Morgunblaðið - 24.04.2007, Page 44

Morgunblaðið - 24.04.2007, Page 44
ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 114. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Uppnám í Kópavogi  Uppbygging á svokölluðu Glað- heimasvæði í Kópavogi er í upp- námi eftir að umhverfisráðuneytið ákvað að synja staðfestingu á breyttu svæðisskipulagi. » Forsíða Raforkusala  Norðurál og Hitaveita Suð- urnesja undirrituðu í gær raf- orkusamning fyrir fyrsta áfanga ál- vers í Helguvík. Áætlað er að gangsetja hann á síðari hluta árs 2010. » 2 Samruni  Annar stærsti banki Evrópu verður til gangi samrunaáætlun stjórna Barclays-banka og ABN Amro eftir, en umfang samrunans samsvarar 5.800 milljörðum króna. » 13 Jeltsín látinn  Boris Jeltsín, fyrrverandi forseti Rússlands, lést í gær af völdum hjartaáfalls. Hans er minnst fyrir þátt sinn í falli kommúnismans og Sovétríkjanna. » Forsíða SKOÐANIR» Ljósvakinn: Blessaðar endursýn … Staksteinar: Laumufarþegi með … Forystugreinar: Boris Jeltsín | Sego eða Sarko UMRÆÐAN» Höfnum glæfraakstri Græn skref af fúsum vilja Sýndarveruleiki Vígsla samkynhneigðra 2 % 7!& . !+   8    !!"!5  ! /  / / /  /    / / /  / /  / - 9)5 &   / / /  / /  :;<<=>? &@A><?38&BC3: 9=3=:=:;<<=>? :D3&9!9>E3= 3;>&9!9>E3= &F3&9!9>E3= &6?&&3"!G>=39? H=B=3&9@!HA3 &:> A6>= 8A38?&6+&?@=<= Heitast 14° C | Kaldast 5° C Suðaustan 10–18 m/s og skúrir sunnan og vestan til en annars hægari og víða bjart. »8 Verkið Hjónabands- glæpir eftir Schmitt olli gagnrýnanda vonbrigðum, honum fannst það ótrúverð- ugt. »38 LEIKHÚS» Ótrúverð- ugir glæpir KVIKMYNDIR» Mr. Bean er í fyrsta sæti Bíólistans. »37 Óttar M. Norðfjörð rithöfundur hefur gefið út teikni- myndasöguna Jón Ásgeir og afmæl- isveislan. »36 BÓKMENNTIR» Afmælis- veislan TÓNLIST» Bono og The Edge semja söngleikjatónlist. »36 FÓLK» Danska prinsessan er komin heim. »43 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Simon ranghvolfdi ekki augunum 2. Pétur tekur við starfi hjá 365 3. Sekt fyrir að valda hneykslan 4. Saklaus á bak við lás og slá EFTIRSPURN eftir svokölluðum endurvinnslu- tunnum hefur stóraukist það sem af er ári og reikna forsvarsmenn Gámaþjónustunnar og Íslenska gámafélagsins, ÍG, með að fjöldi tunna í útleigu muni tvöfaldast á fjórum mánuðum fyrir fyrsta júlí. Alls voru á milli 1.400 og 1.500 tunnur í útleigu í lok febrúar sl. og áætla talsmenn fyrirtækjanna að fjöldinn verði kominn upp í 3.000 fyrir fyrsta júlí nk. og aukist enn frekar með bættri þjónustu síðar á árinu. Enn sem komið er eru þessi fyrirtæki þau einu sem bjóða upp á slíkar tunnur, þar sem nokkrir flokkar úrgangs, þ.á m. blaðapappír og drykkjar- fernur, fara til endurvinnslu en ekki til urðunar líkt og almennur heimilisúrgangur. Að sögn Jóns Ísaks- sonar, markaðsstjóra Gámaþjónustunnar, hafði fyrirtækið leigt út rétt rúmlega 1.100 tunnur í febr- úarlok. Síðan hafi orðið „sprenging“ í eftirspurn- inni, hátt í 300 hafi bæst við á höfuðborgarsvæðinu og búist við 10 prósent aukningu í maí og júní. Þá hafi viðbrögð við markaðssetningu tunnunnar á Akureyri, Suðurnesjum, Akranesi og Borgarnesi á síðustu vikum farið fram úr björtustu vonum og um 350 tunnur verið leigðar á þeim stöðum frá marsbyrjun. Þar af eru 175 á Akureyri, sem Jón tel- ur „mjög mikið“. Því megi vænta þess að fjöldinn verði kominn í 2.000 í byrjun júlí. Suðurnesjamenn áhugasamir Jón Þ. Frantzson, framkvæmdastjóri ÍG, segir áhugann hafa aukist mjög á síðustu tveimur mán- uðum, heildarfjöldi tunna í leigu hjá fyrirtækinu hefur aukist úr hátt í 300 í lok febrúar í tæplega 700 nú. Þar af leigðu Suðurnesjamenn 130 tunnur á síð- ustu tveimur vikum, eða frá því ÍG hóf að bjóða upp á slíka þjónustu. Báðir eru þeir sammála um að umræða í fjöl- miðlum að undanförnu eigi þátt í stigvaxandi áhuga á endurvinnslu og fullyrðir Jón Þ. að hún hafi haft „gífurleg áhrif“. Þá hafi áhersla stjórnmálamanna á þennan málaflokk einnig haft sitt að segja. „Sprenging“ í leigu endurvinnslutunna Í HNOTSKURN » Eftirspurnin er til marks um aukinnáhuga almennings á endurvinnslu. » Fastlega má búast við að hún muniaukast enn frekar þegar Reykjavík- urborg setur á næstunni á markað bláu tunnuna, þjónustu sem byggist á sömu hug- myndafræði. » Gámaþjónustan reið á vaðið með sínatunnu í árslok 2005 og fylgdi ÍG svo á eftir 2006. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is LAG Bjarkar Guðmundsdóttur „Earth Intruders“ komst upp í 84. sæti á bandaríska Billboard Hot 100- smáskífulistanum um nýliðna helgi. Lagið er að finna á tilvonandi plötu Bjarkar Volta og er ekki enn komið út á smáskífu en það er stafrænni sölu í gegnum Netið að þakka að lagið er komið inn á Billboard-listann áður en það kem- ur formlega út. Þetta er í annað skiptið sem Björk kemst inn á Hot 100-smáskífulistann með lag, en síðast náði hún 88. sæti árið 1993 með lagið „Big Time Sen- suality“. Hún hefur aftur á móti átt mörg topplög í Bretlandi og þrjú lög hafa komist í fyrsta sæti á banda- ríska danslistanum en með því að ná 84. sæti á Hot 100 mætti segja að „Earth Intruders“ væri stærsti poppsmellur Bjarkar í Bandaríkjun- um hingað til og komi í veg fyrir að hún kallist „eins smells stjarna“ þar í landi. Volta kemur út 7. maí. Björk komin á Billboard Earth Intruders í 84. sæti smáskífulistans Björk Guðmundsdóttir ÞEIR eru báðir svolítið súrir á svip- inn, hvutti litli og fótboltakappinn David Beckham, þar sem þeir sitja í búðarglugga á Laugaveginum. Ætli hvutti sé ekki að hugsa hvað það væri gaman að spóka sig í góða veðrinu enda hátt í 10°C hiti í höf- uðborginni í gær og því tilvalið fyr- ir hunda að njóta lífsins og þefa af græna gróðrinum sem er að vakna af vetrardvalanum. Beckham er líklega að hugsa fátt enda bara töffari á auglýsinga- spjaldi fyrir sólgleraugu. Lítil þörf verður fyrir sólgleraugu á sunn- anverðu landinu næstu daga en íbú- ar norðaustanlands ættu að geta skartað slíkum megnið af vikunni. Morgunblaðið/Ásdís Sitja súrir í búðarglugga HUNDUR OG FÓTBOLTAKAPPI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.