Morgunblaðið - 24.04.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.04.2007, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is NORÐURÁL og Hitaveita Suður- nesja (HS) undirrituðu í gær samn- ing um að HS útvegi Norðuráli allt að 150 MW raforku fyrir fyrsta áfanga álvers í Helguvík. Áætlað er að gangsetja hann síðari hluta árs 2010. Norðurál á í samningaviðræð- um við Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um kaup á meiri raforku til álvers- ins, en miðað er við að 250 MW orku þurfi til fyrsta áfanga álversins og verður þá hægt að framleiða þar um 150.000 tonn af áli á ári. „Þetta er mjög ánægjulegur áfangi og mikilvægur,“ sagði Ragnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar- og fjármálasviðs Norðuráls, um undirritun samnings- ins við HS. Hann rifjaði upp að Norðurál undirritaði viljayfirlýsingu ásamt HS og OR í byrjun júní í fyrra um raforkusölu til hins fyrirhugaða álvers. Síðan hefur verið unnið að gerð orkusamninga við bæði fyrir- tækin. Samningur við OR er kominn vel á veg, að sögn Ragnars. Sam- starfssamningur Norðuráls, HS og Reykjanesbæjar um könnun á möguleikum þess að reisa álver var undirritaður vorið 2005. Undirbún- ingur hefur staðið síðan og sagði Ragnar samstarfið hafa verið gott við alla aðila. Ragnar sagði að Norðurál gæti fyrir sitt leyti hafið jarðvegsfram- kvæmdir vegna álversins undir lok þessa árs. Tæknihópur vinnur að undirbúningi hönnunar álversins og er gert ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki fyrir árslok. Ragnar sagði að end- anleg stærð fyrsta áfanga álversins í Helguvík hefði enn ekki verið ákveð- in, en miðað er við um 150.000 tonn. Í fréttatilkynningu um undirrit- unina lýsir Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja, ánægju sinni með að orkusölusamningurinn við Norðurál skuli vera í höfn. „Við höf- um mjög góða reynslu af samstarfi við Norðurál og lítum á þetta verk- efni sem tækifæri til arðbærrar virkjunar sem mun efla atvinnulífið hér syðra og stækka markaðssvæði okkar,“ sagði Júlíus. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Oddný Harðar- dóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Garðs, lýstu einnig ánægju sinni með samkomulag Norðuráls og HS. Norðurál getur fyrir sitt leyti hafið jarðvinnu vegna álvers í Helguvík fyrir árslok Orkusamningur vegna Helguvíkur undirritaður Tölvuteikning/THG arkítektar Útlitið Tillaga THG arkítekta að aðkomubyggingu álversins í Helguvík. BYGGINGAFULLTRÚI hefur sett bann við því að átt verði við rúst- ina í Austurstræti 22 til að hægt verði að skrá og varðveita það sem hefur varðveislugildi jafn- harðan þegar farið verður í að rífa húsið. „Við höfum sett alla krafta í það í dag að huga að rúst- inni,“ segir Kristbjörg Stephensen, lögfræðingur hjá Reykjavíkur- borg. „Undir öllum venjulegum kringumstæðum væru trygginga- félagið og eigendur búnir að sækja um leyfi til niðurrifs því auðvitað er ónæði af þessari lykt og hætta á foki o.s.frv.,“ segir Kristbjörg. „Þetta er náttúrlega ekki hvaða rúst sem er og þess vegna lagði byggingafulltrúi bann við því að átt yrði við rústina og við gerðum tillögu til húsafrið- unarnefndar um fulltrúa sem myndu kanna húsarústirnar til að standa vörð um þá byggingarsögu sem þarna brann. Eigendur eru upplýstir um þetta og allir sammála um í hvaða röð á að gera hlutina.“ Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, upplýsti að rannsóknin á brunanum væri enn í fullum gangi. Bann sett við niðurrifi MÆLT er með því að áætlun um út- gáfu sérleyfa til leitar, rannsókna og vinnslu á olíu og gasi á norðanverðu Drekasvæði við Jan Mayen-hrygg, ásamt umhverfisskýrslu, hljóti sam- þykki ríkisstjórnarinnar. Þetta kem- ur fram í skýrslu sem kynnt var á vegum iðnaðarráðuneytisins í gær og unnin var samkvæmt ákvörðun rík- isstjórnarinnar undir stjórn nefndar ráðuneytisstjóra. Þá er mælt með því að hafinn verði undirbúningur sér- leyfa á grundvelli áætlunarinnar á Drekasvæðinu. Næsta skref í ferlinu er að yfirvöld ákveði hvort fara eigi í rannsóknar- boranir, að mati Hreins Hrafnkels- sonar, sérfræðings í iðnaðaráðuneyt- inu og eins skýrsluhöfunda. „Við höfum vísbendingar um að það geti verið olía eða gas á svæðinu en við komumst ekki að því hvort svo sé nema með rannsóknarborunum,“ sagði Hreinn. Finnist olía og gas í vinnanlegu magni er ljóst að það mun hafa mikil efnahagsleg áhrif hér á landi. Í skýrslunni er stuðst við fjórar sviðs- myndir norska ráðgjafarfyrirtækis- ins Sagex. Að sögn þeirra sem gera ráð fyrir framleiðslu á olíu og gasi gætu heildartekjur verið á bilinu 960– 3.600 milljarðar króna. Árlegur rekstrarkostnaður er áætlaður rúm- lega sex til 17 milljarðar króna á ári. Framleiðslutekjur yrðu um og yfir 250 milljarðar á ári á árunum 2020- 2022, samkvæmt tveimur sviðsmynd- anna. Drekasvæðið er í íslensku efna- hagslögsögunni og er um 42.700 km2 að stærð. Milliríkjasamningur milli Íslands og Noregs frá 1981 gildir um tæplega 30% svæðisins. Skýrslan er nú til umsagnar og kynningar og er frestur til að skila at- hugasemdum til 23. maí nk. Sam- kvæmt tímaáætlun í skýrslunni væri hægt að taka ákvörðun um hvort hefja ætti leyfisveitingaferli til olíu- og gasleitar í sumar eða haust. Verði það gert væri hægt að veita rann- sóknar- og vinnsluleyfi seinni hluta ársins 2008 eða á fyrri hluta ársins 2009. Búist er við að allt að níu ár líði frá útgáfu slíks leyfis þar til vinnsla getur hafist, finnist olía í vinnanlegu magni. Það gæti því orðið á árunum 2017–2018. Mælt með að sérleyfi verði veitt til olíu- og gasleitar                !"#! $ %        Meira á mbl.is/ítarefni ÍSLENDINGAR og Norðmenn munu undirrita viljayfirlýsingu um samstarf á sviði varnar- og öryggis- mála á fundi utanríkisráðherra land- anna í Ósló síðar í þessari viku, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins. Þá mun einnig vera unnið að sam- bærilegu samkomulagi við Dani, samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins. Kynnt á ríkisstjórnarfundi og í utanríkismálanefnd í dag Gert er ráð fyrir að samkomulagið við Norðmenn verði lagt fyrir rík- isstjórnina á fundi í dag. Þá hefur ut- anríkismálanefnd Alþingis verið kölluð saman til fundar í dag. Þar eru öryggismál á Norður-Atlants- hafi efst á dagskrá. Valgerður Sverrisdóttir utanríkis- ráðherra mun ætla að kynna fyrir- hugað samstarf Íslendinga við Norð- menn á sviði varnar- og öryggismála á fundi utanríkismálanefndar. Val- gerður heldur til Noregs síðar í vik- unni á óformlegan ráðherrafund Atl- antshafsbandalagsins og hittir þar m.a. Jonas Gahr Störe, utanríkisráð- herra Noregs. Í fréttum Ríkisútvarpsins í gær var haft eftir heimildum í Noregi að samkomulagið milli Íslendinga og Norðmanna snerist um eftirlit og ör- yggisþjónustu á lofti og á sjó. Norð- menn teldu niðurstöðu viðræðna landanna líklega til að auka öryggi og umhverfisvöktun í sívaxandi um- ferð, m.a. vegna olíuflutninga milli Rússlands og Bandaríkjanna. Meg- inábyrgð þjónustunnar mun verða á hendi Norðmanna samkvæmt heim- ildum RÚV. Undirrita yfirlýsingu um varnarsamstarf Unnið er að samkomulagi við Dani um öryggismál Í HNOTSKURN »Geir H. Haarde forsætis-ráðherra og Jens Stolten- berg, forsætisráðherra Norð- manna, ákváðu í nóvember sl. viðræður Norðmanna og Ís- lendinga um samstarf á vett- vangi varnar- og öryggismála. »Viðræður Íslendinga viðDani og Norðmenn um ör- yggis- og varnarmál á Norður- Atlantshafi hófust síðan 18. desember sl. LÖGREGLAN á Blönduósi stöðvaði í gær tvo barnunga bræður á sínu fjórhjólinu hvorn en tækin eru í eigu fjölskyldu þeirra. Lögreglan hefur áður þurft að hafa afskipti af drengj- unum sem eru 10 og 12 ára vegna fjórhjólaaksturs og mun senda skýrslu sína til félagsmálayfirvalda þar sem lögregla fær ekki meira að gert að sögn varðstjóra lögreglunnar á Blönduósi. Hjólin eru bæði óskráð sem ökutæki og voru drengirnir að leika sér á tækjunum þegar lögregl- an skarst í leikinn. 10 og 12 ára teknir á fjórhjólum ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.