Morgunblaðið - 24.04.2007, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 24.04.2007, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2007 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... ● HLUTABRÉF lækkuðu í verði í OMX kauphöllinni á Íslandi í gær. OMX hlutabréfavísitalan lækkaði um 0,22% og var 7833 stig við lokun markaða. Bréf Vinnslustöðvarinnar hækkuðu um 8,33%. Krónan veiktist um 0,29% í gær, samkvæmt upplýsingum frá Glitni. Við upphaf viðskipta var geng- isvísitalan 118,65 stig, en við lok þeirra stóð hún í 119 stigum. Gengi dollarans er 64,75 krónur, pundsins 129,60 og evrunnar 87,90. Hlutabréf og króna lækka í verði ● PÉTUR Pétursson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri tekjusviðs 365 miðla en hann hætti nýlega störfum sem fram- kvæmdastjóri vá- trygginga- og fjár- málaþjónustu Trygginga- miðstöðvarinnar, TM. Pétur hefur fljótlega störf hjá 365 en innan tekjusviðs fer fram öll sala áskrifta að sjónvarpsstöðvum 365 miðla og auglýsingasala ljós- vakamiðla félagsins og Fréttablaðs- ins. Áður en Pétur kom til TM árið 2005 var hann forstöðumaður upp- lýsinga- og kynningarmála hjá Voda- fone. Hann starfaði einnig í nærri áratug sem blaðamaður á DV og fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Pétur tekur við starf- inu hjá 365 af Helga Birni Krist- inssyni sem ákveðið hefur að hasla sér völl á nýjum vettvangi. Pétur ráðinn yfir tekjusvið 365 ● RITAÐ hefur verið undir vilja- yfirlýsingu um sameiningu fimm líf- eyrisssjóða sem undanfarin ár hafa verið reknir af Landsbank- anum. Um er að ræða Lífeyrissjóð Hf. Eimskipafélags Íslands, Lífeyr- issjóð Flugvirkjafélags Íslands, Líf- eyrissjóð Mjólkursamsölunnar, Eft- irlaunasjóð starfsmanna Olíuverzlunar Íslands hf. og Lífeyr- issjóð starfsmanna Áburðarverk- smiðju ríkisins. Verður sameining þeirra lögð til á næstu ársfundum sjóðanna. Sjóðirnir eru lokaðir fyrir nýjum iðgjöldum og eru sjóðfélagar tæplega sex þúsund talsins. Sjóð- irnir eru samtals um tíu milljarðar króna að stærð. Fimm lífeyrissjóðir að renna saman í eitt ● SAMHENTIR-Kassagerð ehf. hefur gengið frá kaupsamningi um kaup á öllum hlutabréfum Icelandic Group í VGI (Valdimar Gíslason ehf.). Félögin starfa bæði á umbúðamarkaði og við sameiningu þeirra verður til félag sem veltir vel yfir tveimur milljörðum króna. Kaupverð er ekki gefið upp en söluhagnaður Icelandic Group er sagður ríflega 100 milljónir króna. Samhentir-Kassagerð var stofnað ár- ið 1996 og þar hafa starfað 10 manns við sölu og framleiðslu á um- búðum, rekstrarvörum og pökk- unarvélum fyrir sjávarútveginn og fleiri atvinnugreinar. Icelandic Group keypti Valdimar Gíslason ehf. á síðasta ári og sam- einuðust félögin undir merkjum VGI. Starfsmenn hafa verið um 20. Samhentir kaupa VGI af Icelandic Group FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ lýsir yfir vonbrigðum með staðfestingu Hæstaréttar á frávísun Héraðs- dóms Reykjavíkur í málum FME á hendur Magnúsi Ármann og Birni Þorra Viktorssyni, stofnfjáreig- endum í Sparisjóði Hafnarfjarðar. Málið var höfðað hinn 30. október eftir að FME komst að þeirri nið- urstöðu að virkur eignarhlutur hefði myndast í SPH í andstöðu við lög, og var atkvæðisréttur viðkom- andi stofnfjáreigenda takmarkaður við 5%. Meirihluti eigendanna kærði þessa ákvörðun FME til kæru- nefndar, sem felldi hana úr gildi. Dómsmálið snerist um hvort ákvörðun FME skyldi standa. Byggði héraðsdómur niðurstöðu sína á því að í desember hefðu Sparisjóður Hafnarfjarðar og Sparisjóður vélstjóra runnið saman og hefði FME veitt samþykki sitt fyrir þeim samruna. Tæki ákvörð- un FME um takmörkun atkvæð- isréttar, og úrskurður kæru- nefndar, því til sjóðs sem ekki væri lengur til. Myndi ógilding á úr- skurði kærunefndar engu breyta um réttarstöðu málsaðila nú og var málinu því vísað frá dómi. Formkröfur Í fréttatilkynningu segir Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME, niðurstöð- una dapurlega. ,,Í ljósi mikilla hræringa á sparisjóðamarkaðnum óskuðum við eftir flýtimeðferð hjá héraðsdómi þegar við höfðuðum dómsmálið hinn 30. október síðast- liðinn. Það að niðurstaða hafi fyrst legið fyrir fimm mánuðum síðar, og þá einungis um formsatriði, er óheppilegt. Það sem er slæmt er að stefndu gátu tafið framgang máls- ins með alls konar formkröfum, en þær urðu alls sex, fimm var vísað frá, en sú sjötta og síðasta, sem kom fram í mars, tekin til greina.“ Segir niðurstöð- una dapurlega Morgunblaðið/Ómar Hæstiréttur staðfestir frávísun máls FME gegn stofnfjáreigendum SPH Samruni upp á 5.800 milljarða STJÓRNIR breska Barclays-bankans og hol- lenska bankans ABN Amro hafa samþykkt að sameina bankana og er upphæð viðskiptanna 45 milljarðar punda, eða um 5.800 milljarðar ís- lenskra króna. Gangi samruninn eftir verður til einn stærsti banki heims með um 94 milljarða punda veltu en hluthafar bankanna eiga eftir að leggja blessun sína yfir samrunann. Gert er ráð fyrir að höfuðstöðvar hins samein- aða banka verði í Hollandi og að fækkað verði um samtals 12.800 störf. Þá verða 10.800 störf flutt til svæða þar sem laun eru lægri. Talsmenn ABN og Barclays hafa sagt að stærstur hluti starfsmanna- fækkunarinnar muni nást án uppsagna, en fækk- unin verður mest í Bretlandi, Spáni og Ítalíu. Athygli vekur að ABN Amro hefur einnig sam- þykkt samrunaviðræður við fyrirtækjahóp undir forystu annars bresks banka, Royal Bank og Scot- land, og er jafnvel búist við því að RBS leggi fram hærra kauptilboð í ABN. Fundur ABN og RBS, sem halda átti í gær, var frestað eftir að fulltrúar RBS kröfðust frekari upplýsinga um væntanlega sölu á dótturfélagi ABN bankans til Bank of Am- erica, en RBS er mótfallinn þeirri sölu. Sumir sér- fræðingar telja RBS líklegri til að hneppa ABN á endanum, enda geti skoski bankinn náð meiri hag- ræðingu með samruna við ABN, en Barclays. Því geti RBS boðið hærra verð fyrir hlutabréf ABN og því sé líklegra að hluthafar hollenska bankans taki hann fram yfir Barclays. Lækkun á markaði Samruni Barclays og ABN er ekki einfaldur og þurfa fjármálaeftirlitsstofnanir í 70 löndum m.a. að leggja blessun sína yfir hann. Talsmenn Barclays hafa neitað því að hafa áhyggjur af samkeppninni við RBS um hollenska bankann. Heldur einbeiti fyrirtækið sér að þeim vaxtarmöguleikum sem samruninn feli í sér. Sameinaður banki ABN Amro og Barclays mun sinna 47 milljónum viðskiptavina, og eru 27 millj- ónir þeirra handhafar kreditkorta. Samkvæmt samkomulagi stjórna bankanna munu hluthafar Barclays eiga 52% í sameinuðu fyrirtækinu sem rekið verður undir merkjum Barclays. Hlutabréf í Barclays lækkuðu í gær- morgun í kjölfar yfirlýsingar stjórnanna. Samruni Forstjóri Barclays, John Varley, og stjórnarformaður ABN Amro, Rijkman Groen- ink, kynna samrunaáform bankanna tveggja. einkaaðilum. Annars er þessi skipt- ing afar misjöfn eftir ráðuneytum og undirstofnunum þeirra. Við- skiptaráð segir reynsluna sýna að bygginga- og rekstrarkostnaður minnki með því að færa fasteignir til fasteignafélaga. Dæmi séu um allt að fjórðungslækkun varðandi byggingu og rekstur skólahúsnæðis á vegum hins opinbera. Viðskiptaráð leggur til að sölu- andvirði fasteigna í ríkiseigu verði notað til að greiða upp skuldir. Af því myndi fjármagnskostnaður sparast, auk byggingakostnaðar. RÍKIÐ gæti losað um hátt í 80 millj- arða króna ef fasteignir þess yrðu seldar. Um gæti verið að ræða um- fangsmestu einkavæðingu Íslands- sögunnar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Viðskiptaráðs Íslands sem kynnt var á ráðstefnu um einkaframkvæmdir í Háskóla Reykjavíkur í gær. Skýrsluhöfundar telja heppilegt fyrir ríki og sveitarfélög að selja fasteignir sínar til fasteignafélaga og leigja þær áfram af þeim. Í dag er um 85% af því húsnæði sem ríkið notar í ríkiseigu og 15% leigð af Losa 80 milljarða          !  " #$% &$''( 4567  %6  6& 8+1 9 )5 6& & 8 6& + +8 : + )  :# +)  9 )5 6& ;13 9 )5 6& . 9 )5 6& 9+  <  6& =& > 5&7$    %54 $ <  6& .  <     6& -  6& -) 8  6) 6& +  0;  2 2 & < 6& ?  6& 8 /5  % >@ + 6& $ 9 )5 6& A8   9 )5 =) $ 6& A8  8 9 )5 6& B6  6& C-D ; E F 6& E F$$ $ +3 6&   +3 6& 9/   2+ &7$    1& 4%%    =; 9   6& =5 6& : ;%  #   # #        #$ #$  #$ #$                    !"  "        ""    =  0 1 5+ $  E<) / ) $ G %5  0  !  " "  0 "  "  ! !!    "  "" " !"   "       "    " " "   ! !! " "  !   ! 0 0 !   0    0 0      " "       " ! ""         ! !   "          "  "    "   "          !  "! !  5+ /  ,  E= H +6$   + 3 1 5+ 0   0   "    ! 0 0  0  0 0  I$ +  $ 1  1   "   "   "   "   "   "   "   "   "   "   "   "   "   "   "   "   "   "  ! "   "   "   "   "   "       "  C-D < C-D $  %# &# J J C-D = $ ;D  %# %# J J I)K L)  M   &# %# J J E> ID  $   &# &# J J C-D > C-D " $  $ &# &# J J

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.