Morgunblaðið - 12.04.2007, Síða 50

Morgunblaðið - 12.04.2007, Síða 50
... er faðir Dannielynn, dóttur Önnu Nicole Smith heitinnar, samkvæmt niðurstöðum erfðaefnisrann- sóknar. 59 » reykjavíkreykjavík STUÐMENN og Sálin hans Jóns míns leika fyrir matar- og ballgesti á sérstökum tón- leikum í Kaupmannahöfn síð- asta vetrardag, 18. apríl næst- komandi. Annars vegar leika hljómsveitirnar undir borðum fyrir matargesti, en eftir mat- inn verður slegið upp balli. Hótelpantanir í Kaupmanna- höfn, www.kaupmannahofn.dk, stendur fyrir skemmtuninni í samstarfi við Icelandair, en hún verður haldin í Circusbygn- ingen í Jernbanegade í miðborg Kaupmannahafnar. Að sögn Sigurðar K. Kolbeinssonar, skipuleggjanda skemmtunar- innar, leika hljómsveitirnar fyrst fyrir 800 matargesti, en að loknu borðhaldi verður sleg- ið upp balli og þá slást 300 gestir til í hópinn. Borðhald stendur frá 19.30–22, en dans- leikurinn frá 22 til 2 um nótt- ina. Sigurður segir að löngu upp- selt sé á ballið, en nokkrir mið- ar séu eftir fyrir matargesti. Hann segir að um helmingur matargesta komi frá Íslandi, en annars séu þeir Íslendingar sem búsettir séu erlendis, að- allega í Danmörku en einnig á öðrum Norðurlöndum. Þorvaldur Flemming verður veislustjóri, en einnig treður sérstakur leynigestur upp með hvorri hljómsveit sem Sigurður neitar að gefa upp hverjir séu. Leynigestur á tónleikum Stuðmanna og Sálarinnar Morgunblaðið/Golli Sálin Stefán Hilmarsson með Gospelkórnum í Höllinni.  Nýtt lag frá vinsælustu hljómsveit síð- asta árs, Jeff Who?, er vænt- anlegt í spilun innan skamms. Lagið heitir „She’s Got the Touch“. Nýtt lag væntanlegt frá félögunum í Jeff Who?  Íslandsmót kaffibarþjóna hefst í dag í hótel og veitingarskólanum í Kópavogi (MK). Undankeppni fer fram í dag og á morgun en úrslit ráðast á laugardag. Sigurvegarinn keppir um heimsmeistaratitilinn í Tókíó um mánaðamótin júlí, ágúst. Keppt um hver blandar besta hanastélið  Á morgun kl. 18 fer fram áheyrnarprufa í TÞM fyrir söng- leikinn Jesus Christ Superstar sem Vesturport setur upp. Um er að ræða prufu fyrir kórinn en hann gegnir stóru hlutverki í sýningunni. Prufa hjá Vesturporti  Reiði guðanna, heimildamynd Jóns Gústafssonar um gerð kvik- myndarinnar Bjólfskviðu, hlaut um síðustu helgi áhorfendaverðlaun Oxford International Film Festival, sem haldin var í fyrsta skipti um páskana í Ohio í Bandaríkjunum. Myndin hlaut áhorfendaverðlaunin í flokki heimildamynda í fullri lengd. Frá þessu segir á logs.is mál- gagni íslensku sjónvarps- og kvik- myndakademíunnar. Reiði guðanna hlýtur áhorfendaverðlaun Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „ÉG ER ekki búinn að sjá það og veit ekki hvern- ig mér á eftir að verða við,“ segir hinn hógværi Garðar Thór Cortes um útiskilti sem hangir af honum á einni fjölförnustu götu Lundúnaborgar. Skiltið, sem er um 130 m² að stærð, gnæfir yfir Tottenham Court við enda Oxfordstrætis og mun hanga þar í tvær vikur í tilefni útkomu fyrstu plötu Garðars í Bretlandi. Platan, sem ber titilinn Cortes, kemur út næstkomandi mánudag og er gefin út af Believer Music undir stjórn Ein- ars Bárðarsonar. „Efnisökin á Cortes eru voða svipuð og á disknum sem kom út á Íslandi jólin 2005. Við tók- um út þrjú lög af honum og settum inn fimm ný í staðinn,“ segir Garðar. Í gær var Cortes komin í 3. sæti yfir mest seldu klassísku plöturnar á vef HMV-hljóm- plötubúðanna og er eingöngu um fyrirfram pantanir að ræða. Garðar stendur föstum fótum á jörðinni þrátt fyrir mikla velgengni og spurður hvort hann sé endanlega búinn að gefa sig poppklassíkinni á vald segist hann fyrst og fremst vera óp- erusöngvari. „Þetta er verkefni sem ég gef tíma núna og ef það gengur vel held ég áfram í því en ég ætla aldrei að sleppa hinu sem ég lærði.“ Einar Bárðarson segir plötuna verða í sölu í öllum plötubúðum og stórmörkuðum í Bretlandi og Íslendingar megi eiga von á henni í verslanir í maímánuði. Það er ekkert gefið eftir til að koma Cortes á koppinn og í útgáfuvikunni fer af stað markaðsherferð upp á tugi milljóna til að útgáf- an fari ekki framhjá Bretum. „Garðar hefur allt með sér; fallegan ytri og innri mann og mikla hæfileika. Það er ástæða til að vera bjartsýnn með gott gengi hans í Bret- landi,“ segir Einar og bætir við að ef vel gangi þar verði farið í áframhaldandi útrás í Evrópu. Einar hefur litið útiskiltið af Garðar augum og segir það glæsilegt. „Það er ekki leiðinlegt fyrir vegfarendur að hafa hann þarna fyrir augunum, held að kvenþjóðin kunni að meta þetta.“ Cortes Garðar Thór gnæfir yfir vegfarendum í miðborg London næstu tvær vikurnar í tilefni útkomu fyrstu plötu hans í Bretlandi á mánudaginn næsta. Fyrir allra augum Garðar Thór Cortes er kominn í þriðja sæti klassíska metsölulista HMV-hljóm- plötubúðanna með plötuna Cortes sem kemur út á mánudaginn í Bretlandi Handbók með ítarlegum upplýsingum, kortum o.fl. fylgir! Fæst á ESSO, í veiðivöruverslunum og á www.veidikortid.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.