Morgunblaðið - 24.04.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.04.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2007 17 LANDIÐ Eftir Björn Björnsson Hólar | Theodór Arnbjörnsson, hrossaræktarráðunautur frá Ósi í Miðfirði, var óumdeildur frum- kvöðull í ræktunarstarfi íslenska hestsins og sá maður sem vann mjög mikilvægt brautryðjendastarf í skráningu ætt- bókar hans og lagði grunninn að öllu kynbóta- starfi og ræktun íslenska hestsins, sem enn er byggt á. Þetta kom fram í ávarps- orðum Víkings Gunnarssonar, deildarstjóra hrossarækt- ardeildar Hólaskóla, þegar hann bauð gesti velkomna til athafnar í skólanum sl. föstudag, þar sem þessa mikla frumkvöðuls var minnst. Tilefni þessarar hátíðarsamkomu var hins vegar það, að fósturdóttir hjónanna Ingibjargar Jakobsdóttur og Theodórs Arnbjörnssonar, frú Gerður Pálsdóttir, hafði ásamt fjöl- skyldu sinni ákveðið að færa Sögu- setri íslenska hestsins ómetanlega gjöf, en það eru skrifstofuhúsgögn Theodórs, ásamt ýmsum persónu- legum munum úr dánarbúi fóstur- foreldra hennar ásamt fjölmörgum skjölum sem tengdust hinu mikla starfi hans og umsvifum sem hrossa- ræktarráðunautar. Minningar frá Bólstað Theodór Arnbjörnsson var hrossaræktarráðunautur Bún- aðarfélags Íslands á árunum 1920 til 1939, eða þar til hann féll frá aðeins fimmtugur að aldri. Kristinn Hugason, fyrrverandi hrossaræktarráðunautur, fjallaði um lífshlaup Theodórs, menntun hans og störf og á hvern hátt hann lagði þann grunn í öllu rækt- unarstarfi íslenska hestsins, sem hrossaræktendur búa enn að. Enn- fremur rakti Kristinn og ræddi um allt það mikla og fjölskrúðuga efni Theodórs, sem hann skrifaði og birti í hinum ýmsu ritum og tengdist áhugamáli hans. Gerður Pálsdóttir ávarpaði sam- komuna og rakti í skemmtilegri frá- sögn minningar sínar frá æskuárum og uppvexti á Bólstað. Sagði meðal annars frá því á hvern veg Theodór skipti landinu upp í þrjú svæði, en á hverju vori fór hann í hrossasýning- arferð og hélt þannig þriðja hvert ár sýningu í hverjum hluta landsins. Þá lýsti hún aðdraganda og undirbún- ingi vorferðanna og á hvern hátt hjónin hjálpuðust að við undirbún- inginn og hversu nákvæmlega raðað var í töskur til þess að allt færi sem haganlegast, ekkert vantaði og engu ofaukið. Einnig sagði hún frá upp- hafi á útflutningi hesta til Þýska- lands, en Theodór trúði því að ís- lenski hesturinn ætti mikla möguleika til að vinna sér sess og vinsældir á erlendri grundu, eins og síðar hefur komið í ljós. Gerður afhenti Örnu Björgu Bjarnadóttur, forstöðumanni sögu- setursins, gjafabréf og skrá yfir alla þá muni sem safninu voru færðir. Arna Björg þakkaði þessa höfð- inglegu gjöf og sagði við það tæki- færi: „Gjöf þessi er einstök fyrir margra hluta sakir. Fyrir það fyrsta hefur Gerður Pálsdóttir gengið um dánarbú fósturforeldra sinna af ein- stakri alúð og hirðusemi. Þá er hér um afar dýrmæta og fallega muni að ræða, sem sumir eru gerðir af fremstu listamönnum þjóðarinnar, svo sem af Ríkarði Jónssyni mynd- höggvara. En eins og víða kemur fram í heimildum voru þau hjón bæði, Theodór og Ingibjörg, list- hneigðir fagurkerar og nýtur Sögu- setrið nú góðs af því. Auk skrifstofu- húsgagnanna fylgja gjöfinni hlutir sem Theodór notaði í starfinu, smærri einkamunir og fjöldi skjala sem varpa ljósi á lífshlaup og ævi- starf Theodórs. Gjöfin hefur einnig mikla þýðingu að því leyti að hún gerir Sögusetrinu mögulegt að varð- veita og miðla þekkingu til almenn- ings um afar mikilvægan brautryðj- anda og áhrifamann í ræktunarsögu íslenska hestsins og samhliða að gera mikilvægu tímabili í rækt- unarsögu hans ákveðin skil.“ Theodórsstofu hefur verið komið fyrir í einni kennslustofu Hólaskóla. Þar hefur skrifstofa Theodórs verið endurgerð. Auk þess er þar farið yf- ir ævi hans og störf. Einnig er rakin saga ættbókar íslenska hestsins, allt til dagsins í dag. Jón Þórisson leik- myndahönnuður setti upp sýn- inguna fyrir Sögusetur íslenska hestsins. Theodórsstofa verður opin alla daga frá 1. júní til 31. ágúst, kl. 8 til 20. Fram að þeim tíma er hún opin virka daga frá 9 til 16 og eftir sam- komulagi um helgar. Theodórsstofa sett upp að Hólum Afhending Víkingur Gunnarsson, formaður stjórnar Söguseturs íslenska hestsins, Kristinn Hugason, fyrrverandi hrossaræktarráðunautur, Friðrik Kristjánsson, eiginmaður Gerðar, Kolfinna Gerður Pálsdóttir, fósturdóttur Theodórs, og Arna Björg Bjarnadóttir, forstöðumaður Sögusetursins. Theodór Arnbjörnsson Í HNOTSKURN »Theodór Arnbjörnsson varfæddur á Stóra-Ósi í Mið- firði á árinu 1888. Hann féll frá í byrjun árs 1939. »Hann nam við Landbún-aðarháskólann í Kaup- mannahöfn 1919–1920. Hann var ráðunautur Búnaðarfélags Íslands í hrossarækt frá 1920 til dánardags og um tíma einn- ig í sauðfjárrækt. Þá var hann féhirðir Búnaðarfélagsins frá 1932. »Theodór ritaði grundvall-arrit um íslenska hestinn: Hestar, 1931 og Járningar, 1938, auk Sagna úr Húnaþingi og ýmissa greina um bún- aðarmál. Djúpivogur | Stórlúða var hífð upp á bryggju í Djúpa- vogshöfn á dögunum, en hún var dregin um borð í línu- veiðarann Önnu GK 540, sem er 15 tonna plastbátur. Skipverjarnir, þeir Sigurður Ágúst Jónsson og Brynj- ólfur Reynisson, áttu að sögn fullt í fangi með að inn- byrða lúðuna, sem vó alls 146 kg. Segja þeir félagar viðureignina hafa staðið yfir í að minnsta kosti klukku- stund áður en þeir náðu að koma ferlíkinu inn fyrir borðstokkinn og við ramman reip var að draga. Lúðan beit á við svokallaða Hvítinga. Hér sést Hafdís Reyn- isdóttir með son sinn og Sigurðar, skipstjóra Önnu GK, Viktor Inga, þar sem þau mæðgin virða fyrir sér stór- fiskinn hangandi í trossu á hafnarbakkanum. Sjálfsagt hefur verið stórlúðusteik á borðum fjölskyldunnar þá um kvöldið, nema fiskurinn hafi verið seldur í heilu á hinn nýja fiskmarkað Djúpavogs. Ljósmynd/Brynjólfur Reynisson Stórlúða berst að landi á Djúpavogi Vopnafjörður | Vopnafjarð- arhreppur, í samvinnu við menn- ingarráð Austurlands og Markaðs- stofu Austurlands, boðar til ráðstefnu í félagsheimilinu Mikla- garði á morgun, 25. apríl, og hefst hún kl. 14. Markmið ráðstefnunnar er að upplýsa Vopnfirðinga um hvað aðr- ir eru að gera og ekki síður að sýna fram á hvað heimamenn geta gert á sviði menningar- og ferðamála. Meðal framsögumanna eru Að- alheiður Borgþórsdóttir, Pétur Kristjánsson, Helgi Magnús Arn- grímsson, Stefán Stefánsson, Björn G. Björnsson og Sigurður Þor- steinsson. Ráðstefnustjóri er Þorsteinn Steinsson sveitarstjóri. Ráð- stefnuslit eru áætluð kl. 18. Ráðstefna um falin tækifæri Vopnafjarðar AUSTURLAND STOFNAÐ hefur verið félag á Ak- ureyri til undirbúnings þess að í bænum rísi sjávarsafn og rann- sóknamiðstöð um menningu og líf- ríki við norðurhöf. Safnið yrði mjög umfangsmikið og eitt af meginsöfn- um landsins, að sögn þeirra sem að verkefninu standa, en fyrstu hug- myndir gera ráð fyrir að safnsvæðið verði allt að 5.000 fermetrar og að kostnaður við að koma safninu á fót geti orðið um tveir milljarðar króna. Markmiðið með formlegu undir- búningsfélagi er að hafa frumkvæði að frekari forvinnu sem síðan verði lögð fyrir opinbera aðila, sem og fjárfesta, þegar kemur að því að afla verkefninu fjármagns til að hrinda því í framkvæmd. Upphaf málsins má rekja til þess að fyrir nokkru mynduðu áhuga- samir einstaklingar starfshóp um byggingu sjávarsafns og rannsókna- miðstöðvar á Akureyri sem sérstak- lega væri miðuð að menningu og líf- ríki við norðurhöf. Hugmyndin gengur út á veglegt sjávardýra-, sjávarlíffræði- og sjávarvistkerfis- safn á heimsvísu. Einnig yrði í safn- inu fjallað um samfélög og menningu við ysta haf. Hugmyndin hefur verið kynnt fjölmörgum aðilum og undan- tekningalaust fengið góð viðbrögð og áhuga, að sögn Hreiðars Þórs Val- týssonar, talsmanns undirbúnings- félagsins. Á seinni stigum vinnunnar hefur verkefnið fengið stuðning Vaxtar- samnings Eyjafjarðar, auk þess sem fulltrúar Akureyrarbæjar hafa fylgst með hugmyndavinnunni. Hugmyndin byggist á fyrirmynd- um sem víða er að finna í nágranna- löndunum þar sem athyglinni er beint sérstaklega að sjávarlífverum og sjávarsamfélögum. Það er mat áhugahópsins að þjóð sem hefur byggt afkomu sína á sjávarútvegi í gegnum aldirnar þurfi að geta státað af vönduðu og góðu safni þar sem al- menningur getur skyggnst í orðsins fyllstu merkingu inn í heim hafsins í kringum landið og norðan við það. Verkefnið hefur ekki fengið nafn en stuðst er við Heimur norðurhafa – Arctic Ocean World. Eins og nafnið gefur vísbendingar um er hugmynd- in að vekja athygli á heimsvísu og tenging við norðurslóðir skapar tækifæri til að laða að ferðamenn er- lendis frá sem vilja fræðast frekar um lífríkið í norðurhöfum og menn- ingu tengdri hafinu, að sögn þeirra sem standa að undirbúningsfélaginu. Þeir telja að með safninu opnist möguleikar til vitundarvakningar um lífríki og mannlíf norðurhafa; möguleikar til að skapa undraverða og minnistæða upplifun. Heimur norðurhafa yrði fyrsta safnið á Íslandi sem hefði þann til- gang að mennta fólk um hafið og menningu sjávarbyggða. Tilgangur- inn væri ekki síst að fræða og breiða út skilaboð um sjálfbæra nýtingu og umhverfismál sjávar. Til þess yrði beitt allri nýjustu og fullkomnustu tækni sem þekkt er í safnaheiminum í dag því markmiðið er að safnið verði sönn upplifun fyrir þá sem það sækja heim. Rannsóknastarfsemi tengd norð- urslóðamálefnum er vaxandi í bæn- um, og stofnendur undirbúnings- félagsins segja að gagnkvæmur styrkur yrði að starfsemi Hafrann- sóknastofnunarinnar, Stofnunar Vil- hjálms Stefánssonar, Háskólans og Náttúrufræðistofnunar. Menning við ysta haf Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Á heimsvísu Hreiðar Þór Valtýsson, Jón Kr. Kristjánsson og Ásbjörn Björgvinsson stofnuðu undirbúningsfélag að stofnun Heims norðurhafa. Í HNOTSKURN »Stefnt er að því að Heimurnorðurhafa verði í göngu- færi við miðbæ Akureyrar. »Forstöðumaður Hvala-safnsins á Húsavík er í undirbúningsnefndinni og tel- ur að umrætt safn og miðstöð styrki aðra ferðaþjónustu. AKUREYRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.