Morgunblaðið - 24.04.2007, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
VALGERÐUR Sverrisdóttir, utan-
ríkisráðherra, segir hið mikla magn
testósteróns, sem hefur svifið yfir
vötnum í utanríkisráðuneytinu til
þessa, án efa hafa áhrif á þau
áherslumál sem Ísland hefur sett á
oddinn í utanríkismálum í gegnum
tíðina. „Stundum má segja að þar
hafi ekki allaf verið á ferðinni mála-
flokkar sem ættu að vera forgangs-
atriði herlausrar þjóðar,“ sagði Val-
gerður í erindi á Jafnréttistorgi í
Háskólanum á Akureyri í gær.
Valgerður er fyrsta konan í emb-
ætti utanríkisráðherra Íslands og
var fyrst kvenna iðnaðar- og við-
skiptaráðherra. Það segir hún ótrú-
legt, en jafnvel enn ótrúlegra sé til
þess að hugsa að enn hefur kona
ekki haldið um stjórnartaumana í
rótgrónu atvinnuvegaráðuneytunum
tveimur, landbúnaðar- og sjávarút-
vegsráðuneyti, auk samgönguráðu-
neytis og fjármálaráðuneytis, að
ógleymdu forsætisráðuneytinu.
„Það að konur hafi aldrei komið að
stjórnun þessara mikilvægu ráðu-
neyta er áminning um að þótt ým-
islegt jákvætt hafi gerst í jafnrétt-
isátt hér á landi á síðustu árum,
eigum við enn langt í land,“ sagði
Valgerður.
Ráðherrann sagði það einlæga
skoðun sína að heimurinn væri betri
og öruggari staður ef fleiri konur
væru þar í ábyrgðar- og stjórnunar-
stöðum. „Ég tel að konur velti afleið-
ingum ákvarðana sinna fyrir sér á
annan hátt en karlar gera. Konur
hugsa sig að minnsta kosti tvisvar
sinnum um áður en þær senda börn-
in sín eða annarra í stríð eða styðja
átök á alþjóðavettvangi.“
Með jafnréttið að leiðarljósi
Valgerður kveðst, sem utanríkis-
ráðherra, hafa gert sér far um hafa
jafnréttissjónarmið að leiðarljósi við
alla stefnumörkun og að ærið mörg
tækifæri hafi verið til breytinga „því
í ráðuneytinu voru karllæg gildi
rótgróin.“ Hún lýsti þeirri skoðun
sinni að í alþjóðastarfi ættu Íslend-
ingar að einbeita sér að verkefnum
þar sem reynsla þeirra og þekking
kæmu helst að gagni. „Þróunarmál,
mannréttindamál, friðargæsla og
jafnréttismál eru meðal þeirra mála
sem ég hef lagt aukna áherslu á í
starfi mínu sem utanríkisráðherra.
Þessi mál hafa stundum verið kölluð
„mjúku“ málin. Þannig hefur verið
gefið til kynna að þau skipti ekki jafn
miklu máli og önnur mál, sem þá er
lýst sem hinum „hörðu“ málum. En
ég spyr: Hvað er „mjúkt“ við fátækt
og hungur, mannréttindi, málefni
flóttamanna, barnahermennsku eða
uppbyggingu stríðshrjáðra svæða?
Þetta eru ekki málefni sem varða
konur frekar en karla, eða eru
„mýkri“ en önnur mál.“
Valgerður sagði þeirri goðsögn
lengi hafa verið haldið á loft sem
skýringu eða nokkurs konar afsökun
fyrir bágbornum hlut kvenna, að
konur veigruðu sér við því að axla
ábyrgð og taka að sér stjórnunar-
störf. „Sú söguskýring skellir í raun
skuldinni á konurnar sjálfar. Það
blasir hins vegar við hverjum sem
kynnir sér málin að ástæðan liggur
alls ekki hjá konunum.“ Konur þurfi
að sækja fram á grundvelli gilda og
viðmiða karlanna í stað þess að
sækja fram á eigin forsendum. Einn-
ig séu gerðar mun meiri kröfur til
kvenna sem komast upp metorða-
stigann en karla í sömu stöðu.
Karlmenn oft sekir um
vanhugsuð ummæli
Valgerður sagði að í viðureignum
á pólitíska sviðinu gerðust karlmenn
oft sekir um særandi ummæli í garð
kvenna svo jaðraði við kvenfyrirlitn-
ingu, þó hún vildi efast um að það
væri meðvitað. „Össur Skarphéðins-
son kallaði mig papparáðherra á
fyrstu vikum mínum í embætti.
Hefði hann haft þvílík ummæli uppi
um karlmann? Næsta örugglega
ekki. Einnig voru ýmsir sem höfðu
uppi háðuleg orð um enskukunnáttu
mína þegar ég steig mín fyrstu skref
sem utanríkisráðherra. Voru slík orð
höfð uppi um t.d. Davíð Oddsson á
sínum tíma? Mig rekur ekki minni til
þess. Góðir félagar mínir,Guðni
Ágústsson og Geir H. Haarde,hafa
látið falla miður heppileg orð um
konur, og ég þykist reyndar vita að
eiginkonur þeirra hafi tekið þá til
bæna fyrir vikið!“ sagði Valgerður.
Enn er langt í land
Ýmislegt jákvætt í jafnréttismálum en margt enn ógert
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Kona Árangur minn metinn á anna hátt en forveranna, segir ráðherra.
Í HNOTSKURN
»„Konur eru einfaldlegasettar undir aðra mæli-
stiku en karlar og verða oft
fyrir meiri og óvægnari gagn-
rýni. Árangur minn og fram-
ganga í embætti utanríkis-
ráðherra er t.d. veginn og
metinn út frá öðrum for-
sendum en hvað fyrirvera
mína varðar,“ sagði hún.
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
Nafn Ásta Þorleifsdóttir.
Starf Jarðfræðingur að mennt og
framkvæmdastjóri í eigin fyrirtæki
á sviði nýsköpunar- og íbúalýð-
ræðis.
Fjölskylduhagir Eiginmaður, tvö
og hálft barn og einn íslenskur fjár-
hundur.
Kjördæmi Suðurkjördæmi, 1. sæti
fyrir Íslandshreyfinguna.
Helstu áhugamál?
Útivist af öllu tagi, s.s. sjókajak,
skíði, fótbolti og fjallgöngur. Bein af-
leiðing af því er mikill áhugi á um-
hverfisvernd og mannréttindum.
Hvers vegna pólitík?
Vegna þess að það er þörf fyrir
nýja framtíðarsýn, ekki síst í um-
hverfis- og atvinnumálum. Ég hef
trú á að Íslendingar geti svo miklu,
miklu betur og geti verið leiðandi á
öllum sviðum, hvort sem um er að
ræða nýsköpun, mannréttindi eða
náttúruvernd.
Er Alþingi áhugaverður
vinnustaður?
Já. Á Alþingi er löggjafarvaldið og
það mótar rammann um samfélagið
og um réttindi okkar og skyldur.
Leiðin að því að breyta samfélaginu
og þróa það til betri vegar liggur í
gegnum Alþingi.
Fyrsta mál sem þú vilt
koma á dagskrá?
Samgöngumál í breiðri merkingu.
Þau þarf að laga vegna þess að við
búum í einu landi. Forsenda þess að
við getum komið á alvöru þekking-
arsamfélagi er að hér séu öflugar
samgöngur og öruggt háhraðanet.
Við drepum ekki stóriðjudrauginn
öðruvísi.
Þarf breytingar?
Já! Og það er kominn tími til að
breyta. Ég hafna þeirri hugmynd að
Ísland eigi að vera öskuhaugur fyrir
erlenda stóriðju og trúi að hægt sé
að virkja fólkið í landinu á miklu arð-
bærari hátt.
Nýir frambjóðendur | Ásta Þorleifsdóttir
Ísland á
ekki að vera
öskuhaugur
Morgunblaðið/Eyþór
Ný framtíð Sjókajakræðarinn Ásta
vill nýja framtíðarsýn.
SEX verkefni hlutu styrk úr Kví-
skerjasjóði að þessu sinni, samtals
þrjár milljónir kr. Styrkirnir voru
afhentir í fjölmennu afmælishófi
sem Öræfingar og aðrir vinir Kví-
skerjaheimilisins héldu til heiðurs
þeim bræðrum, Sigurði, Helga og
Hálfdáni um helgina. Jafnframt var
tilkynnt um aukin framlög til sjóðs-
ins úr ríkissjóði og sveitarsjóði.
Kvískerjasjóður var stofnaður
árið 2003 af umhverfisráðuneytinu
til heiðurs systkinunum á Kvískerj-
um fyrir framlag þeirra til öflunar
þekkingar og rannsókna á náttúru
og sögu Austur-Skaftafellssýslu.
Hlutverk sjóðsins er að stuðla að og
styrkja rannsóknir á náttúru og
menningu í Austur-Skaftafells-
sýslu. Markmiðum skal náð með
veitingu rannsóknarstyrkja til
stofnana og einstaklinga.
Metnaðarfull verkefni
Frá stofnun sjóðsins hefur verið
úthlutað þrisvar sinnum úr honum
til 14 verkefna. Nú bárust tíu metn-
aðarfullar umsóknir, að því er fram
kemur í fréttatilkynningu. Verk-
efnin sem hlutu stuðning að þessu
sinni eru:
Eldgos í Öræfajökli 1362. Hér er
um að ræða framhaldsstyrk til dr.
Ármanns Höskuldssonar við Jarð-
vísindastofnun Háskóla Íslands að
upphæð 500 þúsund. Munnleg hefð.
Menningarmiðstöð Hornafjarðar í
samstarfi við Háskólasetur á
Hornafirði og Árnastofnun hlýtur
styrk að upphæð 450 þúsund til
þess að rita upp af hljóðsnældum
upptökur af frásögnum, söngvum
og viðtölum við einstaklinga úr
Austur-Skaftafellssýslu.
Hálfdán Ágústsson, jarðeðlis-
fræðingur og doktorsnemi, hlýtur
styrk að upphæð 400 þúsund til að
rannsaka staðbundin óveður við
Kvísker í Öræfum.
Tengsl loftslags- og jöklabreyt-
inga suðaustan í Vatnajökli. Hrafn-
hildur Hannesdóttir, jarðfræðingur
og doktorsnemi, hlýtur styrk að
upphæð 700 þúsund.
Landnám smádýra í jökulskerj-
um. María Ingimarsdóttir, líffræð-
ingur og doktorsnemi, hlýtur styrk
að upphæð 410 þúsund til kaupa á
sjálfvirkri veðurstöð, sérhannaðri
til nota við erfiðar aðstæður, t.d. á
jöklum.
Jökla-, vatna-, jarðefna- og ör-
verufræðileg rannsókn á Skaftár-
kötlum. Ábyrgðaraðilar þess verk-
efnis eru dr. Þorsteinn Þorsteins-
son jöklafræðingur og dr. Tómas
Jóhannesson jarðeðlisfræðingur í
samstarfi við fjölmarga aðila innan-
lands og erlendis. Styrkurinn er að
fjárhæð 540 þúsund kr.
Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson
Styrkþegar Þau tóku við styrkjum úr Kvískerjasjóði: María Ingimars-
dóttir, Hrafnhildur Hannesdóttir, Björg Erlingsdóttir, Ármann Höskulds-
son, Hálfdán Ágústsson og Tómas Jóhannesson.
Kvískerjasjóður
styrkir sex verkefni
Nóatúni 4 · Sími 520 3000
www.sminor.is
Allt í eldhúsið.
Eldavélar, helluborð,
bakstursofnar, háfar,
uppþvottavélar,
kæliskápar og smátæki.
Espressó-kaffivélar í úrvali.
Ýmsar nýjungar s.s.
spanhelluborð með málmútliti,
lyftuofn og fleira.
Verið ávallt velkomin.