Morgunblaðið - 24.04.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.04.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2007 27 ✝ Hagalín Þorkell Kristjánssonfæddist á Vöðlum í Önundar- firði 20. október 1926. Hann lést á Kumbaravogi 16. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Krist- ján Bergur Hagalínsson, bóndi í Tröð í Önundarfirði, f. 1888, d. 1973, og kona hans Sigríður Jónsdóttir húsmóðir, f. 1898, d. 1953. Hagalín var fimmta barn þeirra hjóna en eldri systkini voru Sólveig, fv. kennari, f. 1918, d. 2001, gift Ólafi H. Kristjáns- syni, fv. skólastjóra Reykjaskóla. Þau eignuðust fjóra syni. Jófríð- ur húsmóðir, f. 1920, d. 1995, gift Bjarna Jónssyni (látinn), bónda í Haga í Þingi, A-Hún. Þau eign- uðust sex börn. Margrét iðn- verkakona í Reykjavík, f. 1923, d. 1996, gift Jóhannesi Bjarnasyni verslunarmanni (látinn). Þau áttu tvær dætur. Hákon, trésmíða- meistari í Reykjavík, f. 1924, d. 2000. Eftirlifandi yngri systkini eru Jens, trésmiður á Sauðár- króki, f. 1926, kvæntur Margréti Guðmundsdóttur (látin). Þau eignuðust fjögur börn. Páley Jó- hanna, læknaritari á Patreks- firði, f. 1945, gift Vigfúsi Þor- steinssyni verkamanni. Þau eiga tvö börn. Hagalín lauk gagnfræðaprófi frá Héraðsskólanum að Núpi í Dýrafirði og búnaðarprófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri. Hann stundaði búskap með föður sínum í nokkur ár, lærði trésmíði hjá Hákoni bróður sínum og vann lengi við trésmíðar. Hagalín kenndi trésmíðar í einn vetur við Héraðsskólann að Reykjum í Hrútafirði og var svo húsvörður í Sjónvarpshúsinu við Laugaveg síðustu starfsárin eða þar til hann varð 67 ára. Útför Hagalíns verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Hagalín móðurbróðir minn var einstaklega vel gerður maður, vel að sér um málefni líðandi stundar og var vel lesinn. Hann var hlé- drægur og vildi hvorki láta hafa fyrir sér né vera fyrir neinum. Hins vegar var hann fastur fyrir þegar það átti við, sagði það sem honum fannst og lét þar við sitja. Engar frekari rökræður voru nauð- synlegar. Hann hafði góða kímni- gáfu sem birtist oft í skondnum en græskulausum athugasemdum. Hagalín og Hákon bróðir hans sem lést fyrir nokkrum árum, eða Hákon og Hagalín eins og gjarnan var sagt, í þessari röð, voru tíðir gestir á heimili foreldra minna á Reykjaskóla og dvöldu þar stund- um yfir jól og áramót. Þeir unnu þar nokkur sumur við nýbyggingar og endurbætur á húsakosti enda báðir húsasmiðir. Hagalín kenndi smíðar við skólann a.m.k. einn vet- ur. Þar kynntist ég þeim vel og lærði mikið af þeim. Hagalín var mjög hjálpsamur og var ætíð tilbú- inn að rétta hjálparhönd þegar eft- ir var leitað og þörf var á laghent- um smið. Fyrir alla hans aðstoð er ég ævinlega þakklátur. Og takk líka fyrir rabarbarann, kartöflurn- ar og „rófustýrin!“. Því miður get- um við hjónin ekki fylgt frænda mínum til hinstu hvíldar en send- um öllum aðstandendum, frænd- fólki og vinum samúðarkveðjur. Öðlingsmaður úr ættinni er kvadd- ur með virðingu. Þórður, Lára og fjölskylda. Hagalín Þorkell Kristjánsson ✝ Ingvi BrynjarJakobsson, fv. lögregluvarðstjóri á Keflavíkurflugvelli, fæddist 9. apríl 1927. Hann lést 17. apríl 2007. For- eldrar Ingva Brynj- ars voru Jakob Ein- arsson húsgagna- bólstrari, frá Finns- stöðum á Látra- strönd, f. 25.6. 1894, d. 4.6. 1979, og Þór- unn Elísabet Sveins- dóttir frá Þingeyri, leikkona og húsmóðir, f. 22.9. 1901, d. 10. 8.1983. Þau bjuggu á Akureyri, Siglufirði, í Keflavík og Reykjavík. Alsystkini Ingva Brynjars eru Hólmfríður Sigur- rós, húsmóðir í Reykjavík , f. 20.11. 1929, og Sveinn Hermann húsasmiður, f. 20.6. 1931, Reykja- nesbæ. Fóstursystir var Þórdís Baldvinsdóttir, látin. Ingvi Brynjar kvæntist 5. apríl 1947 Ragnheiði Elínu Jónsdóttur, húsmóður, f. 9.12. 1927. Foreldr- ar hennar voru Eva Sæmundsótt- ir, f. 22.8. 1908, d. 16.12. 1993, og Jón Hjaltason, f. 29.3. 1898, d. 7.12. 1972. Börn Ingva og Ragn- heiðar eru Eva Bryndís, f. 5.8. 1947, fyrrverandi eiginmaður hennar er Sveinn Hannesson. Þau eiga fjögur börn. Þórunn, f. 21.10. 1948, tónlistarkennari í Grímsnesi. Maður hennar er Guðmundur Pálmi Kragh. Þeirra börn eru fjögur; Eyrún Jóna f. 28.11. 1949, hennar maður er Denis Robertson og eiga þau þrjú börn. Aðalheiður, f. 13.10. 1951, húsmóðir. Fyrrverandi eigin- maður hennar er Ívar Erlendsson og eiga þau tvö börn. Anna, f. 13.7. 1953, fyrrverandi maður hennar er Colm Boorman. Þau eiga eitt barn. Erla, f. 24.10. 1957, hennar maður er Ágúst Karlsson og eiga þau þrjú börn. Brynjar Ragnar, f. 6.9. 1959, kona hans er Sebastiana Maria Dandas. Ingvi Brynjar fæddist á Akur- eyri og ólst upp í fæðingarbæ sín- um fyrstu sex árin en eftir það í Hafnarfirði í fjögur ár og síðan á Siglufirði. Árið 1950 flutti hann til Keflavíkur og bjó þar til dauðadags. Hann stundaði nám í barnaskóla, gagnfræðaskóla, lög- regluskóla og tónlistarskóla og sótti starfsnámskeið og mótor- námskeið. Starfaði sem vélvirki á Siglufirði og í Keflavík 1946-1953 og við öryggisgæslu hjá Hamilton & Beck 1953-1955. Hann var lög- reglumaður á Keflavíkurflugvelli frá 1955–1997, varðstjóri og síðar rannsóknarlögreglumaður. Eftir það vann hann við sérverkefni í tvö ár sem ritstjóri afmælisritsins Framsókn 1937–1997, ásamt öðr- um. Hann var formaður Iðn- sveinafélags Keflavíkur 1952, í umhverfis- og hitaveitunefnd Keflavíkur og formaður klúbbs- ins Öruggur akstur í Keflavík um skeið. Útför Ingva Brynjars fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku pabbi, nú er kveðjustundin komin. Við erum innilega þakklátar fyrir að hafa fengið að njóta þín eins og við þekktum þig best öll þessi ár. Sem einstaks ljúfmennis með létta lund, frábæra kímnigáfu og frásagn- arhæfileika. Þar sem sitjum og minningarnar streyma að þá kemur efst í huga okkar vandvirkni þín í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. T.d. þegar þú vast lopann, þá var það eins og vélgert. Þú varst ágætur hagyrðingur og margar vísurnar sem þú kastaðir fram og sú síðasta var kveðin í tilefni 80 ára afmælis þíns, þar sem þið mamma fögnuðuð 60 ára brúðkaupsafmæli ykkar. Vís- an er svona. Löngum var ég svifaseinn, en sæmilegur nemi. En dætur sex og drengur einn, er dágóð framtaksemi. Þú varst alltaf til staðar ef eitt- hvað bjátaði á og ákaflega úrræða- góður. Margar eru minningarnar um tjaldferðir, bústaðaferðir þar sem var prjónað, spilað bridge, sagðar sögur og leikið á létta strengi. Þakka þér fyrir að vera pabbi okk- ar og þakka þér fyrir hana mömmu okkar sem þú elskaðir og áttir í rúm sextíu ár og nú syrgir þig sárt. Þið voruð sérlega samhent í öllu sem þið tókuð ykkur fyrir hendur og er það eitt og sér okkur frábær arfur. Elsku pabbi, hvíl þú í friði og Guð blessi þig. Eyrún og Erla Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita að því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku hjartans pabbi. Heimilið ykkar mömmu var alltaf öllum opið og þið mamma stóðuð eins og klettar við hliðina á börn- unum ykkar í gegnum gleði og sorg- ir. Margar áttum við ánægjustundir og ósjaldan var spilað bridge hvenær sem tækifæri gafst og oft fram undir morgun. Þín frábæra kímnigáfa kom öllum í gott skap og aldrei heyrðum við þig segja styggðaryrði um nokk- urn mann. Elsku pabbi. Sokkarnir þínir sem þú prjónaðir á okkur öll eiga eftir að ylja okkur um ókomna tíð. Við kveðjum þig, elsku pabbi, við þökkum þér samleiðina í þessu lífi og hlökkum til endurfundar við þig. Aðalheiður og Anna. Hann afi minn var afskaplega skemmtilegur og yndislegur maður. Ég var mjög tengd honum enda bjuggum við mamma hjá ömmu og afa fyrsta aldursárið mitt og ég svo aftur síðar. Ég man aldrei til þess að hann hafi orðið reiður við mig, var alltaf hress og það var unun að hlusta á sögur hans af liðinni tíð. Við sátum oft saman og horfðum á sjón- varpið og hann var duglegur að út- skýra fyrir mér hvað fyrir augu bar. Alltaf fannst mér það jafn skondið þegar hann átti það til að borða frá mér snúða sem höfðu verið keyptir en hurfu þegar afi fór á næturbrölt. Rúsínan í pylsuendanum var þegar hann mætti í verslun með seðlavesk- ið sitt útatað í smjöri þar sem hann hafði smurt veskið nóttina áður, haldandi að það væri rúgbrauð. Það var yndislegt að hlusta á hann spila á flygilinn og orgelið og það að mig hefur alltaf langað til að læra á píanó er án efa afa að þakka. Vonandi að það verði einhvern tímann að veru- leika. Elsku afi minn, það er endalaust hægt að segja skemmtilegar sögur af þér og eflaust kunna margir fleiri sögur en ég en ég vil þakka þér fyrir allar þær yndislegu stundir sem við höfum átt saman um ævina. Ég hefði viljað að þær yrðu miklu fleiri núna þegar ég er flutt aftur á suðvestur- hornið og að börnin mín hefðu fengið tækifæri til að kynnast þér betur. Mikið var gaman að við náðum að halda svona vel upp á áttræðisaf- mælið þitt og 60 ára brúðkaupsaf- mæli ykkar ömmu. Þú endaðir þetta svo sannarlega með stæl. Þín verður sárt saknað og það er skrítið að fá ekki aftur að heyra þegar maður kemur í heimsókn „Nei sæl elskan, ertu komin, gaman að sjá þig!“ Hafðu ekki áhyggjur af ömmu, þú veist að við fjölskyldan eigum eftir að sinna henni vel. Hvíl þú friði, elsku afi minn, þú verður alltaf í hjarta mínu. Þín Berglind. Það er lán að eiga góða foreldra, og það er enn meira lán að eiga góða foreldra og tengdaforeldra. Ég hef verið svo heppinn að hafa átt hvort- tveggja. Nú hefur borið svo við að það hefur verið höggvið skarð í þennann hóp sómafólks. Ingvi tengdapabbi er látinn, nýorðinn átt- ræður. Ég ætla ekki að fara að telja upp alla hans mannkosti en þeir voru margir, heldur vil ég þakka Ingva tengdapabba fyrir samfylgdina í þau 25 ár sem ég hef þekkt hann. Ingvi Brynjar Jakobsson var góður tengdapabbi, takk fyrir það. Ég bið um styrk fyrir okkur öll sem söknum hans sárt og þá sérstaklega fyrir Ragnheiði eiginkonu hans. Hvíl í friði, Ingvi Brynjar Jakobs- son, þín verður sárt saknað. Ágúst Karlsson Ég get ekki fylgt Ingva Brynjari Jakobssyni, fyrrv. lögreglufulltrúa, til grafar, þar sem ég á ekki heim- angengt, en þess í stað ætla ég að skrifa nokkur orð. Ég hitti Ingva Brynjar Jakobsson aðalvarðstjóra fyrst vorið 1972 er ég hóf störf í ríkislögreglunni á Kefla- víkurflugvelli en hann var þá að hefja störf sem lögreglufulltrúi við rannsóknardeild embættisins. Ingvi Brynjar var góður penni. Hann hafði bæði góða rithönd og svo var hann frábær íslenskumaður. Fá- ir við embættið höfðu eins gott vald á enskri tungu og Ingvi Brynjar, því var ósjaldan leitað í smiðju til hans þegar skrifa þurfti enskan texta. Ingvi Brynjar var afburða náms- maður og góður á bókina, eins og sagt var, en hann var líka góður íþróttamaður. Hann keppti í frjáls- um íþróttum og var einn fremsti spjótkastari landsins á sínum tíma. Ingvi Brynjar var drengur góður og maður sátta og samlyndis. Hann átti mjög gott með að vinna með fólki og fyrir fólkið. Þessir eiginleikar komu að góðum notum í lögreglu- starfinu. Ingvi vildi láta rita nafnið Brynjar með punkti fyrir aftan Br og var hann því kallaður Ingvi punktur meðal vina og kunningja. Þetta eru fátækleg skrif um góðan dreng sem nú er fallinn frá, en eftir stendur minningin um skemmtilegar stundir í leik og starfi. Við Helga sendum frá Belgíu okk- ar innilegustu samúðarkveðjur til Rögnu og fjölskyldu. Óskar Þórmundsson yfirlögregluþjónn. Ingvi Brynjar Jakobsson  Fleiri minningargreinar um Ingva Brynjar Jakobsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dögum. REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, LILJA KRISTINSDÓTTIR, Skólabraut 5, Seltjarnarnesi, andaðist á heimili sínu aðfaranótt fimmtudagsins 19. apríl. Útförin fer fram frá Grensáskirkju fimmtudaginn 3. maí kl. 15.00. María Jóna Gunnarsdóttir, Jóhann Bergmann, Soffía Kristín Sigurðardóttir, Kjartan Tryggvason, Kristín Elínborg Sigurðardóttir,Kristján Gissurarson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, BRAGI SIGURÐSSON frá Heiðarbrún í Kelduhverfi, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga sunnudaginn 22. apríl. Útförin fer fram frá Garðskirkju föstudaginn 27. apríl kl. 16.00. Þorbjörg Bragadóttir, Jón Sigurðsson, Hlynur Bragason, Sigurfljóð Sveinbjörnsdóttir, Helga Þyri Bragadóttir, Þórður Helgason og barnabörn. Fallegir legsteinar á góðu verði Englasteinar Helluhrauni 10 Sími 565 2566 - www.englasteinar.is Sendum myndalista

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.