÞIG Í SKÓLANN OG KEYRI ÞIG Í TRÚARBRAGÐASKÓLANN. VARSTU BÚINN AÐ GLEYMA ÞVÍ? NEI ÉG VAR BARA AÐ REYNA AÐ KOMA MÉR Í BURTU ÁÐUR EN ÞÚ SÆIR MIG INN Í BÍLINN MEÐ ÞIG! SMITHSON VILL KOMAST AÐ ÞVÍ HVORT AÐ BLÓÐIÐ ÚR MÉR GETI LÆKNAÐ SJÚKDÓMA HANN HEFUR EKKI KOMIST AÐ NEINU UM KÓNGULÓARBITIÐ EN SPURNINGIN ER... VÆRI RÉTT AF MÉR AÐ STOPPA HANN? dagbók|velvakandi Lúxussalurinn í Sambíóunum, Álfabakka ÉG fór í Sambíóin í Álfabakka um páskana í lúxussalinn og ekki var það eins þægilegt og því var lýst. Mér finnst ekki í lagi að vera rukk- aður um fullt gjald í lúxussalinn sem er 1800 krónur ef bíósalurinn er ekki alveg í 100% standi. Þegar ég kom inn í salinn voru nokkur sæti laus og þau sem voru laus voru biluð og ekki var hægt að nota rafdrifnu leð- ursætin, stilla þau upp og niður og fleira. Þetta var bara nákvæmlega eins og venjulegur bíósalur þar sem gjaldið inn er 900 krónur. VIP sal- urinn er búinn glæsilegum raf- drifnum leðursætum sem eru sér- hönnuð fyrir hámarksþægindi. Þetta las ég á netinu á síðu Sambíóanna áður en ég fór í lúxussalinn en svo virka ekki sætin. Þá finnst mér ekki í lagi að láta okkur viðskiptavini borga fullt gjald fyrir þetta en við sem vorum með óvirk sæti vorum látin fá einhvers konar koll undir fæturna sem var ekki þægilegt. Ef maður sat fyrir aftan stól sem virk- aði, sem ég gerði, þá þurfti maður að færa fæturna að sér þegar sá sem var fyrir framan lét sætið sitt niður, sem var ekki þægilegt. Það eina sem virkaði var poppvélin og kókvélin og ég ákvað eftir sýninguna að fara og fá endurgreitt. Í hléinu var rætt við okkur og beðist afsökunar en það var bara ekki nóg og bætti ekki þessa bíóferð. Þegar myndin var búin fór ég og ætlaði að fá endurgreitt en þá var sagt að það væri ekki mögulegt. Þetta finnst mér mjög lélegt, að láta ekki einu sinni fólk vita áður en farið er inn að sætin séu ekki í lagi, og hvet ég núna fólk sem ætlar í lúx- ussalinn til að spyrja áður en það fer inn hvort það fái örugglega sæti sem eru 100% virk – við erum að borga þetta mikla gjald og viljum þá auð- vitað fá það sem við eigum að fá út úr þessu öllu fyrir peninginn okkar. Einn óánægður bíógestur. Önnur áfengismeðferð ekki gagnslaus ÞAÐ kom mér á óvart að Guð- mundur i Mótorsmiðjunni segir að þeir sem ná ekki að vera edrú eftir eina meðferð nái aldrei árangri. Nú þekki ég tvo einstaklinga sem hafa farið oftar en einu sinni og náð mjög góðum árangri. Annar þeirra hefur farið oftar en 10 sinnum og hefur verið edrú í 12 ár. Hvað segir Mummi við þessu? Það er að heyra að Mummi telji að alkóhólismi sé ekki sjúkdómur. Hvað yrði sagt við mann sem fengi hjartaáfall og fengi lækningu en kæmi síðan aftur upp á hjartdeild eftir 6 mánuði eftir að hafa fengið hjartaáfall? Heyrðu vin- ur minn, þú ert búinn að koma áður og við getum ekki gert neitt fyrir þig. Nei, þetta yrði aldrei sagt. Mað- urinn fengi sína lækningu. Af hverju er Mummi að vitna í SÁÁ af þessu tilefni? Spyr sá sem ekki veit. Guðjón Sigurðsson, Hátúni 10, b. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Með hækkandi sól fjölgar ferðum Reykjavíkurbúa í Laugardal. Þessi fjöl- skylda tók forskot á sumarið og gaf öndum og gæsum brauð. Morgunblaðið/Ómar Fjölskylduferð í Laugardal

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.