Morgunblaðið - 24.04.2007, Síða 14

Morgunblaðið - 24.04.2007, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FRÉTTASKÝRING Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is VALKOSTIRNIR eru skýrir og frambjóðendur boða að á næstu tveimur vikum muni fara fram mik- ilvæg og tæmandi umræða um sam- félagið, framtíð þess og gildismat. En um leið er víst að þau Nicolas Sarkozy og Sègoléne Royal munu í málflutningi sínum fremur leitast við að sameina en slíta í sundur; úrslit frönsku forsetakosninganna munu ráðast á miðju stjórnmálanna og eft- ir því fylgi munu frambjóðendur nú sækjast af mikilli hörku. Niðurstaða fyrri umferðar frönsku forsetakosninganna var um flest í samræmi við skoðanakannan- ir. Að vísu reyndist fylgi við þjóðern- issinnann Jean-Marie Le Pen minna en skoðanakannanir höfðu leitt í ljós. Sú niðurstaða telst merkileg fyrir þær sakir að viðtekin hefur verið sú speki í frönskum stjórnmálum að fylgi við leiðtoga Þjóðfylkingarinnar (fr. „Front National“) skili sér illa í skoðanakönnunum þar eð margir hiki við að lýsa sig hlynnta þeirri þjóðernishyggju sem Le Pen boðar. Hægrimaðurinn Nicolas Sarkozy þótti fiska í gruggugu vatni er hann leitaðist við að höfða til stuðnings- manna Þjóðfylkingarinnar og víst er að fyrir síðari umferðina, sem fram fer 6. næsta mánaðar, mun hann horfa til annarra átta. Miðjumaðurinn François Bayrou fékk 18,57% atkvæða í fyrri umferð- inni og reyndist fylgi hans í ágætu samræmi við niðurstöður skoðana- kannana. Bayrou var frambjóðandi flokks miðju- og hægrimanna er nefnist Franska lýðræðisbandalagið, UDF (fr. „Union pour la Démocratie Française“). Flokkurinn var stofn- aður árið 1978 og var þá bandalag hópa, sem studdu Valéry Giscard d’Estaing forseta. Bayrou hefur neitað að upplýsa hvorn frambjóðendanna tveggja hann hyggist styðja í síðari umferð- inni. Ljóst er að skýr yfirlýsing í því efni getur skipt miklu. Á hinn bóginn verður tæpast hlaupið að því fyrir Bayrou að senda slíka yfirlýsingu frá sér þar sem hann var óvæginn mjög er hann gagnrýndi þau Royal og Sar- kozy í aðdraganda fyrri umferðar- innar. Bayrou boðaði allsherjar upp- stokkun á hinu pólitíska kerfi í Frakklandi. Úrslit fyrri umferðar- innar verða ekki túlkuð á annan veg en þann að kerfi tveggja ráðandi póla standi þar traustum fótum. Bayrou bauð sig fram í forseta- kosningunum árið 2002 en hlaut þá lítið fylgi og varð í fjórða sæti. Marg- ir helstu leiðtogar Lýðræðisbanda- lagsins höfðu þá gengið til liðs við nýstofnaðan hægriflokk, Þjóðar- hreyfinguna, UMP (fr. „Union pour un Mouvement Populaire“). Fyrir þeim flokki fer nú Nicolas Sarkozy. Í Frakklandi telja stjórnmála- skýrendur margir hverjir að stuðn- ingsmenn Bayrou muni almennt og yfirleitt kjósa Sarkozy í síðari um- ferðinni. Þessu til rökstuðnings er m.a. bent á tengsl flokkanna. Á hinn bóginn ber að hafa í huga að Sarkozy er afar umdeildur stjórn- málamaður og málflutningur hans þykir fremur fallinn til að sundra en sameina. Í kosningabaráttunni lýsti François Bayrou ítrekað yfir því að Sarkozy myndi sem forseti reynast ófær um að sameina frönsku þjóðina enda réð valdagleði mestu um fram- boð hans. Það sjónarmið hefur verið áberandi í röðum andstæðinganna að Sarkozy verði að stöðva þótt slíkt kunni að kalla á erfiðar tilslakanir. „Allt er betra en Sarkozy“ (fr. „Tout sauf Sarkozy“) er herhvöt sem hljóma mun af auknum þunga næstu daga. Við þessu mun frambjóðand- inn trúlega bregðast með því að leggja til hliðar þann ögrandi stíl sem sýnist honum eðlislægur og mæla fyrir sáttum og einingu að hætti þjóðarleiðtoga. Sóknarfæri Sègoléne Royal Þótt Sègoléne Royal eigi vísan stuðning þeirra tíu prósenta kjós- enda eða svo sem studdu frambjóð- endur til vinstri við hana er ljóst að hún þarf að vinna umtalsverðan meirihluta kjósenda Bayrous á sitt band. Greiningar stjórnmálaspek- inga eru góðra gjalda verðar en hafa ber í huga að Bayrou hlaut um sjö milljónir atkvæða í fyrri umferðinni á sunnudag. Í prósentum talið þre- faldaði hann fylgi sitt frá í kosning- unum 2002. Hætt er við að kjósenda- hópur hans sé ekki jafn einsleitur og margir ætla og fráleitt sýnist að spyrða þá kjósendur öldungis saman við UDF-flokkinn. Hafi helsta kennisetning Bayrous, sú að hefðbundin vinstri-hægri skipting stjórnmálanna sé úrelt, ráð- ið mestu um það fylgi sem hann fékk kunna þeir kjósendur að telja Sègo- léne Royal mun heppilegri kost en Nicolas Sarkozy. Að auki kunna við- teknar hugmyndir um forsetaemb- ættið og hina „frönsku sérstöðu“ að vinna gegn Sarkozy. Royal á því ágæt sóknarfæri. Skoðanakannanir eru henni að sönnu ekki hagstæðar og athygli vekur að samkvæmt könnun IPSOS, sem gerð var á sunnudag, hafa 88% kjósenda ákveðið hvernig atkvæðinu verður varið 6. næsta mánaðar. Blásið til stórsóknar inn að miðjunni  Staða Nicolas Sarkozy er afar sterk eftir sigur í fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi  Sègoléne Royal á þó ágæt sóknarfæri á miðju stjórnmálanna þar sem úrslitin munu ráðast Í HNOTSKURN »Nicolas Sarkozy hlaut31,18% greiddra atkvæða í fyrri umferðinni á sunnudag. Næst honum kom Sègoléne Royal, frambjóðandi Sósíal- istaflokksins, sem fékk 25,87%. Þriðji varð miðjumað- urinn François Bayrou með 18,57% og fjóðri varð þjóðern- issinninn Jean-Marie Le Pen, sem hlaut 10,44% greiddra at- kvæða. Lítið fylgi Le Pen kom verulega á óvart. Í fyrri um- ferðinni 2002 fékk hann 16,86% atkvæðanna. »Kjörsókn var 83,77%, eilít-ið minni en árið 1965 þeg- ar gildandi met var sett. REUTERS Sigurstranglegur Nicolas Sarkozy ásamt eiginkonu sinni, Cecilia (2. f.v.) og dætrum hennar, þeim Judith (t.h.) og Jeanne-Marie Martin. ÍRASKIR og bandarískir embætt- ismenn sögðu í gær, að haldið yrði áfram við að reisa fimm km langan múr umhverfis Adhamiyah-hverfið, eitt hverfi súnníta í Bagdad, en nokkuð hefur verið um mótmæli gegn því og Nuri al-Maliki, for- sætisráðherra Íraks, sagði í Kaíró um helgina, að hann væri mótfall- inn múrnum. Tilgangurinn með múrnum er að draga úr hryðju- verkum í borginni en alls er fyr- irhugað að girða af 10 órólegustu borgarhverfin með þessum hætti en þó ekki öll með eiginlegum múr, heldur annars konar tálmunum. Að auki verður annað eftirlit hert. Haldið áfram við að girða af borgarhverfin Innan múrsins Skólastúlkur í Adhamiyah-hverfinu í Bagdad. FITUINNIHALD í skyndibita hjá sömu keðjunni getur verið mjög mismunandi eftir löndum. Kemur það fram í danskri rannsókn, sem kynnt var í gær á ráðstefnu um of- fitu í Búdapest í Ungverjalandi. Lit- ið var á kjúlinga og franskar hjá McDonald’s og Kentucky Fried Chicken í 35 löndum. Í ljós kom að fituinnihaldið, og sérstaklega hert fita, var mest í A-Evrópu. Var hún upp undir 34% af fitunni. Hertri fitu er nú lýst sem „stórhættulegri“ og hún hefur verið bönnuð í Dan- mörku. Fitan mismik- il eftir löndum Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is BAN Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær eft- ir fráfall Boris Jeltsíns, fyrrverandi Rússlandsforseta, að hans yrði minnst fyrir hlutdeildina í stjórn- málalegum og efnahagslegum um- bótum í Rússlandi. Ennfremur fyrir þátt sinn í að minnka spennuna milli Rússlands og Vesturlanda. Boris Jeltsín lést úr hjartaslagi á sjúkrahúsi í Moskvu í gær, 76 ára að aldri, og hefur Vladimír Pútín, for- seti Rússlands, lýst yfir þjóðarsorg í Rússlandi á morgun, þegar útförin fer fram í Moskvu. Jeltsín var frá Jekaterínburg í Úralfjöllum og vann sem byggingarverkfræðingur áður en hann lét til sín taka innan komm- únistaflokksins. Umdeildur leiðtogi Boris Jeltsín var umdeildur stjórnmálamaður og þegar hann til- kynnti afsögn sína á gamlársdag 1999 bað hann þjóð sína afsökunar á því sem miður hafði farið á valdatíma hans. „Ég vil biðja ykkur afsökunar, vegna þess að margar af vonum okk- ar hafa ekki ræst, vegna þess að það sem við héldum að yrði auðvelt reyndist hræðilega erfitt. Ég bið ykkur að fyrirgefa mér að hafa ekki uppfyllt nokkrar óskir þeirra sem töldu að okkur myndi takast að stökkva frá grárri fortíð stöðnunar og alræðis inn í bjarta framtíð hag- sældar og siðmenningar í fyrstu til- raun.“ Jeltsín naut ákveðinnar virðingar á Vesturlöndum fyrir ýmsar umbæt- ur en fékk bágt fyrir innrásina í Tétsníu og spilling á meðal embætt- ismanna gerði honum erfitt fyrir. Í skoðanakönnun í desember sl. sögðu 70% aðspurðra að meiri skaði en gagn hefði orðið á valdatíma Jeltsíns. Engu að síður sögðu vinir leiðtog- ans að þótt hann væri ekki gallalaus fengi hann jákvæðari dóma í sögunni sem faðir lýðræðisins í Rússlandi. „Hann gerði hið ómögulega; færði okkur úr fjötrum til frjálsræðis,“ sagði Anatoly Chubais, einn af sam- starfsmönnum hans. George W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, sagði að Jeltsín hefði verið í lykilhlutverki þegar Sovétríkin hefðu verið leyst upp. Hann hefði lagt grunninn að lýðræði í landinu og verið fyrsti lýðræðiskjörni forseti Rússlands. Breskir stjórnmálaleiðtogar báru honum líka vel söguna. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði að Jeltsín hefði gegnt mikilvægu hlut- verki á tímamótum í sögu Rússlands. Margaret Thatcher, fyrrverandi for- sætisráðherra, sagði að ef Jeltsín hefði ekki ráðið ferðinni hefði Rúss- land áfram verið í höndum komm- únismans og Eystrasaltslöndin ekki öðlast sjálfstæði. Bera Boris Jeltsín vel söguna Þjóðarsorg í Rússlandi á útfarardegi fyrsta forseta Rússlands í Moskvu Í HNOTSKURN » Boris Jeltsín varð leiðtogikommúnistaflokksins í Sverdlovsk 1968 og 1985 út- nefndi Mikhaíl Gorbatsjov, þá- verandi leiðtogi Sovétríkj- anna, hann sem aðalritara kommúnistaflokks Moskvu. » Jeltsín var skipaður ístjórnarnefnd sovéska kommúnistaflokksins 1986. » Rúmu ári síðar var hannrekinn úr embætti aðalrit- ara kommúnistaflokksins eftir að hafa gagnrýnt Gorbatsjov og 1988 var honum vikið úr stjórnarnefnd Sovétríkjanna og missti ráðherraembætti skömmu síðar. » 1989 var Jeltsín aftur kos-inn á þing þar sem hann varð leiðtogi „lýðræðislegu stjórnarandstöðunnar“. Ári síðar var hann kjörinn forseti sovéska þingsins og sagði sig úr sovéska kommúnista- flokknum í kjölfarið. » Jeltsín var kjörinn forsetiRússneska sambandsrík- isins í júní 1991, leysti upp kommúnistaflokkinn og síðan Sovétríkin í árslok. » Jeltsín hóf umbætur áefnahagskerfi Rússlands 1992 og einkavæðing ríkisfyr- irtækja hófst. Landið var á barmi borgarastyrjaldar 1993 og árið eftir sendi hann her- sveitir inn í Tétsníu. » Jeltsín vildi að VladímírPútín tæki við af sér, skip- aði hann forsætisráðherra í ágúst 1999 og sagði af sér á gamlársdag sama ár. Reuters Völd Boris Jeltsín var kjörinn forseti Rússneska sambandsríkisins 1991 og þar með hófst átta ára valdatíð hans, en hann sagði af sér í árslok 1999. Reuters Gleði Oft var kátt á hjalla hjá Jelts- ín og Bill Clinton, þáverandi forseti Bandaríkjanna, grét af hlátri þegar þeir hittust í New York 1995.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.