Morgunblaðið - 24.04.2007, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 24.04.2007, Qupperneq 18
|þriðjudagur|24. 4. 2007| mbl.is daglegtlíf Kristín Arnardóttir virkjar leikgleði hjá börnum og vekur þannig áhuga þeirra á bók- stöfum og ritmáli. » 20 menntun Ungir og aldnir stíga saman línudans, krakkarnir eru úr Hlíðaskjóli en þeir rosknu úr fé- lagsskapnum Út og suður. » 20 tómstundir Mér fannst mikill heiðurþegar hringt var í migog mér boðið að takaþátt í samstarfinu í Kirsuberjatrénu. Ég var fljót að segja já,“ segir Sigríður Ásta Árna- dóttir ullarhönnuður sem síðastlið- inn föstudag gekk formlega til liðs við hina frómu listaverslun við Vesturgötu ásamt Sigrúnu Ó. Ein- arsdóttur, glerlistakonu í Bergvík. „Margrét Guðnadóttir opnaði þessa búð fyrir fjórtán árum og með henni starfa eðalkonur sem gaman er að vinna með.“ Sigríður Ásta vinnur flíkur sínar undir nafninu Kitschfríður en fatn- aðurinn á það sammerkt að vera unninn upp úr Álafossteppum og gömlum ullarfatnaði, sem Sigríður viðar að sér úr ýmsum áttum. „Þetta eru aðallega gamlar ull- arpeysur, yfirleitt vélprjónaðar, sem ég lita, klippi, sauma í og þæfi þannig að úr verður alveg ný flík. Úr Álafossteppunum bý ég til pils og svokallaðar þjóðrembutöskur. Þær eru enda afskaplega þjóðlegar því það sést alveg úr hverju þær eru gerðar. Með þessu er ég að reyna að hefja gömlu Álafossteppin aftur til vegs og virðingar því þau hafa eiginlega fengið að dúsa uppi á háalofti síðan flísteppabyltingin varð.“ Vígaleg með múraragrímu Aðspurð segist hún vera með all- ar klær úti til að verða sér úti um hráefni í listsköpun sína. „Ég er mikill stuðningsaðili Hjálpræð- ishersbúðarinnar og Rauðakross- búðanna. Allar gjafir og ábendingar eru líka vel þegnar – ég hef meira að segja sníkt teppi í boði í heima- húsi. Eina skilyrðið er að flíkin eða teppið sé úr hreinni ull eða nálægt því.“ Þótt uppruni Álafossteppanna fái að njóta sín í hönnun Sigríðar litar hún yfirleitt flest annað sem hún kemst í tæri við. „Einhvern veginn snýst allt sem ég geri um liti og litasamsetningar. Ullin tekur lit mjög vel og fallega og það er ein af ástæðum þess að ég er svo gagn- tekin af henni. Í raun vinn ég með hana af stakri þvermóðsku því ég er með vægt ullarofnæmi. Ég get t.d. ekki gengið í lopapeysu án þess að fá astmaeinkenni.“ Hún segir ullina þó misjafna hvað þetta varðar. „T.d. er vel þæfð ull ekki eins erfið í vitunum á mér og sumt annað. Þegar ég er mikið að róta í lopa hef ég stundum ryk- grímu fyrir andlitinu, svipaða og múrarar eru með. Þá er ég ægilega vígaleg á vinnustofunni, með fisk- vinnslusvuntu og gúmmíhanska að auki.“ Bleikt með glimmer úr plasti Ullarævintýrið hófst fyrir alvöru hjá Sigríði fyrir nokkrum árum þegar hún var heimavinnandi með ung börn. „Sköpunarþörfin var al- veg að drepa mig svo ég tók gamla, svarta peysu sem ég átti og rasaði út á henni með því að skreyta hana hressilega. Um leið og ég var búin með hana var ég komin með hug- mynd fyrir þá næstu. Ég sýndi svo þrjár peysur á sýningu hjá Hand- verki og hönnun skömmu síðar og þar með var boltinn tekinn að rúlla.“ Hún segir gamla hluti höfða mikið til sín. „Endurvinnsla er mér hugleikin. Ég hef tilhneigingu til að sanka að mér gömlum hlutum en er líka dálítið nýtin í mér og sé lítinn tilgang í að geyma dótið einhvers staðar uppi í skáp.“ En hvaðan kemur nafnið Kitsch- fríður, sem er hönnunarheiti Sigríð- ar Ástu? „Ég kynntist orðinu kitsch þegar ég var í listnámi við Mynd- listar- og handíðaskólann,“ segir hún en þaðan útskrifaðist hún árið 1999. „Þetta heiti er notað í lista- sögunni og þá í heldur niðrandi merkingu. Það er oft notað yfir hluti sem eru ofskreyttir, t.d. bleik- ir með glimmeri úr plasti. Nafnið er vel við hæfi því ég er svo mikil kráka – gefin fyrir allt sem er lit- skrúðugt og glitrar á og nota það óspart í hönnuninni. En þar fyrir utan er Kitschfríður líka fín frú sem skrifar pistla í Vikuna um mannasiði og húsráð.“ Framundan er verslunarrekstur ásamt Sigrúnu í Bergvík og þeim konum sem voru í Kirsuberjatrénu fyrir og full vinna við hönnun og framleiðslu. Sigríður er að vonum spennt fyrir tímunum framundan. „Enn sem komið er geri ég þetta allt sjálf og ég er ekkert viss um að ég fari út í að láta einhvern fram- leiða fyrir mig. Mér finnst svo gam- an að vera með puttana í hlutunum frá upphafi til enda.“ Morgunblaðið/Sverrir Liðsauki Sigrún Ó. Einarsdóttir í Bergvík og Sigríður Ásta Árnadóttir eru nýliðar í Kirsuberjatrénu. Gler Munir Sigrúnar Ó. Einarsdóttur í Bergvík eru löngu þekktir. Nýtin og þvermóðskufull Vægt ullarofnæmi aftrar ekki Sigríði Ástu Árnadótt- ur frá því að galdra fram fjörlegar hönnunarflíkur úr gömlum ullarklæðum. Bergþóra Njála Guð- mundsdóttir tók nýja og litskrúðuga listakonu í Kirsuberjatrénu tali. Sköpunarþörfin var alveg að drepa mig svo ég tók gamla, svarta peysu sem ég átti og rasaði út á henni með því að skreyta hana hressilega. Endurnýting Kitshfríður gerir litskrúðug klæði úr gömlum ullarflíkum. Trefill Litir eru að- all Kitschfríðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.